Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 nóvember og ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1. desember 1918. Þótt margt sé Guðmundi minn- isstætt frá þessu ári, sagði hann, að stórkostlegast hefði verið að fara með strákunum á kvöldin alla leið upp á vatnsgeymi og sjá, þeg- ar bjarmaði af Kötlueldum á aust- urloftinu. Smátt og smátt og nánast án þess að ég hefði tekið eftir því, sagði Guðmundur, minnkaði sjón- in á hægra auga. Þegar um það bil eitt ár var liðið frá siysinu, fann ég loks, að ekki var allt með felldu. Þá var farið með mig í skoðun og læknarnir sögðu, að hægra augað væri að skemmast út frá því vinstra. Ef nógu fljott hefði verið gripið í taumana og nauðsynleg aðgerð framkvæmd strax og slysið varð, hefði verið hægt að bjarga hægra auganu. Annaðhvort hefur þekk- ingu verið áfátt eða þá réttu tækin hefur vantaö á Landakoti. En að sjálfsögðu er ekki við neinn að sakast. Farið til Hafnar Þegar ég var orðinn 9 ára, hrak- aði sjóninni hratt. Ástandið varð svo slæmt, að ég sá lítið frá mér, en greindi þó vel mun dags og nætur og sá þá hluti, sem næstir Kjartan Stefánsson, höfundur bókarinnar ásamt Guðmundi í Víöi á heimili hans. Mynd: Trosts a*ndtun Ég hafði mikinn áhuga fyrir mannkynssögunni. Ég hélt upp á hetjuskapinn og var hernaðarlega sinnaður. Alexander mikli var í sérstöku uppáhaldi hjá mér og mér eru enn minnisstæðar margar sögur af hernaði hans. Alexander kom eitt sinn með lið sitt að lítilli á í Litlu-Asíu og Persar stóðu á bakkanum hinum megin. Foringjarnir vildu láta áhlaupið bíða til morguns. En Al- exander sagði, að Dardanellasund mætti skammast sín fyrir að hafa hleypt þeim yfir, ef þessi spræna ætti að standa fyrir þeim og reið sjálfur út í ána fyrstur manna. Um þennan atburð hefur verið sagt: Það var eins og flösku væri barið við stein. Engu skiptir hve flaskan er stór, ef steinninn er nógu harður. Alexander hafði 35 þúsund manna harðsnúið lið, sem var harla lítið á móti ógrynni liðs, sem Persar höfðu á að skipa, en hann sigraði samt. En svo kom myrkrið Þótt ég væri ekki fær um að ganga í skóla, tók ég enn þátt í leikjum jafnaldranna í götunni. Sæmundur vinur minn var þá fluttur úr hverfinu suður á „Menn þroskast á því að glíma við verkefnin og uppfylla sína skyldu í Iífinu“ mér voru. Þá var brugðið á það ráð að fara með mig til Kaupmanna- hafnar til að athuga hvort hægt væri að bjarga þeirri sjón, sem eftir var. Við móðir mín lögðum af stað í febrúarmánuði árið 1920 og fórum með Niðarósi, sem var í siglingum milli Reykjavíkur og Kaupmanna- hafnar. í Höfn fengum við leigt í Aarhusgade í venjulegu margbýl- ishúsi. Ég var strax lagður inn á ríkis- spítalann, fór fyrst í rannsókn, en síðan gerði prófessorinn augn- skurð á mér. Hann taldi, að að- gerðin hefði heppnast vel og ég myndi halda þeirri sjón, sem ég þá hafði. Dvöl okkar í Kaupmannahöfn varð miklu lengri en til stóð vegna hafnarverkfalls, sem stóð í fjóra mánuði. Móðir mín lét það ekki raska ró sinni heldur réð sig í vinnu á saumaverkstæði, þar sem saumuð voru karlmannaföt. Unnið var í ákvæðisvinnu og kom það í hennar hlut að sauma jakkavasa. Strax eftir fyrstu vikuna fékk hún svo mikinn bónus, að hún var með- al sex hæstu á verkstæðinu, en þar unnu á annað hundrað konur. Bjarni bróðir minn hafði beðið Lúðvík Guðmundsson skólabróður sinn að vera okkur hjáiplegur í Kaupmannahöfn, en hann