Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 60 ,j |3£r koófo' 350 kr... en baP&u. ekki Átyftjur, 'eg gcym'i peet í bankah'oLPi og ber effcirlúki'n^u " ást er. ■ , 0 /f 2.9 \UJLo ... að finna að þú tilheyr- ir Oðrum. TM Rea U S Pat Off —all rights reserved °19Ö3 Los Angetes Times Syndicate wa// l-ú átt eftir art sjá eftir þessu, það vill svo vel til að ég veit hver kon- an þín er! Með morgunkaffinu Ég get nú trúað þér fyrir þessari því hún er öll um þig! HÖGNI HREKKVlSI Hef þegar fengið nóg af þessum gereyðingarsöng Magnús V. Finnbogason skrifar: „Þegar austurveldin höfðu loks gert sér grein fyrir því, að hag- kerfi þeirra og stjórnarfar væri ekki samkeppnisfært við hagkerfi og stjórnarfar vesturveldanna gripu austurveldin til þess örþrifaráðs að virkja óttann málstað sínum til stuðnings, þ.e. a.s. hóta heiminum gereyðingu, ef vesturveldin afvopnuðust ekki ein- hliða. Gereyðingaráróðurinn hefur haft allmikil áhrif nú um síðustu ár, enda virðast austurveldin standa vesturlöndum miklu fram- ar um áróðurstækni. Marxískir vesturlandabúar hafa tekið að sér forystuna í þessum áróðri og feng- ið til liðs við sig fjölda nytsamra sakleysingja, sem trúa því, að betra sé að vera rauður en dauður, þ.e.a.s. að betra sé að búa við aust- rænt skipulag en láta tortíma sér. En þeir gleyma því, að gereyð- ingarvopnin eyða líka austurveld- unum, ef þau eyða andstæðingum þeirra, vesturveldunum. Þetta áróðurslið, sem notar óttann að vopni, hefur myndað bæði hér á landi og víða um Vestur-Evrópu og Ameríku heldur leiðinlegan og mér liggur við að segja ömurlegan kór, sem blöð og aðrir fjölmiðlar hafa tekið að sér að stjórna. Hér á landi hafa sumir blaðamenn, sumir fréttamenn, sumir útvarpsmenn og sjónvarps- menn, sumir alþingismenn og loks sumir kirkjunnar menn tekið að sér að slá taktinn í þessum ógeðs- lega en ömurlega kór. Mest urðu vonbrigði mín, þegar allmargir kirkjunnar þjónar fóru að stunda þessa starfsemi, óátalið af kirkjuyfirvöldum að því er ætla má. Það hefði jafnvel farið þeim betur að taka aftur upp boðun brennanda vítis, eins og tíðkaðist allt fram á síðustu öld. Nú lokar fjöldi fólks útvarpinu á sunnudagsmorgnum, þegar presturinn stígur í stólinn og tek- ur að slá taktinn í gereyðingar- söngnum. Það gerðu ýmsir t.d. sunnudagsmorguninn 4. desember sl. Ég hef þegar fengið nóg af þess- um söng. Sama segir fjöldi fólks, sem ég á tal við. Mál er að linni." Hvað átti ráðherrann við? Helgi Árnason skrifar: „Velvakandi. Snemma í haust urðu nokkrar umræður um fjárhagsvanda skóla í strjálbýli. í kvöldfréttatíma út- varpsins var þá rætt við mennta- málaráðherra um þetta vandamál og brá mér illa við, er mér heyrð- ist ráðherra telja upp sem fyrstu orsök vandans óvenju mikið launaskrið kennara á síðasta ári, miklu meira en annarra stétta. Þessa fullyrðingu útskýrði ráð- herra ekki frekar. Mér fór líkt og Njáli forðum, að ég þurfti að láta segja mér þrem sinnum, áður en ég var viss að ég hefði heyrt rétt. Jón Óttar skrifar: Auðvitað er það sorgarsaga að bindindismenn skuli vera innan við 10% þjóðarinnar. Þeir mættu mín vegna vera margfalt fleiri. En í þeim efnum er ekki við mig að sakast. Mér hins vegar umhugað um að íslendingar noti frekar öl og létt vín en sterkari og margfalt hættulegri vímugjafa, þ.e. þeir sem nota slík efni á annað borð. H.Kr. hefur nú þegar haft tvö tækifæri Þar sem ég og ábyggilega aðrir kennarar vita lítið af þessu mikla launaskriði, hvað þá að við finnum fyrir því í raun, þá langar mig að biðja ráðherrann, Ragnhildi Helgadóttur, að rökstyðja það, hvað hún átti við með því, að Iaunaskrið kennara hefði verið meira en annarra stétta. Að lokum vil ég aðeins taka fram, að byrjunarlaun kennara í fullu starfi eru nú krónur 14.792,- eftir þriggja ára nám á háskóla- stigi, eða nokkru minna en laun- þegasamtök hafa talið nauðsynleg lágmarkslaun. Með fyrirfram þökk fyrir svör.“ til að koma með mótrök gegn þess- ari grundvallarreglu. Báðum sól- undaði hann (?) á karp um auka- atriði og sjálfsagða hluti. Ég aug- lýsi hér með eftir rökum. Ég vil ekki trúa því fyrr en í lengstu lög að sá sem hóf þessa deilu hafi ekkert af því tagi til málanna að leggja. Það verður því fróðlegt að sjá þriðja pistil H.Kr. Eftir það held ég að Velvakandi fari að verða sybbinn. Með jólakveðju." Skrifið eða hringið Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þætt- inum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrit- uð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Auglýst eftir rökum Fyrirspurn til Seölabankans Hreiðar Aðalsteinsson, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég var að lesa um það í Mbl. (laugardag 3. desember), að Seðlabankinn hefði verið að taka 600 milljóna króna lán í Japan, sem er e.t.v. ekki í frásögur fær- andi. Lánið á að greiðast í doll- urum, eins og er víst yfirleitt um slík lán, og vextir eru 8%. Um þessar mundir er ríkis- stjórnin að selja, sem oft áður, hin svonefndu verðtryggðu ríkis- skuldabréf. Og það er víst hálf- dræm salan, enda vextir ekki nema liðlega 4%, hér um bil helmingi lægri en af japanska láninu. Er ekki hægt að gefa landsmönnum kost á að lána fé sitt með svipuðum kjörum og gilda um japanska lánið og halda þessum viðskiptum þar með innanlands? Getur Seðla- bankinn svarað því? Ekki minnst á þetta í íþróttaþættinum Einar Eymundsson, hringdi og Þessir hringdu . . . J rO»»H ÍŒtK hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að gera þá at- hugasemd við íþróttaþátt Sjón- varpsins, að þar fær ein ágæt íþróttagrein, þar sem unnin eru afrek, sum jafnvel á heimsmæli- kvarða, litla sem enga athygli. Ég nefni Bjarna Friðriksson. Hann fer ekki svo á mót erlend- is, að hann komi ekki heim með annaðhvort gull eða silfur, í minnsta lagi brons. Um daginn var unglingur, Arnar Marteins- son, að keppa á opnu Norður- landamóti og kom heim með gull. íþróttaþáttur Sjónvarpsins minnist ekki á þetta, en íþróttin sem ég er að tala um er júdó. Að mínum dómi er þetta bara knattspyrnuþáttur hjá Sjón- varpinu. Bjarni Friðriksson hlaut brons- verðlaun á opna skandinavíska mótinu í Helskinki síðast í nóv- ember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.