Morgunblaðið - 10.12.1983, Síða 9

Morgunblaðið - 10.12.1983, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983 9 ÉQmsOsö ŒBáD Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 221. þáttur Er hér fyrst lokakaflinn úr bréfi Þórunnar Guðmunds- dóttur í Reykjavík, því sem nokkur skil voru gerð í síð- asta þætti. Hún segir: „Blessuð danskan helduri furðulega velli þótt enskan veiti henni harða keppni. Allir hlutir „gefa sig“ en eng- inn lætur undan. Menn eru oft seinir að „fatta", samt borða þeir „rauðspettu" af bestu lyst. Hvað finnst þér um orðið lífshlaup? Er það1 ekki óþörf dönskusletta, þar sem allir eiga sína ævi og sinn æviferil? Að endingu: Hvort er betra að segja ég hef eða ég hefi? Þetta veit ég bara ekki. Með góðri kveðju." Lýkur svo þessu skemmti- lega og vel samda bréfi, og er þá fyrst að reyna að svara beinum spurningum. Mér þykir orðið æviferill fallegra en lífshlaup. Hins vegar finnst mér hið síðar- nefnda ekkert skelfilegt. í því er visst líkingamál, og í því sambandi má minna á frægan sálm eftir Hallgrím Pétursson, Um dauðans óviss- an tíma, en þar segir meðal margs annars sem frægt hef- ur orðið: Lífið manns hratt fram hleypur, hafandi enga bið, í dauðans grimmar greipur, gröfin tekur þar við. Veit ég vel af fyrri bréfum Þórunnar að hún er ekki haldin neinni oftrú á óskeik- ulleik frægra höfunda (átórí- tetstrú), og hefur hér áður verið um slíkt fjallað. Þá er það beyging sagnar- innar að hafa. Ég skrifaði fyrir nokkru, að gefnu sams konar tilefni, langan pistil um beygingu veikra sagna og vitna til hans, en skal þó endurtaka meginatriðin varðandi þessa sögn. Hún er í fjórða flokki veikrar sagn- beygingar (é-beyging) ásamt sögnum eins og brosa, horfa, þora og duga. Megineinkenni þessa flokks voru þau, að sagnirnar voru hljóðvarps- lausar í öllum kennimyndum og nútíð framsöguháttar í fyrstu persónu endaði á i.j Dæmi: brosa — brosti — bros- að og ég brosi. Samkvæmt þessu „ætti“ sögnin að hafa að vera í nú- tíð framsöguháttar ég hafi og hann hafir eða alltjent ég hefi og hann hefir, en flestir segja nú og skrifa ég hef og hann hefur. Ástæðan til þessarar breytingar er talin áhrif frá öðrum sögnum eins og veiku sögninni að krefja (ég kref, hann krefur) og sterku sögn- inni að hefja (ég hef eitthvað á loft, hann hefur frásögnina á þessum orðum). Sem sagt eldri og upprunalegri myndir (sem sumir nota enn) eru hefi og hefir, yngri og algeng- ari myndir eru hef og hefur. Nú get ég ekki sagt hvort sé „betra“, heldur, eins og svo oft endranær, vísað til smekks og hefðar. Ég hef engar áhyggjur af málsmekk Þórunnar Guðmundsdóttur og hennar líkra. Ég hafði gaman af að sjá orðmyndina rauðspetta í bréfi Þórunnar. Þessi blessaði fiskur (pleuronectes plat- essa) heitir á máli okkar skarkoli, en á dönsku röd- spætte, að mér skilst vegna rauðra blettanna. Nú hef ég aldrei heyrt eða séð fyrr svo ómengaða dönsku í íslensku máli sem rauðspetta, heldur alltaf rauðspretta, þar sem