Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 49 Ætt og uppruni f ~3&í WANG Nýlistasafnið kynnir um þess- ar mundir samfellda teikningu eftir finnska listamanninn J.O. Mallander, sem virðist hafa tekið sér listamannsnafnið Wang. Gerandinn er af yngri kynslóð finnskra listamanna, f. 1944 í Helsingfors, en hóf þó ekki að starfa að myndlist fyrr en hann var orðinn 22 ára að aldri. Að- eins ári seinna er hann orðinn blaðamaður og listgagnrýnandi, sem telst vel af sér vikið og ber vott um að maðurinn hafi verið flestum fljótari að mynda sér „marktækar skoðanir". Mallander tók þátt í neðan- jarðarstarfsemi og samtökum listamanna í andstöðu á árunum 1968—70, stofnar listhópinn „Cheap thrills" 1971, þar sem sýnd voru verk ungra hæfileika- manna í Helsingfors, svo og al- þjóðleg framúrstefna. Frá árinu 1970 hefur Mallander lagt stund á austræna heimspeki, sérstak- lega búddisma og fór árið 1972 í Myndlist Bragi Asgeirsson mjög mikilvægt ferðalag til Ind- lands. Hann stofnaði menning- artímaritið „Ára nýju aldarinn- ar“ árið 1975 og starfar við það enn ásamt því að starfa að list sinni og reyna nýja lífshætti. Af ofangreindum upplýsing- um að marka, má vera augljóst, að Mallander fetar ekki troðnar slóðir, lifir í sínum afmarkaða heimi, trúlega sæll og glaður. Myndir hans staðfesta þetta því að hann vinnur á mjög afmörk- uðu sviði. Hann nefnir mynda- röð sína „teikningu", sem mér virðast vera þrykk ótal smá- forma og því meira í ætt við það sem við venjulegir menn nefnum grafík. Hér er meira unnið úr biæbrigðum en línum, ljós og skuggar leika um myndflötinn, en eiginlegar línur sjást hvergi nema að sjálfsögðu útlínur forma. Gerandinn nær með leik sínum þekkilegum árangri en myndirnar virðast ekki átaka- miklar og eru fyrir sumt svipað- ar blæbrigða-, ryþma- og forma- leik í listaskóla. Ekki veit ég hvernig Malland- er hugsar sér verk sín né hvað hann vill tjá í þessari grafísku teikningu sinni, því að engar eru útskýringarnar á sýningunni né heldur sýningarskrá. Þetta mun ein af þeim sýningum, sem skoð- endur eiga víst að spá í og e.t.v. er trúarleg uppljómun að baki myndunum, sem hinir frelsuðu í list og mennt geta einir meðtek- ið. í heild sinni virkaði þessi framkvæmd ekki sérlega sterkt á mig og ég skil ekki hví þessi myndaröð er gerð sérstaklega fyrir Nýlistasafnið, því að hún virðist í engu frábrugðin öðru því sem listamaðurinn er að fást við. Frumlegt og framúrstefnu- legt er þetta naumast. Við stakkettið Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Birgir Svan Símonarson: Fótmál. Myndir og kápa: Sigrid Valtingojer. Gefid út á kostnað höfundar 1983. Birgir Svan Símonarson velur sér yrkisefni úr hversdagsleikan- um. Hann hefur sérstakt dálæti á frystihúsum. Lífsbaráttan er hon- um umhugsunarefni og hvetur til skáldskapar eins og önnur skáld fyllast þrá til ljóða andspænis bláum fjöllum og sléttum sjó. Birgir Svan er ekki minna róm- antískur en önnur skáld þrátt fyrir sósíalrealískan þankagang. Hann legggur töluvert upp úr máii, hefur gaman af orðaleikjum eins og Jónas E. Svafár og er líkur Matthíasi Johannessen á köflum. Fótmál heitir nýjasta ljóðabók Birgis Svan, en áður hefur hann útgefið Hraðfryst ljóð, Nætursölt- uð ljóð, Gjalddaga og Ljóð úr lífsbaráttunni. í Fótmál dregur Birgir Svan upp myndir. Þorpslíf er honum hugleikið og hann getur veitt les- andanum innsýn í það eins og til dæmis í ljóðinu Kristjón: við stakketið stendur súðbyrtur gamlíngi og stígur ölduna pírir vot augu að svörtum