Morgunblaðið - 06.12.1983, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983
Aldarminning:
Sigurður Þorsteins
— Brúar-Reykjum
Feddur 26. nóvember 1883
Dáinn 13. október 1953
Eitt hundrað ár eru liðin frá
fæðingu Sigurðar Þorsteinssonar,
smiðs og bónda að Brúar-Reykj-
um, Stafholtstungum, Mýrasýslu.
Sigurður var fæddur að Höll í
Þverárhlfð 26. nóvember 1883, 13.
október 1953.
Hann var sonur Þorsteins Ei-
ríkssonar bónda að Höll o.v. ólafs-
sonar Þorbjarnarsonar Lundum
og Þórdísar Þorbjarnardóttur frá
Helgavatni Sigurðssonar prests
Þorbjarnarsonar Lundum. Móðir
Þórdísar var Margrét á Helga-
vatni Halldórsdóttir Pálssonar
hins fróða á Ásbjarnarstöðum.
Áður hafði Þórdís móðir Sigurðar
verið gift Sigurði bónda Dýrastöð-
um Norðurárdal Þorsteinssyni
bónda á Glitstöðum í sömu sveit,
en missti hann frá ungum börn-
um. Börn þeirra voru:
Þorsteinn f. 5. ágúst 1867 bóndi
Hamri. M. Þórunn Eiríksdóttir.
Halldóra f. 7. júní 1870 húsfr. og
ljósm. Akranesi. M. Jóhann
Björnsson frá Svarfhóli.
Margrét f. 26. febrúar 1873
húsfr. og ljósm. Sámstöðum Hvít-
ársíðu. M. ólafur Guðmundsson
Sám.
Þorbjörn f. 26. ágúst 1875 bóndi
Neðranesi. M. Þórdís Halldórs-
dóttir frá Brúar-Reykjum.
Sigríður f. 29. september 1877
saumakona lengst af í Rvík.
Ragnhildur f. 24. maí 1880
húsfr. Rvík. M. Jón Sigmundsson
gullsmiður.
Börn Þorsteins seinni manns
Þórdísar voru auk Sigurðar bónda
á Brúar-Reykjum þeir:
Eiríkur f. 9. júnl 1886 kaupm.
Gerðum Garði. M. Ragnhildur
Davíðsdóttir.
Eiríkur f. 8. ágúst 1888 verslun-
arm. í Sandgerði.
í þessum fjölmenna systkina-
hópi í faðmi fjölskyldunnar ólst
Sigurður heitinn upp að Neðranesi
í Stafholtstungum því þangað
fluttust foreldrar hans 1887 frá
Höll.
Neðranes var þá kirkjujörð frá
Stafholti. Hún var vel í sveit sett,
hæg og notaleg, engjar drjúgar,
laxveiði og ræktunarmöguleikar
miklir.
Það er enginn vafi á því, að að
Sigurði heitnum hafi staðið
sterkir stofnar.
Manndómur og áreiðanleg heit
til orða og æðis voru honum í blóð
borin. Hann var höfðingi heim að
sækja. Sigurður var maður hagur.
Hann lærði trésmíðar um tíma i
Borgarnesi hjá Kristjáni Björns-
syni frá Svarfhóli síðar bóndi á
Steinum í Stafholtstungum.
Sigurður tók að sér húsasmíði í
héraðinu, en oft var hann vetrar-
maður á ýmsum bæjum, þegar
minna var að gera við smíðar. Allt
lék í höndunum á honum, hvort
heldur var skepnuhirðing, smíðar
eða tamningar enda átti hann
Minning:
Einar Bjarni Júlíus■
son póstfulltrúi
Fæddur 21. júlí 1933
Dáinn 23. nóvember 1983
í dag fer fram frá Hafnarfjarð-
arkirkju útför Einars Júlíussonar,
póstfulltrúa, sem fæddist í Hafn-
arfirði 21. júlí 1933 og lést eftir
stutta legu í Landakotsspítala 23.
nóv. sl. Einar var kominn af hafn-
firsku heiðursfólki. Foreldrar
hans voru hjónin Guðrún Einars-
dóttir, sem lifir son sinn, og Júlíus
Nikulásson, verslunarmaður, sem
lést um aldur fram árið 1947, frá
eiginkonu, tveim dætrum og syn-
inum, Einari, sem hér er kvaddur,
og var hann elsut þeirra systkina.
Með því að Einar var góðum
námsgáfum gæddur hóf hann nám
í Verslunarskóla íslands og lauk
þaðan fullnaðarprófi.
