Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 45 Málefhin í fyrirrúmi Bókmenntir Erlendur Jónsson Guðlaugs saga Gíslasonar. 148 bls. Bókaútg. Örn og Örlygur hf. Reykjavík, 1983. Þingmaður Vestmannaeyinga — það voru stór orð meðan sýsl- urnar voru kjördæmi. Baráttan hvíldi á herðum eins. Sá varð að axla byrðina sjálfur og rísa einn undir ábyrgðinni. Guðlaugur Gíslason fór fyrst á þing fyrir Vestmannaeyjar — rétt áður en þær runnu saman við víðáttumikið og sundurleitt Suðurlandskjördæmi. Nú er Guðlaugur horfinn af Alþingi, pólitíska straumröstin að baki, þingmaðurinn nýtur lífsins og minninganna. Og skrifar bækur. »Endurminningar frá Eyjum og Alþingi skráðar af honum sjálfum.« Þessi orð eru lýsandi. Þegar bókinni er lokað og dæm- ið gert upp kemur í ljós að Guð- laugur Gíslason hefur ekki sagt ýkja margt frá sjálfum sér persónulega. Hér er ekki farið með botnvörpu ofan í sálardjúp- in til að draga upp gamlar geðflækjur, öðru nær. Þetta er fyrst og fremst málefnasaga. Guðlaugur er maður athafna, umsvifa. Barn að aldri byrjaði hann að vinna fyrir sér og heimili sínu eftir að faðirinn var fallinn frá. Nám hans í Danmörku var stutt en nota- drjúgt. Strax að því búnu hófst sá stjórnmálaferill sem endaði á Alþingi. Stjórnmálin byggjast á lagni og málamiðlun. Stjórnmála- maðurinn verður ekki aðeins að standa klár í baráttunni. Hann verður líka að vera tilbúinn til sátta hvenær sem er. Guðlaugur minnist margs í þá veru frá löngum ferli. Til dæmis segir hann frá því er hann eldaði grátt silfur við pólitískan and- stæðing í Eyjum. Þeir sendu hvor öðrum tóninn í Eyjablöð- unum og spöruðu ekki ádeiluna. En svo gerðist það að flokkar þeirra urðu að vinna saman. Upp frá því urðu þessir menn góðkunningjar. Einar ríki var samherji Guð- laugs og sat um tíma með hon- um í bæjarstjórn. Þó flokkurinn tengdi þá saman áttu þeir þó ekki samleið í öllu. Einar lék pólitískt sóló sem erfitt var að samhæfa við rödd bæjarmála- kórsins. Guðlaugur Gíslason segist ef- ast um »að ég hafi nokkurn tíma gengið formlega í Sjálf- stæðisflokkinn«. Eigi að síður fór hann í framboð eftir að Jó- hann Þ. Jósepsson hætti þing- mennsku. Hann var þá orðinn forystumaður flokksins í Eyj- um. Sjálfur segist hann hafa haft augastað á öðrum manni til framboðs og beðið hann að slá til. En sá svaraði afdráttar- laust neitandi. Þá var Guðlaug- ur valinn. Hann var svo heppinn að koma á þing í þann mund er Sjálfstæðisflokkurinn hafði þau mestu áhrif á íslensk stjórnmál sem hann hefur nokkru sinni GuAlaugur Gíslason haft — í upphafi Viðreisnar. »Heppinn«, segi ég, því vissu- lega fylgja því ýmsir kostir fyrir þingmann að hafa að baki sér sterkan stjórnarflokk sem getur komið málum fram. Vest- mannaeyjar voru og eru mesta athafnasvæði landsins, fram- kvæmdir alltaf örar, athafnalíf á fullu allan ársins hring, pen- ingavelta mikil og sífelld fjár- þörf. Þó gott sé að þingmaður þess konar kjördæmis geti kom- ið fyrir sig orði