Morgunblaðið - 06.12.1983, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983
41
Viðskiptafræðinemar á 4. ári:
Efna til ráðstefnu um
starfsmannastjórnun
ÞEIR sem sinna starfsmanna-
málum í fyrirtækjum sakna þess
oft að geta ekki borið saman
reynslu sína við önnur fyrirtæki.
Nemendur á 4. ári í viðskipta-
deild Háskóla íslands, ásamt
kennara sínum á námskeiðinu
„Stjórnun starfsmannamála",
hafa tekið þessi mál til sérstakr-
ar umfjöllunar.
Nemendurnir hafa undir um-
sjón kennara samið lýsingu á
meðferð einstakra þátta
starfsmannamála í 17 fyrir-
tækjum hér á landi. Sérstak-
lega hafa verið tekin til um-
fjöllunar eftirtalin mál: Tengsl
milli stærðar og starfsmanna-
halds, þjálfunarmál, ráðn-
ingar, launamál, velferðar- og
hlunnindamál og sveigitími.
Hópurinn hefur nú ákveðið
að efna til ráðstefnu á morgun,
7. desember, í Norræna húsinu,
þar sem niðurstöður þeirra
verða kynntar. Til ráðstefn-
unnar er sérstaklega boðið
þeim stjórnendum, sem nem-
endurnir ræddu við, svo og fé-
lögum í Klúbbi starfsmanna-
stjóra innan Stjórnunarfélags-
ins. Annars er ráðstefnan opin
áhugamönnum.
Ráðstefnan hefst klukkan
13.00 og gert er ráð fyrir, að
henni ljúki á bilinu 16—17. Til-
kynna þarf þátttöku á skrif-
stofu Háskóla íslands.
People Express:
Hyggjast stórauka
flug á Norður-
Atlantshafinu
Hafa óskað eftir
að fjölga ferðum
úr 5 í 14 á
næsta sumri
BANDARÍSKA flugfélagið
People Express, sem hóf flug á
Norður-Atlantshafinu fyrr á
þessu ári og bauð mun lægri far-
gjöld en voru við lýði, hefur nú
óskað eftir enn frekari heimild-
um til flugs á flugleiðinni milli
Bandaríkjanna og Bretlands.
Félagið hefur flogið milli
Gatwick-flugvallar í London og
Newark í New Jersey í Banda-
ríkjunum. Hefur félagið haldið
uppi fimm ferðum í viku hvora
leið, en það hefur nú farið fram
á að auka ferðatíðnina upp í sjö
ferðir í viku strax og síðan upp
í allt að 14 ferðir í viku, þegar
líða tekur á árið 1984, eða
tvisvar á dag.
Uppgangur People Express
hefur verið með ólíkindum á
þessu ári, en það flutti um 4,5
milljónir farþega á fyrstu tíu
mánuðum ársins, bæði á
Norður-Atlantshafinu og inn-
an Bandaríkjanna. Farþega-
fjöldinn hefur meira en tvö-
faldast milli ára, því á fyrstu
tíu mánuðum síðasta árs flutti
félagið liðlega 2,2 milljónir far-
þega.
Talsmaður félagsins sagði á
fundi með blaðamönnum, að
hleðsluhlutfall félagsins á
Norður-Atlantshafsleiðinni
hefði verið mjög gott á þessu
ári, eða vel yfir 90%.
People Express rekur í dag
22 flugvélar af gerðinni Boeing
737,12 vélar af gerðinni Boeing
727 og loks eina Boeing 747
júmbó, sem hefur verið í
Norður-Atlantshafsfluginu.
Með aukinni ferðatíðni á haf-
inu verður félagið að bæta við
vél, eða vélum, og sagði tals-
maður þess, að fljótlega kæmi
önnur vél af gerðinni Boeing
747 inn í áætlun.
Talsmaðurinn sagði enn-
fremur á fundi með blaða-
mönnum, að félagið hefði mik-
inn áhuga á að taka upp ferðir
milli Bandaríkjanna og megin-
lands Evrópu, en viðræður þar
að lútandi væru ekki hafnar
ennþá.
Þjóðarframleiðsla
jókst um 1,7% í
V es tur-Þýskalandi
Þjóðarframleiðsla Vestur-
Þjóðverja jókst um 1,7% á 3.
ársfjórðungi 1983, borið saman
við sama tímabil í fyrra, sam-
kvæmt upplýsingum þýzka efna-
hagsmálaráðuneytisins, en tals-
maður ráðuneytisins sagði þróun
efnahagsmála vera á réttri leið.
Þjóðarframleiðsla jókst um
0,7% á 2. ársfjórðungi þessa
árs, en á 1. ársfjórðungi dróst
hún hins vegar saman um
0,5%. Á síðasta ári dróst þjóð-
arframleiðsla í heild saman um
1,6%.
Talsmaður efnahagsmála-
ráðuneytsins vestur-þýzka
sagði á dögunum, að allar líkur
bentu til þess, að þjóðarfram-
leiðsla myndi aukast í nám-
unda við 1% á þessu ári. Hins
vegar bentu líkur til þess, að
aukningin í þjóðarframleiðslu
yrði á bilinu 2—2,5% á næsta
ári.
Innlend eftirspurn jókst um
5% á 3. ársfjórðungi, en til
samanburðar jókst hún um
2,3% á 2. ársfjórðungi og 3,6%
á 1. ársfjórðungi.
ERGO-DATA
stóllinn fná
DRABERTheldur
þér í góóu skapi
allandaginn
I Drabert
siturðu rétt
HALLARMÚLA 2
.Tcuunjih
FALLEG OG VÖNDUÐ VARA
Kaupfélag Húnvetninga
Blönduósi
•:r'
Snjo-
sköfur
Verðfrá
kr. 217,-
Snjo-
skóflur
Veröfrá
kr. 530,