Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 31

Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 39 Miðhúsum: Velheppnuð aðventuhátíð haldin í Reykhólaskóla Midhúsum, 30. nóvember. SÍÐASTLIÐINN sunnudag átti að vera aðventuhátíð í Reykhóla- kirkju, en vegna slæms veðurs og ófærðar var þessari hátíð frestað fram á þriðjudag, en þá var vegur- inn opnaður hingað. Friðrik Hjartar sóknarprestur í Búðardal, sem þjónar í fjarveru sóknarprestsins hér, skipulagði þessa hátíð. Dagskráin var fjöl- þætt, nemendur úr tónlistarskól- anum í Búðardal léku á blást- urshljóðfæri undir stjórn skóla- stjórans Kjartans Eggertssonar, en hann stjórnaði einnig almenn- um söng og lék undir á gítar. Fermingarbörn hér sýndu helgileik undir stjórn Ingibjarg- ar Björgvinsdóttur kennara og Friðriks Hjartar. Nemendur úr Króksfjarðarnesi sungu undir stjórn skólastjórans þar, Lilju Sveinsdóttur, sem einnig lék eft- irspil. Söngfólk úr Garpsdals- og Reykhólasókn sameinaði krafta sína og söng undir stjórn Ólínu Jónsdóttur organista. Nemendur úr 1. og 2. bekk Reykhólaskóla sungu með aðstoð kennara síns, Dagnýjar Jónsdóttur, og organ- ista Reykhólakirkju. Fjórir kirkjugestir lásu úr ritningunni, en þau voru Karl Árnason, Kambi, Unnur Guðmundsdóttir, Stað, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Garpsdal, og Kristján Þór Krist- jánsson, Reykhólum. Um þessa aðventuhátíð sam- einuðust Reykhóla- og Garps- dalssókn. Þá var kirkjan þétt- skipuð kirkjugestum og má ætla að helmingur íbúa þessara hreppa hafi verið viðstaddur þessa hátíðarstund. Á eftir kirkj- ugöngu var farið í samkomuhús- ið, en þar seldu kvenfélagskonur pappír og kvenfélögin úr báðum hreppunum höfðu basar og hlutaveltu. Við sem vorum þátt- takendur í þessari hátíð þökkum prestinum í Búðardal og öllum öðrum sem hjálpuðu til við und- irbúning þessarar ánægjulegu stundar. Þessi hátíð sýnir að ungir og aldnir geta átt samleið. — Sveinn Hvort sem um er aö ræöa kaffi- vélar, straujárn, hársnyrtitæki, brauöristar eöa þeytara sameinar SIEMENS fyllstu gæöi og smekk- legt útlit. SIEMENS-tæki eru ávallt vel þegin. SMITH & NORLAND HF„ NOATUNI 4, SÍMI 28300. ■ □ NEW Canon Personal Copier VERÐ AÐEINS FRA 38.600 ÓDÝRUST Á MARKAÐNUM LJÓSRITAR í ÞREMUR LITUM ENGAR STILLINGAR EÐA HREINSANIR LJÓSRITAR Á ALLAN PAPPÍR 40—128 GR. 1M2 BÁÐUM MEGIN HEPPILEG FYRIR MINNI OG MEOALSTÓR FYRIRTÆKI, DEILDIR STÆRRI FYRIRTÆKJA, EINSTAKLINGA, FÉ- LAGASAMTÖK O.FL. LANG SÖLUHÆSTA VÉLIN í EVRÓPU OG BANDARÍKJUNUM í ÁR T0PPGÆÐIA LAGU VERÐI Canon Skrífvélin hf Suöurlandsbraut 12. Sími 85277 TT A P A Tip Skeifunni 15 IlAVJliAU 1 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.