Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI 'i) ir Mannerheim marskálkur Skúli Magnú.sson, Keflavík skrif- ar: „Carl Gustav Mannerheim marskálkur (f. 1867, d. 1951), var af sænsk-finnsku foreldri eins og þjóð- skáldið Runeberg og markaði einnig djúp spor í finnska sjálfstæðisbar- áttu. En vopn þessara manna voru ólík. Á unga aldri ákvað Mannerheim að gerast hermaður. Finnar áttu þá engan her svo Mannerheim varð að ganga í rússneska herinn. Hann gekk í herskóla í St. Pétursborg og starfaði í rússneska hernum frá 1887 til 1917. Hann komst fljótlega til metorða, og var gerður að liðs- foringja í lífvarðarsveit keisarans. Síðar, 1904—1905, barðist hann í styrjöldinni við Japana, sem háð var norður af Kóreu, á Kyrra- hafsströnd Síberíu. í heimsstyrjöld- inni fyrri var hann liðsforingi á austurvígstöðvunum, og barðist gegn Þjóðverjum í Póllandi og Rúmeníu. Þó keisaraherinn væri í heild sinni mjög vanbúinn miðað við heri Vesturveldanna, voru innan hans ýmsir ágætir herforingjar, þeirra á meðal Mannerheim. í upplausninni sem fylgdi í kjöl- far byltingar bolshévika í nóvember 1917, lýstu Finnar yfir sjálfstæði sínu. Það var 6. desember. Öldur ófriðarins náðu einnig til Finn- lands, en þar var þá fjöldi rúss- neskra hermanna. I rótinu lýstu margar hersveitir Rússa ásamt finnskum sósíalistum yfir stofnun finnskrar ráðstjórnar. Það var í janúar 1918. Fljótlega eftir valdatöku bolshév- ika yfirgaf Mannerheim rússneska herinn. Finnska stjórnin, sem flúið hafði frá Helsingfors til Norður- Finnlands undan hersveitum Rússa og Finna, leitaði nú aðstoðar Mann- erheims við skipulagningu á nýjum her. Uppreisnarsveitirnar fengu næg vopn frá Rússum, en lið þeirra var illa skipulagt. Mannerheim fékk í hendur sundurlausan hóp og vopnalítinn. En á skömmum tíma hafði hann skipulagt hann og þjálf- að. Finnska stjórnin leitaði nú lið- sinnis Þjóðverja í baráttu gegn upp- reisnarmönnum. Settu Þjóðverjar fjölmennt herlið á land 4 suðvestur Finnlandi, en Mannerheim sótti að uppreisnarmönnum úr norðurátt. í maí 1918 tóku hersveitir hans Hels- ingfors, og hinn 16. sama mánaðar lýsti Mannerheim yfir því í ræðu við Runebergs-styttuna þar í borg, að borgarastríðinu væri lokið. Mannerheim tók seinna við emb- ætti ríkisstjóra til bráðabirgða þar til forsetakosningar höfðu farið fram. En nú skildu leiðir hans og hersins sem hann hafði átt mestan þátt í að byggja upp. Mannerheim var alltaf andvígur tilköllun þýska herliðsins til lands- Carl Gustav Mannerheim ins og hann var andvígur of miklum þýskum áhrifum í Finnlandi sem nýlega hafði öðlast sjálfstæði eftir miklar fórnir. En finnska stjórnin tók ákvarðanirnar og herforingjar hennar urðu að sætta sig við það. Þegar finnski herinn var endur- skipulagður að styrjöldinni lokinni 1918, var fyrirmyndar að skipulagi hans leitað hjá Þjóðverjum. Eftir að Mannerheim yfirgaf her- inn hóf hann afskipti af hjálpar- starfi meðal þeirra sem illa urðu úti í borgarastríðinu. Smám saman hlutu þeir uppgjöf saka, sem stutt höfðu bólshévika, og þeim var sleppt úr haldi. Árið 1931 kvaddi finnska stjórnin Mannerheim aftur til starfa fyrir herinn. Þóttu þá ýmsar blikur á lofti í Evrópu. Hófst hann nú handa um endurnýjun hers og vopna, og lét m.a. gera langa víggirðingu við landamæri Sovétríkjanna, á Kirj- álaeiði, skammt norðvestur af Len- ingrad. Var víggirðing þessi síðar kunn undir nafninu Mannerheim- línan. Þessar varnir komu að góðu haldi í vetrarstríðinu 1939, þegar Rússar réðust inn í Finnland, eftir að Finnar höfðu neitað þeim um land undir herstöðvar. I nokkra mánuði varðist hinn 300.000 manna finnski her ofurefli Rússa. Vakti vörn Finna, undir stjórn Manner- heims, aðdáun flestra sem fylgdust með gangi stríðsins. Kommúnistar víða um heim héldu þó uppi vörnum fyrir foringja sinn, Stalín. Snemma árs 1940 urðu Finnar að ganga að afar hörðum skilmálum Rússa. Fengu þeir stór landsvæði frá Finnum. Eftir að Þjóðverjar fóru í stríð við Rússa, gengu Finnar til liðs við þá fyrrnefndu, m.a. til að vinna aft- ur nýtöpuð landsvæði. En 1943 var Mannerheim ljóst að staða Finna varð æ erfiðari. Meirihluti finnska herráðsins var honum sammála. Meiri hluti hersins var og á þeirra bandi. Aðeins örfáir hershöfðingjar trúðu i blindni á Þjóðverja. Sam- vinna Mannerheims og Þjóðverja var ekki alltaf hnökralaus á þessum