Að loknu námi vann Einar á
skrifstofu tollstjórans í Reykja-
vík, um fimm ára skeið, en árið
1963 hóf hann starf hjá Pósti og
síma í Hafnarfirði. Þar vann hann
fram undir mitt ár 1964, en á ár-
unum 1965 til 1971 vann hann að
mestu hjá iðnaðarfyrirtæki, en
hjá Pósti og síma í ígripum og af-
leysingum. Einar hóf aftur fast
starf hjá Pósti og síma í Hafnar-
firði árið 1972, og vann þar síðan
allt til dánardægurs.
Það mátti lesa mikla hryggð út
úr andlitum alls starfsfólks Pósts
og síma i Hafnarfirði daginn sem
andlát Einars spurðist. öllum sem
með Einari unnu, þótti innilega
vænt um hann. Hann færði ávallt
allt til betri vegar og lét sér annt
um hag alira starfsmanna, án þess
að ganga á rétt stofnunarinnar.
Einar var mjög fær starfsmað-
ur. Hann gat unnið afar hratt og
dáðist ég oft að því hvernig hann
gat einbeitt sér við nákvæm bók-
færslustörf og talningu peninga, á
sama tíma og sífelldur erill og
frátafir dundu á honum.
Einar var sjaldnast margmáll,
en næstum var það sama um hvað
hann var spurður, ef til hans var
leitað, þá voru svör hans svo
greinargóð og glögg að líkast var
m rj
því að hann hefði þaulhugsað ein-
mitt það sem um var spurt, eða að
hér væri að tala kennari um kjör-
svið sitt, er hann væri búinn að
kenna árum saman.
Ég held að Einar hafi kunnað
vel starfi sínu, þótt vinnuálagið
væri alla tíð mikið. Honum lét vel
að vinna sjálfstætt og var úrræða-
góður að ráða fram úr óvæntum
erfiðleikum. Stundum fannst mér
Einar njóta sín hvað best, þegar
honum voru fengin vandasöm
verkefni til úrlausnar, og leyndi
sér þá ekki hve glöggur hann var
að finna, á örskömmum tíma, hina
réttu lausn.
Aðal munaður Einars, sem var
góða hesta alla tíð og fór vel með
þá.
Kona Sigurðar var Þorbjörg
Helgadóttir bónda í Tungu
Svínad. Helgasonar bónda á Hlíð-
arfæti Sveinbjarnarsonar prests
Staðarhrauni Sveinbjarnarsonar.
Móðir Þorbjargar var Guðrún
Árnadóttir Jónssonar stúdent
Árnasonar Leirá. En kona Árna
var Þorbjörg Gunnarsdóttir stúd-
ent Þorsteinssonar á Hlíðarfæti
og konu hans Ragnhildar Ólafs-
dóttur.
Þorbjörg heitin var í föðurgarði
til tvítugs aldurs. Þá fluttist hún
inn fyrir heiði til frænku sinnar
Rannveigar Oddsdóttur og manns
hennar Kristjáns Björnssonar, er
bjuggu að Bjargarsteini í Staf-
holtstungum og síðar ábúendur að
Steinum í sömu sveit. Þar kynnt-
ust Sigurður og Þorbjörg.
Þau gengu í hjónaband á sumar-
daginn fyrsta 1921.
Þau hjón gengu bæði snemma í
góður málamaður, voru ferðalög.
Hann ferðaðist 1 fríum sínum um
Evrópu, bæði austan tjalds og
vestan, og um Norður-Ameríku
þvera og endilanga. Einar, sem
var ókvæntur, fór þessar ferðir að
jafnaði einn, og er ekki að efa að
þær hafa orðið honum mikill
menntunarauki, jafn eftirtektar-
samur og hann var.
Þótt ávallt komi maður í manns
stað, verður skarð Einars vand-
fyllt, svo mikla reynslu sem hann
hafði í starfi.
Að lokum þakka ég Einari fyrir
allt, og veit að ég mæli þar fyrir
munn okkar allra, sem með hon-
um unnum.
Loks skulu fjölskyldu hans allri,
sem hann bar svo mikla umhyggju
fyrir, fluttar hjartanlegar samúð-
arkveðjur.
Magnús Eyjólfsson
í dag kveðja starfsfélagar og
vinir einn af sínum bestu liðs-
mönnum, Einar B. Júlíusson.
Af ótrúlegri elju og samvisku-
semi vann hann fyrir Póst og síma
í Hafnarfirði, hljóðlega og fjarri
sviðsljósi. Hann var einkar vel lið-
inn, bæði af samstarfsmönnum og
borgurum þessa bæjar. Hann vildi
leysa hvers manns vanda, þótt
hann þyrfti auðvitað að hlýða hin-
um ströngu reglum.
Einar B. Júlíusson var hlédræg-
ur að eðlisfari, en trölltryggur
þeim sem nutu vináttu hans og
trausts. Við viljum með þessum
fáu orðum votta Einari virðingu
og þakka honum samfylgdina.
