Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 Washington-pistill eftir Margréti Þorvaldsdóttur Washington DC - borgin bjarta við Potomac Séð frá ('apitol að Washington-minnismerkinu. Það er sterkur rómantískur blær yfir Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Borgin var skipu- lögð áður en hún var byggð, er hún því í dag einkar falleg, með breið- um strætum, miklum gróðri og hvítum glæsilegum byggingum, stolt þjóðarinnar. Þar sem Washington stendur nú, áttu fyrrum Powhata-indíanar þorp. Snemma á 17. öld komu skoskir og írskir veiðimenn, þeir reistu býli og ruddu land. Síðar myndaðist byggð vestanmegin ár- innar Potomac, reist voru höfuð- ból eins og Mount Vernon, ættar- setur George Washingtons, fyrsta forseta landsins. Árið 1790 ákvað þing landsins að finna stjórnsýslunni samastað. George Washington forseta var falið að ákveða höfuðborg stað við Potomac. Hann valdi landið með það í huga að greið leið væri frá hafi, gott skipalægi og auðvelt að flytja varning til frumbyggja landsins. Washington fékk franskan verkfræðing, Charles L’Enfant til að mæla út landið og gera upp- drátt af borginni. L’Enfant valdi Jenkins-hæð, sem nú er Capitoi Hill og ætiaði borginni stað á þurrlendi austan hæðarinnar. Braskarar náðu að kaupa upp landið og héldu verði svo háu, að þingið ákvað að kaupa mýrlendið vestan hæðarinnar og þar stendur miðborg Washington í dag. Bygging borgarinnar hófst árið 1793 með byggingu Capitol, þing- hússins, og Hvíta hússins. L’En- fant vaidi Capitol stað á Jenkins- hæð. Capitol átti að vera eins kon- ar öxull eða miðja sem öll byggð átti að taka mið af. Götur áttu að vera eins og reitir á taflborði, síð- an áttu breiðstræti að liggja frá Capitol eins og geislar frá sólu yf- ir byggðina, til að auðvelda um- ferð. „Skipuleggið ekki smátt er þið byggið nýja höfuðborg," lagði L’Enfant til við þingið. Þeirri til- lögu var fylgt og sýndi þingið þar framsýni því að skipulagið hefur gefið kynslóðum svigrúm til breytinga í takt við breytta tíma. Capitol er ein mikilfenglegasta og mikilvægasta bygging í Wash- ington. Hún stendur hátt og má sjá hvítan tignarlegan kúpul hennar langt að. Frá Capitol í vestur er Mall, sem er mikill glæsivöllur, ca. 2 km langur og nær að minnismerki Washington. Meðfram Mall eru öll helstu söfn borgarinnar staðsett, Smithsoni- an, þjóðminjasafnið, þjóðskjala- safnið, geimvísindasafnið og lista- söfnin. Gegnt Capitol handan við Mall rís hár minnisvarði Washingtons. Frá turni hans má sjá Hvíta húsið í norðri, hinn glæsilega minnis- varða Lincolns í vestri, og hinn rómantíska minnisvarða Jeffer- sons í suðri. Þessar tígulegu hvítu byggingar njóta sín vel, því að þeim hefur verið ætlað mjög rúmt svæði. Yfir þessum byggingum svo og öðrum opinberum byggingum er hafður blandaður byggingar- stíll sem nefndur hefur verið „klassískur amerískur". Þessi oft umdeildi stíll þróaðist m.a. vegna þess að reynt var að láta opinber- ar byggingar falla að stíl Capitol og Hvíta hússins. Breytt var út af þeirri hefð, eftir 1960, með bygg- ingu hinnar hornskörpu austur- byggingar listasafnsins og geim- vísindasafnsins. Það safnhús