Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 Rekstrarerfiðleikar heima- vistarskólanna á Norðurlandi - eftir Pál Dagbjartsson I tilefni af frétt sem lesin var í hádegisfréttatíma útvarpsins 27. nóv. sl. Iangar mig að stinga niður penna. Fréttin var á þá leið að unnið væri að lausn á rekstrarvanda heimavistarskólanna á Norður- landi til frambúðar. Nefnt var og haft eftir menntamálaráðherra að unnið væri að ýmisskonar hag- ræðingu m.a. með því að sameina póstflutninga og nemendaflutn- inga og þá væri einnig í athugun að láta sveitarfélögin alfarið greiða kostnað af rekstri heima- vistarskólanna, þ.m.t. akstur, laun í mötuneytum og heimavistar- gæslu. Nú skal það tekið fram að ég skyldi fréttina ekki þannig að nú ætti að stinga niður pottorm- um dreifbýlisins i póstpoka og flytja á pallbíl í skólann, sem þó hefði mátt hugsa sér eftir orðanna hljóðan, heldur var skilningur minn á þá leið að póstþjónustan ætti að sjá um flutning skóla- nemenda eftirleiðis, mest til sparnaðarauka í menntakerfinu. En hvað er það í raun sem verið er að ræða um í þessu sambandi? Málið er það, að ríkissjóður hefur ekki staðið í skilum með lögboðnar greiðslur til sveitarfélaganna vegna rekstrarkostnaðar skól- anna. Hér er mest um að ræða greiðsluhluta vegna skólaaksturs (85%), greiðslur vegna launa starfsfólks í mötuneytum nem- enda (100% vegna skyldunáms- nem.) og svo greiðslur vegna launakostnaðar vegna gæslu- og félagsstarfa við heimavistir (100% að ákveðnu hámarki eftir fjölda nem.). Því er haldið fram af hálfu fjármálayfirvalda að fé það sem ætlað var til þessara hluta á fjárlögum sé löngu uppurið — fjárveitingar búnar. Nú er von að menn spyrji, — hvernig stendur á því að áætlanir allar er þessi mál varða hafa farið svo gersamlega úr böndunum að peningar eru allir búnir á miðju ári? Svar við þeirri spurningu hef- ur aldrei komið skýrt fram. En annað tveggja er að Fjárlaga- og hagsýslustofnun hefur fipast í framreikningi réttra verðbólgu- hækkana (skyldi engan undra) eða þá að áætlanir fyrir skólana sem gerðar eru á fræðsluskrifstofun- um hafa verið hringlandi vitlaus- ar. — Ja, nema hvort tveggja sé. Umtalsverður vaxta- kostnaður sveitar- félaganna f sjálfu sér skiptir það ekki höf- uðmáli hvar orsakanna er að leita nema að því leyti að koma verður í veg fyrir að svona haldi áfram. Það skal upplýst að þessar van- efndir ríkissjóðs á greiðslum til sveitarfélaganna eru ekki neitt nýtt fyrirbrigði. Svona hefur þetta gengið í áraraðir, misjafnlega slæmt að vísu, þ.e. misjafnlega langur dráttur hefur verið á greiðslunum. Þetta á heldur ekki bara við um greiðslur vegna rekstrar heimavistarskóla heldur á fleiri sviðum þar sem verkefnin eru sameiginleg. Þetta þýðir það, að sveitarfélög- in þurfa að taka lán til að brúa bilið og ieggja út umtalsverðar upphæðir í vaxtakostnað. Þess má geta til fróðleiks að þessi vaxta- kostnaður sem stafar af síðbúnum greiðslum frá ríki nemur á þessu ári á annað hundrað þúsunda króna við skólann hér í Varma- hlíð. Svona lagað getur auðvitað ekki gengið til lengdar. Þegar ver- ið er að tala um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og ýmsan sameiginlegan kostnað, þá hlýtur það að vera grundvallaratriði að báðir aðilar standi við sinn hlut. Að öðrum kosti verða allar áætl- anir vitlausar og óþolandi óvissa í fjármálum sveitarfélaganna. Heimavistin Þá vil ég drepa lítillega á þá liði sem fyrr eru nefndir og skipta svo verulegu máli í rekstri heimavist- arskólanna. Heimavistarskólar eru til vegna þess að víða í hinni dreifðu byggð landsins hagar þannig til að ekki er unnt að koma því við að nem- endur sæki skóla daglega frá heimilum sínum, sem allir eru jú sammála um að er langtum æski- legast, ef ekki gangandi þá í skóla- vögnum. Heimavist er því að þessu leyti versti kosturinn. Nú er að mínu mati engin neyð fyrir nemendur að dvelja á heimavist. Slíkt er að mörgu leyti mjög