Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 Grenada, Morgunblaöið og Mið-Ameríka: Yald sannleikans eða sannieikur valdsins — eftir Birnu Þórðardóttur Enn tekst Morgunblaðinu að koma manni á óvart. Vel að verið miðað við allt sem á undan er gengið, enda ekki á hverjum degi að manni ofbýður takmarkalaus mannfyrirlitning hjá sjötugu nátttrölli. Skrif blaðsins, merkt og ómerkt, um innrás Bandaríkjahers á Grenada er með slíkum fádæmum að helst er að leita samjafnaðar til Morgunblaðsins á tímum Víet- namstríðsins. Þann 1. nóv. er spurt í leiðara Mbl. með miklum þjósti: Hvad voru Kúbumenn að gera? og er svo að skilja að Kúbumenn hafi ráðist á Grenada en ekki Bandaríkjaher. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins klappaði innrásinni og meðfylgj- andi morðum, m.a. á geðsjúkra- húsi, lof í lófa og í kjölfarið jókst óhugnaðurinn á síðum Mbl. Byltingin á Grenada Um miðjan mars 1979 náði New Jewel Movement (NJM) völdum á Grenada. Hreyfingin hafði þá starfað í tæpan áratug og barist fyrir efnahagslegum og pólitísk- um umbótum og almennum mann- réttindum sem mjög voru fótum troðin í stjórnartíð Eric Gairys. Gairy hafði setið við völd frá því Grenada hlaut sjálfstæði 1974, og reyndar lengur sem nýlendustjóri krúnunnar bresku. í marsmánuði 1979 dvaldi Gairy í Bandaríkjunum, reyndar með ríkiskassann í farangrinum eins og seinna kom á daginn. Forystu- menn NJM komust á snoðir um að ætlunin var að myrða þá og tókst að koma í veg fyrir fjöldamorðin með alþýðubyltingu. Þess var krafist að Gairy yrði framseldur — með ríkiskassann — en Banda- ríkjastjórn neitaði því og Gairy fyllti flokk fallinna einræðisherra undir verndarvæng Bandaríkja- stjórnar. Byltingarstjórnin hófst þegar handa við umbætur. Stofnuð voru verkalýðsfélög og fljótlega höfðu um 80% verkamanna gengið í þau. Einnig voru stofnuð kvennasam- tök, æskulýðssamtök, samtök bænda, hverfa- og landshluta- samtök. Árið 1979 var atvinnuleysi á Grenada um 49%, i ársbyrjun 1983 var það komið niður í 14,2%. Hafin var lestrarherferð og frum- skipulagning heilsugæslu. Efnahagslegar þvinganir Allt frá þessum tíma reyndi Bandaríkjastjórn að brjóta bylt- ingarstjórnina á bak aftur; efna- hagslega, hernaðarlega og póli- tískt. Síðasta tilraunin tókst. Tvívegis beitti Bandaríkjastjórn áhrifum sínum til að hindra lán- veitingar alþjóðastofnana til Grenada. I ársbyrjun 1981 var bandarískur stjórnarerindreki sendur til aðalstöðva Efnahags- bandalags Evrópu til að hindra aðstoð við Grenada. Eftir því sem Washington Post skrifaði þann 20. mars 1981 mun þetta hafa valdið nokkurri ólgu í Brussel. Einkum reyndi Bandaríkja- stjórn að hindra byggingu al- þjóðaflugvallar á Grenada, sem ætlað var að skapa grundvöll fyrir ferðamannaiðnað. Samt tóku nokkur ríki EBE þátt í flugvall- arbyggingunni frá upphafi, þótt Mbl. hafi lapið furðufréttir Reag- ans um eldflaugapalla og sprengjugeymslur. Dularfullar gervihnattamyndir vörpuðu flug- völlinn hæfilegum leyndarhjúpi. Útsendarar Bandaríkjastjórnar hefðu reyndar allt eins getað labb- að