Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 JÓLABINGÓ i TÓN'ABÆ H*STI VINNINGUR VEROM*TI Kr. ÍO.OOO,oo ILDARVERDH/TTI VINNINCA Kr. 50.000,oo Ath. ÓBREVTT VERÐ A BINCÓBLÖÐUM 15. leikvika — leikir 3. desember 1983 Vinningsröö: 21 1-2 2 1-X 2 1-1 1 1 1. vinningur: 11 réttir — kr. 95.705,- 52310(1/11,4/10) 61925(2/11),6/10) 89261(1/11,6/10) Úr 14. viku: 45384(1/11,4/10>t 2. vinningur: 10 réttir — kr. 2.071,- 2832 9536 15632 42464 47346+ 87029 90440*+ 3608 9744 17349 44207 47516+ 89825 Úr 13. viku: 3732 12162 17980+ 44663 50204 92474 8704 5021 12332 19451 44760 53070+ 92795 89198 5030 12538 21520 45066 56156 93694 Úr 14. viku: 7476 12565 36102 45360 57239 4503* 39587 8917 12691+ 37296 45573 60204 42237* 95728+ 8924 13549 37550+ 46622+ 60760 51942* 95746+ 8941 13852 38207+ 46832+ 85639 53455* 9355 13852 42063+ 46855 85911 54216* 9527 14745 42292+ 47155+ 87023 55418* * =2/10 Kærufrestur er til 27. desember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiðstööinni — REYKJAVÍK Mazda 323 S.P. 1980. Verö kr. 245.000.- Verö kr. 175.000.- Honda Accord E.X. 1981. Cortina 1600 G.L. 1979. Verö kr. 145.000,- Mazda 929 1980. Verö kr. 230.000.- Verö kr. 275.000,- Bflasala Guðfinns. Sími 81588. Stöðnun hrósyrðiá þessum bæ Hljóm nrtmTj Sigurður Sverrisson Rainbow Bent Out Of Shape Polydor/ Fálkinn Ef Ritchie Blackmore er ekki orðinn það sem nefnt hefur verið „predictable" á ensku þá veit ég ekki hver fellur betur inn í þann vafasama ramma. Þessi gítar- snillingur, sem eitt sinn var allra eftirlæti á meðan Deep Purple stóð á hátindi frægðar sinnar, er nú orðinn algerlega staðnaður. Það sem merkilegra er þó er að honum tekst að halda manni hugföngnum af og til þrátt fyrir þennan stöðnunar- blæ. Plötur Rainbow á undanförn- um árum hafa svo til verið hver endurtekningin á fætur annarri. Síðast fjallaði ég um plötuna Difficult To Cure, sem kom út Ritchie Blackmore — allt og ekkert í Rainbow. 1981 og svipar henni mjög til þeirrar, sem hér skal dæmd. í fyrra kom platan Straight Be- tween The Eyes út og þótti mun betri en það sem flokkurinn hef- ur verið að dunda við. Blackmore gengur illa að halda saman sveit sinni og mannabreytingar hafa alla tið verið nokkrar þegar hann á í hlut Þeir Don Airey og Bob Rondinelli hafa horfið á braut frá því á tímum Difficult To Cure og David Rosenthal og Chuck Burgi hafa tekið við stöð- um þeirra. Lítill munur heyrist þó á, utan hvað Rosenthal á það til að beita orgeli, eins og maður vandist því á gullskeiði Uriah Heep fyrir áratug. Ekki beint frumlegt, en yljar manni samt. Á Bent Out Of Shape er að- finna 10 lög, sem eru fremur misjöfn að gæðum. Ekki er við hljóðfæraleikinn að sakast, held- ur eru það lögin sjálf, sem sum hver eru orðin býsna margtugg- in. Sem dæmi um slíkt má nefna Stranded, Fool For The Night og Driving With The Devil. Góðu hliðarnar eru líka til og koma best fram í lögum á borð við Can’t Let You Go, þar sem Sos- enthal leikur skemmtilegan inn- gang á hljómborð, Fire Dance, þar sem Rosenthal lætur til sín taka á ný áður en Blackmore þrífur völdin með góðu sólói, og Street Of Dreams. Þessi plata er um flest dæmi- gerð fyrir feril Rainbow undan- farin 5—6 ár. Uppbyggingin er hin sama, útsetningar svipaðar og lögin vilja falla i svipaðan farveg. Útkoman er því ein alls- herjar stöðnun, en einhverra hluta vegna tekst Rainbow á köflum að láta það niðrandi orð hljóma eins og hrós. Með Ijósastaur í rassinum Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Bubbi Línudans. Steinar hf. Þegar ég heyrði að safnplata með Bubba væri á leiðinni varð ég hissa. Drengurinn er að vísu búinn að syngja inn á fjölda af plötum, en þó engin ástæða til að gefa út safnplötu í bráð. En mál- ið skýrðist skjótt. Bubbi var samningsbundinn Steinari upp á þrjár „sóló“-plötur. Hann var búinn að gefa út tvær og með „Línudans" er hann laus við samninginn. Ekki var drengur- inn fyrr floginn er hann skrifaði undir samning hjá nýjasta út- gáfufyrirtæki bæjarins, Safari Records. Á „Línudans" eru tvö ný lög og 10 lög sem hafa komið út áður. Nýju lögin heita „Hermaðurinn" og „Stríðum gegn stríði". „Stríð..." er útsett í „reggae", ágætis lag en frekar seint á ferð, því Bubbi er löngu genginn i gegnum það tímabil. Lagið er þó góður fulltrúi þess. Hitt nýja lagið er öllu merkilegra. í kynn- ingu þess er minnst á bókina „Tiðindalaust frá Vesturvíg- stöðvunum" og boðskap hennar sem á erindi til okkar nú. Lagið er samið í anda bresku hljóm- sveitarinnar Pretenders og til- einkað fyrrum félögum hennar sem báðir létust úr ofneyslu eit- urlyfja. „Hermaðurinn" er ná- kvæmlega eins og ónefnt Pre- tenderslag, eini munurinn er söngurinn. Það er verst að Bubbi skuli ekki geta sungið eins og Chrissie. Ekki ætla ég að fjalla um hvert lag fyrir sig. Um þau hefur verið deilt oft og lengi og engu við það að bæta. Lagavalið er gott en þó er skemmtilegra að hlusta á þau f samhengi við sam- tímalög. Ekki er hægt að skilja við plötuna án þess að hrósa Svein- birni Gunnarssyni litla ögn. Pilturinn hefur eilítið fengist við umslagahönnun og tekist vel upp. Ekki bregst honum boga- listin nú. Mikill galli er þó við upplýsingarnar að hvergi skuli getið hljóðfæraleikara í hverju lagi og hvenær lagið var tekið upp. Eða er það ef til vill hernað- arleyndarmál? P.S. Eftir að lítill maður hafði skoðað umslagið um stund og hlustað með eftirtekt, heyrðist hann muldra: Hann er með ljósastaur í rassinum... FM/ AM. Sögumann- inn vantar illilega Gúmmí-Tarzan. Leikfélag Kópavogs. Rétt eins og vini mínum Gulla Sigfúss hjá Helgarpóstinum, þá skil ég ekki alveg tilgang þess að láta popp-hljómplötugagnrýn- anda fjalla um barnaplötu. Við erum sjálfsagt lítt færir um það eins og aðrir fullorðnir, en samt hlýtur slík hljómplata að eiga sama rétt á kynningu og um- fjöllun sem og aðrar og ekki er- um við það góðir að hafna slík- um plötum. Áfram Hálft í hvoru Hljóm- rrríTTrn Árni Johnsen Áfram, vísna- og ljóðaplata söngflokksins Hálft í hvoru er mjög góð plata, vönduð, fjöl- breytt og sérlega vel tekin upp. Áfram er ein af þeim plötum sem eru lykill að góðri stund. Vandaður og markviss flutning- ur hljóðfæraleikara er sterkasti þáttur plötunnar, en söngur þeirra félaga fellur mjög vel að tónlistinni og nýtur sín vel því hann er feti framar í upptök- unni. Áfram er jafnframt já- kvæð plata, fjallar um lífið og tilveruna sem heldur sífellt áfram og áfram. Flest ljóðin eru eftir Aðalstein Ásberg Sigurðs- son, fallegar hugrenningar sem renna eins eðlilega og upp- spretta á heiði. Upphafsstef plötunnar er eftir Inga Gunnar Jóhannsson, einn félaganna í Hálft í hvoru, sér- lega fallegt stef. Heitur snjór er rismikið lag og þar er fléttað saman á listilegan hátt lagi og ljóði. Ofjarl er skemmtileg visna- plötustemmning sem brýtur upp stflinn á plötunni. Þá má nefna lagið A dau after the night before, eftir Gísla Helgason, en lagið er í Gíslastíl, trillandi létt og leikandi. í laginu Fugl syngur Aðal- steinn Ásberg svo minnir á ljóðasöngvarann Leonard Cohen, en ljóðið fjallar um lífið og fugl sumarsins sem flýgur inn í vet- urinn. örvar Aðalsteinsson hefur gert skemmtilegt lag við ljóð Arnar Arnarsonar, Þá var ég ungur. Uppi í sveit er líflegur kántrý- sðngsbragur og einnig er rétt að nefna lag Gísla Helgasonar, Áframhald, þar sem dynur Stór- höfðahvinur og brim við berg. Hálft í hvoru hefur fengið fjölda þekktra hljómlistar- manna til liðs við sig enda ber platan þess merki að þar eru menn á ferð sem kunna til verka. Það eru Vísnavinir sem gefa plötuna út, en félagarnir í Hálft í hvoru eru virkir félagar í Vísnavinum. Söngflokkinn skipa Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, söngur og bakraddir, Eyjólfur Kristjánsson, söngur, bakraddir, gítarar, hljómborð og slagverk, Gísli Helgason, blokkflautur, bakraddir og slagverk, Ingi Gunnar Jóhannsson, söngur, bakraddir og gítarar, og örvar Aðalsteinsson, söngur, bakradd- ir og rafbassi. Áfram með smjörið Hálft í hvoru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.