Morgunblaðið - 10.12.1983, Side 37

Morgunblaðið - 10.12.1983, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983 37 seinna var safnað fé til heykaupa. Og það var mikill harmur, þegar þau hjón misstu dóttur sfna, Lilju, barnunga. Þá var dimmt yfir döl- um. Og eins þegar gamla íbúðar- húsið brann til kaldra kola, svo fólk bjargaðist naumlega á nátt- klæðum, og ekkert slapp, sem eiga mætti til minja úr áratuga löng- um búskap. En sárastur var harm- urinn, þegar húsmóðirin, Jóa frænka, dó. Þá áttu margir bágt. En Gústi var ekki bara bóndi. Hann var framsóknarmaður og einhver mesti nefnda- og félags- málakóngur þar vestra um ára- tugaskeið. Kann ég raunar litlar sögur af því að segja, aðrar en þær, að hann var oft heilu dagana í burtu og kom þá ekki heim fyrr en að kveldi eftir hreppsnefndar- fundi og eitthvað ámóta. Þess minnist ég líka, jafnvel á sólbjört- ustu sumardögum, að allir á bæn- um, sem vettlingi gátu valdið, unnu að heystörfum, að Gústi kom allt í einu á fljúgandi ferð á „Land-Rovernum“, akandi innan af Suðureyri, og skipaði fyrirvara- laust, að taka saman, eins mikið og fljótt og hægt væri. Þótti „púk- anum“ mér þetta stundum kyn- legt, því ekki sást ský á himni og sól skein og veður voru eins og þau geta orðið best fyrir vestan. En það var segin saga, að innan skamms var orðið skýjað, og skammt var í súld eða regn. Já, þeir voru margir veðurglögg- ir, þessir gömlu bændur. Það var oft fjölmenni á Stað. Börnin mörg og oft fjöldi barna og unglinga f sveit á sumrum. Þau nutu atlot- anna og ástúðarinnar, sem þar var að finna. Húsmóðirin ekkert nema sólin og blíðan, húsbóndinn ávallt kátur, glettinn og traustur. Þá voru þarna á heimilinu um árabil fullorðið fólk, Guðmundina Jesp- ersdóttir, sem nú mun vera á Flat- eyri, og Þorvaldur Helgi Svein- björnsson, föðurbróðir Jóu, sem vann heimilinu af dyggð og tryggð til hinstu stundar. Gestkvæmt var á Stað, þó bærinn sé ekki beint i þjóðbraut. Straumurinn lá þangað allt sumarið. Það fremur en margt annað sýndi vinsældir húsbænd- anna. Gústi var búfræðingur frá Hvanneyri. Hann minntist oft verunnar þar. Hestarnir voru brátt spenntir frá og vélarnar látnar vinna verkin. Búið jókst og stækkaði. Margt fé og margar kýr og tveir sonanna fóru á Hvann- eyri. Þar sagði blóðið til sín. En Staður er ríkisjörð, kirkjujörð, og þvf margir óvissuþættir. Því var ekki mikið byggt upp af húsum á Stað, en jörðin var ræktuð, svo varla leið nokkurt það ár, að eitthvað væri ekki um fram- kvæmdir. En eftir að börnin tóku að flytja að heiman og loks er Jófríður dó, tók hann að draga í land og loks var hann aðeins með fé. Það má segja að Gústi hafi aldr- ei kennt sér nokkurs meins fyrr en þess, er kom svo snöggt að enginn vissi, fyrr en allt var búið. Það var gott. Hann hefði ekki kunnað veik- indum og aðgerðarleysi. Hann var maður aðgerða. Atorkumaður til orðs og æðis. Vildi vera þar sem atburðirnir gerðust. Það var stór hluti hans. Samt bjó hann af- skekkt og unni náttúrunni. Það var gaman að vera með honum í fjósinu á kvöldin. Ekkert rafmagn, dimm haust. Þá sagði hann sögur, lét Pétur son sinn reikna í huganum, en hann var af- burðagóður á því sviði, enda verk- fræðingur í dag, eða þá Gústi tók lagið, en það þótti honum gaman, svo undir tók í myrku fjósinu. Svo vissi maður ekki fyrri til, en hann greip um axlir manns, skellihló við eyrað á manni, og rak manni rembingskoss á vangann. Þannig var Gústi. Og hann var kóngur í sínu ríki. Og hann var góður og ástsæll konungur. Ég minnist jólakveðju, sem ég fékk frá honum fyrir nokkrum ár- um, þá bjó hann einn. Hún er mér dýrmæt eign í