reynt er að gera orðið ívið íslenskulegra (alþýðuskýr- ing, sjá síðasta þátt). Hef ég reyndar af veikum mætti og með litlum árangri reynt að blása lífi í orðið skarkoli í stað rauðsprettunnar, með r-i. Ég viðurkenni þó fúslega að oft er hæpið að útrýma tökuorðum, þó góð orð af innlendum uppruna séu til. Slíkt getur horft til málfá- tæktar og tilbreytingarleysis í stíl. Hver vill til dæmis út- rýma orðinu bíll, þótt við eig- um orðið bifreið? Víkur þá bréfaskriftum um set, frá Reykjavík til Kópavogs, en þaðan sendir mér Matthías Jónasson þetta notalega bréf: „Kæri Gísli Jónsson. Hafðu heila þökk fyrir þátt þinn íslenskt mál. Eg les hann jafnan mér til fróðleiks og ánægju. Einkum hefi (um- sjónarm. auðkennir hér þessa orðmynd, sjá fyrr) eg gaman af vísum, sem þú kryddar greinar þínar með. í þættinum hinn 19. þ.m. (þetta er skrifað í nóv.) birtir þú gátuna: Sat ég og át, og át af mér. Át það sem ég á sat og át af því. Ég lærði þennan húsgang í bernsku þannig: Sat eg og át, og etið var af mér'. Át það sem eg á sat, og etið var af því. Ekki veit eg hvaðan þetta er komið í bernskuminni mitt, en svona gangast kviðl- ingar í munni. Margt færi betur í máli fólks, ef almennt væri gefinn gaumur að ábendingum þín- um og annarra málvöndun- armanna. En oft sé eg og heyri endurteknar am- bögurnar, sem þið leiðréttið daginn áður. Með bestu kveðju." Með bestu þökk fyrir bréf- ið hlýtur það að viðurkenn- ast, að stundum virðist talað fyrir daufum eyrum, og er ekkert við því að segja. Margföld laun viðleitni okkar „málvöndunarmanna" fáum við í þeirri vitneskju hversu margir hafa lifandi og brennandi áhuga á móð- urmálinu og myndarlegan metnað þess vegna. En um villur og leiðréttingar stilli ég mig ekki að vitna til hinna frægu orða Árna Magnús- sonar handritasafnara, þótt í öðru samhengi væru sögð, svo frábær sem þau eru í sjálfum sér: „Svo gengur það til í heim- inum, að sumir hjálpa errori- bus (villum) á gang, og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus. Hafa svo hverir tveggju nokkuð að iðja.“ Þórir Áskelsson á Akur- eyri heyrði auglýst að miða- pantanir yrðu seldar við inn- ganginn. Við Þórir erum reyndar á því, að þetta hafi verið framkvæmt þannig, að miðarnir hafi verið seldir, en ekki hafi þurft að greiða fyrir sjálfar pantanirnar. Jólafagnaður Hinn árlegi jólafagnaöur Félagsstarfs eldri borgara í Reykjavík veröur haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal, í dag, 10. desember og hefst kl. 14.00. Dagskrá: Upplestur, Borgar Garöarsson, leikari. Söngur, nemendur frú Snæbjargar Snæbjarnardóttur, söngkonu. Upplestur, frú Olga Siguröardóttir. Einsöngur og tvísöngur, hjónin Sieglinde Kahmann og Sigurður Björnsson óperusöngvarar. Kaffiveitingar. Fjöldasöngur, frú Sigríður Auöuns viö hljóöfæriö. Helgileikur, nemendur úr Vogaskóla, stjórnandi Guö- mundur Guöbrandsson, skólastjóri. s___________________________________________________________. Tónlist á hverhi heimili