Við vottum aðstandendum hans
innilegrar samúðar.
Starfsfélagar.
Ungmfél. Stafholtstungna og var
Þorbjörg ein af stofnendum fé-
lagsins árið 1912.
1921 keyptu þau jörðina Brúar-
Reyki og bjuggu þar í 30 ár. Eftir
lát Sigurðar bjó Þorbjörg hjá
einkasyni sínum og tengdadóttur í
yfir 20 ár.
Hún var mæt kona, glettin,
stálminnug og ættfróð. Hjálpleg
með afbrigðum, vinnusemin og
trúmennskan voru henni í blóð
borin.
Sjálfsagt hefur Sigurði brugðið
við að flytja frá Neðranesi því
engjar og laxveiði vantaði á jörð-
ina Brúar-Reyki, ræktanlegt land
var ekki annað en blautar mýrar
45
sem grafa varð fyrstu 20 árin með
handafli.
Jarðhiti var þar í jörðu, en því
miður entist Sigurði ekki aldur til
að njóta hans,_því vatnið var ekki
leitt heim í bæ fyrr en 1961, þá var
því dælt heim. En Brúar-Reykja-
hjón hófust handa fljótt við að
rækta og stækka túnið, því taða af
túninu var ekki nema hálft annað
kýrfóður, fyrsta árið.
öll jarðarbótavinna fyrstu 10
árin var unnin með handafli, rist
ofan af og sléttað. öll hús á jörð-
inni voru byggð upp nema íbúð-
arhúsið, allt vandaðar og vel gerð-
ar byggingar. Fjárhúsin standa
enn talandi vitni um vandvirkni
húsbóndans.
Búskapur Sigurðar og Þorbjarg-
ar blómstraði og snyrtimennskan
jafnt utan húss sem innan. Þau
áttu fallegan og arðsaman bú-
stofn. En á síðustu búskaparárum
varð niðurskurður á sauðfé, þá
varð Sigurður eins og aðrir að sjá
á bak sauðfjárstofni sfnum sem þá
var orðinn þó nokkur.
Tvö börn eignuðust þau hjón:
Ragnhildi f. 1. október 1923, d.
27. september 1930 og Þorstein f. 5
febrúar 1922, sem hefur búið að
Brúar-Reykjum allan sinn búskap
kvæntan undirritaðri.
Ég vil þakka kærum tengdafor-
eldrum samfylgdina og minnist
þeirra með virðingu og þökk.
Blessuð sé minning mætra
hjóna.
Kristjana Steinunn Leifsdóttir
t
Hjartkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
STEFÁN SIGURDSSON,
bifreiöasmiöur,
Sæviöarsundi 35, Reykjavík,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 7. desember
kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hins
látna er bent á KFUM.
Guörún Valdimarsdóttir,
Petra Stefánsdóttir,
Siguröur Stefónsson, Guöný J. Ásmundsdóttir,
Kristín Stefónsdóttir, Gústaf A. Valberg,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Systir okkar.
BIRGITTA SIGRÍDUR JÓNSDÓTTIR
fró Blönduholti í Kjós,
til heimilis aö Snorrabraut 42,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. desember
kl. 13.30. Jaröaö verður í Gufunesi.
Blóm eru góöfúslega afþökkuö.
Jörína Jónsdóttir,
Bjarni Jónsson.
t
Frænka okkar,
HERDÍS GUOMUNDSDÓTTIR,
kennari,
Bjarnarstig 6,
veröur jarösungin frá Hallgrímskirkju miövikudaginn 7. desember
kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
Herdís Óskarsdóttir,
Herdís Jónsdóttir,
t
Móöir okkar, tengdamóðir, amma. langamma og langalangamma,
ELÍNBORG ELÍSDÓTTIR,
desember kl. 13.30 frá Frí-
veröur jarösungin miövikudaginn 7
kirkjunni i Hafnarfiröi.
Sesselía Pétursdóttir,
Ásdís Pétursdóttir.
Alda Pétursdóttir,
Geir Gestsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Sófus Bertelsson,
Vilhjólmur Sveinsson,
Hermann Valsteinsson,
t
Móöir okkar.
SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR
fró ísafiröi.
er andaöist 29. nóvember veröur jarösungin frá Fossvogskirkju kl.
15.00 þriöjudaginn 6. desember.
Fyrir hönd vandamanna,
Sigurður K.G. Sígurösson,
Þröstur Guöjónsson.
t
Útför
HANSÍNU EINARSDÓTTUR
frá Flekkuvík,
sem andaöist á Hrafnistu 29. nóvember verður gerð frá Fossvogs-
kapellu miövikudaginn 7. desember kl. 10.30.
Börnin.