vegur hitt þó meira þegar upp er staðið hvaða málum hann hefur þokað áleið- is. Þar er ekki spurt um kenn- ingar heldur framkvæmdir. »Ég held að samstaða þeirra þing- manna, sem studdu viðreisnar- stjórnina, hafi verið óvenjulega góð,« segir Guðlaugur. Og hann bendir á að Viðreisnarstjórn- inni tókst að sitja þrjú kjör- tímabil, lengur en nokkurri annarri stjórn á landi hér. Það kom Guðlaugi að góðu haldi að hann hafði verið bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum áð- ur en hann varð þingmaður. Það varð því hlutskipti hans að glíma við sömu vandamálin á tvennum vettvangi, skoða mál- efnin út frá tveim sjónarhorn- um. Saman við hvoran tveggja feril hans fóru mestu upp- gangstímar Vestmannaeyja. Hann segir frá því að í bæjar- stjóratíð sinni hafi margir vilj- að flytjast til Eyja og spurt um gögn og gæði kaupstaðarins — en síðast hvernig væri með vatnið í Eyjum! Og fyrir kom að áhuginn strandaði þar. Fólki hraus hugur við að drekka vatn af húsþökum. Vatnsveitan til Eyja varð því bæði stórt og þarft fyrirtæki, eitt hið mesta sem ráðamenn bæjarins tóku á herðar sér um daga Guðlaugs. Tólf ár var Guðlaugur bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum. Guðlaugur segist stundum hafa verið spurður að því hvernig væri að vera atvinnu- stjórnmálamaður og eiga allt sitt undir öðrum — það er að segja kjósendum. Hann segist aldrei hafa þurft að kvarta, fylgi sitt í Eyjum hafi alltaf verið traust. Sameining við Suð- urlandskjördæmi hafði hins vegar í för með sér ýmsan vanda. »Ég hef frá fyrstu tíð haft gaman af stjórnmálaþrasinu,« segir Guðlaugur, »og hefði sjálfsagt fyrir löngu dregið mig út úr því ef svo hefði ekki ver- ið.« Aftast í þessari bók Guðlaugs er stuttur kafli sem ber slétt og fellt yfirskriftina: Fjölskyldan. Að öðru leyti er þetta málefna- saga fyrst og fremst, saga Vest- mannaeyja þann tíma sem Guð- laugur Gíslason kom að ein- hverju leyti við sögu mála þar: sem athafnamaður með sjálf- stæðan rekstur, bæjargjaldkeri, bæjarstjóri og loks sem þing- maður. Margar myndir eru í bókinni, bæði af samferðamönnum Guð- laugs á lífsleiðinni, og svo að hinu leytinu gamlar Vest- mannaeyjamyndir sem minna á hvernig lífsbaráttan var háð í stærstu verstöð landsins fyrr á árum. ÞAÐ MUNAR UM MINNA Lambaham- borgarhryggir^OO Okkarverdkr. t£m O Nýja verðið kr. 228 LondonlamblCO Okkarverðkr. IJU Nýja veröið kr. 296 Úrbeinuð hangilæriO'lO Okkar verð kr. £m IO Nýja veröiö kr. 331 Úrbeinaöir hangif rampartarl^ O Okkarverðkr. I“0 Nýja veröiö kr. 234 Hangilæri"IOQ Okkarverðkr. IbU Nýja veröiö kr. 217 Hangifram- parturOC15 Okkar verð kr. Uw Nýja veröið kr. 120,15 SÖItUÖ rúliupylsa Okkar verð kr. Nýja veröiö kr. 60 127 Reykt rúllupylsa Okkar verö kr. M Nýja veröiö kr. 127 1/2 folalda- skrokkar tilbúnir^Q í frystinn kr. m O kg. Opið alla daga tíl kl. 7 Opið laugardaga til kl. 4 ALLTAF OPIÐ í HÁDEGINU Laugalæk 2 — 8. 86511. Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.