sig um flugvallarsvæðið, eins og þúsundir annarra gesta gerðu viku hverja, en það þjónaði ekki tilganginum. Ekki heldur að nefna bandaríska fyrirtækið Layne Dradging sem tók þátt í flugvall- argerðinni. Hernaðarinngrip undirbúin Fljótlega eftir byltinguna 1979 var bandarískum hersveitum komið fyrir í Key West i Flórída, reiðubúnar þegar kallið kæmi. Eins var fljótlega farið að undir- búa þátttöku annarra Karíba- hafsríkja. Bandaríkjaher hóf endurskipu- lagningu hers Dóminíkanska lýð- veldisins og leyniþjónustan — CIA — þjálfaði hersveitir Barbados og Antigua. Hernaðaraðstoð var stóraukin við Antigua og undir- búin við st. Lucia. Þann 20. ágúst 1981 sendi Bish- op skilaboð til Kurt Waldheims, þáverandi aðalritara SÞ, vegna hættu á innrás Bandaríkjanna. Þá stóðu yfir stórfelldar heræfingar Bandaríkjanna og annarra NATO-ríkja útifyrir ströndum Costa Rica og Kúbu. Æfingarnar hófust 1. ágúst og nefndust „Ocean Venture ’81“ eða „Sjávarævintýri ’81“. í heræfingunum tóku þátt 250 herskip, yfir 1000 flugvélar og 120.000 manna herlið frá Nató- ríkjunum, Argentínu, Kolombíu, Uruguay og Venesúela. Amber/Grenada Æfð var innrás á eyju sem gekk undir nafninu Amber og smáeyjar hjá sem nefndar voru Amberdin- es. Tilvísun til Grenada og Grena- dines var augljós. — Amber var sögð undir áhrifum frá Rauðalandi og var þar greinilega vísað til Kúbu. — Amber var sögð óvinveitt Washington. — Stjórn Amber hafði ekki efnt til kosninga. — Bandarískir gíslar voru í haldi. — Amber var sögð hafa um 2.000 manna herlið sem var ríflega áætlaður her Grenada er taldi 1.200 manns. Robert McKenzie, yfirmaður Bandaríkjaflota á Karíbahafi lýsti tilgangi æfinganna á þann veg, að flotinn þyrfti að „vernda“ leiðina útá Atlantshaf og Kúba væri stöð- ug ógnun i því sambandi. McKenzie bætti því við, „að Kúba og Nicaragua væru í rauninni eitt land“, en öllum ætti að vera ljóst, að „Bandaríkin geta ráðið öllu á Karíbahafi". Ekki varð af innrás í þetta sinn, en allt var til reiðu. í byrjun þessa árs var loks viðurkennt opinber- lega í Bandaríkjunum að Reagan- stjórnin hefði undirbúið valdarán og innrás á Grenada haustið 1981. Þann 27. febr. sl. skýrði Washing- ton Post frá ráðagerðum stjórnar- innar. Ekki var vitað um ná- kvæma útfærslu, en skv. áætlun- inni átti að skapa efnahagsöng- þveiti á Grenada og grafa pólitískt undan stjórn Bishops, áður en til skarar væri látið skríða með beinni hernaðaríhlutun. Amber-áætlunin í framkvæmd Allt er þetta í undarlegu sam- ræmi við það sem á eftir hefur gengið og mikil fáviska að ætla annað en CIA hafi verið með putt- ann í spilinu. Bishop var steypt um miðjan okt. sl. og 19. okt. var hann myrtur ásamt nánustu sam- starfsmönnum. Ruglingslegar og rangar fréttir flæddu yfir. Bishop var sagður hafa beðið lægri hlut fyrir „harð- línu marxistum" af því að hann þætti of hægfara. í Mbl. mátti lesa 21. okt., að valdabaráttan stæði ugglaust í sambandi við „tilraunir Bishops til að friðmælast við vest- ræn ríki“. Sagt var að Kúba og Sovétríkin stæðu á bakvið morðið á Bishop og