dag. Hún var löng og ýtarleg af jólakveðju að vera. Hún lýsti honum vel og vonandi mér líka. Ég þakka fyrir hana nú. Það var gaman að fá Gústa í heimsókn í Kaupfélagið á Suður- eyri, þegar ég vann þar. Hann heilsaði mér alltaf eins og syni sínum. Ég hef alla tíð fengið að njóta þess að honum og konu hans þótti vænt um mig og sýndu það. Börn Jófríðar og Þórðar Ágústs eru Þóra, húsmóðir og kennari á Suðureyri, gift Guðmundi Valgeir Hallbjörnssyni, sjómanni. ólafur Þórarinn, skólastjóri og alþingis- maður, kvæntur Þóreyju Eiríks- dóttur, kennara í Kópavogi. Pétur Einir, verkfræðingur, kvæntur Jónu Björnsdóttur, verslunar- manni í Hafnarfirði. Þorvaldur Helgi, búnaðarráðunautur, kvænt- ur Rósu Linnet. Lilju misstu þau unga, eins og áður var getið. Áuk þess átti Þórður Ágúst eina dóttur fyrir hjónaband, Arndísi, og er hún bóndakona í Dalasýslu. Síðustu árin hefur Ágúst búið með Sigríði Jónsdóttur og hefur hún reynst honum hin dyggasta stoð og mat hann hana mikils. Söknuður þeirra allra er nú mikill. Og einnig allra barnabarn- anna, sem mörg hver áttu nánast heima á Stað, hvert fram af öðru. Nú er þar engann afa að finna lengur. Nú er framtíðin óviss. Og líklega bregður mörgum við, og einnig mér. Þarna átti ég heima og þangað var ég ávallt velkom- inn. En nú fækkar f Dalnum. Að- eins er víst um áframhaldandi byggð í Bæ. Ég sendi kveðju til vina minna þar. Um leið og ég lýk þessum myndum til minningar um vin minn, Gústa á Stað, og þakka honum og hans fólki fyrir blíð bernskuár, bið ég Guð að blessa aðstandendur, börn hans, ættingja og vini, Dalinn hans og fjörðinn, þetta allt sem var honum svo mik- ils virði. Guð blessi ykkur öll. Ævar Harðarson, Hafnarfirði. sérstaklega lét hann sér annt um skautaíþróttina og var hann frum- kvöðull að því að stofnað var Skautafélag Akureyrar sem hafði innan sinna vébanda frábæra fé- laga í þeirri íþrótt. Gunnar heitinn var albróðir fv. húsbónda míns, Ólafs Thoraren- sen, bankastjóra, þess mæta manns. Ekki lágu leiðir okkar Gunnars mikið saman meðan ég starfaði undir stjórn bróður hans. Það var ekki fyrr en eftir andlát Ólafs að samskipti okkar urðu ná- in, en þá hófust kynni okkar í al- vöru, sem þróuðust upp í það að ég eignaðist trúnað Gunnars og ein- læga vináttu, sem alla tíð síðan hefur verið mér svo mikils virði. Nú þegar ég er að festa þessar fá- tæklegu línur á blað, rifjast upp fyrir mér, hve ómetanlegur fengur það hefur verið fyrir mig, að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast vináttu Gunnars, því það eru fáir vandalausir, sem hafa sýnt mér meiri alúð og hlýju en þessi látni vinur minn. Fyrirbænir hans, blessunarorð og uppörvanir í óteljandi samtölum mun ég aldr- ei getað fullþakkað. t einkalífi sínu var Gunnar mik- ill gæfumaður. Hinn 18. apríl 1942 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Hólmfríði Hannesdóttur frá Víðigerði í Eyjafirði, ljómandi myndar- og sæmdarkonu. Með þeim hjónum var mikið ástríki og heimili þeirra var mótað rausn og snyrtimennsku. Þau hjón áttu miklu barnaláni að fagna. Eignuð- ust þau 9 börn, 4 dætur og 5 syni, sem öll eru uppkomin og sem ásamt barnabörnunum mynda hinn mannvænlegasta hóp, sem hefur verið þeim hjónum, Gunnari og Hólmfríði, til mikils yndisauka. Með Gunnari Thorarensen er genginn góður drengur, mikill öðl- ingur og heiðursmaður. Ég kveð þennan látna vin minn með trega og söknuði um leið og ég þakka ástsamlega alla þá vináttu og hlýju sem hann sýndi mér í svo ríkum mæli. Það mun ávallt verða bjart yfir minningu hans í mínum huga. Eftirlifandi eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum sendi ég