hraundrángi hefur upp göngustaf skjálfandi hendi muldrar í doppóttan tóbaksklút ekki stýri það lukku kirkjuturninn sé brotinn hann spýtir mórauðu muldrar í barm sér þeir flytja allt nema fjöll þessir útnárar hann röltir sinn veg stígandi krappa öldu Þetta að mörgu leyti vel heppn- aða ljóð leiðir ósjálfrátt hugann að Jóni úr Vör og þorpsljóðum hans. Birgir Svan er engin eftir- herma Jóns, en hefur lært af hon- um það sem skiptir máli. Þannig er Birgir Svan staddur í samhengi Ijóðlistarinnar, er barn hennar. Nútímaljóðlistin er þrátt fyrir allt furðu afturhaldssöm. Ég verð víst að biðjast afsökun- ar á síendurteknu tali um áhrif, en mér datt oft Jónas E. Svafár í hug við lestur ljóða Birgis Svan. Það er ljóst að Birgir Svan er ekki undir beinum áhrifum frá Jónasi, en oft leiðir hann ýmis vandamál ljóðs- ins til lykta á svipaðan hátt og Jónas. Dæmi: það er kveikt upp í öskustó brjóstsins eldurinn læsir sig um veðurbarða sjóhunda þeir gefa skít í kallinn og kerfið gefa út innistæðulaus orð augnablikur á lofti hríngja á góðan bíl búnir að afplána skilorðsbundinn dóm í fljótandi dýflissu á hala veraldar Birgir Svan er nokkuð gagnrýn- inn höfundur, en þó ekki til skaða. 1 lokaljóði Fótmála yrkir hann um Birgir Svan Símonarson jólin, við ættum að kannast við stemmninguna: þá er þorlákur mættur með skötubarð og brennivín léttgeggjuð vöruhús opna náðarfaðm einsog kirkjur með tíðasöng seðlarnir ilma einsog reykelsi og myrra ég mæti í bænum þúngaðri konu í húsnæðishraki hún sagðist í alvörugamni ætla að fæða í draumi fjósamanns ég kveð dapur hraða mér heim að horfa á vitrínga sitja fyrir svörum í kastljósi Ljóð Birgis Svan Símonarsonar eru beinskeytt og skáldið kann að orða hug sinn á skiljanlegan hátt. En maður vonar að sósíalrealism- inn verði úti á berangri og ljóðið knýi dyra eitt og óskipt. Myndir Sigrid Valtingojer eru vandaðar og bókinni mikill styrk- ur. Bókmermtír Erlendur Jónsson Pétur Zophoníasson: VÍKINGS- LÆKJARÆTT. I. 276 bls. Skuggsjá 1983. Ættin var forðum samtrygg- ingarfélag. Nú nöfn í bók. Skyld- leikatilfinningin nær sjaldan langt út fyrir veggi heimilisins. Eigi að síður er ættfræðiáhugi bæði mikill og ótrúlega almennur — það er að segja meðal fólks sem komið er á miðjan aldur og þar yfir. Hér er tiltölulega auðvelt að rekja ættartölur miðað við önnur lönd og fjölmennari. Til skamms tíma áttu nánast allir heima í dreifbýli. Hver maður var kennd- ur við sinn bæ. Og kirkjan sá um skrásetninguna. Allt auðveldar þetta ættfræðingum að rekja sig frá einni kynslóð til annarrar. Ættir eru ýmist kenndar við forföður eða höfuðból. Víkings- lækjarætt telst til hinna síðar- nefndu. Nú hefur Skuggsjá hafið endurútgáfu rits Péturs Zophoní- assonar um þá ætt; það er niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Þau bjuggu á Víkingsslæk á Rangár- völlum um miðja 18. öld. Mikil fræði eru dregin saman í bók þessari: mannanöfn, fæð- ingar- og dánardagar, giftingar og barneignir. Allt eru þetta þurrar upptalningar — það er að segja mannlýsingar fylgja ekki nöfnun- um né annar þess háttar fróðleik- ur. Þetta er með öðrum orðum hrein ættfræði. Þeir, sem lesa ættartölur og tala um ættir, blása sjálfir lífsandan- um í fræðin. Pétur Zophoníasson segir að flestir séu þeirrar skoðun- ar »að hver einstaklingur hefði lít- ið annarra kosta né galla en þeirra, sem forfeður hans hafa haft.« Og hann segist líka hafa þekkt »einstöku menn, sem eru svo vissir um að sjá af hvaða ætt menn eru af útliti þeirra (svip, andlitsfalli, nefi, hnakka, göngu- lagi o.fl.) að alls ekki skeikar.