árum. Þeir grunuðu hann líka um græsku. Allt frá árum borgarastríð- sins hafði hann verið andvígur þýskum ítökum í Finnlandi. Rúss- um var hann og andvígur, en hall- aðist undir niðri að Vesturveldun- um enn sem fyrr. En finnska stjórn- in með Risto Ryti forseta í broddi fylkingar, vildi halda stríðinu áfram. Hinn 1. ágúst 1944 neyddi finnski herinn Ryti til að segja af sér embætti og Mannerheim varð forseti. Ryti og aðrir stuðn- ingsmenn nasista hlutu síðar þunga fangelsisdóma. t ágúst 1944 var saminn sérfriður við Rússa. Endan- legir friðarsamningar við Breta og Rússa voru gerðir í París í febrúar 1947. Þar var kveðið á um tak- mörkun á finnska hernum, sem enn er í gildi. Hermönnum í landher fækkaði í 34.500. Sjóher tak- markaðist við 10.000 lesta skipastól og 4500 sjóliða, en flugher við 60 flugvélar og 3000 flugliða. Mannerheim gegndi störfum for- seta til 1946, að hann sagði af sér vegna heilsubrests. 1919 hafði hann boðið sig fram til forseta, en tapað kosningu, enda höfðu andstæðingar hans úr borgarastríðinu sameinast gegn honum. Enginn vafi leikur á, að Mann- erheim var afburðasnjall hers- höfðingi og í hópi hinna bestu í Evr- ópu á þessari öld. Hefur honum stundum verið líkt við þá George Washington og Simon Bolivar, en hlutverk þeirra voru ekki ólík. Allir leiddu þeir sjálfstæðisbaráttu landa sinna til sigurs. Höfuðkostir Mannerheims sem hermanns voru taldir frábær dugnaður og afburða hreysti. Hann hafði góða skipulags- hæfileika og skarpa réttlætiskennd. Umfram allt unni hann ættjörð sinni. Það var grunntónn aðgerða hans og það réði úrslitum þegar á reyndi. Skömmu eftir dauða Manner- heims kom út á sænsku sjálfsævi- saga hans í tveimur bindum. Þar gerir hann fyrst og fremst grein fyrir ferli sínum sem hermanns og gangi pólitískra viðburða. Um 1962 kom út ítarlegri ævisaga hans, á sænsku, eftir Stig Jágerström. Fjallar höfundurinn þar meira um einkahagi og fjölskyldu Manner- heims, og byggir á persónulegum gögnum hans, s.s. bréfum og dag- bókum, einnig á viðtölum við ætt- menni og samstarfsmenn. Er forvit- nilegt að kynnast þessum verkum, enda varpa þau ljósi yfir gang Evr- ópusögu frá öðru sjónarhorni en við höfum átt að venjast." Mesta bölið er rugland- in og karakterheimskan Kristinn Vilhjálmsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Einhver „Vandráður" skrifar Velvakanda í dag, laugardag, og streitist við að vera fyndinn og skemmtilegur. Þó hefur hann ekki erindi sem erfiði því það sem á að vera röksemdafærsla er rugl. Hann ber saman samgöngutæk- ið bíl og vímuefnið áfengi og fær úr því samsulli furðulegar niður- stöður. Seint verður of brýnt fyrir fólki að áfengi er vímuefni og þar af leiðandi sambærilegt við önnur slík, svo sem kannabisefni og sniffefni. Tæpast myndi nokkrum detta í hug í alvarlegri umræðu um bílategundir að taka allt í einu upp á að bera Lödu saman við áfengi eða Saab saman við sniff- efni. Þess eru dæmi erlendis að innflutningur vissra bílategunda hefur verið bannaður af öryggis- ástæðum. Þá er jafnan borið sam- an við aðrar tegundir bifreiða en ekki áfengi. Ég hef ekið bíl i óhófi í áratugi en aldrei glatað persónuleikanum undir stýri. Ef ég hins vegar hefði neytt áfengis af jafnmikilli atorku þennan tíma væri ég án efa orðinn stofnanamatur á ríkisframfæri fyrir löngu. Það er á hinn bóginn vatn á myllu áfengissalans að koma inn hjá fólki ranghugmyndum með því að tengja vímuefnið áfengi ein- hverju allt öðru en sambærilegum efnum. Höfundi verður tíðrætt um böl ýmiskonar. Af grein hans er þó ljóst að mesta bölið er ruglandinn og karakterheimskan eins og meistari Þórbergur sagði fyrir margt löngu. Hvorugt er hægt að banna og annað er örugglega ólæknandi." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þeir fengu þrjátíu prósent færri atkvæði en síðast. Rétt væri: ... þrjátíu prósentum færri ... BÓMULLARUNDIRFATNAÐUR Mýkri og þægilegri Nýtt útlit TANGA MINI MICH MAXI =□□□ VERSL. DIS Akranesi KJARABÓT sem þú sleppir ekki vanti þig kæli- eða frystiskáp. r."Io!wo*wM,e’ Fengum takmarkað magn á þessu einstaka veröi ásamt 136 lítra kæliskáp mál 85x57x60 kr. 7.120 st.gr. 120 lítra frysti mál: 85x57x60 kr. 10.305 St.gr. Tryggöu þér skóp strax — greiöslukjör. F.INAR FARESTVEIT &. CO. HF. BERGSTADASTRÆTI I0A SlMI I6995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.