var far- inn þaðan þegar við komum. Þess í stað tók Axel Sveinsson verkfræð- ingur, sem var þar við nám, á móti okkur og var okkur innan handar, enda þekkti móðir mín engan í Höfn og var mállaus á danska tungu. Axel kom okkur meðal annars í kynni við íslenska ekkju, frú Han- sen, sem bjó nálægt verslunar- götunum í Kaupmannahöfn, en hjá henni var nokkurs konar bækistöð fyrir Islendinga. Ég fékk að vera nokkru lengur á spítalanum en þörf var á meðan móðir mín var að vinna. Þar kom, að ég varð að fara þaðan. Móðir mín hætti á saumaverkstæðinu og við vorum saman síðasta mánuð- inn áður en við fórum heim. Við tókum okkur ekki margt fyrir hendur, við röltum um göt- urnar og fórum daglega í heim- sókn til frú Hansen. Eitt sinn fór- um við í Tívolí, sem ég naut þó ekki eins og skyldi. Ég man hvað mér þótti garðagróðurinn fallegur í Höfn, það var komið fram í maí, rósir við sum hús og allar í blóma. Til tals kom, að ég yrði eftir í Kaupmannahöfn og færi í blindra- skóla. Móðir mín féllst ekki á það. Hún vildi ekki skilja mig einan eftir hjá vandalausum, jafnvel þótt um skólagöngu væri að ræða. Þegar hafnarverkfallinu lauk, var ég orðinn 10 ára. Við fórum heim í byrjun júni og komum við nógu snemma til að taka þátt í hátíðahöldunum 17. júní. Áður en við fórum til Kaup- mannahafnar, hafði móðir mín fengið lánaða nokkra fjárhæð hjá kunningja okkar til öryggis. En þegar heim kom, borgaði hún þá skuld strax. Hún hafði alveg unnið fyrir okkur á saumastofunni. Ég var vongóður eftir ferðina til Kaupmannahafnar og hélt, að sjónin dapraðist ekki frekar. Hélt upp á hetjuskapinn Skólaskylda á þessum árum byrjaði ekki fyrr en við 10 ára ald- urinn og haustið 1920 hefði ég átt að fara í skóla. Eitthvað var á það minnst við skólastjóra Miðbæjarskólans, að ég fengi inngöngu, en engin að- staða var til að taka á móti mér. Ég man, að ég hélt óeðlilega lengi í þá von, að ég gæti gengið menntaveginn eins og Bjarni bróðir minn. Ég fór hins vegar ekki algjör- lega á mis við allan lærdóm. Mér hafði verið kennt heima eins og öðrum börnum að lesa og draga til stafs og var ég búinn að ná nokk- urri leikni í því sjö ára gamall. Móðir mín tók nú að lesa fyrir mig helstu skólafögin og ég var frekar námfús. Ég býst við því, að ég hafi nokkurn veginn lært það, sem skólabörn lærðu og að sumu leyti meira heldur en þau. Það var nefnilega lesið fyrir mig úr námsbókum bræðra minna, mannkynssögu, landafræði og ís- landssögu, sem kenndar voru í menntaskóla. Bergstaðastræti. Ég fór í heim- sókn til hans stöku sinnum, en samverustundirnar tóku að strjál- ast, eftir að fjarlægðin var orðin svona mikil á milli okkar. Ég hafði eignast annan félaga, Skarphéðin Þorkelsson, fósturson Bergþóru Björnsdóttur, móður- systur minnar. Hann var á líku reki og ég og átti heima á Bar- ónsstígnum ekki langt frá okkur. Ég man eftir því, þegar konung- urinn, Kristján X, kom í heimsókn í júní 1921. Við strákarnir vorum þá niðri á Barónsstíg og fylgdumst með, þegar hann fór fram hjá á leiðinni til Þingvalla. Þá voru 20 fólksbílar í lest og þótti það af- skaplega stórfenglegt. Malbikunarframkvæmdir í miðbænum voru meðal þess síðasta sem Guðmundur leit augum í Reykjavík, áöur en hann varð fyrir slysi 1918 og missti sjónina. Þessi mynd sýnir gatnagerð í Pósthússtræti það ár. LjósmyndaMfnið/ Magnú* ói*t*»on.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.