Morgunblaðið - 07.12.1983, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983
63
Genesis
er gæða-
flokki ofar
Genesis
Genesis
Vertigo/ Fáikinn
Einhverra hluta vegna hefur
Genesis aldrei verið ein þeirra
sveita, sem ég hef lagt mig eftir
að fylgjast með. Mörgum hefur
þótt þetta kyndugt, en lengstum
fannst mér lítið í tónlistina var-
ið hjá þeim Gabriel, Collins og
co. Með árunum hefur þetta
smám saman breyst og Genesis
orðið mér kærari án þess þó ég
hafi rokið upp til handa og fóta
við útkomu platna þeirra.
Genesis, en svo heitir nýjasta
afsprengi þeirra Phil Collins,
Rutherford og Banks, er því
fyrsta platan sem ég fæ með
þessari sveit til umfjöllunar. Um
samanburð við fyrri verk þessar-
ar sveitar verður því ekki að
ræða, en því verður hins vegar
ekki neitað, að platan kom mér
stórkostlega á óvart eftir að
hafa heyrt sólóplötu Phil Collins
fyrr á þessu ári. Þar var óttalega
innihaldslaust og ómerkilegt
Phil Collins,
söngvari Genesis.
popp á ferðinni, en hér kveður
við annan tón.
Vart leikur á því nokkur vafi,
að með árunum hefur tónlist
Genesis orðið auðmeltanlegri og
í þeim skilningi er þetta nýjasta
sköpunarverk sveitarinnar há-
punkturinn. í því sameinast
bestu kostir framsækins rokks
og áheyrilegrar dægurtónlistar á
þann hátt að unun er á að heyra
oft á tíðum — þó ekki alltaf.
Genesis er þó oftast gæðaflokki
ofar en meginþorri þess popps,
sem yfir mann dynur þessar vik-
urnar.
Lögin á þessari nýjustu plötu
Genesis eru sum hver áreiðan-
lega á meðal þess allra besta,
sem komið hefur frá sveitinni á
ferli hennar, en önnur eru held-
ur ekki nein meistaraverk. Fá
laganna, ef þá nokkurt þeirra,
geta talist slök. Mama hefur
þegar slegið í gegn og er ótvírætt
besta lag þessarar plötu, en
Home by the Sea, Second Home
by he Sea og Just a Job to Do
koma þar ekki langt á eftir.
Ég er ekki maður til þess að
dæma hvar þessi plata stendur á
meðal fyrri verka Genesis. hall-
ast þó að því að hún sé í betri
kantinum. Og sem mín eina við-
miðun við tónlist þessarar sveit-
ar er það sannfærandi mynd sem
mér birtist með útgáfu þessarar
plötu. Ef marka má eldri tónlist
Genesis er ég hins vegar ekki svo
viss um að gamlir aðdáendur
hljómsveitarinnar taki þessu af-
sprengi þegjandi og möglunar-
laust.
Gúmmí-Tarzan er leikrit sem
Leikfélag Kópavogs mun vera að
sýna. Leikurinn fjallar um ung-
an dreng sem heitir ívar og er
hafður að háði og spotti sökum
áhugaleysis á fótbolta og ekki
getur hann spýtt jafn langt og
hinir krakkarnir. En eins og í
öllum góðum sögum þá bjargast
þetta allt og endar vel. Eins og í
góðum barnaleikritum þá er þar
sungið mikið og lögunum hefur
nú verið safnað saman á þessa
plötu. Hins vegar finnst mér eitt
og annað athugavert. Hefði þessi
plata ekki orðið fleirum til
ánægju ef sögumaður hefði rakið
þráð leiksins á milli laga? Það er
gaman fyrir þann sem hefur séð
Gúmmí-Tarzan að hlusta á plöt-
una og rifja skemmtunina upp,
en ekki fyrir hinn sem sá það
ekki.
Flutningur laganna er
skemmtilegur og til sóma að
flestu leyti. Eitt stakk mig þó
óþyrmilega. Lagið „Tarzan-
konungur apanna" er skemmti-
lega spilað og vel hefur tekist að
ná réttu „sándi". En söngurinn
leggur lagið í rúst. Það er ófyrir-
gefanlegt að láta söngvára
syngja nokkuð sem hann ræður
ekki við.
Eins og oft vill verða þá getur
verið erfitt að snara ljóðum yfir
á íslensku. Ég er ekki sérfræð-
ingur í þeim efnum en oft finnst
mér orðavalið skrýtið í textun-
um.
Annars er þessi plata stór-
sniðug. Það hlýtur að vera mikið
þrekvirki að koma slíkri plötu á
markað og hún gefur litlurn
ormum tækifæri til að lifa sína
reynslu aftur, svo oft sem yfir-
valdið leyfir.
FM/AM.
Góður
Kenny Rogers
Kenny Rogers.
Eyes That See In The I)ark.
RCA / Skífan.
Rétt eins og svo margir aðrir
hef ég lítið annað af Kenny Rog-
ers heyrt en kvennamál hans og
svo dillað mér með þeim lögum
sem oftast hafa dunið á öldum
ljósvakans. Hafa hjálpast að
áhugaleysi og tækifæraskortur.
En einhvern tímann verður allt
fyrst og nú hef ég hlustað meira
á manninn en mér hefði nokkru
sinni órað fyrir.