umjólin Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Þú svalar lestrarþcirf dagsins ásídum Moggans! ^^^^a^mmmmmmm^m^^mmmmmmm Ljósritunarpappír fyrir flestar gerðir Ijósritunarvéla. sími 72400. CMJND FASTEIGNASALA Bugöutangi Mosfellssveit Snyrtllegt einlyft raöhús meö verönd mót suöri, allar inn- réttingar úr Ijósum víð. Húsiö er 100 fm. Verö 1,8 millj. Skipti á 3ja herb. 2ja herb. Mjög falleg 2ja herb. íbúö á 1. hæð við Hamraborg. Fæst í skiptum fyrir 3ja herb. íbúö í Fannborg. Óskast miösvæöis 120 fm hæö fyrir félagasamtök á hæöinni þarf aö vera pláss fyrir bókasafn, fundarherb. og 2 skrifst. Verö um 2 millj. Opiö í dag kl. 13—15. Glafur Geirsson viötkfr., Borghildur Flórentadóttir, Guöni Stefinsson, porsteinn Broddason. 29766 I__□ HVERFISGÖTU 49 SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H ÞOROARSON HDL Til sölu og sýnis auk annarra eigna: Glæsileg raöhús í smíöum í Suðurhlíóum í Fosavogi. Annað húsió er um 80x2 fm meö 5 herb. íbúö á tveim haeðum. Selst fokhelt meö innb. bílskúr. Hitt húsió er um 80x3 fm meö tveim íbúðum þ.e.a.s. 5—6 herb. íbúö á rishæð og efrihæð og 2ja herb. séríbúð á neöri hæö. Innbyggöur bílskúr. Útsýnisstaður. Teikningar og nánari uppl. á skrifstofunni. Hagstæó kjör. Góö eign í vesturborginni endurbyggt og sfækkaó timburhús á nýjum kjallara viö Lágholtsveg meö 5—6 herb. íbúó á hæö, rishæó og í kjallara. íbúöarhæft en ekki fullgert. Lóð frágengin. Skiptamöguleikí á góöri 4ra—5 herb. íbúö í vesturborginni. Á góöu veröi í Hafnarfiröi steinhús við Tjarnarbraul um 70x2 fm meó 5 herb. ibúó á tveim hæóum. Bílskúr. Þak o.fl. endurnýjaó. Ræktuö lóö. Góö íbúö í Kópavogi 3ja herb. á neöri hæö í tvíbýlishúsi um 80 fm vió Dalbrekku. Sérhiti. Sérinng. Næsfum skuldlaus. Góö sameign. Mjög gott varð. Nýleg 2ja herb íbúö í Kópavogi á úrvalsstaö viö Digraneaveg á jaröhæö um 70 fm. Mjög rúmgóó, fullgeró, vönduö innrétting. Teppi Danfosskerfi. Sólverönd. Mikió út- sýni. Getur losnaó fljótlega. Á Högunum skammt frá Háskólanum 5 herb. rúmgóö suöuríbúö á 2. hæö um 120 fm. Ágæf sameign. Næst- um skuldlaus. Skipti möguleg á nýlegri 3ja herb. íbúó i vesturborginni. Endurnýjuð íbúö í gamla bænum 3ja herb. á 3. hæö um 80 fm í reisulegu steinhúsi viö Laugaveg. Mikió endurbætt. Góó kjör. Laus 1. júní nk. Þurfum aö útvega gööa 3ja—4ra herb. íbúö í Heimum, Háaleitishverfi eöa Neöra-Breiöholti. Mikil og ór útborgun. Góö íbúö veröur borguö út Þurfum aö útvega góóe 2ja herb. íbúð i Seijahverfi fyrir fjársterkan kaupanda. Sérhæö óskast til kaups tii eigin atnote fyrir iönaöarmann Æskileg stærö 130—160 fm. Má þarfnast standsetningar eða vera í byggingu ekki fullgerö í Garöabæ óskast einbýlishús 120—140 fm og 180 —220 fm. ör útborgun. Fjársterkur kaupandi. Til sölu í Þingholtunum í smíóum litil einstaklingsíbúö i kjallara. Sér hitaveita. Rúmgott baö meö tækjum. Opiö f dag frá kl. 1—5. Lokað á morgun aunnudag. ALMENNA FASTEIGHASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.