Morgunblaðið - 10.12.1983, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983
7
Wh&mntíW-NT
' ^ fomnm <__
PELSINN
Kirkjuhvoli, tími 20160.
Um endalok Marianellu
Á sínum tíma var frá því skýrt í Morgun-
blaöinu að mönnum bæri ekki saman um
þaö hvernig dauða Marianellu Garcia Vill-
as bar aö í El Salvador 13. mars 1983. Enn
eru endalok hennar gerö aö umræðuefni í
Staksteinum vegna rostans í Ólafi R.
Grímssyni sem byggist á hræsni eins og
svo oft áöur.
Ljómandi
sjálfsánægja
Kftir að Ólafur K. Gríms-
■son komst á þing í forföll-
um (íuAmundar J. Guð-
mundssonar skín Ijómandi
sjálfsánegjan yfir frammi-
stöðu alþýdubandalags-
manna á alþingi út úr
hverri setningu sem hann
skrifar í Þjóðviljann og
þingfréttari blaðsins er
blindaður af ofbirtunni frá
hinu skœra Ijósi og kallar
nú þingmenn Alþýðu-
bandalagsins úr Reykjavík
„vaskt fólk“, en sú ein-
kunn er bannorð á Þjóð-
viljanum þegar (iuðmund-
ur J. Guðmundsson kemur
við sögu frá því að Olafur
R. Grímsson féll fyrir hon-
um { forvali um menn á
framboðslistann.
Kkkert upphlaupanna {
Þjóðviljanum eftir að Olaf-
ur R. Grímsson tók að
skrifa í blaðið hefur verið
með jákveðum formerkj-
um nema gleðin yfír
frammistöðu Ólafs R.
({rímssonar á alþingi. Lík-
lega er gleðin byggð á jafn
veikum forsendum og
hneykslun blaðsins yfir því
sem smáraeði reynist eins
og frægast hefur orðið í
umræðunum um gulgræna
kjötið.
Frá því um síðustu helgi
hefur Olafur R. Grímsson
til dæmis tvisvar látið að
því liggja Ijómandi af
sjálfsánægju og í hræsnis-
fullum hneyklsunartón að
Morgunblaðið hafi ekkert
sagt frá örlögum Marian-
ellu Garcia Villas, mann-
réttindafrömuði í El Salva-
dor. „Hví var hún lífs og
hvi er hún liðin feimnismál
á síðum blaðsins?** spyr
Ólafur R Grímsson rit-
stjóra Morgunblaðsins í til-
efni af þvi að hingað til
lands kom á dögunum
Fatricio Euentes, fulltrúi
Mannréttindanefndar El
Salvador á Norðurlöndum
og í Bretlandi, þeirrar
sömu og Marianella Garcia
Villas stofnaði. Segir í
Þjóðviljanum að l'atricio
Fuentes hafí sagt að „það
værí einn tilgangur ferðar
hans til íslands að þessu
sinni að leggja fram sönn-
unargögn um morðið á
Maríanellu Garcia Villas."
Greinargerð
Morgun-
blaðsins
l*að er auðvitað alrangt
hjá Ólafi R. Grímssyni að
halda því fram að Morgun-
blaðið hafi ekki sagt frá ör-
lögum Marianellu Garcia
Villas og er Ijómandi sjálfs-
ánægja hans af þeim sök-
um reist á sandi sem kem-
ur ekki á óvart fyrir þá scm
minnast upphlaupasögu
mannsins fyrr og síðar. (
Morgunblaðinu hinn 13.
april 1983 birtist bér í blað-
inu ítarleg greinargerð í at-
hugasemd frá ritstjóra við
svipuðum ásökunum í garð
Morgunblaðsins og Ólafur
R. (irímsson hefur uppi nú
en þá setti Einar Ólafsson
þær fram í grein í Morgun-
blaðinu. í þessari greinar-
gerð eru birtar níu frásagn-
ir, hvorki meira né minna
en níu frásagnir, af því sem
átti að hafa gerst þegar
dauða Marianellu Garcia
Villas bar að höndum. Og í
framhaldi af birtingu
þeirra segir í athugasemd
ritstjóra: „Morgunblaðið
getur ekki annað en látið
lcsendum sínum eftir að
gera upp á milli þessara
frásagna og draga sínar
ályktanir af þeim. Blaðið
ætlar sér ekki þá dul að
gerast dómari í þessu
•uáli...“
Meðal þeirra sem komu
við sögu í þessari greinar-
gerð Morgunblaðsins var
l'atricio Fuentes, sem
hingað kom í síðustu viku.