Upp í hendurnar barst nýjasta
hljómplata hans, „Eyes That See
In the Dark“. Fyrirfram var
platan skráð sem lítt spennandi.
En viti menn. Platan var sett á
spilarann og þegar fyrri hliðin
hafði runnið i gegn var ég svo
aldeilis hissa. Lögin voru hreint
ekki svo slæm, öll vinnsla þeirra
frábær og karlinn slarkfær
söngvari. Nokkuð sem ég átti
ekki von á. En skýringuna var ég
fljótur að finna. Sá sem stjórnar
hljóði og öðru slíku er enginn
annar en Barry Gibb. Þeir
Gibb-bræður eiga auk þess öll
lögin á plötunni og því ekki að
undra gæðin.
Tónlistin er blanda af rólegum
lögum, yfirfullum af væmnum
hljómum. Inn á milli finnast
prýðis lög eins og t.d. „This
Woman“, „Buried Treasure” og
„Islands In The Stream", sem er
tvísöngur Kenny karlsins og
Dolly Parton. Einhvern veginn
finnst mér raddirnar ekki falla
saman en gaman má hafa af. Sá
sem segir þessa plötu ekki góða,
tekur persónulega fordóma fram
yfir augljósar staðreyndir plöt-
unnar. Að sjálfsögðu hafa ekki
allir sama smekk. En hafi ein-
hver gaman af mjög vandaðri
tónlist en vilji einnig hafa það
rólegt þá er bara að kíkja í
næstu plötubúð og athuga grip-
inn.
FM/AM.
Brúðubíll-
inn brunar
á hljómplötu
Brúðubíllinn er fyrir löngu bú-
inn að vinna sér fastan sess í lífi
yngri borgaranna í Reykjavík og
reyndar víðar og undanfarin ár
hefur Brúðubíllinn til dæmis
verið fastur liður í dagskránni á
Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Upp-
hafsmaður Brúðubilsins er
leikbrúðusnillingurinn Jón E.
Guðmundsson og upphaflega var
Sigríður Hannesdóttir með hon-
um, en síðan kom Helga Steff-
ensen til leiks og um árabil hafa
þær Sigríður og Helga haldið
merkinu á lofti sem eftir er tekið
og um er rætt, þvf þeim hefur
lánast að byggja upp bæði fjöl-
þætta, skemmtilega og upp-
byggjandi dagskrá með tugum af
brúðum sem þær gæða lífi og
persónutöfrum með túlkun sinni
í tali, leik og söng.
Það var því aldeilis tímabært
að Brúðubíllinn brenndi inn á
plötu fyrir unga fólkið og það er
hitt í mark að vanda með
skemmtilegu og góðu barnaefni
þar sem börnin verða ósjálfrátt
þátttakendur í ævintýrinu. Það
er Skífan sem dreif í að koma
Brúðubílnum á hljómplötu og út-
gáfan hefur heppnast með ágæt-
um. Helga Steffensen og Sigríð-
ur Hannesdóttir unnu handritið,
en raddir eru Helga, Sigríður og
Þórhallur Sigurðsson. Tónlistin
er eftir Nikulás Róbertsson og
Björn Thorarensen. Platan
skiptist í sögur, söngva og leik-
rit, en helztu titlar eru Lilli og
litirnir, Refurinn og ungarnir,
Langamma syngur um Ingeborg
frænku, Lilli og félagar, Unga-
söngur, Galdrakerlingin, Á sjó,
Geitasöngur, Unginn sem týndi
mömmu sinni, Gústi og frændi
frá Afríku, Lilli í veiðihug, Gula
eyjan, Drekasöngur, Hænurnar
Agga og Gagga, Geiri guli og
Kústastelpan.
Það er lofsvert hve margir
hljómplötuútgefendur hafa lagt
áherslu á barnaefni á undan-
förnum árum og Brúðubíllinn er
ómissandi liður í því starfi. Að-
standendur Brúðubílsins eru
þekktir fyrir vönduð vinnubrögð
og þroskandi efni, en um leið
skemmtilegt, og þess vegna á
Brúðubíllinn svo stóran og
tryggan hóp aðdáenda, en á hinn
bóginn er vert að taka það fram,
að þessi plata er ekki síður fyrir
fuilorðna og margoft hef ég orð-
ið vitni að því að fullorðnir hafa
ekki síður gaman af efni Brúðu-
bílsins en börnin sjálf. Þá er
plata Brúðubílsins upplögð til
þess að foreldrar og börn gefi sér
tíma til að hlusta á hana saman.
Hað eru verölagsmálin sem eru á döfinni í dag og
verslanir sem eru ódýrastar og bestar stækka og
eflast á kostnað hinna.
Viö getum gefið þér einfalt ráö til aö spara pen-
inga þegar þú kaupir húsgögn:
Þad er aö koma til okkar, skrifa
niður verð og gæði og bera
þetta saman við verð í öörum
húsgagnaverslunum.
Þá kemstu að því að yfirleitt eru veröin okkar á minni hlutunum
þúsundum króna og á stærri hlutunum jafnvel tugþúsundum
króna lægri en aörir bjóða.
2ja ára ábyrgð
á öllum
húsgögnum
Ókeypis 72 síöna hús-
gagnamyndalisti.
Hvort kostar
þetta sófasett
25.820.-
eða 35.820.-
HAGSÝNN VELUR ÞAÐ BESTA
BÚSCAGNAHÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK 8 91-81199 og 81410