Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 DÝRUNGUR EREGEKH — segir Katherine Hepburn í viðtali við Cleveland Amory — Hún er 75 ára að aldri og ieikur enn Menn getur greint á um hvort Katharine Hepburne er bezta leikkonan í Bandaríkjunum. Þó er ýmislegt sem mælir með því að svo sé. Hún hefur farið með afar fjölbreytt hlutverk á sviði — allt frá kvenhetjum Shakespeares til smámeyja í söngleikjum. Hún er eina bandaríska leikkonan sem fengið hefur fern Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndaleik. Hins vegar blandast fáum hugur um, að á einu sviði standi henni enginn á sporði — það er í sínu eigin hlut- verki á leiksviði lífsins. Þeim, sem hafa haft af henni náin kynni finnst sem líf hennar hafi verið fyrsta flokks leikur. Á tímum tölfræði og stórmarkaða tengir hún okkur á elskulegan hátt við veröld sem var, áður en allt talnaflóðið reið yfir. Og hvað svo sem hin tölvuvædda framtíð ber í skauti sér, hlýtur þar að vera rúm fyrir hana eða hennar líka. Að öðrum kosti yrði heimurinn sýnu fátækari. — Nú, ert þetta þú, sagði hún, þegar ég hringdi í hana til þess að fá hana í viðtal. — Ég get ekki talað við þig núna. Ég er að spila, og ég er öll í gróða. Komdu til mín um kaffileytið en ef þú ætlar að ann, yfir gólfið, upp á mig, niður eftir mér, upp eftir glugganum og út aftur. Það skemmtilega við maurana er, að þeir bíta mann, ef maður gerir ekkert, en þeir halda samt ferðinni áfram. Þeir bitu mig út um allt, en sem betur fór þar sem enginn sá. Á meðan við drukkum te, hringdi síminn við og við, Kathar- ine svaraði og sagði: — Hún er ekki heima, og lagði svo á aftur. Ég spurði hvað hún myndi segja, ef einhver þekkti í henni röddina, og hún svaraði: — Þá segi ég að þetta sé systir mín. Systur mínar hafa alveg eins rödd og ég, bætti hún við glaðlega. Eini munurinn er, að önnur hefur fallegri rödd en hin ljótari. Þær vita að ég segi þetta, en ég hef aldrei sagt þeim hvor er hvor, svo að þær eru báðar alsælar. Ég spurði hana, hvort hún hefði eitt sinn sagt, að það væri ekkert erfitt að leika, því að Shirley Temple hefði getað leikið fjögurra ára gömul. Hún brosti og sagði: — Nei, ég sagði að Shirley Temple hefði getað leikið frá fæðingu. Á þessum tíma var ég nokkuð góður leikari á yfirborðinu. Ég gat hleg- ið og grátið og verið með alls kon- Katharine Hepburn var fyrsta stjarnan, sem ég kynntist. Hún átti tvær yngri systur og önnur þeirra, sem hét Peggy, var fyrsta kærastan mín, en hin, Marion að nafni, giftist herbergisfélaga mínum. Á þessum árum hélt ég aö allar stjörnur væru eins og Katharine, af því ad ég þekkti engar aðrar. Síðar komst ég að raun um, að svo var vissulega ekki. 45 ár eru liðin sfðan ég missti Peggy í hendurnar á prófessor frá Bennington, en Kate er ennþá skærasta stjarnan mín, þótt hún sé orðin 75 ára. skrifa um Heilaga Katrínu þá verður það ekkert áhlaupaverk. Dýrlingur er ég ekki. Vertu sæll. Þetta var alveg rétt hjá henni. Dýrlingur er hún ekki, en það er líka einn þátturinn í hinum miklu persónutöfrum hennar. Þegar hún var að leika á Broadway stöðvaði hún sýningu í þrígang í bókstaf- legri merkingu, og byrjaði svo aft- ur. í öll þessi skipti höfðu ljós- bjarmar frá myndavélum blossað upp í áhorfendasalnum, meðan verið var að leika fyrsta þátt, og í öll þessi skipti gekk Katharine Hepburn fram og ávarpaði áhorf- endur. Hún kvðast hafa haldið að þeir væru þarna til að horfa á leikrit en ekki á uppstillingu fyrir ljósmyndara, en því væri hægt að breyta, ef þeir vildu. Svo lét hún draga tjöldin frá aftur og hóf leik að nýju. Eitt sinn gat hún ekki ekið bíl sínum út úr bílastæði, því að stór vörubíll var fyrir honum, og bíl- stjórinn neitaði að færa hann. Þá gerði stjarnan sér lítið fyrir, dró bílstjórann út úr bílnum og spark- aði í hann. — Ég sparkaði nú eig- inleg'a ekki í hann, segir hún. Ég ýtti svona við honum með fætin- um. í annað sinn varð hún fyrir bilslysi og meiddist illa. Það varð til þess að prestur nokkur skrifaði henni og spurði hana hvort hún vissi af hverju guð hefði auðmýkt hana á þennan hátt. Hún