er eins og kassar á hvolfi og var það þannig byggt, vegna hagkvæmni fyrst og fremst, en arkitektum til talsverðar hrellingar. f dag er það vinsælasta safn borgarinnar. Það geymir marga merka gripi frá geimferðum og er mjög aðgengi- legt. Af öðrum frægum byggingum má nefna Liberáry of Congress, þingbókhlöðuna, og byggingu Hæstaréttar, sem standa austan við Capitol. Við Potamac, norðan minnisvarða Lincolns, er Foggy Bottom eða þokubotninn. Þar standa tilkomumiklar byggingar þétt saman, þær eru ósamstæðar og eins og hent þar niður af handahófi. Frægastar þeirra eru Watergate-samstæðan og Kenn- edy Center. í Washington eru sögustaðir við hvert fótmál. Borgin þótti ekki til- komumikil á fyrrihluta 19. aldar. Hitinn og rakinn á sumrin þótti óbærilegur (og þykir enn). f mýr- lendinu þrifust flugur sem báru sjúkdóma. Fulltrúar erlendra ríkja litu á dvöl sína í borginni sem neyðardvöl og komu án fjöl- skyldu. Staðurinn þótti mjög heilsuspillandi. Árið 1861, við upphaf borgara- styrjaldarinnar, var Washington dæmigerður Suðurríkjabær með 65 þúsund íbúa. Vegna staðsetn- ingar varð Washington mikilvægt virki í stríðinu. í upphafi stríðsins voru kallaðar inn herdeildir frá Norðurríkjunum og^ komið upp birgðastöðvum matvæla og vopna. Herbúðir risu upp hvarvetna um borgina og var ein sú stærsta þar sem nú er Kennedy Center og Watergate. Það þurfti 10 þúsund hermenn til að halda þessari stóru herstöð virkri. Þær byggingar sem næstar voru Potomac voru gerðar að virkjum gegn mögulegri áraá. Jafnvel Hvíta húsið var mögulegt skot- mark, staðsett aðeins 3 km frá stöðvum sunnanmanna handan Potomac. Suðurríkjamenn ætluðu sér að ná Washington í upphafi stríðsins, en þeir urðu fyrst að sigra Poto- mac-herdeildina sem var ríkisher- inn. Norðurríkjamenn gerðu sér einnig grein fyrir því að þeir yrðu að ná höfðustöðvum Suðurríkja- manna í Richmond til að vinna stríðið. Herir þeirra mættust við Manasses, 40 mílur frá Washing- ton. Eftir blóðuga bardaga og mikið mannfall sigruðu Suður- ríkjamenn. Þeim tókst ekki að fylgja sigrinum eftir og hörfuðu Norðurríkjamenn til Washington. Þeir treystu varnir Washington betur en áður og náðu valdi á vest- urbakka Potomac og reistu virki í Arlington. Þar var höfuðból Lees, hershöfðingja Suðurríkjamanna. Seinna í stríðinu voru hermenn jarðsettir þar, varð þáð upphafið að hermannagrafreitnum í Arl- ington. Þar sem Suðurríkjamönnum hafði mistekist að hertaka Wash- ington, ákveð Lee hershöfðingi að vinna borgina norðan frá. Hann reyndi það frá bænum Frederick en mistókst. Ljóst var að varnir borgarinnar voru veikastar að norðan, voru því reist 63 virki sem veita áttu borginni vörn. Eitt þessara virkja er enn varðveitt, Fort Stevens. Nafn þess varðveit- ist í sögunni fyrir það að þar kom- ust Suðurríkjamenn næst þvf að vinna Washington. Eftir bardag- ana við Gettisburg, sem Suður- ríkjamenn töpuðu, komst lítil herdeild þeirra óséð suður Mary- land að Fort Stevens. Það er að- eins 7 km frá Hvíta húsinu. Stillt var upp bardaga að þeirra tíma sið og Washington-búar komu þangað með matarkörfu sínar til að fylgj- ast með bardaganum. Jafnvel Lincoln