samstarfsmönnum og 1000 bandarískir læknastúdentar á Grenada væru í bráðri lífshættu. Allt skv. Amber-æfingunni. Bandaríkjastjórn var svo lús- heppin (!) að hafa herskip á leið til Líbanon rétt utan við strönd Grenada og 25. okt. gengu 2.000 bandarískir hermenn á land á Grenada auk 300 manna liðs frá Barbados, Jamaica, Antigua, St. Vincent, St. Lucia, Dóminíkanska lýðveldinu og St. Christopher- Nevis. Bandarísku hermönnunum var fljótlega fjölgað í 6.000 og höfðu þeir herskip og flugmóð- urskip sér til fulltingis, þar með bryndrekann Independence sem ber 70 herflugvélar. Tilgangurinn með því að hafa CARICOM-ríkin með sér er aug- ljós. Eftir innrásina sagði Reag- an-stjórnin hana löglega vegna þess að hernum hefði verið „boðið" af nokkrum ríkisstjórnum í Karíbahafi. Ekkert smáboð! Hins vegar hefur Washington Post eftir starfsmanni Jamaica-stjórnar, að fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi mánuðum saman reynt að fá stjórnir CARICOM-ríkjanna til að einangra Grenada og íhuga mögu- leika á hernaðarinngripum. Innrásardaginn lét Tom Adams, forsætisráðherra Barbados, hafa eftir sér að 15. okt. hefðu fulltrúar Bandaríkjastjórnar komið að máli við ríkisstjórn sína og óskað eftir könnun á því hvort ekki væri hægt að ráðast inn í Grenada. Ofbeldið réttlætt Og auðvitað heppnaðist innrás- in. Lögregla heimsins hafði sýnt að hún gat sigrað 109.000 manna smáríki. Ritstjórar Wall Strett Journal voru stoltir þann 28. okt. Þeir sögðu lærdóma innrásarinn- ar á Grenada þá, að „þegar nauð- syn krefur og heppilegt þykir geta Bandaríkin og eiga að treysta á hernaðarmátt sinn til að ná póli- tískum markmiðum ... “ Morgunblaðið var líka stolt, enda ekki um „raunverulega inn- rás“ að ræða. Það leið heldur ekki á löngu áður en hætt var að minn- ast á „innrás" og „herlið", það get- ur vakið neikvæðar hugsanir. í staðinn var talað um „friðarsveit- ir“, sbr. Mbl. 9. nóv. og þann 13. virðist blaðinu öllu óhætt og talar í hrifningartóni um mannúðar- verk „bandarísku friðarsveitanna" á Grenada. Mannúðin er margvís- leg! Þann 15. nóv. skýrir blaðið frá því að þúsundir Grenada-búa þyrpist í kirkjur í þakkargjörð til „friðarsveitanna". Pax Americana ríkir á Grenada, eðlilegt ástand fyrir fjármagnið, fyrir Wall Street, fyrir þá er mala gull og malað hafa gull á auðlind- um Rómönsku Ameríku. Það er innihald Pax Americana. Innrásin á Grenada er fyrsti lið- urinn í mun víðtækari áætlun. Annar liður áætlunarinnar felst í „í baráttu íbúa Róm- önsku Ameríku felast kröfur milljóna vinn- andi fólks sem krefst þess aö endir sé bund- inn á rányrkju banda- rísku auðhringanna á vinnuafli þess og auö- lindum landa þeirra. Þessar kröfur eru gjör- samlega andstæðar hagsmunum Wall Street. Fyrir múltímill- ana sem ráða stefnu Bandaríkjanna er þetta meira en nægileg ástæda fyrir stríði; þetta er ástæðan fyrir stríði.