Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 Kldflaugin. us geimaldar, sem færði mörgum halnum og sprundinu endanlega heim sanninn um nýjan tíma, sannkallaðan nútíma. Kennara- bálkurinn var engan veginn ósnortinn, og margt efna-, eðlis-, og stærðfræðiséníið fékk nú útrás fyrir þurran utanbókarlærdóminn í praxís. Skotdagurinn rann upp bjartur og frostkaldur og þrátt fyrir stöku vindstreng var ákveðið að hefja talningu um tvöleytið. Vopnaðir einkabílum og rútum runnu nem- endur og kennarar MH framhjá Nesti og upp á Hellisheiði, þar sem skotstaðurinn hafði verið ákveðinn sunnan við Þrengslaveg- inn á bak við svolítið fjall. Það var hugur í hinu glæsilega æskufólki sem ekki minnkaði þegar sást til ferða Citroén-bíls með V-númeri; Árni Johnsen mættur fyrir Morg- unblaðsins hönd. Nú sannfærðust hörðustu Tómasarnir. Þetta var alvara. Óðamála öryggisverðir fóru hraðbyri um svæðið og töldu kjark úr ofurhugum sem reyndust fjöl- margir og vildu helst virða skotið fyrir sér af fimmtán metra færi eða svo. Áhorfendur urðu að láta sér nægja að vera úr kallfæri við flaugina, sem stóð ferðbúin og fjögurra metra löng í Hellisheið- artúndrunni miðri, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Stjórn Fræða- félagsins og hugvitsmaðurinn ungi grúfðu sig undir moldarbarði og gegnum labbröbb öryggissveit- arliða mátti heyra rólyndislega unglingsrödd telja aftur á bak: 10 987654321 0. Það var dauðaþögn á heiðinni nema hvað heyra mátti brak í hálsliðum sem byrjaðir voru að beina ásjónum eigenda sinna til himins. Enn mátti greina Fræða- félagið og Grindvíkinginn á grúfu, en ekkert gerðist; Flauginni virt- ist standa á sama um allt um- stangið. Það var pakkað saman og farið aftur í bæinn og dagarnir sem fóru í hönd gleymast seint. Nag- andi óvissan; hvað fór úrskeiðis og hvenær verður reynt aftur? Auð- vitað var reynt á ný en í þetta skiptið voru áhorfendur ögn færri þarna á bak við fjallskúfinn, rétt áður en fer að halla niður í Ölfus- ið. Það bætti þó upp fámennið úr 43 borginni að allmargir nemendur úr Hlíðardalsskóla lögðu á sig langa göngu til að njóta skotsins, en svo skemmtilega vill til að það er einmitt heimavistarskóli að- ventista. Undirbúningur gekk fyrir sig eins og áður: flugmála- stjórn beindi allri flugumferð burt frá skotsvæðinu, fulltrúi póst- og símamálastjóra kom enn á vett- vang með umslögin góðu, sem breyta áttu hinni annars hvers- dagslegu eldflaugarferð í eldflaug- arpóstflug, og sem fyrr gengu gustmiklir öryggisverðirnir úr skugga um að enginn væri of framhleypinn. Brautryðjendur al- vöru rakettumenningar á íslandi lögðust á frerann undir barðinu góða og aftur var byrjað að telja. Vindurinn hélt niðri í sér andan- um: 3 2 1 0. Nú gerðist það sem áhorfendum líður seint úr minni og er þó allt útlit fyrir að margir þeirra muni ná háum aldri, ef ekki verða teljandi breytingar á meðal- aldri landsmanna. Flaugin hagg- aðist ekki frekar en annað lands- lag, en bítlahárin fóru að rísa á áhorfendum því undrabarn- ið af Suðurnesjum sást rísa á hækjur og staulast fyrir þeirra at- beina að eldflauginni sinni. Hann hélt á rjúkandi málgagni Fram- sóknarflokksins, Samvinnuhreyf- ingarinnar og bændastéttarinnar í hendinni og bar að flauginni. Sek- úndurnar sem fóru í hönd voru óbærilegar. Hvernig getur fót- brotinn maður á hækjum brugðist við ef eldflaug sem hann er að bjástra við tekur upp á einhverju óvæntu? Flaugin var jafn stillt og fyrri daginn meðan vísindamaðurinn hugprúði hlassaði sér í skjól en upp úr þessu fór allt að minna mjög á sjónvarpsmynd frá Kennedy-höfða. Það tók að rjúka úr útblástursopinu, hálsliðabrakið kvað við á ný og leit helst út fyrir að Tíminn yrði speisaðasta dag- blað á íslandi. Og síðan tók flaug- in að hreyfast; það er að segja efsti hluti flaugarinnar tók að hreyfast, því sá neðri stóð graf- kyrr. Flug kúfsins var þó hvorki hátt né langt, því hann sneri til baka eftir svo sem fimmtíu senti- metra og hegðaði sér í fullu sam- ræmi við þyngdarlögmálið, datt eins og kúadella í mosabing og þar lá hann. Fyrsta íslenska eldflaug- arpóstflugið var orðið að raunveruleika. Holberg lét ekki deigan síga á vettvangi flugmál- anna því hann gerðist nokkrum árum síðar frumkvöðull loft- belgjaflugs á Fróni. Baðmottu sett Aldrei meira úrval Verö frá kr. 495.00.- GEKSiB H Dansk-íslenska félagið, Det danske Selskab og Foreningen Dannebrog halda kvöldvöku (Blicher-aften) í Rosenberg- kælderen undir Nýja bíói (í Kvosinni), miöviku- daginn 7. des. kl. 20.30. Félagar og gestir eru velkomnir. VOlVO Vetraiskod 1. Vélarþvottur 2. Hreinsun og feiti á geymissambönd 3. Mæling á rafgeymi 4. Mæling á rafhleðslu 5. Hreinsun á blöndungi 6. ísvari settur í bensín 7. Skipt um kerti 8. Skipt um platínur 9. Skoðuð viftureim 10. Stillt rúðusprauta 11. Mæling á frostlegi 12. Vélarstilling 13. Ljósastilling ATH! Skipt um olíu og olíusíu ef óskað er (Olía og olíusía ekki innifalin) Verð: 4 cyl. kr 1.920,85 - 6 cyl. kr. 1.965,80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.