ein- lægar samúðarkveðjur og bið þeim blessunar Guðs um alla framtíð. Jón G. Sólnes Fríkirkjan í Hafnarfirði 70 ára Fríkirkjan í Hafnarfírði. — eftir séra Jón Helga Þórarinsson Á morgun, sunnudaginn 11. desember, verður þess minnst með hátíðarhöldum í Fríkirkju- söfnuðinum í Hafnarfirði, að 70 ár eru liðin síðan söfnuðurinn var stofnaður og kirkja hans vígð. Hinn fyrsta sumardag árið 1913, sem bar upp á 20. apríl það árið, var haldinn stofn- fundur safnaðarins í barna- skólanum i Hafnarfirði. Hátt á annað hundrað manns sóttu fundinn. Samkvæmt lögum safnaðar- ins, sem samþykkt voru á fund- inum, skyldi nafn hans vera: Hinn evangelisk-lútherski frí- kirkjusöfnuður í Hafnarfirði, Garða- og Bessastaðhreppum. Á þessum tíma var engin kirkja í Hafnarfirði. Mikið hafði verið rætt um nauðsyn slíks húss en ekkert orðið af framkvæmdum. Tóku þá nokkr- ir menn sig saman og leituðu undirtekta ýmissa á stofnun fríkirkjusafnaðar, sem hefði það fyrst og fremst á stefnu- skrá sinni að byggja kirkju í Hafnarfirði. Eða eins og segir í 1. grein laganna: „... og er fé- lagsskapur þeirra manna og kvenna sem eiga sameiginlega þá hugsjón, að halda uppi guðs- þjónustum (messugerðum) og öðrum kirkjulegum athöfnum. Og eiga kirkjuhús með hljóð- færi, messuskrúðum og öðru tilheyrandi, út af fyrir sig, óháð öllum nema sínum eigin lögum, þar sem landslög eigi nú eða síðar banna slíkt." Safnaðarmenn tóku strax að huga að kirkjubyggingu og fengu lóð þar sem kirkjan stendur nú. í lok ágúst var smíðin hafin og kirkjunni að fullu lokið snemma í desember. Var hún vígð af presti safnað- arins sr. Ólafi Ólafssyni (sem einnig var fríkirkjuprestur í Reykjavík) þann 14. desember 1913. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar síðan, enda mikil um- hyggja borin fyrir kirkjunni í söfnuðinum. Kór var stækkað- ur fyrir alllöngu en á þessu ári lauk þremur litlum viðbygging- um við kirkjuna, sem rúma snyrtingu, viðtalsherbergi og geymslu. Hafa margir lagt þar hönd á plóginn án þess að þiggja laun fyrir. Þann 16. apríl 1923 var Kven- félag Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði stofnað. Allt frá fyrstu tíð hafa kvenfélagskonur unnið gríðarmikið starf í þágu safnaðarins. Hafa þær stutt starfið fjárhagslega, t.d. kostað ýmislegt viðhald á kirkjunni, gefið hljóðfæri, messuskrúða og altarisklæði o.fl. En einnig hafa samverur þeirra, fundir og kaffidrykkja, verið starfinu ómetanleg lyftistöng. Bræðrafélag Fríkirkjusafn- aðarins í Hafnarfirði var stofn- að 27. september 1930. Fyrsta verk félagsins var að byggja prestseturshús, sem var full- búið 1931 og þá afhent stjórn safnaðarins. Áuk þess hefur Bræðrafélagið stutt fjárhags- lega við bakið á söfnuðinum á ýmsan hátt. Því miður hefur starfsemi félagsins legið niðri nú um nokkurt skeið, en það væri verðugt verkefni fyrir áhugasama karlmenn í söfnuð- inum að endurvekja starfsemi þess. Kirkjan hefur jafnan haft ágætan söngflokk, og hefur söngfólk allt gefið vinnu sína. Það er ánægjulegt til þess að vita að nú í vetur hefur félögum í kórnum fjölgað talsvert og stendur starfið nú með blóma. Söngstjórinn segir að enn vanti þó nokkra karlmenn til viðbót- ar. Margt fleira mætti tína til um starf safnaðarins. Þar hafa komið við sögu margir dug- miklir og drífandi menn, jafnt lærðir sem leikir. En það sem mestu máli skiptir alla tíð, er að hver og einn safnaðarmaður finni til ábyrgðar sinnar og skyldu gagnvart kirkjunni, að hann hlúi að og efli það starf sem þar fer fram, með því að taka þátt í því sjálfur. Séra Jón Helgi Þórarinstion er prestur Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.