Morgunblaðið - 10.12.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983
31
GEFUM
GÓDARBÆKUR
glambardS
setriö
K. M. Peyton
Flambardssetrið
Kristína Parsons er tólf
ára þegar hún flytur til
Russells móðurbróöur
síns á ættarsetrið
Flambards. Síðan hún
varð munaðarlaus á
barnsaldri hefur hún búið
hjá frænkum sínum og
henni finnst kvíðvænlegt
að flytja, því frænkur
hennar telja fullvíst að
Russell ætli að gifta hana
eldri syni sínum, Mark, til
að komast yfir auðinn
sem hún á í vændum.
Sagan gerist í byrjun
aldarinnar og er
hörkuskemmtileg eins og
allar bækur K.M. Peyton.
Silja Aðalsteinsdóttir
þýddi.
Sigríður Eyþórsdóttir
Lena-Sól
Lena-Sól er nýflutt í
bæinn með mömmu sinni
og í dag á hún að byrja í
skóla. Hún hlakkar
afskaplega mikið til, en
dagurinn verður
óþægilega afdrifaríkur...
Cynthia Leplar teiknaði
myndirnar. Bók handa
þeim sem eru að byrja að
lesa sjálfir.
Astrid Lindgren
Dagur barnanna
í Ólátagarði
segir frá því þegar allir
krakkarnir ætla að
skemmta Stínu, litlu
systur Óla. Hún á að
skemmta sér virkilega vel
- en það gengur dálítið
brösótt. Henni finnst
stundum ekkert gaman
að því sem henni á að
þykja gaman! Myndir
gerði llon Wikland.
Þuríður Baxter þýddi.
Andrés Indriðason
Fjórtán...
bráðum fimmtán
Skemmtileg saga um
unglinga í Reykjavík-og
raunar viðar, því
söguhetjan, Elías, kynnist
stelpu frá Akranesi. Það
er ekki tómt grín að vera
fjórtán ára strákur.. .
bráðum fimmtán, þurfa að
passa fyrir Lása bróður
og kærustuna hans eins
og maður væri stelpa en
standa sig svo eins og
karlmaður þegar öðruvísi
reynir á ...
Fjórtán ... bráðum
fimmtán er sjálfstætt
framhald af bókinni Viltu
byrja með mér?
María hefur átt heima í
fjölleikahúsi mestalla
ævina, en í sögubyrjun
fer skeggjaða konan með
hana heim til ömmu í
stóra, fína húsið. Þar á
María að búa framvegis
vegna þess að í
fjölleikahúsinu hafa gerst
hræðilegir atburðir sem
María vill ekki hugsa um.
Sagan um Maríu er bæði
óvenjuleg og afar falleg,
enda fékk höfundurinn
H.C. Andersen-verðlaunin
fyrir hana. Guðbergur
Bergsson þýddi.
Áslaug Ólafsdóttir
Litla rauða rúmið
Ása vill ekki sofa í rúminu
sínu, það er miklu betra
að sofa á milli pabba og
mömmu. En svo kemur
Pési og vill endilega fá að
sofa í litla rauða
rúminu ... Myndirnar
gerði Ragnhildur
Ragnarsdóttir. Handa
yngstu hlustendunum.
Gunilla Bergström
Hvað varð um
Einar ærslabelg?
Þið þekkið öll hann Einar
Áskel, það er alveg rétt,
en hérna kemur ný bók
um hann. Er hann
kannski alveg hættur að
láta illa? Sigrún Árnadóttir
þýddi.
Bjarne Reuter
Kysstu
stjörnurnar
Það var nærri því einber
tilviljun að Buster skyldi
vera með í skólaleikritinu.
Þannig var að leikritið hét
bara Bjúgsverð furstans
en Buster bætti við á
veggspjaldið: „og þrjár
allsberar skvísur." Það
fréttist og Buster var
skipað að mæta á fyrsta
fundinn. Svoleiðis byrjaði
þetta allt saman. Kysstu
stjörnurnar er framhaldið
á Veröld Busters sem
kom út í fyrra og
þýðandinn, Ólafur Haukur
Símonarson, fékk
viðurkenningu Fræðslu-
ráðs Reykjavíkur fyrir.
Astrid Lindgren
Karl Blómkvist
í hættu staddur
Alveg ný bók um Kalla
Blómkvist, hinn snjalla
leynilögreglumann. í fyrra
var fyrsta bókin um Kalla
endurútgefin, en þessi
hefur aldrei komið út
áður á islensku. Það
finnst vinum Kalla
sjálfsagt ekki verra. í
miðju Rósastríði úti á
Gresjunni gerast
hræðilegir atburðir. Eva
Lotta finnur mann í
runnunum - og hann er
dauður...
Þorleifur Hauksson þýddi.
Njörður P. Njarðvík
Sigrún fer á
sjúkrahús
í þessari skemmtilegu
sögu segir frá lítilli stúlku
sem þarf að láta taka úr
sér hálskirtlana. Bókin er
samin í samráði við
barnadeild Landakotsspít-
ala og ætlað kynningar-
hlutverk, því börn sem
eru vel undirbúin og vita
hvað er i vændum eiga
auðveldara með að mæta
Vésteinn Lúðvíksson
Guðmundur
Hreinn
með gull í nögl
Ævintýrið um hann Hrein
sem fæddist undir
Dimmubjörgum í
Ljósalandi. Eins og í
öllum ævintýrum bíða
hans margvíslegar
hættur, hið góða þarf að
berjast við hið illa, Ijósið
við myrkrið. En ævintýri
enda ævinlega vel.
Frábærar myndir eftir
Robert Guillemette.
þeirri nýju og stundum
erfiðu lífsreynslu að fara
á sjúkrahús.
Sigrún Eldjárn gerði
myndirnar i bókinni.
Endurútgáfa á þessari
sívinsælu og þörfu bók. •
Mál IMI og menning