Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 40

Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 40
Maybelline Mest seldu snyrtivörur í Ameríku. Fleiri orð eru óþörf. Pétur Pétursson, heildverzlun, Suðurgötu 14, símar 21020 — 25101. H0LUW00D Opið öll kvöld ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Sjötugur maður lést erjeppi valt SJÖTUGUR maður beið bana þeg- ar bifreið valt á Gunnarsholtsvegi, skammt frá Hvolsvelli, um klukk- an 13 í gær. Maðurinn ók Land Rover-jeppa og með honum í bfln- um var 16 ára gamall sonur hans. Mikil hálka var á veginum og mun maðurinn hafa misst stjórn á jepp- anum með þeim afleiðingum, að hann lenti útaf veginum og valt. Maðurinn mun hafa kastast út úr jeppanum og lent undir honum. Maðurinn var látinn þegar að- stoð barst. Pilturinn slapp ómeiddur. Jeppinn er mikið skemmdur, en hann mun hafa farið tvær veltur. Árekstur tveggja flutninga- bifreiða HARÐUR árekstur tveggja stórra vöruflutningabifreiða varð á gatnamótunum til Hrauneyja og Sigöldu. Tvær flutningabifreiðir með tengivagna voru á leið að Sig- öldu. Við gatnamótin nam öku- maður þeirrar bifreiðar sem á undan fór staðar. Snjókóf var á veginum og gafst þeim, sem á eftir fór, ekki tækifæri til að stöðva bif- reið sína í tæka tíð og hafnaði aft- an á fremri bifreiðinni. Báðir ökumennirnir slösuðust og voru fluttir í sjúkrahús. Sá sem var í fremri bílnum skarst í andliti og var lagður inn á sjúkrahúsið á Selfossi. Hinn fót- brotnaði og var fluttur til Reykjavíkur. Áfengi og tóbak hækkar á næstunni ÁFENGI og tóbak hækkar á næstu dögum samkvæmt áreiðan- legum heimildum Mbl. f gær lá ekki fyrir hversu mikil hækkunin verður, en verið er að reikna út hækkunarþörfina. Rjúpnaveiðin: Dræm á Suður- landi - betri norðanlands RJÚPNAVEIÐI hefur gengið heldur treglega sunnanlands og vestan, en á Norðurlandi hafa menn oft lent í góðri veiði, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér. Heyrst hefur af manni sem gekk til rjúpna fjóra daga í röð fyrir nokkru og fór hann á hálendið á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Náði hann samtals nokkuð á ann- að hundrað rjúpum og aldrei und- ir 25 í ferð. Hér sunnanlands hafa menn í fæstum tilfellum haft erindi sem erfiði, þó heyrði blaðið af manni sem fór fyrir nokkru upp í Borg- arfjörð og náði á milli 20 og 30 fuglum á einum degi, en síðan fengust þær fregnir nýlega af sömu slóðum að nokkrir menn, með hunda sér til aðstoðar, hafi ekki fengið nema örfá stykki hér á einum degi. Virðist það reglan hér um slóðir að menn teljist góðir, fái þeir tug rjúpna eftir dags veiðar. Frumvarp um fiskveiðistefnu fær dræmar undirtektir stjórnarliða: Ernir á Akranesi Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins, Ragnar Axelsson, var við myndatökur úr flugvél norðan við Akranes í gær, sá hann skyndilega tvo erni á flugi. Ragnar smellti af nokkrum myndum og hér má sjá annan örninn hefja sig til flugs. Þetta eru ekki hefðbundnar arnarslóðir, en á vetrum flakka hafernir mikið og sjást þá á ótrúlegustu stöðum. Á fuglinn fremur erfitt uppdráttar á veturna og flakkið stafar oft af fæðuleit. sjávarútvegsráð- hljóta of mikil völd Segja herra FRUMVARP sem sjávarútvegsráð- herra lagði fyrir þingflokka stjórnar- liðsins í gær um nýja fiskveiðistefnu hlaut dræmar móttökur stjórnar- þingmanna samkvæmt heimildum Mbl. Töldu þingmenn að í frumvarp- inu væri gert ráð fyrir allt of miklum völdum til handa sjávarútvegsráð- herra