Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 57 fclk í fréttum Lucy Irvine með auj'iý.singaspjald um bókina. Draumur- inn um eyði- eyjuna rættist „Skákw - umViktor + Karlmcnnirnir í Abba, þeir Björn og Benny, eru nú með á prjónunum söngleik um sovéska skákmeistarann og flóttamann- inn Viktor Korchnoi, og hafa þeir fengið til liðs við sig Tim Rice, textahöfundinn góðkunna, sem gerði textanna við „Jesus Christ Superstar“ og „Evitu“. Korchoni, sem er 52 ára gamall, situr þessa dagana í London og tekst þar á við æskumanninn Kasparov um réttinn til að skora á heims- meistarann, Karpov. Korchnoi var staddur í Amsterdam árið 1976, þegar hann ákvað að snúa ekki heim aftur til Sovétríkjanna og síð- an hafa stjórnvöld austur þar úthúðað honum á allan hátt. Sænski söngvarinn Tommy Körberg á að fara með aðal- hlutverkið, Korchnoi, en Elaine Page, sem söng Evítu í upp- færslunni í London, hefur verið boðið að syngja hlutverk um- söngleikur Korchnoi Korchnoi ásamt Petru, aðstoðar- og umboðsmanni sínum. boðsmanns Korchnois. Til að byrja með verður söngleikur- inn gefinn út á tvöfaldri, stórri plötu með heitinu „Skák“, og á hún að koma út í sumar. Ef henni verður vel tekið er ætl- unin að setja söngleikinn á svið í London. + Lucy Irvine heitir skosk stúlka og henni leiddist einhver ósköp. Hún vann hjá skattstofunni bresku og þegar hún var að flokka skattskýrslurnar lét hún sig dreyma dagdrauma um æðislegt líf á eyðieyju í Suðurhöfum. Þetta var fyrir hálfu öðru ári og nú er Lucy reynslunni ríkari. Nú veit hún meira en nóg um eyðieyjalíf í hitabeltinu og hefur skrifað um það bók, sem hefur vakið mikla athygli í Englandi. Sagan er á þá leið, að þegar Lucy var að borða morgunverðinn einn daginn sá hún litla auglýsingu í blaði, sem hljóðaði á þessa leið: „Rithöfundur óskar eftir konu, sem er fús til að vera í eitt ár með honum á eyðieyju í hitabeltinu.“ Lucy þurfti ekki að hugsa sig um tvisvar. Hún svaraði auglýsingunni og áður en mánuður var liðinn var hún gift rithöfundinum Gerald Kingsland og lögð af stað til lítill- ar „paradísareyjar", sem heitir Tu- in og er í Torres-sundi milli Ástr- alíu og Nýju Guineu. í bókinni segir Lucy frá þessu viðburðaríka ári á eyjunni. Hún segir frá baráttu þeirra við hung- urdauðann því að þrátt fyrir alla gróskuna reyndist erfitt að afla matar og þau geta þakkað það íbúum nærliggjandi eyju, að þau skuli vera enn á lífi. Þau börðust við sjúkdóma, sem þáu áttu engin lyf við, og Lucy segir líka frá áköfu ástalífi þeirra Geralds, sem raunar er miklu eldri en Lucy, því að hann er sextugur en hún aðeins 27 ára gömul. Lucy er nú komin til Englands, en maðurinn hennar „er einhvers staðar á einhverri eyju“ og Lucy á ekki von á að hitta hann framar. Hún hefur farið fram á skilnað við hann og hefur raunar í höndunum skriflega ósk frá honum sjálfum sama efnis. COSPER Þú ert alltaf kvartandi, hefðum við farið til Mallorca hefði það verið hitinn og flugurnar. SKYRTUR MELKA GOLWIN — er auðveld í þvotti og þarf ■ ekkl aö strauja. Bómullin er nefnlleg^blönduðj meö 30% polyster. Efni í skyrtunni er sérlega fallegt smáköflótt, og skyrtan er meöj „Tab'-kraga. Fæst í öllum helstu ■ herrafataverslunumB landsins.H ‘ / Frú Pigalopp í öllum bókabúðum Sjónvarpsstjaman frú Piga- lopp, eftirlæti allrar fjöl- skyldunnar, hefur gert víö- reist. Hún hefur heimsótt allar bókaverslanir landsins og kynnt sig fyrir afgreiöslu- fólki. Eflaust velur það bók- inni um sjónvarpsstjörnuna góðan stað því að sannanst sagna heillar hún alla upp úr skónum. Það er Æskan sem gefur bókina út. Eftir allnáin kynni af frú Piga- lopp, sem við höfum elt á röndum, getum við heils- hugar tekið undir að bókin um ævintýri hennar sem aukapóstbera verða eftir- læti allrar fjölskyldunnar// sé jólabókin fyrir alla fjöl- skylduna. Æskan Laugavegi 56 Sími 17336 Léttar loðfóðraðar og vattfóðraðar vetrar- kápur með og án hettu í stærðum 38—48. 4=>' KREDITKORTAÞJONUSTA. PÓSTSENDUM. lympn LAUGAVEGI 26, SÍMI 13300. GLÆSIBÆ, SÍMI 31300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.