Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 37 Sigmundsgálginn: Virkaði fullkomlega í 27 stiga frosti með þykkri ísbrynju Sigmundsgálginn hefur nú verið settur í talsvert á annað hundrað skip á landinu, en sjálfvirkur sleppibúnaður fylgir gálganum og á hann að losa búnaðinn ef mannshöndin kemst ekki að björgunarbátnum í skipi sem er að sökkva. Sigmundsbúnaðurinn er eini sleppibúnaðurinn á landinu sem hefur sjálfvirkan búnað einn- ig, segir í fréttatilkynningu frá Vélsmiðjunni Þór. Fyrir skömmu var viðamikil sýning á sleppibún- aði Sigmunds í Noregi, en norsk yfirvöld í öryggismálum hafa sýnt Sigmundsbúnaðinum mikinn áhuga. Fyrir skömmu var einnig gerð tilraun með nýjan belg á Sig- mundsgálgann í Vestmannaeyj- um. Notaðir hafa verið í búnaðinn venjulegir lóðabelgir, en þeir hafa sprungið af loftþrýstingnum frá þrýstiflöskunni þegar þeir hafa verið orðnir fullblásnir, en þá skiptir reyndar engu máli hvort þeir springa, því þá hafa þeir skil- að hlutverki sínu. Vélsmiðjan Þór í Eyjum, sem framleiðir búnað Sigmunds, lét hins vegar fram- leiða sterkari belgi erlendis sem eiga að þola mun meira frost en lóðabelgirnir og einnig mun meiri loftþrýsting án þess að springa. Var tilraunin gerð í Vestmanna- eyjum fyrir skömmu og heppnað- ist fullkomlega, en viðstaddur var Þórarinn Sigurðsson skipaeftir- litsmaður og starfsmaður Siglingamálastofnunar. I greinargerð skipaeftirlits- mannsins segir: Sunnudaginn 20. nóvember 1983 var undirritaður viðstaddur próf- un með ísingu á sjósetningarbún- aði, sem Vélaverkstæðið Þór h/f í Vestmannaeyjum hefur smíðað (Sigmundsgálgi). Prófunin fór fram í frystiklefa Hraðfrysti- stöðvar Vestmannaeyja h/f í Vestmannaeyjum. Búnaðurinn var búinn að vera í 44 klst. inni í þess- um klefa og var hitastigið þar +27° á Celsius. Þykkt sjávaríssins á Tryggvi Pálsson endurkjörinn for- maður Landssam- bands rafverktaka „AÐALFUNDUR LÍR haldinn dagana 29. og 30. október lysir yfir fullum stuðningi við þingsályktunartillögu Al- berts Guðmundssonar, fjármálaráð- herra frá 1980, „um aö samræma starfssvið og verksvið símans þeim reglum er gilda um starfsemi hlið- stæðra stofnana svo sem rafveitna hitaveitna og vatnsveitna", á þann veg að eftir að gengið hefur verið frá inn- taki, er það viðkomandi notanda að sjá um framhaidið, svo sem vinnu efni og búnað,“ segir í ályktun stofnfundar Landssambands íslenskra rafverktaka, sem haldinn var 29.—30. október sl. Stjóm landssambandsins var endurkjörin, en hana skipa Tryggvi Pálsson, formaður, Ingólfur Bárð- arson, varaformaður, Guðmundur Jasonarson, ritari, Hannes Vigfús- son, gjaldkeri, og Unnar Heimir Sig- ursteinsson, meðstjórnandi. í vara- stjórn sitja Sigurður Bernódusson og Guðni E. Hallgrímsson. Fundinn sóttu 60 rafverktakar víðs vegar af landinu, en á fundinum fluttu skýrslu formenn sjö aðildarfé- laga sambandsins. I kjölfar þeirra voru flutt þrjú erindi um málefni rafverktaka. búnaðinum var að meðaltali 4—6 sm. Búnaðurinn hallaði 60° frá lóðréttri stöðu og í stað hylkis var járntunna með vatni 160 kg að þyngd. Fjarstýringarlögn var 2 m að lengd og á henni voru tvær 90° beygjur. Við þessar aðstæður var búnaðurinn reyndur og skilaði hann hylkinu (tunnunni) vel út fyrir hugsað skjólborð skips. í þessari tilraun var reyndur nýr belgur og tók hann við öllu því lofti, sem í flöskunni var, án þess að springa. Meðfylgjandi myndir tók Sigur- geir í Vestmannaeyjum þegar gálginn var prófaður með nýjum belg í 27 stiga frosti þar sem sjáv- arísbrynjan var 4—6 sm að jafn- aði og sums staðar mun þykkari. Fyrsta myndin sýnir byrjunar- stöðuna þegar loftinu var hleypt á, þá kemur mynd sem sýnir belginn tæta ísbrynjuna og þeyta 160 kg tunnunni og síðasta myndin sýnir belginn fullblásinn og tunnuna í fjarska á gólfinu. Gjöfin __ SCItt rædif >3» £ r *•*»« ;> *«***• •« Aagjöl ( Með Toshiba ðrbylgju°fni O <marar & sparar þúminnst .. - I>M ^stveit 4« SfeífSS afewr- ^atatafganga m*uTðldgfjðl- uppsWftnm. ;;srr niðurí^érumbl EINAR f &SINM I6”5 ,tRGSTAOAST««' bcúhö á matteiðsftinámskeið Toshibaötbylgjuofnarnit ^ meMulTsemeSaleyfis- Deltawave, sem e vetnduö.Raftn'tmn bes(a snúningsdtsku tygg^ árangur. g pu\\komm 5 aerða heimthsofna. run þjónusta. foSHIBA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.