Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 1
W ashingtonpistill 34 Mannheimar ... 36 Bréf til ráöherra ... 38 Fagranes 20 ára 39 Saga Stuðmanna 42 Bílar 44 Miðvikudagur 7. desember Heimavistarskólar 46 Bókmenntir 48/49 Skattar 52/54 Listasafn Íslands 55 Fólk í fréttum 57 Velvakandi 60/61 Kaflabrot úr lífssögu Guðmundar í Víði, „Með viljann , að vopni" Eg gleymdi oft að kveikja ljósin eftir að skyggja tók og þá lentu ýmsir, sem komu til að finna mig, í vandræðum. Það má segja, að ég hafi verið fremur tillitslaus við þá sjáandi.“ Þannig farast Guðmundi Guðmundssyni, for- stjóra Trésmiðjunnar Víðis, orð í bók um ævi hans og störf, sem bókaforlagið Vaka gefur út nú fyrir jólin. Höfundur bókarinnar er Kjartan Stefánss- on, en hún heitir „Með viljann að vopni“. Hildur Bjarn- ardóttir, móðir Guömundar, með syni sína þrjá fjórum ár- um eftir aö hún var orðin ekkja. Guðmundur er fremst á mynd- inni. Mörgum þykir með ólíkindum hve fótviss og öruggur Guðmundur er og hversu lítiö sjónleysið viröist há hon- um í störfum og öðru návígi viö um- hverfið. Hér er hann með yngsta son- inn, Guðmund Víöi, á háhesti í garðin- um heima á Víðivöllum. Morgunblaðið hefur fengið leyfi útgefanda til þess að birta nokkur kaflabrot úr bókinni og fara þau hér á eftir: Sprengjan stóra Sjöundi kafli bókarinnar heitir: Gamli bærinn og sprengjan stóra. Þar segir frá bernskudögum Guð- mundar í Reykjavík, uppvexti hans og minningum. Gripið er niður í kaflann, þegar dregur að þeim örlagaríku þáttaskilum í lífi hans, er hann missir sjónina: Það var enginn venjulegur vet- ur, sem gekk í garð, þegar ég var sjö ára, heldur frostaveturinn mikli 1918. Dag eftir dag var yfir 20 stiga frost eftir áramót og fram eftir vetri í Reykjavík, höfnin var full af ís og Faxaflói var ísi lagður svo langt sem augað eygði. Kuldinn var óskaplegur inni, þótt kynt væri með kolaofni og ekki þryti kol hjá okkur allan veturinn. Ég hef aldrei hvorki fyrr né síðar ver- ið jafn feginn að skríða undir sæng á kvöldin. Öll él birtir þó upp um síðir. Vorið var komið og enn einn sól- skinsdagurinn í maí runninn upp. Kuldi og hrollur voru að baki, lóan kvakaði úti í móa og krían var komin í Hólmann í Tjörninni. Börnin voru líka árviss vorboði. Eftir langan og dimman vetur tíndust þau út úr lágreistum hús- SJÁ BLS. 40 og 41 unum og fylltu stræti og torg með hrópum og köllum. Þennan sólskinsdag i maí heyrðist nýtt hljóð frá leikjum strákanna á Grettisgötunni, hátt og hvellt eins og byssuskot. Þarna var eitthvað spennandi á ferðinni. Ég fór strax út til að athuga málið. Strákarnir voru með pípu- lykla, sem þeir fylltu með brenni- steini af eldspýtum og settu nagla í endann. Þeir slógu naglanum í stein og við það kom sprengingin. Þetta þurfti ég að prófa. Ég vissi hvar sprengjupatróna var geymd og náði í hana. Hún var tveir þumlungar á lengd, opin í annan endann. Ég hafði komist yfir stærri sprengju en strákarnir og var ekki laust við, að ég væri hreykinn af sjálfum mér. í barnaskap mínum kveikti ég í patrónunni og hún sprakk í hönd- um mér. Vinstri höndin dofnaði upp og ég fékk eins og högg á and- litið. Ég hljóp heim alblóðugur. Það var strax farið með mig vestur á Landakotsspítala, þar sem gert var að sárunum. Ég hafði misst framan af nokkrum fingrum vinstri handar og sprengjuflísar lentu víðar í mér, meðal annars í vinstra auga. Ég lá á Landakoti i viku tíma. Einhverra hluta vegna fékk móðir mín ekki að koma í heimsókn fyrstu dagana og er mér það minnisstæðast frá spítaladvölinni hve órótt mér var innanbrjósts vegna þess. Guðmundur bætti því við, að vel hefði verið hugsað um sig á Landakoti, en það var ekki i mannlegum mætti að bjarga sjón- inni á vinstra auga. Hann hafði sprengt stærstu sprengjuna í hverfinu. Bjarmi á austurlofti Áttundi kafli bókarinnar ber yf- irskriftina „Vor í Kaupmannahöfn og brostnar vonir". Þar segir: Guðmundur hélt upp á áttunda afmælisdaginn sinn 4. júní 1918, blindur á öðru auga. Það var eng- inn gleðidagur eins og á stóð, en fjölskyldan á Grettisgötu 52 var heilsteypt og sterk og tók því með æðruleysi, sem að höndum bar, — þetta hefði líka getað farið verr. Hver stórviðburðurinn rak ann- an á árinu 1918. Árið hófst með fádæma frosthörkum. Katla gaus um haustið og eyddi bæjum og fénaði í Meðallandi. Um það bil sem gosinu var að ljúka hófst einn mesti hörmunga- tími, sem yfir Reykjavík hefur gengið, þegar spænska veikin geis- aði og lagði um 260 bæjarbúa í valinn áður en yfir lauk. Þá stóð móðir Guðmundar ein uppi í húsinu og hjúkraði sonum sínum og fjölskyldunni, sem leigði hjá henni. Heimsstyrjöldinni fyrri lauk 11. „Menn þroskast á því að glíma við verkeftiin og uppfylla sína skyldu í lífinuu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.