Morgunblaðið - 10.12.1983, Síða 22

Morgunblaðið - 10.12.1983, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983 Tölvubilunin veldur miklum heilabrotum Edwarda-herflugv. Kaliforníu, 9. desember. AP. Vísindamenn skoðuðu bæði geimskutluna Kólumbíu og geim- fara hennar í gær, eftir að skutl- unni var lent heilu og höldnu á fimmtudaginn. Bilun í tölvubúnaði plagaði geimfarana, en samt sem áður þótti árangur ferðarinnar hafa bæði verið mikill og góður. „Margir hlutir urðu skýrir í fyrsta skipti," sagði James Rúmenía: Bannað að nota ryksugur YFIRVÖLD í Rúmeníu, þar sem nú ríkir neyöarástand í orkumál- um, hafa látið þau boð út ganga að fólk eigi að hætta að nota ryksugur, þvottavélar og kæli- skápa til þess að spara rafmagn. Kru þetta róttækustu skilaboð stjórnvalda til almennings í þess- um málum um langt skeið. Framkvæmdanefnd komm- únistaflokksins samþykkti fyrir nokkru að skora á al- menning að draga úr orkunotk- un sinni um 50 af hundraði. Til þessa hafa undirtektir verið dræmar, en með hinum nýju tilmælum fylgir jafnframt hót- un þess efnis, að ef fólk skirrist við beiðni yfirvalda, verður allt rafmagn tekið af íbúðum við- komandi. Abrahamson, einn af fram- kvæmdastjórum NASA, geimferðastofnunar Bandaríkj- anna, á fréttamannafundi í gær. Hann bætti við að bilanirnar hefðu einungis undirstrikað óútreiknanleikann sem fylgir því að ferðast um í geimnum. Fjórtán lönd áttu hlut að 73 merkum tilraunum sem gerðar voru í ferðinni, meðal annars var rannsakað hvernig manns- líkaminn bregst við þyngdar- leysi geimsins og einnig hver viðbrögð hans eru við því að koma í eðlilegt þyngdarástand á ný eftir að hafa verið í þyngd- arleysi. Bilaða tölvan hefur valdið vís- indamönnum verulegum heila- brotum, því hún var fjórtryggð ef svo mætti að orði komast. Telja sérfræðingar að botn fáist ekki í málið fyrr en eftir margar vikur og stífar rannsóknir og at- huganir. m Áhöfnin á Kólumbíu gengur frá borði eftir að lent hafði verið á Edwards- flugvellinum í Kaliforníueyðimörkinni. Stóð ferðin í tíu daga og var í henni unnið að merkum vísindatilraunum. AP írakar skjóta á hvað sem fyrir kann að verða Nikósíu, 9. desember. AP. HIN OFINBERA fréttastofa ír- ans, IRNA, greindi frá því í gær, að írökum hefði orðið heldur bet- ur á í messunni, er herþotur þeirra réðust að skipum sem sigldu undir fánum Kýpur og Grikklands. Tals- maður hermálaráðuneytis íran tók undir frétt IRNA og sakaði íraka um að brjóta gróflega alþjóðlegar reglur um frjálsar siglingaleiðir. Gríska skipið laskaðist nokkuð að sögn IRNA og tveir áhafnarmeð- limir særðust. Hitt skipið sakaði ekki, en íranir segjast hafa komið því til aðstoðar tímanlega. IRNA greindi og frá því, að ekki stafur væri réttur í yfirlýs- ingum íraka, að þeir hefðu sökkt sex írönskum skipum í fyrradag og greinilegt að annarra þjóða skip væru nú í meiri hættu en eigin skip. Þá neituðu íranir því einnig að írakar hefðu skotið niður eina af herþotum sínum. Irakar viðurkenndu að hafa misst eina herþotu, en sviptu írani heiðrinum af að hafa hæft hana með því að segja tæknilega bilun hafa valdið því að þotan hrapaði. Noregur: Sjómenn mótmæla Ósló, 8. desember. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Mbl. NORSKI fiskiskipaflotinn var mestallur í höfn síðustu tvo dagana og var það til að mótmæla þeirri ákvörðun stjórnvalda, að norskur sjávarútvegur skuli fá helmingi minni ríkisstyrk en hann fór sjálfur fram á. Mikil reiði ríkir í garð stjórn- arinnar, sem batt enda á viðræð- urnar við sjómenn og útgerðar- menn og ákvað, að styrkurinn næsta ár yrði 1,1 milljarður norskra kr., um fjórir milljarðar ísl. kr. Útvegsmenn höfðu hins vegar farið fram á helmingi hærri upphæð og halda því fram, að aðeins þriðjungur ríkisstyrks- ins komi í þeirra hlut, mest fari til vinnslustöðva og sölusamtaka. I dag héldu sjómenn víða fundi og sendu stjórnvöldum skeyti þar sem þeir mótmæla litlum skiln- ingi þeirra á vandamálum sjáv- arútvegsins. Norðmenn byrjaðir að dæla gasinu Osló, 9. desember. AP. FYRSTA neðansjávargasuppsprett- an á norska landgrunninu hefur verið tekin í notkun, á norðaust- urhluta Frigg-svæðisins svokallaða. Fyrsta daginn komu upp 2 milljónir