“ innrás í Nicaragua og sá þriðji á Kúbu. í áður ívitnaðri grein í Wash- ington Post frá 27. febr. sl. er skýrt frá því að nefnd Bandaríkja- þings er fjallað hafi um Amber- áætlunina hafi hafnað henni á þeim tíma, en hins vegar gefið grænt ljós á aðgerðir gegn Nicar- agua enda mikilvægara. Jafn- framt var CIA veitt heimild til að hefja hernaðaraðgerðir gegn Kúbu, eftir því sem Washington Post segir. Nicaragua næst? f mars 1981 heimilaði Reagan að hafist yrði handa um áætlun gegn stjórninni í Nicaragua. Veittar voru 19,5 milljónir dollara til að hrinda áætluninni í framkvæmd og í nóv. sama ár hófust árásir gagnbyltingarsinna frá herstöðv- um í Hondúras inni í Nicaragua. Þann 12. nóv. 1981 var Alexand- er Haig, þáverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, spurður af utanríkismálanefnd fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings, hvort hann gæti gefið nefndinni og þinginu tryggingu fyrir því að Bandaríkja- stjórn „taki ekki og muni ekki taka þátt í eða hvetja á nokkurn hátt til að kollvarpa eða grafa undan núverandi stjórn í Nicar- agua“. „Nei, ég get ekki gefið neina slíka tryggingu," svaraði Haig, og er það trúlega eitt af ör- fáum skiptum sem treysta hefur mátt orðum hans. Áróðurinn gegn Nicaragua hef- ur verið linnulaus. Þann 5. nóv. 1981 skýrði bandaríska sjónvarps- stöðin CBS frá því, „skv. heimild- um Bandaríkjahers", að nú væru „3.000 kúbanskir hermenn í Nicar- agua ... og Víetnam væri að senda 1.000 flugvélar og herþyrlur til Nicaragua með skipum ..." Ekki voru gerðar athugasemdir, þótt 1000 flugvélar og þyrlur þurfi a.m.k. 1500 flugmenn og lágmark 7—10.000 manna sérfræðilið. Þessi flugfloti væri stærri en flugfloti franska hersins sem hef- ur um 100.000 manns til að annast flotann. Eins má nefna að til að flytja 1000 flugyélar og þyrlur frá Víetnam til Nicaragua þyrfti 55 ferðir 15.000 tonna skipa. En svona fréttir eru teknar góðar og gildar. Glæpir Nicaragua Hverjir eru glæpir Nicaragua- stjórnar? T.d. þeir að koma á lög- gjöf sem segir að húsnæði sé mannréttindi en ekki markaðs- vara. Þar segir að enginn þurfi meira en eitt hús eða eina íbúð til að búa í. Leigjendur, sem leigt hafa húsnæði í 20 ár eða lengur, fá það til eignar, fram til þess tíma greiða menn leigu til húsnæðis- ráðuneytisins. Fyrri eigendur fá greiddar bætur þar til 20 ára markinu er náð, þó aldrei meira en 1.000 doliara á mánuði. Þeir sem eignast húsnæði nú og búa í því hafa allan rétt til búsetu en geta ekki selt húsnæðið né heldur látið það ganga í erfðir. Það er von að mönnum blöskri. Á árinu 1982 tókst að sigrast á Keflavík Auglýsing um tímabundna umferðar- takmörkun í Keflavík 31. desember 1983 aö báöum dögum meötöldum er vöruferming og afferming bönnuö á Hafnargötu á almennum afgreiöslutíma verslana. Á framangreindu tímabili veröa settar hömlur á um- ferö um Hafnargötu og nærliggjandi götur ef þurfa þykir svo sem tekinn upp einstefnuakstur eöa umferö ökutækja bönnuö meö öllu. Veröa þá settar upp merkingar, er gefa slíkt til kynna. Keflavík 5. desember 1983. Lögreglustjórinn í Keflavík. Bladburöarfólk óskast! Austurbær Skipholt 1—50 Ingólfsstræti Neöstaleiti Miöbær I Vesturbær Faxaskjól Einarsnes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.