forseti var þar mættur. Lincoln og borgarbúar höfðu ástæðu til að vera áhyggjufullir, Washington var varnarlítil. Mest- ur hluti herliðsins var í för Grants suður í Virginiu til að vinna Rich- mond. Lincoln sendi hraðboða suð- ur. Hjálp barst á elleftu stundu. Mareir hildarleikir voru háðir í grennd við Washington og voru særðir hermenn fluttir til borgar- innar. Mörg sjúkrahús voru reist og náðist góður árangur í lækn- ingu særðra. Walt Whitmann heimsótti sjúka. Hann veitti særð- um aðstoð og huggun. Það var einnig starf Söru Parton sem síðar stóð að stofnun Rauða krossins hér í landi. Lincoln forseti heim- sótti sjúkraskýlin oft og bað særð- um blessunar guðs. Læknar unnu störf sín við erfið- ustu aðstæður. Einn þeirra, dr. Benton, segir frá því í æviminn- ingum sínum, að eitt sinn, eftir erfiða aðgerð, aflima þurfti hand- legg særðs hermanns, hafi aðstoð- armaður hans veitt honum viður- kenningu fyrir vel unnið verk. Heyrir hann þá alvarlega rödd segja sér að baki „en hvað með sjúklinginn?" Dr. Benton leit við og horfði beint í áhyggjufullt and- lit Lincolns forseta. Sjúkraskýlin hurfu fljótlega eftir stríðið, það síðasta sem stóð við Kalorama var rifið 1867. Við Kalorama er bú- staður íslenska sendiherrans. Fram undir aldamót varð ekki mikil breyting á borginni. Skipu- lag L’Enfant hafði gleymst að mestu. Það var eftir miklar kvart- anir frá borgarbúum, að einn þingmanna stóð fyrir því, að upp- runalega skipulagið var dregið fram og því framfylgt og öðlaðist Washington þá mynd sem hún hefur í dag. Mall var hreinsað, tré voru gróðursett og stígar lagðir. Söfnin voru reist, Smithsonian var þar áður. Þar sem þjóðskjala- safnið stendur var áður aðalmark- aður borgarinnar. Það eru ekki nema 130 ár síðan þar var einnig þrælamarkaður. Lincoln upplifði það sem þingmaður að frjálsum blökkumanni var rænt úr húsi þvf er hann bjó í og var hann seldur á þrælamarkaði. Yfir slíkt náðu engin lög á þ'eim tíma. L’Enfant hafði í uppdrætti sín- um gert ráð fyrir beinum, breiðum vegi milli Capitol og Hvíta húss- ins. Þessi vegur, Pennsylvanía Avenue, hefur bugðu fram hjá fjármálaráðuneytinu. Sagan segir, að þingið hafi dregið við sig að taka ákvörðun um bygginguna og hafi Jefferson, sem þá var forseti, misst þolinmæðina, gengið út á völlinn, stungið niður staf sínum og sagt ákveðinn: „Hér skal það standa." Þar stendur það í dag. Hvíta húsið er frægasta bygging Washington, það er ekki háreist bygging en hefur yfir sér einfald- leik og tign. Það er tákn varan- leika í augum landsmanna. Hvíta húsið er byggt í Georgian-stíl. Sá stíll er upprunninn á Englandi og var algengur hér á nýlendutíman- um. Aðalbyggingin hefur haldið stíl sínum, þó ýmsar breytingar og viðbyggingar hafi síðar bæst við. Enginn kemur svo til Washington að hann líti ekki inn í Hvíta húsið. Það er jafnframt því að vera for- setasetur, safn söguminja. Sagt er að fyrir aldamót hafi ekki verið óalgengt að komið væri við hjá forsetafrúnni, ef fólk átti leið um. í dag er farið í langar biðraðir og fara þúsundir manna um húsið dag hvern. í augum landsmanna er það helgur staður, hlekkur að fortíð og sögu landsins. Þar