Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 15
það atriði sem skiptir jú mestu máli? MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 47 Marklausar áætlanir Það er kunnara en frá þurfi að segja að efnahagskerfi okkar hef- ur ekki verið upp á marga fiska undanfarin ár og jafnvel heilan áratug. Áætlanir allar marklitlar og hinn raunverulegi kostnaður við rekstur ríkisbáknsins orðið mun meiri en menn höfðu ætlað. Fjárlög ríkisins í raun marklítið pappírsgagn sem ekki er í neinu samræmi við raunveruleikann. Haft er fyrir satt að aukafjár- veitingar vegna grunnskólarekst- urs á öllu landinu muni þurfa að nema hátt í 50 milljónir króna nú fyrir áramót ef öllu á að vera til skila haldið. En þá vaknar sama spurningin og nefnd var fyrr: Hvernig stendur á því að svo stórt „gat“ myndast? E.t.v. skýrist það að einhverju leyti með eftirfarandi upplýsing- um sem ég hef frá fræðsluskrif- stofu Norðurlands vestra á Blönduósi. Árið 1982 nam heildarkostnaður vegna reksturs grunnskólanna í umdæminu um 5,53 millj. króna. Áætlanir menntamálaráðuneyt- isins fyrir árið 1983 til sömu verk- efna námu 6,58 milljónum kr. en í endanlegri útgáfu fjárlaga fyrir þetta ár var ekki gert ráð fyrir nema 4,9 millj. króna. Fyrir árið 1984 mun áætlun menntamálaráðuneytisins hafa hljóðað upp á kr. 9,9 millj. til grunnsk.rekstursins á N.v. En sú tala mun þannig fengin að sam- kvæmt fyrirmælum Hagsýslu- stofnunar var upphæðin frá 1982 kr. 5,53 millj. notuð og framreikn- uð um 80%. í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1984 sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir kr. 7,78 millj. til þessa sama málaflokks. Aö lokum Hvernig sem menn leika sér með tölur þá virðist það alveg ljóst að við erum að eyða í skóla- kerfinu, og auðvitað miklu viðar, peningum sem ekki eru til, hafa ekki verið til og ekki verið reiknað með að væru til. Þess vegna þolir það enga bið að taka þessi mál öll til endurskoðunar. Eg legg megin- áherslu á að ekki verði beitt þeirri aðferð að skera niður af handa- hófi, sem bitnar oft harðast á þeim sem síst skyldi. Hagræðingin má ekki verða þannig í fram- kvæmd að hún leiði til aukinnar mismununar eftir búsetu, heldur fremur á hinn veginn, að draga úr henni. Lítið réttlæti finnst mér vera í því að segja í sömu andránni, skerum niður skólaakstur í dreif- býli en aukum í staðinn kennslu 6 ára barna í þéttbýli. — Umfram allt, skoðum málið. Til þess er ég fús. Páll Dagbjartsson er skólastjórí í VarmahlíA í Skagafirði. Viö munum hér eftir veita almenningi aukna þjónustu, við kaup og sölu gjaldeyris til ferðamanna og námsmanna, - og opnun innlendra gjaldeyris- reikninga. stofnað til viðræðuhópa á eftir- töldum sviðum: Á atvinnuvegasviði, og er Þór- arinn Gunnarsson forsvarsmað- ur hans. Á bókasafnssviði,sem Einar Sigurðsson er forsvarsmaður fyrir. Á gagnavinnslu- og fjarskipta- sviði. Oddur Benediktsson er for- svarsmaður hans. Á skipulagssviði, sem Gestur Ólafsson er í forsvari fyrir. Á staðlasviði og fræðslusviði, sem hafa Jón Erlendsson sem forsvarsmann sinn. Að sögn Einars Sigurðssonar, hefur fjárhagsstaða nefndarinn- ar verið mjög veik, en í frum- varpi til fjárlaga 1984 væru nefndinni ætlaðar 250 þúsund krónur til starfsemi sinnar. Sagði hann nefndarmenn vonast til að mega glæða svo skilning manna á þjóðfélagslegu, efna- hagslegu og menningarlegu gildi upplsingamiðlunar, að fjárveit- ingar til þeirra verkefna sem nefndin ynni að, færu vaxandi í framtíðinni. Mnaðaitanliinn Aðalbanki og útibú Samvinnubankinn U€RZLUNflRBflNKINN Aðalbanki Aðalbanki P Íi(Jfi0!lTOl>feííÍi b Góðan daginn! OD CP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.