rúmmetra af gasi, en á næstu vik- um er áætlað að upp komi 5 milljón- ir rúmmetra, en þá verða líka 6 uppsprettur komnar í gagnið. Gasið verður fyrst leitt í pípum til aðalstöðva Frigg-gasvinnslu- svæðisins, þar sem það verður unnið. Síðan verður það flutt eft- ir leiðslum til Skotlands. Búist er við því að umræddar gasupp- sprettur endist í 5—6 ár, en talið er að á þessum slóðum megi ná alls um 9 milljörðum rúmmetra af gasi. Isabella Peron heim á ný Hucnos Aire«, 9. desember. AP. ISABELLA Peron, fyrrum forseti Argentínu, kom til síns heima á ný í gær, eftir að hafa verið tvö ár í útlegð á Spáni. Frú Feron var steypt af stóli af herforingjum ár- ið 1967. Segist hún fara aftur til Spánar á mánudaginn, en lét það vera sitt fyrsta verk við heimkom- una að gagnrýna harðlega herfor- ingjana sem setið hafa við stjórn- völinn í landinu síðan 1976. Frú Peron kom í gær tii að geta verið viðstödd er Raul Alfonsin sver embættiseiðinn, en hann var kjörinn forseti landsins í kosningum á dögun- um. Verður hann fyrsti lýðræð- islega kjörni þjóðhöfðingi Arg- entínu síðan frú Peron var steypt. Innanríkisráðherra Al- fonsins, Antonio Trocoli, tók á móti frú Peron á flugvellinum og mun hún ræða við Alfonsin áður en mánudagurinn rennur upp. Þá segist hún jafnframt ætla að leggja ákveðnar línur í Peronistaflokknum, en enn er litið á hana sem leiðtoga flokks- ins, sem tapaði i fyrsta skipti kosningum síðan 1946 á dögun- ERLENT Frakkar sprengdu kjarnorkusprengju Wellington, Nýja Sjáland. 9. desember. AP. FRAKKAR sprengdu mjög öfluga kjarnorkusprengju neðanjarðar á tilraunasvæði sínu á Mururoa- eyjum á fimmtudaginn, önnur til- raunin á tæpri viku, því á laugar- daginn mældust jarðhræringar á sömu slóðum sem raktar voru til tilrauna Frakka. Fimmtudagssprengjan var mjög öflug, talin 15 kílótonna, en til samanburðar var laugar- dagssprengjan 6 kílótonn. Frakkar hafa ekki sprengt á þessum slóðum síðan 4. ágúst, en þá var 8 kílótonna sprengja sprengd. Sprengingin á fimmtu- daginn var sjöunda á Mururoa á þessu ári. Stjórnvöld á Nýja Sjálandi, Ástralíu og víðar hafa mótmælt tilraunum Frakka og ítrekað óánægju sína i hvert sinn sem ný sprengja er reynd. Frakkar hafa nú eins og áður vísað mót- mælunum öllum á bug og sagt tilraunirnar nauðsynlegar þjóð- aröryggi Frakklands. Lífslíkur krabbameins- sjúklinga fara vaxandi — segir í skýrslu bandarísku krabbameinsstofnunarinnar YFIR 50% af öllum krabba- mein.ssjúklingum lifa að minn.sta kosti 5 ár og flestir úr þessum hópi læknast nú af krabbameini sínu. Skýrði dr. Vincent DeVita, forstöðumaður bandarísku krabbameinsstofnunarinnar frá þessu fyrir nokkru. „Þessi árangur markar tímamót," var haft eftir DeVita, sem sagði, að seinunninn en mikill árangur engu að síður hefði náðst á síðustu tveimur árum í baráttunni við flestar tegundir krabbameins. DeVita sagði enfremur að það væri að þakka sérstakri 12 ára áætlun bandarisku krabba- meinsstofnunarinnar, sem 9.6 milljörðum dollara hefði verið veitt til, að nú væru starfandi 5000 sérfræðingar í krabba- meinssjúkdómum í Bandaríkj- unum, en þeir hefðu vart verið fleiri en 500 á árunum eftir 1970. Þá væri „meiri sérfræðiþekking nú fyrir hendi" en einnig nýjar aðferðir til þess að meðhöndla krabbamein. Um 48% af þeim sjúklingum, sem krabbamein hefði fundizt í á árunum 1973—1978, lifðu að minnsta kosti fimm ár til viðbót- ar, svo framarlega sem þeir hefðu ekki dáið af öðrum óskild- um orsökum. En frá og með 1980 væru þessar tölur of varkárar. Telur DeVita, að fjöldi þeirra, sem nú lifir sjúkdóminn af, sé orðinn vel yfir 50%. Á árunum 1970-1973 hefðu 42% alira krabbameinssjúklinga lifað sjúkdóminn af og 1960—1963 38%. Eru nýju tölurnar byggðar á skýrslum um krabbamein frá borgum og ríkjum í Bandaríkj- unum, þar sem um 10% þjóðar- innar búa. Það dapurlegasta sem fram kemur í skýrslunni, eru þær fréttir, að reykingar kvenna nær tvöfölduðu dauðsföll á meðal þeirra af völdum krabbameins á árunum 1970—1980 eða úr 10,7% í 20,3%. Er talið, að tíðni lungnakrabba kunni að fara fram úr tíðni brjóstkrabba á næsta ári sem algengasta krabbamein á meðal banda- rískra kvenna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.