* Hér er að vísu talað um útlitið eitt. Nærri má geta hvort ekki gegnir sama máli um innrætið. Hæfileikar ýmsir ganga í ættir, t.d. tónlistargáfa. Sumar ættir geta af sér fjáraflamenn. Og fyrr- um var talið að fátækt gengi í ætt- ir. Því trúðu sveitastólpar sem styrktu fátæklinga til að flytjast til Vesturheims undir lok síðustu aldar — hreppakóngarnir töldu að með því væru þeir að losa landið við þess konar byrði um aldur og ævi. Ættfræðingar þurfa að vera Jóhanna Kristjónsdóttir Judith Guest: SECOND HEAVEN Penguin 1983 Judith Guest er mörgum kunn fyrir fyrstu bók sína, Ordinary People, sem hlaut mikla út- breiðslu og undirtektir. Síðan var verð eftir henni kvikmynd þar Robert Redford hlaut fyrir Oscarsverðlaun. Hér kemur svo frá henni ný bók, Second Heaven, sem ber um margt svipuð einkenni og kom fram í Ordinary People. Segja má, að hún festi sig í alvöru í sessi sem rithöf- undur með þessari bók. Hér segir frá Michael Atwood, sem er lög- fræðingur og býr í Detroit. Hann er hálfólukkulegur maður, fráskil- Pétur Zophoníasson nákvæmnismenn í meira lagi. Þol- inmæði verða þeir einneginn að iðka öðrum fremur. Pétur Zoph- oníasson segir t.d. frá því að hann hafi haft mikið fyrir að hafa uppi á giftingardegi hjóna nokkurra áður en fundum hans og konunnar bar saman. Og þá fékk hann þetta svar: »Það er ekki von, að þú finn- ir það; við hjónin giftum okkur hér í Reykjavík á 25 ára hjúskap- arafmæli okkar.« Prestar voru líka misjafnlega nákvæmir að færa í kirkjubæk- urnar. Sumir virðast hafa trassað það nokkuð. Þess vegna var al- gengt fyrrum að fólk teldi sig fætt annan dag en kirkjubókin sagði. Þá kom fyrir að prestar rugluðu saman persónum sem hétu sömu eða svipuðum nöfnum. Ættfræð- ingurinn verður því að taka öllum heimildum með varúð og gagn- rýnu auga. Átthagatryggð er vafalaust mismunandi eins og annað í fari ættar. Mér sýnist Víkingslækjar- ætt hafa haldið sig langmest hér á suð-vesturhorni landsins. All- nokkrir einstaklingar og fjöl- skyldur af ættinni hurfu á sínum tíma vestur um haf. Þá skuld munu allar ættir landsins hafa þurft að gjalda í einhverjum mæli. Myndir eru margar í bókinni, þó ekki fleiri en maður gat að óreyndu búist við. Þeir, sem eru mannglöggir, geta spreytt sig á að bera saman og greina ættarmótið eftir myndunum. Ættarsamkomur eru í tísku um þessar mundir. Fólk staldrar við í hraða nútímans og skyggnist eftir upprunanum. Og ættfræðiritin hverfa undrafljótt úr geymslum útgefenda og hillum bóksala. Einhvers staðar hafna þau. inn og á tvö börn sem hann virðist ekki hafa sérlega náið samband við. Svo er það Cat Helzman, einn- ig fráskilin, og Michael er eitthvað töluvert áhugasamur um að hefja við hana meiri samskipti. Þriðja persónan sem verulega kemur við sögu er svo Gale Murray, léttfrík- að ungmenni sem Cat hefur tekið að sér. Þessi þrjú lenda í ýmsum kreppum, áþreifanlegum og óáþreifanlegum, en þeim tekst að finna sér þann farveg, hverju og einu, sem er líklegur til að verða þeim öllum til góðs. Judith Guest er gædd frásagn- argáfu í ríkum mæli. Hún er hvergi tilfinningasöm þótt oft sé vikið að málefnum sem eru vand- meðfarin. Henni er lagið að halda áhuga lesanda á persónum sínum. Það er ekki allra. Judith Guest er fædd í Detroit, en býr nú í Edina í Minnesota með eiginmanni og þremur sonum þeirra. Hún mun hafa fengizt við kennslustörf jafnhliða ritstörfum síðustu árin. Second Heaven

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.