Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 Andrés Indriðason Fjórtán - bráðum fimmtán Bókmenntir Siguröur Haukur Guðjónsson Fjórtán ... bráðum fimmtán Höfundur: Andrés Indriöason Myndir: Anna Cynthia Leplar Prentverk: Prentsmiójan Hólar hf. Utgefandi: Mál og menning Elías Þór Árnason, 14 ára snáði, er aðalpersóna þessarar sögu. Hann er að breytast úr barni í svein, tekinn að kynn- ast lífinu á nýjan hátt. Inná sviðið er leidd Eva Ólafsdóttir, hlaupa-hind frá Akranesi, og hún dregur Elías Þór að sér eins og segull stál, og fyrr en varir er Eva orðin honum meir en draumurinn einn, hún hefir heltekið hug hans. Svona til að undirstrika það nýja líf sem drengurinn var að fæðast til, er hann látinn kynnast dauð- anum. Höfundur segir þessa sögu á listrænan hátt, gæðir hana því lífi að fáir munu leggja hana frá sér, fyrr en þeir hafa lesið hana alla. Hér þarf ekkert klám, þó höfundur fjalli um það skeið þroskabrautarinnar er drengur skynjar sig sem mann, og telpa sig sem konu. Nærfærnum tökum fer hann um efnið og gerir það hug- þekkt. Hann hefir valið efni sínu þann búning að líkja eftir tungutaki unglinga. Víst mun það gera söguna trúverðugri í hugum margra, en sjálfum finnst mér þetta miður. And- rés er það listagóður höfund- ur, að honum yrði ekki skota- skuld úr því að velja efni sínu sparilegri búning, lesendum til fræðslu í móðurmálinu. Ef móðir hjalaði við barn sitt ómálga, bab-bab-lala-lala-do- do, þá lærði það aldrei málið. Svona til að sýna, hvað ég á við, þá fellur mér illa að fólk elski vélar, og það er mér nýtt að lesa um alheilbrigðar brauðristar (bæði dæmin af síðu 23). Skilji enginn orð mín svo, að ég telji söguna á lélegu máli, það er hún alls ekki, heldur lipru og ljúfu, en það eru orðatiltæki krakkans sem ég er ekki sáttur við. Andrés er nú meðal okkar snjöllustu höfunda, og það er spá mín, að þessi bók verði mikið keypt og mikið lesin. Það á hún sannarlega skilið. Myndir eru góðar, prentun og allur frágangur útgáfunni til sóma. Hafið þökk fyrir mjög góða bók. í faðmi kvenna og fjalla Bókmenhtir Erlendur Jónsson Þorsteinn Matthíasson: Áfram skröltir hann þó. 137 bls. Bókaútg. Örn og Örlygur. Rvfk, 1983. Ekki felli ég mig við heiti þess- arar bókar. Það mun tekið upp úr gamanbrag sem er út af fyrir sig smellinn. En hér segir frá manni sem er að leggja á borðið ævistarf sitt. Á hann ekki betri einkunn? »Lífsævintýri Páls Arasonar, fjallabílstjóra í byggð og óbyggð,« stendur á kápu. Það líkar mér bet- ur. Páll Arason var brautryðjandi í sinni grein. Árum saman rak hann ferðaskrifstofu undir eigin nafni. Hann var í tölu þekktari ferðamálafrömuða á sinni tíð. Nú er Páll kominn á efra aldur og rekur sögu sína. Hann fæddist og ólst upp á Akureyri, kominn af norðlenskum ættum. Standa á bak við hann kjarnakarlar ýmsir, sveitastólpar og gleðimenn. Páll lærði ungur á bíi og tók að stunda akstur á kreppuárunum. Þá þótti sá sæll sem eitthvað fékk að gera. Að aka bíl var meira. Ljómi lék um starfsheiti bílstjórans. Hugum að því að um það leyti sem Páll Arason tók bílpróf hafði bíl ekki enn verið ekið á einum degi milli Akureyrar og Reykjavíkur. í þá daga voru ungir menn póli- tískir. Allir vildu bæta heiminn. Ferðalög um óbyggðir íslands voru í raun og veru partur af þeirra tíma pólitík þó menn gerðu sér það ekki alltaf ljóst. Páll hóf að ferðast um hálendið sem al- mennur ferðamaður. Og þar sem hann var bílstjóri tók hann brátt að aka fólki um fjallaslóðir. »Páll er vaskur og þrautseigur bílstjóri með háfjallaþrá í æðum,« skrifaði Jónas frá Hriflu. Og þar mun hann hafa hitt naglann á höfuðið. Páll veltir því líka fyrir