lær- dómsríkt og þroskandi. Alla vega er það svo að við skólastjórar heimavistarskólanna fáum ófáar beiðnir úr þéttbýlinu þess efnis að taka í heimavist þetta og hitt barnið til að leysa margvíslegan vanda þess. Oft eru „fræðingarn- ir“ allir búnir að gefast upp og ekki annað ráð eftir en að koma viðkomandi í heimavistarskóla úti „Þegar verið er að tala um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og ýmsan sameiginlegan kostnað, þá hlýtur það að vera grund- vallaratriði að báðir aðilar standi við sinn hlut. Að öðrum kosti verða allar áætlanir vitlausar og óþol- andi óvissa í fjármálum sveitarfélaganna.“ í sveit og sem betur fer þá komast flestir sem þá leið fara til einhvers þroska. Ég tek þó fram að heima- vist fyrir börn undir 10 ára aldri tel ég hálfgerðan neyðarkost. Hin svokallaða heimavistargæsla, sem mörgum er þyrnir í augum felst aðallega í tvennu: 1) — vinnu með nemendum í ýmisskonar félags- starfi s.s. íþróttum, handavinnu, klúbbastarfsemi svo eitthv. sé nefnt. 2) — því sem svo er lýst í 4. gr. reglugerðar um heimavistar- gæslu gæslufólk skal leitast við að veita nemendum hliðstæða umhyggju og vernd og þeir njóta á heimilum sinum ... “ Til að sinna þessum störfum fá skólarnir út- hlutað ákveðnum stundafjölda (eftir fjölda nemenda) sem skól- astjórar síðan skipta og skipu- leggja þannig að komi að sem bestum notum fyrir nemendur. Ég veit að þeim sem til þessara mála þekkja ber saman um að þessi um- ræddi kvóti sé mjög þröngt skammtaður af hálfu ríkisvalds- ins. Sem dæmi má nefna að fyrir næturvakt, þ.e. svefn í heimavist- arhúsi, fær gæslukennari greidda eina klst. Mötuneyti Samkvæmt grunnskólalögum þá ber ríkissjóði að greiða laun starfsfólks í mötuneytum skyldu- námsnemenda í heimavist og heimanakstri. Þetta starfsfólk til- heyrir þeim sem eru á lægstu launum í þjóðfl. og ekki þekki ég annað en að þetta fólk vinni sín störf vel og samviskusamlega. Um hagræðingu og sparnað í þessu efni verður vart að ræða nema að breyttum öllum forsendum, þ.e. innihaldi skólastarfsins, lengd dagl. skóladags o.þ.u.l. Hitt er svo annað mál þar sem ég vil Ieyfa mér að efast um að allir séu sam- mála, hvort stefna beri að því að losa ríkissjóð alfarið frá þessu hlutverki og fá það í hendur sveit- arfélögum eða foreldrum. Skólaakstur Skólaaksturinn er yfirleitt helsti liðurinn í kostnaði skólanna í dreifbýlinu. Hér við skólann f Varmahlíð mun þessi upphæð nema um eða yfir hálfri milljón króna á mánuði. Því má með sanni segja að hvert prósentustig sem hugsanlega er hægt að spara í þessum útgjaldalið skiptir þó nokkru máli þegar til lengdar læt- ur. Ég skal alveg láta ósagt, hvort mögulegt væri að spara verulegar upphæðir í akstri skólanemenda f dreifbýli en dreg það í efa. Mér er ekki kunnugt um annað en að reynt sé eftir mætti að skipu- leggja aksturinn á sem hagkvæm- astan hátt, enda eiga fræðslu- stjórar að sjá um að svo sé gert. Svo ég nefni dæmi héðan úr Varmahlið, þá er reynt að sam- nýta skólavagna í akstri yngri nemenda i skólana i nágranna- sveitarfélögum um leið og eldri nemendum er ekið hingað i Varmahlíð. Ég get nefnt að 6 ára að börn fá einungis einn skóladag í viku hér um slóðir vegna þess að aukin kennsla þýddi stórlega auk- inn akstur. Biðtími nemenda i skóla verður ætíð umtalsverður á degi hverjum vegna þess að það er verið að samrýma akstur. Skóli er starfræktur á frídögum sem falla í miðja viku s.s. 1. des., öskudag, sumard. fyrsta og fl., vegna þess að það kostar svo mikið aukalega að senda börnin heim þessa daga og fella niður skóla. Svona mætti tína til dæmi um, að það er reynt eftir því sem kostur er, að gæta hagræðis og sparsemi í þessum rekstri heimavistarskólanna sem virðist vera orðinn stórt þjóðfé- lagslegt vandamál. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga í skólamálum Ef vikið er að niðurlagi í fyrr- nefndri útvarpsfrétt, þ.e. því að í athugun sé að fela sveitarfélögun- um alfarið að sjá um þá kostnað- arliði i rekstri heimavistarskól- anna sem hér hafa verið nefndir, þá má bæta því við að fyrir nokkr- um árum heyrði ég þvi fleygt i sambandi við endurskoðun verka- Pill Dagbjartsson skiptingar rikis og sveitarfélaga, að stefnt væri að því að fela sveit- arfélögunum alfarið rekstur grunnskólans, en ríkið tæki alveg framhaldsskólann í staðinn. Þessar hugmyndir eru sem sagt komnar fram nú opinberlega og þvi ekki úr vegi að menn fari að hugleiða hvaða breytingar þetta mundi hafa í för með sér. Mín skoðun er sú að ef slikar hug- myndir næðu fram að ganga væri farið þveröfugt að. í mínum huga á það að vera sjálfsagt mál að allir þegnar þessa lands hljóti ákveðna grunnmenntun án tillits til búsetu eða efnahags. Allir foreldrar hafi sem jafnasta aðstöðu til að útvega börnum sinum þessa grunnmennt- un sem við teljum hverjum íslend- ingi nauðsynlegt að hafa m.a. með tilliti til okkar menningar. Sjóður allra landsmanna komi þarna til móts og jafni sem mest þann að- stöðumun sem alltaf hlýtur, ým- issa orsaka vegna, að verða fyrir hendi í þjóðfélaginu. Þetta er í mínum huga algert grundvallar- atriði sem ganga verður út frá i allri umfjöllun um skólamál hér á landi. Er hægt að spara? Nú vil ég ekki láta skilja orð mín svo að hvergi megi hrófla við neinu i skólakerfinu og hagræðing og sparnaður komi ekki til greina. Nei, þvert á móti þá er ég einmitt á því að það eigi að taka allt skóla- kerfi okkar til gagngerrar endur- skoðunar því ég er þess fullviss að ýmislegt má þar betur fara. Ekki einungis i grunnskólanum heldur og á öllum skólastigum upp í gegn. 1 þvílikri endurskoðun þarf ekki hvað sist að endurmeta gildi þess sem kallað er „innra starf“ skól- anna, þar er meðtalið allt náms- efni. íslandssögukennslan félli undir þann sama hatt, en hún hef- ur einmitt verið ofurlítið til um- fjöllunar í fjölmiðlum undanfarið. Ef tekið væri þannig á málinu í heild er ég ekki í neinum vafa að margt ynnist. M.a. það að það fjármagn sem til þessara mála er varið mundi nýtast nemendum mun betur en nú, og er það ekki Samstarfsnefnd um upplýsingamál: Vilja glæða skilning á mikilvægi upplýsinga „VIÐ leggjum megináherslu á að auka skilning manna á þjóð- félagslegu, efnahagslegu og menningarlegu gildi upplýs- inga,“ sagði Einar Sigurðsson, háskólabókavörður og formaður Samstarfsnefndar um upplýs- ingamál, á blaðamannafundi sem nefndin boðaði til fyrir skömmu. Tilefni fundarins var samnor- ræn upplýsingavika, sem haldin var dagana 14.—18. nóvember síðastliðinn. Samstarfsnefndin var sett af menntamálaráðuneyt- inu árið 1979 og hefur hún starf- að síðan. Á blaðamannafundinum kom fram að hlutverk nefndarinnar er m.a. að fjalla um öflun, varð- veislu og miðlun upplýsinga í þágu vísindastarfsemi, æðri menntunar, tækni og atvinnu- vega á íslandi og marka stefnu þar um. Einnig að vera mennta- málaráðuneyti til ráðgjafar í upplýsingamálum og gera tillög- ur um úrbætur, svo og að fylgjast með þróun upplýsingamála inn- anlands og utan og stuðla að því að íslendingar tileinki sér nýj- ustu tækni og möguleika á því sviði. í nefndinni eiga sæti sjö menn og eru þeir skipaðir til þriggja ára í senn. íslenska nefndin hef- ur, að sögn Einars Sigurðssonar, frá upphafi verið aðili aóNORD- INFO, sem er samnorræn stofn- un á sviði rannsóknabókasafna og upplýsingaþjónustu. NORD- Þórir Ragnarsson, Anna Magnúsdóttir, Jón Erlendsson, Einar Sigurósson, Gestur Ólafsson og Finnbogi Guðmunds- 8011. Morgunbladið/ ól.K.M. INFO hefur aðsetur sitt í Finn- landi. Þrjár undirnefndir eru starf- andi á vegum samstarfsnefndar- innar. Það eru skráningarnefnd (formaður Aðalheiður Friðþjófs- dóttir, Landsbókasafni), flokkun- arnefnd (formaður Guðrún Karlsdóttir, Háskólabókasafni), og tölvunefnd (formaður Þórir Ragnarsson, Háskólabókasafni). Auk þessara nefnda hefur verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.