hafa allir forseta landsins gengið um sali og prýða myndir af þeim veggi, svo og minjar frá liðnum tímum. Merkasta bygging Washington er Capitol, þinghúsið. Þaðan liggja vegir til allra átta í fleiri skilningi en einum. Frá Capitol var borgin byggð. Breiðstrætin sem liggja frá Capitol bera nöfn fylkja landsins, þau eiga upphaf sitt í miðri Rot- anda, sem er forsalur þinghússins. Rotanda er hringlaga salur sem liggur beint undir kúpu þinghúss- ins. Menn eiga gjarnan drjúga viðdvöl í þessum forsal. Til beggja handa eru gangar er liggja að söl- um þingsins. Þetta er mjög falleg og lifandi bygging sem gestir hafa nær óhindraðan aðgang að. Gestir geta fengið að fylgjast með þing- störfum af þingpöllum. Þeir fá þannig tilfinningu fyrir hlutdeild í stjórn landsins. Saga þinghússins er athyglis- verð. Bretar brenndu Capitol ásamt öðrum byggingum í Wash- ington í frelsisstríðinu, eða árið 1814. Það var síðan endurbyggt, en við upphaf borgarastyrjaldarinn- ar var kúpullinn ekki fullbyggður. Lincoln forseti lét halda verkinu áfram. Þegar á hann var deilt fyrir að eyða fjármunum svo ónauðsynlega, var eftir honum haft: „Það skal vera tákn þess að bandalagið verði áfram.“ Kúpull- inn var byggður og árið 1863 var stytta ameríska listamannsins Thomas Crawfords, sem hann kallaði „Armed Liberty" eða vopn- aða frelsisgyðjan, reist á kúpul- inn. Á stríðstíma þjónaði þessi bygg- ing, um tíma, sem herbúð og sjúkrahús. Brauðgerð var þar í kjallara er nærði 10 þúsund manna her. Capitol geymir marga sögulega fjársjóði. Þar má sjá í gamla þing- salnum styttur helstu þingskör- unga, gefnar af þeim fylkium sem þeir voru fulltrúar fyrir. I Capitol er salur gamla Hæstaréttar, á veggjum málverk af sögulegum atburðum, á göngum styttur af þeim er mótuðu sögu landsins. Allt gefur þetta Capitol gildi. Hingað til Washington kemur fólk frá öllum fylkjum landsins. Störf flestra tengjast stjórnsýsl- unni. Sagt er að Washington geri engan mann merkan, hingað koma menn eftir að hafa unnið sér orð- stír annars staðar. Þar sem stöðug breyting er í stjórnkerfinu, dvelja fáir hér lengi. Menningarlíf er auðugt. Tón- leikar og sýningar hvers konar eru í boði daglega. Gróður er hér mik- ill og litauðgi einstök. Kirsuberja- trén boða vorkomuna. Þessi fal- legu tré, sem voru gjöf frá Japan, skreyta Mall og flesta garða hér í borg. Á blómatíma þeirra í maí, sitja fölbleik og hvít blómin eins og þéttir hnoðrar á krónum trjánna. Þá er borgin fegurst. Kirsuberjahátíðin í maí er stór- viðburður. Það er skrúðganga mikil, borgarbúa og gesta, félaga- samtaka og skólahljómsveita. Leika þær eingöngu ættjarðarlög. Þegar fólkið tekur undir er eins og þjóðin fái eina sál. — Nú á haust- dögum hvílir yfir Washington mildur blær síðsumars. Lauf trjánna taka dýrðlegum litaskipt- um, með gullnum og dökkrauðum litbrigðum. Eins og vorið vekur eftirvænt- ingu er haustið örvun til átaka. Á sama hátt byggir á fortíð framtíð lands. Fyrir landsmenn ræðst framtíð- in hér í Washington, borginni björtu við Potomac. M.Þ. Pennsylvania Avenue. Capitol, þinghúsið í Washington.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.