Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 39 Mývatnssveit: Rætt um verndun Mývatns- og Laxársvæðisins Mývatnssveit, 5. desember. Náttúruverndarráð boðaði til almenns fundar í Skjól- brekku síðastliðið föstudags- kvöld, klukkan 21. Umræðuefni fundarins voru náttúruvernd- armál í Mývatnssveit. Formað- ur Náttúruverndarráðs, Eyþór Einarsson, setti fundinn og óskaði hann þess að Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri, varaformaður ráðsins, stjórn- aði fundi, og Bjarni Guðleifs- son ritaði fundargerð. Var það samþykkt einróma. Framsöguerindi flutti Jón Gauti Jónsson framkvæmda- stjóri um verndun Mývatns- og Laxársvæðis. Þóroddur Þór- oddsson fulltrúi ræddi um um- hverfisáhrif mannvirkjagerð- ar. Hann sýndi ennfremur myndir máli sínu til skýringar. Síðan hófust almennar umræð- ur, fjölmargar ræður voru fluttar og töluðu sumir ræðu- menn oftar en einu sinni. Það kom fram hjá ræðumönnum, að brýn nauðsyn væri að auka rannsóknir á Laxár- og Mý- vatnssvæðinu. í því sambandi var sérstaklega rætt um lífríki Mývatns. Til að svo megi verða þarf að koma upp hér fullkom- inni rannsóknastöð, og var samþykkt tillaga á fundinum þar sem farið er fram á að ár- legt framlag komi til frá hinu opinbera. Vonandi fær það jákvæðar undirtektir. Formaður Náttúruverndar- ráðs sleit 3Íðan fundi nokkru eftir miðnætti. Hér með er komið á framfæri sérstökum þökkum til Náttúruverndar- ráðs fyrir fróðlegan fund. Kristján I þessari bók er fjallaö itarlega um öll stjörnumerkin. Þar eru skýröir kostir og gallar í fari karla og kvenna i hinum einstöku merkjum. Hvers vegna er maki þinn sífellt aö skipta um áhugamál? Er hann kannski „Tvíburi". Er vinur þinn þrjóskur? Þá er hann líklega í „Nautinu". Finnst þér augun hennar lesa sálu þína? Er hún kannski „Sporödreki?“ Þær eru margar kunnuglegar skýringarnar í þessari bók af þeim sem þú þekkir og umgengst. Þú finnur fljótlega í hvaöa merki viðkom- andi er án þess aö vita hvaöa mánaöardag hann eöa hún eru fædd. Hegöan þeirra skýrir þaö allt. Verð kr. 697.80.- Verð kr. 494.- bók er skrifuö af kinversku skáldkon- unni Han Suyin, en hún er löngu oröinn heimsfrægur rithöfundur. Hún hefur skrifaö margar metsölubækur en Doktor Han er þeirra þekktust og hefur veriö kvikmynduö. Sagan segir frá ástarsambandi kínversks kvenlæknis og Englendings sem kynnast í Hong Kong. Hún menntuö Asíukona trú þeim heföum er uppeldiö hefur kennt henni og hann vesturlandamaöur meö gjörólíkan bakgrunn. Þeirra ólíku uppeldisáhrif spanna gegnum þessa margþrungnu ást- arsögu og gefa henni stórkostlegan bak- grunn. Sagt hefur veriö aö Han Suyin segi sína eigin sögu í þessari bók. Verð kr. 494.00.- Læknirinn í litla þorpinu er oröinn gamall og tregur til aö taka upp nýja starfshætti. Hann bregst illa viö þegar ungur læknir, Philip March, flyst í nágrennið og sjúklingarnir leita frekar til hans. Dóttir gamla læknisins, Laura, stendur meö fööur sinum og þolir illa vinsældir nýja læknisins, en ýmsir óviöráöanlegir atburðir valda þvi aö leiðir hennar og Philips liggja hvaö eftir annaö saman. Yngri systir hennar, Barbara, sér aftur á móti ekki sólina fyrir hinum unga og glæsilega lækni og grípur til heldur vafasamra ráöa til aö vekja athygli hans á sér. Djúpbáturinn Fagranes 20 ára Bæjum, 24. nóvember. Djúpbáturinn Fagranes er í mörgum skilningi meira en bara venjulegur bátur með stefni, skut, byrðing og brú, hann er í eðli sínu hjarta þeirrar lifandi byggðar hér í Djúpi, sem í samgöngulegu tilliti að öll samskipti byggist á tilveru hans hér um