Hann sagði í Tímanum 17.
mars: „Hún (Maríanella
(■arcia Villas innsk. Stak-
steina) hafði ásamt annarri
konu úr mannréttinda-
nefndinni verið í heimsókn
hjá fjölskyldu í San Salva-
dor og var á leið að stíga
upp í bíl sinn þegar tveir
bíúr með 8 hermönnum
óku framhjá og hleyptu
hermennirnir af vélbyssum
að Marianellu og félögum
hennar. Þær dóu sam-
stundis. I>að er lygi að
dauða þeirra hafi borið að í
hernaðarátökum milli
ska-ruliða og hersins." Og f
Þjóðviljanum 17. mars er
haft eftir Patricio Fuentes,
að Marianella hafi „verið
tekin af lífi án undangeng-
inna átaka af 8 hermönn-
um úr stjórnarhernum og
hefði hér verið um kaldrifj-
að morð að ræða." Þjóð-
viljinn hafði það jafnframt
eftir Fuentes að morðið
hefði verið framið á „götu
úti í þorpinu Bermuda."
Frá þessum staðha-fing-
um Patricio Fuentes var
sem sé skýrt í Morgun-
blaðinu 13. apríl 1983 en
auk þess var þar bent á
frásagnir 7 annarra aðila
um endalok Marianellu
Garcia Villas en sumir
þeirra héldu því þá strax
fram sem Fuentes gerði
ekki að Marianella hefði
veríð „limlest til dauða". f
tilefni af komu l’atricio Fu-
entes hingað í síðustu viku
segir Ólafur R. Grímsson í
forystugrein í Þjóðviljan-
um: ,,Patricio Fuentes ber
til Islands myndir sem
sýna hið svívirðilega
morð." Og í forsíðufrétt
segir Þjóðviljinn af sama
tilefni: „Meðferðis hefur
hann (Patricio Fuentes
innsk. Staksteina) myndir
sem sýna svart á hvítu
hvernig Marianella Garcia
Villas formaður Mannrétt-
indanefndar El Salvador
var limlest til dauða."
Eins og þessi upprifjun
sýnir er athyglisverðast við
upphlaup Ólafs R. Gríms-
sonar nú 9 mánuðum eftir
að þetta mál var reifað ít-
arlegar af Morgunblaðinu
en nokkrum öðnim ís-
lenskum fjölmiðli, að hann
skuli beina spjóti sínu að
ritstjóra Morgunblaðsins
en ekki Patrieio Fuentes.
NÝTT
KJARVALSKORT
Skjaldbreiður (1957-62).
Onnur ný jólakort:
3 vatnslitamyndir eftir
Jörund Pálsson
og 3 Ijósmyndir eftir
Rafn Hafnfjörð
(Haligrimskirkja, Oómkirkjan
og Háteigskirkjaj.
FAST I FLESTUM BÓKA-
0G GJAFAVORUVERSLUNUM
Bastmottur frá Kína
Kínversku bastmotturnar sem fást í Teppalandi,
Grensásvegi 13, eru alltaf jafnvinsælar. Þær fást í
mörgum stæröum og geröum.
Kínversku bastmotturnar eru mjög fallegar
skrautmottur sem hægt er aö nota í eldhús og
parketgólf sem á aöra staöi í íbúðinni. Þaö fást
kringlóttar, ferkantaöar og ýmsar aörar geröir í
Teppalandi.
Tilvaldar jólagjafir.
TÉPPfíLfíND
LITBRÁ-offset
SÍMAR- 2 29 30 - 2 28 65
Grensásvegi 13, Reykjavík,
síma 83577 og 83430.
Jltor0ttttÞ(iikílk
Metsolublad á hverjum degi!