sér hvers vegna fólk ferðist um óbyggðirnar og telur upp ýmis at- riði í því sambandi, enda að nokkru leyti einstaklingsbundið. Eitt held ég megi þó vel fljóta með: Þegar Páll hóf sínar ferðir fyrir fjörutíu árum stóðu Islend- ingar mun nær sinni þjóðsagna- uppsprettu en nú. Auk þess var þetta fyrsta kynslóðin sem ferðað- ist um hálendi landsins, að því undanskildu að gangnamenn í hverri sveit þekktu sinn afrétt. Að fara um Kjöl eða Sprengisand var hið sama og að þræða slóð Skugga-Sveins og Fjalla-Eyvind- ar. Ungur sóttist Páll eftir tilbreyt- ingu og ævintýri. Hann fór víða, kynntist mörgu fólki (ekki síst kvenfólki, fékkst við margt, skoðaði landið og mannlífið frá mörgum hliðum. Hann hefur því frá mörgu að segja. Hann er opin- skár, hreinskilinn og felur ekki sjálfs auglit. Hann segir hispurs- laust frá skoðunum sínum fyrr á árum, þó svo að þau sjónarmið séu ekki öllum þekkileg nú. Hann lýsir foreldrum sínum og öðrum ætt- ingjum raunsætt og skrumlaust. Hann neitar því ekki að hann hafi notið heimsins lystisemda og lifað »ljúfu Iífi« þegar tími og tækifæri gafst. Hann segir skemmtilega frá keppinaut sínum Guðmundi Jón- assyni. Milli þeirra mun hafa ver- ið nokkur rígur, enda kepptu báðir að sömu markmiðum og á sama markaði! Hins vegar bauð skyldan þeim að rétta hvor öðrum spotta þegar annar sat fastur í aurbleytu eða snjóskafli og komst hvorki Páll Arason lönd né strönd. Páll kynntist auð- vitað bílakóngunum tveim, Stein- dóri Einarssyni í Reykjavík og Kristjáni Kristjánssyni á Akur- eyri. Þeir munu hafa verið menn ólíkir þó báðir væru stórbrotnir. Og enginn var sá bílstjóri fyrr á árum að hann kæmi ekki við í Möðrudal og hitti Jón bónda og söngvara með meira. Jón Eyþórs- son varð á vegi allra sem um há- lendið fóru. Hann bar mikla per- sónu og varð minnisstæður hverj- um þeim sem hann hitti. Og marg- ir farþegar Páls voru úr hópi svo- kallaðra þekktra manna og enn aðrir sem telja mátti til kynja- kvista. Páll hefði getað sagt meira frá öllum þessum mönnum en það sem stendur í bók hans. Einurðina vantar hann ekki. Það hefði lífgað upp á sögu hans, sem er þó víða hressileg. Ferðasögunum, þar sem Páll segir frá hálendisferðum sínum, hefði líka mátt lyfta nokkru hærra. Við lestur þeirra hafði ég of oft á tilfinningunni að Páll segði ekki allt, að skrásetjarinn hefði getað notað sér betur hreinskilni hans. Ekki svo að skilja að hér sé ekki á ferðinni markverð saga og að mörgu leyti hugtæk. Aðeins er ég að bera saman efniviðinn og út- komuna, það búa ekki allir yfir þvílíku söguefni og þessi maður. Fjöldi mynda er í bókinni. Mest er það gamlar hópferðamyndir, teknar á kassavélar hér og þar um landið. Margar þeirra eru furðu- skýrar. Og mér sýnist prentararn- ir hafa gert sitt besta til að koma þeim til skila. Á myndum þessum koma fyrir mörg kunnugleg and- lit. Þar eru líka gömlu bílarnir sem nú mundu allir teljast til »fornbíla«. Líka bera þessar myndir með sér hvers konar verk- efni Páll Arason tókst á hendur þegar hann hóf að aka um vegleys- ur hálendisins. Þarna eru bílar á kafi í ám eða næstum því, aðrir sokknir í aurbleytu, sumir staddir í svo miklum bratta að þeir standa því næst upp á endann, og enn aðrir eru að þræða einhvers konar slóðir gegnum stórgrýtisurðir. Ferðalög þessi reyndu mjög á bíl- stjórann, en þó sýnu meir á bílinn, enda var brotinn öxull eða drif- skaft ekki talið til neinna stórtíð- inda í þessum ferðum. í fáum orðum sagt: merkileg saga manns sem margt hefur reynt, heyrt og séð. Páll er hér víða í sínu góða formi þó hann aki ekki alltaf, að vísu, á fjórða gír eftir langadal minninganna. Gott mannlíf f