varöandi veiðiheimildir, ákvörðun heildarkvóta, skiptingu hans milli veiðarfæra o. fl. Viðmæl- endur Mbl. úr hópi stjórnarliða sögðu eftir þingflokksfundi í gær, að frumvarpið næði aldrei fram að ganga a.m.k. ekki í því formi sem það var lagt fyrir þá í gær. Þingmenn þeir sem settu sig á móti efni frumvarpsins benda m.a. á, að ráðherra sé gefið svo til al- ræðisvald í flestu því sem skiptir meginmáli varðandi sjávarút- veginn. Hann ákveði aflamagn, skiptingu afla milli ákveðinna gerða veiðarfæra, gerða fiskiskipa og einstakra skipa. Þá geti hann ákveðið skiptinguna milli skipa með hliðsjón af fyrri veiðum skipa, stærð þeirra eða gerð. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir að ráðherra geti heimilað drag- nótaveiðar og bundið þær þeim skilyrðum sem nauðsynleg þykja. Þá á ráðherra að ákveða með reglugerð veiðar á ákveðnum teg- undum, veiðarfærategundir, þ.á m. botn- og flotvörpu, og að veiðar ákveðinna gerða skipa skuli háðar sérstökum leyfum. Getur ráðherra og bundið leyfin og út- hlutun þeirra þeim skilyrðum er þurfa þykir. Frumvarp þetta var unnið af nefnd, sem fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra, Steingrímur Her- mannsson, skipaði 4. maí 1982 til að endurskoða lög nr. 81 31. maí 1976 um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands. Nefndin var skipuð full- trúum hagsmunaaðila í sjávarút- vegi og var hún undir forustu Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu. Frum- varpið er nú lagt fyrir þingflokka stjórnarliðsins af núverandi sjáv- arútvegsráðherra. Það er efnis- lega samhljóða tillögum nefndar- innar að því undanskildu, að bætt er við ákvæði um að ráðherra setji reglur um flutning á úthlutuðum aflakvóta milli skipa. ígulkeraveiðar á Breiðafirði? Hrognin eftirsótt á matborð sælkera Borgarnesi, 5. de.s. HAFINN er undirbúningur að veiðum á ígulkerum í Breiöafiröi á vegum einstaklinga á Hellissandi, en hrogn úr ígulkerum eru eftirsótt á matborð sælkera víða um heim. Þetta kom fram í samtölum við Olaf Sveinsson í Borgarnesi, iðnráðgjafa Vesturlands, og Auðun Bjarna Ólafsson, sveitar- stjóra Neshrepps utan Ennis. Ólafur sagði að hrogn úr ígul- kerum þættu mikið sælgæti og væru eftirsótt á matborð sæl- kera í Evrópu, sérstaklega í Suður-Evrópu og í Japan. Sagð- ist hann hafa kynnst þessu sjálf- ur í Evrópu og væru hrognin étin hrá sem smáréttur við ýmis tækifæri. Sagði hann að talsvert virtist vera af ígulkerum í Breiðafirði, yrði þeirra meðal annars vart í afla skelbátanna. Hugsanlegt væri að gera sér- staka báta út á ígulkeraveiðarn- ar en einnig kæmi til greina að rækta þau í gryfjum. Sagði hann að nægur markaður virtist vera fyrir hrognin og fengist mjög gott verð fyrir þau. Ólafur sagðist hafa nefnt þessa hugmynd við fyrirtæki á Snæfellsnesi fyrir tveimur árum en það ekki sýnt henni áhuga en nú hefði tiltölulega nýstofnað fiskvinnslufyrirtæki á Hellis- sandi sýnt þessu mikinn áhuga, en það vildi einbeita sér að vinnslu vannýttra fiskitegunda. Sagði Ólafur að Færeyingar hefðu byrjað á þessari vinnslu í smáum stíl að undanförnu og virtist bara ganga vel og þó ekki hefðu verið gerðar fullnaðar- áætlanir um þessa vinnslu hér virtist þetta geta orðið sæmileg aukabúgrein. Þess má geta að lokum, að heyrst hefur að marg-. ir neytendur hrogna úr ígulker- um telji að neysla þeirra auki kyngetu þeirra og mun það ekki spilla fyrir sölunni. — HBj.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.