slóðir. Það er oft þungur baggi sem þetta ágæta skip flytur hér á 10 hafnir, sem viðkoma þess beinist að í venju- legum ferðum tvisvar í viku hér í Djúpi, en um Strandir á sumrin stóra ferðamannahópa, sem þar um strendur vagga um blóm- skrýddar breiður eyðibyggðanna í hundraða tali, þar sem ein hin stórbrotnasta paradis hrikalegra landshátta brosir við hvers manns huga. Djúpbáturinn Fagranes kom hér sína fyrstu ferð í Djúpið fyrir 20 árum, 17. nóvember, spánnýtt skip og fagurt með forstjóra þess, Matthías Bjarnason, alþingsmann og nú ráðherra, í broddi fylkingar. Sigldi þá í kynnisferð hér um Djúpið og var af öllu íbúum þessa héraðs vel fagnað og af heilum huga góðar óskir forðar um heill og farsæld því til handa, því svo urðu straumhvörf hér um slóðir einsýn að allri gerð, að sköpum skipti, þar sem að þá að engin önnur leið lá í kaupstað að komast en saltan sæ. Fyrsti skipstjóri á Fagranesinu hér var Ásberg Kristjánsson, gamall og reyndur skipstjórnarmaður, sem um margra ára bil stóð þar við stýri með farsæld og prýði. Nú er þar skipstjóri Hjalti Hjaltason, ungur maður og traustur stjórnari, sem og í öllum samskiptum hér við íbúa þessarar byggðar. En þótt oft að hér sé um sléttan sjó að sigla, þá sólblikið speglast um sléttan pollinn, er því ekki að leyna, að oft eru veður hér válynd og vandratað í byljasorta og myrkrum vetrar, þá engum kenni- leitum að auga er á komið og óbrotnir bárufaldarnir hellast yfir fleyið af ógnarafli í ólgandi sterk- viðra ofsa, sem þeir einir vita sem reynt hafa hversu úrskeiðis gengið getur og rata hér á hafnir í blind- sortabyljum og víða sker og grynningar á þröngum leiðum. En ekki verður svo minnst á ferðir þessa happaskips hér um Djúp, að ekki komi þá í minningu hugans ferðir þess hér síðasta vetrar, sem svo langt um tekur öðrum fram i erfiðu veðurfari, að ferð eftir ferð máttu skipverjar taka að sér að flytja varning að landi, og sækja mjólk til bænda á lítilli plast- bátskænu, oft holdvotir yfir höfuð í frosti og fönn, þar sem ekki á landi að nokkur væri þess umkom- inn, fyrir snjóum og ófærð, að komast á þær hafnir, sem bátur- inn átti viðkomu á. Var sú við- leitni öll skipshafnar svo einstæð og samhuga að leysa úr þeim vandræðum sem hvarvetna við blöstu að til aðdáunar mátti telja, og fyrir þá einstöku aðstoð alla má ég fullyrða að fyrir hönd Djúpmanna allra má ég færa skipshöfninni allri miklar og ein- lægar þakkir, og sú þjónusta sem þá að þeir af mörkum lögðu hér um slóðir í langan tíma í minnum höfð. En síðasta vetur var á Fagranesinu þá Halldór Hermannsson, skipstjóri á ísa- firði, með bátinn, þar sem fyrrver- andi og núverandi skipstjóri, Hjalti Hjaltason, tók sér frí frá skipstjórn, en kom svo aftur i það starf í vor. Núverandi framkvæmdastjóri Djúpbátsins er Kristján Jónasson, öðlingsmaður og hjálpfús í allan máta. Það er okkur Djúpmönnum í allan máta mikils virði, hve ein- staklega heppnir við verið höfum með skipshöfn þessa skips frá fyrstu tíð. Því svo mikil og náin samskipti þarf hér oftast við að hafa, að þar mæðir svo oft á fyrir- greiðslu, þolgæði og umburðar- lyndi, og það er óhætt að segja það í fullri hreinskilni, um leið og við óskum Djúpbátnum hamingju og farsældar á þessum tímamótum hans um alla hans framtíð og hon- um megi vel farnast hér eftir sem hingað til, að þá um leið þökkum við skipshöfn Djúpbátsins alla góða fyrirgreiðslu og margháttuð samskipti og óskum þeim gæfu og blessunar í öllum þeirra gerðum um ókomin ár. Jens í Kaldalóni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.