Dölum Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum: Hver einn bær á sína sögu Sírtara bindi Útg. Hörpuútgáfan 1983. Hallgrímur Jónsson frá Ljár- skógum er löngu þekktur vel hjá bókavinum. Hagmæltur, söngvinn eins og hann á kyn til. Um langa hríð póst- og símstjóri í Búðardal. Ég veit ekki hvað Hallgrímur hef- ur skrifað á yngri árum; en hef það á tilfinningunni, að hann hafi ekki farið að senda hugverk sín frá sér að neinu ráði fyrr en hann var tekinn nokkuð að reskjast. Ég las ekki fyrra bindi af Hver bær á sína sögu, svo að ég kann ekki um það að segja neitt né að bera saman við hið síðara, enda er það svo sem ekki einhlítt. Hér segir Hallgrímur frá bú- skap í heimahéraði sínu á upp- Hallgrímur frá Ljárskógum vaxtarárunum, „frásagnir af fólki við störf og leiki“ segir á kápusíðu og vel að merkja mætti vera meira af persónulegri lýsingum og frá- sögnum. Það þykir mér helzti ljóð- ur á þessari bók, að þar er skrifað svona anzi almennt — en afar vel skrifað og orðaforða hefur Hall- grímur bæði mikinn og góðan. Hann notar orð sem við yngra fólk þekkjum í mesta lagi af afspurn, en eru honum augsýnilega töm og það skilur á milli höfunda sem nota sjaldgæf orð til að slá um sig og sýna veldi sitt með orðum og hinna sem eru þau eiginleg og hafa aiist upp með þeim. Einlægni Hallgríms er ekki dregin í efa og hann virðist eiga afar auðvelt með að skila því frá sér sem honum liggur á hjarta. Þó er hér hvergi neinu rubbað af í hvelli, frásögnin er vandvirknisleg og hlý, en eins og ég sagði áðan finnst mér að hún hefði mátt vera persónulegri. Kannski það verði í næsta bindi. Vonúm það. Enn leiftur frá liðnum tíma Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Leiftur frá liðnum árum; frásagnir af mannraunum, slysförum, dulræn- um atburðum og skyggnu fólki: safn- að hefur Jón Kr. ísfeld. Útg. Hörpu- útgáfan 1983. Ætli hér sé ekki gefið út á ári hverju meira magn af ævisögum og þjóðlegum fróðleik, upprifjun- um, slysasögum, að ekki sé nú tal- að um dulrænar frásagnir, en víð- ast hvar annars staðar. í bók þeirri sem Jón Kr. ísfeld hefur hér safnað í og mun vera þriðja bindi slíks safnrits er stiklað eiginlega á þessu öllu í mismunandi stutt- um/löngum köflum, sem eru að mínum dómi ákaflega misjafnir að gæðum og fróðleik. Sumt af þessu hefur ákaflega lítið erindi og er búið að segja svo margoft og skrifa áður, að maður fer nú að fá nóg af þessum endalausu lýsing- um á mannlífi í lok síðustu aldar og fram eftir þessari. Þetta vill verða nokkuð keimlíkt hvað öðru sem er reyndar ekki að undra. En svo má vissulega segja, að það sé góðra gjalda vert að skrá frásagn- ir eins og þessar, þetta hafi allt Jón Kr. ísfeld „þjóðfélagslegt gildi í víðara sam- hengi" eða eitthvað í þá átt. Þátturinn um bernskuár Sig- urðar Magnússonar, fyrrverandi hreppstjóra í Stykkishólmi, er ágætlega læsilegur og frásögnin yfirlætislaus og notaleg, mynd- ræn, kannski ekki síst þegar hann segir frá ferð sinni frá Isafirði til Stykkishólms. Það væri meiri ástæða til að skrifa ævisögu Sig- urðar en ýmissa annarra sem hafa fundið hjá sér hvöt til að tjá sig. Snotur er þáttur Árna Tómasson- ar um Sólheimamóra, og hefði mátt vera meira af slíku. Endur- prentað tiltölulega nýtt viðtal úr Austra við ungan mann sem lenti í hrakningum í öræfum, harla góð frásaga og þátturinn Álfkonuberg er læsilegur í betra lagi. Hið sama má alveg segja um marga fleiri af þessum þáttum f bók Jóns Kr. Is- feld. Þeir hafa flestir sér til ágæt- is nokkuð, en þó hefði mátt sort- éra betur, því að ýmislegt flýtur með sem er heldur létt í sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.