svaraði bréfinu, og kvaðst ekki hafa túlk- að atburðinn svona. Hún hefði fremur bendlað hann við djöfulinn en guð. Katharine Hepburn hefur alla ævi barist fyrir friðhelgi einkalífs síns. Fyrir bragðið hefur hún ver- ið kölluð Katrín hofmóðga í Holly- wood, og hún skrifaði grein í tíma- rit, þar sem hún jós úr skálum reiði sinnar yfir þá sem vildu ekki láta hana í friði. Náinn vinur hennar, Garson Kanin, skrifaði bók um ástarsamband hennar og Spencer Tracy, sem stóð í 27 ár og lýsti því sem „ástarbréfi til vinar". Þetta athæfi voru svik í hennar augum — þau höfðu greinilega ekki sömu skoðun á því, hvað var falt. Katharine Hepburn er líklega eina kvikmyndastjarnan í heimin- um sem hefur aldrei haft blaða- fulltrúa, — hefur aldrei gefið eig- inhandaráritanir, þótt mjög hart hafi verið að henni lagt — hefur aldrei þegið boð um að flytja ávörp eða tekið við nokkurs konar heiðursnafnbót. Hún hefur ekki tekiðþátt í opinberu lífi nema hún hafi ekki átt sér undankomu auðið — og hún fer nánast aldrei á veit- ingahús. Hún svarar sjálf öllum þeim bréfum, sem til hennar ber- ast, hringir sjálf, ef hún þarf að ná í einhvern í síma og tekur sjálf allar ákvarðanir, er snerta störf hennar. Handritinu að kvikmynd- inni, sem hún leikur í um þessar mundir, „The Ultimate Solution of Grace Quigley" var kastað inn í garðinn hennar. Hún sá þegar pakkinn kom, fór út og tók hann upp, en í honum hefði alveg eins getað verið sprengja, sem hefði grandað henni á stundinni. En svona er hún. Gengur óttalaus að öllu. Eitt sinn sagði Katharine Hep- burn við mig: — Ég hef verið afar heppin. Ég fékk strax vind í bak- seglin. Ég átti yndislega foreldra, yndislega fjölskyldu, yndislega vini og fékk. yndisleg tækifæri. Eg byrjaði á réttum tíma og hafði það útlit og þá rödd, sem þurfti. Þetta er nú eitthvað málum blandið. Hún var rekin hvað eftir annað og umsagnir um fyrstu hlutverk hennar skiptast í tvö horn þegar best lætur. Sumir töldu hana afar efnilega. Aðrir þoldu hana alls ekki. Dorothy Parker sagði m.a.: — Ungfrú Hep- burn þaut eftir tónstiga tilfinn- inganna frá A til B. Annar gagn- rýnandi hafði eftirfarandi að segja: — Ungfrú Hepburn er eins og beinagrind og hljóðin í henni eru eins og í þjöl. Tallulah Bankhead, sem var góðgjörn og vinsamleg og hafði ekki sjálf sér- lega fögur hljóð, sagði að röddin í Kate Hepburn væri eins og málm- ur í götunarvél, en hún bætti við: „Þegar maður hefur hlustað á hana góða stund finnst manni aðr- ar raddir hafa svæfandi áhrif." Katharine Hepburn lék síðan í ýmsum kvikmyndum, og segist sjálf hafa verið leiðinleg. Kvik- myndahúsaeigendur voru farnir að kalla hana „miðasölueitur". Á þessum tíma átti hún undir högg að sækja í blöðum um gervöll Bandaríkin, en eitt sinn sá ég vinsamlega umsögn um hana í blaði í Hartford og hafði orð á því við föður hennar, sem var sér- fræðingur í þvagfærasjúkdómum í Hartford. Ég sagði að þetta benti til þess að stjarna Katharine færi að rísa, en var dálítið óstyrkur. — Ungi maður, sagði faðir hennar þá, heldur byrstur í bragði. — Veistu hvað ég geri? — Nei, herra, sagði ég og varð ennþá óstyrkari. — Sérgrein mín er það sem kallað er á rósamáli „aðgerð á öldung- um“. Helmingur blaðaútgefenda hér í bæ hefur lagst undir hnífinn hjá mér og ég býst staðfastlega við því, að hinn helmingurinn hafni þar líka. Daginn sem ég kom í síðdegiste til Katharine Hepburn, hafði hún að venju farið á fætur kl. 5 að morgni, farið í kalda sturtu og eld- að sér morgunverð. Hún hafði einnig leikið mjög erfitt atriði út á strönd, þar sem hún var látin drekkja sér fyrir framan kvik- myndatökuvélar. Hún var greini- lega við hestaheilsu, og afsannaði á augabragði þann kvitt sem stundum gýs upp um að hún eigi við alvarlegan heilsubrest að striða. Ég sagði að hún liti stór- kostlega út og spurði hvers vegna hún hefði ekki leyft mér að horfa á upptökuna á atriðinu þar sem hún drekkti sér. — Heyrðu mig! sagði hún. — Ef ég hefði leyft öllum sem vilja sjá mig drekkja mér að koma og horfa á, hefði ströndin sokkið í sæ. En þetta var lokaatriðið í kvikmynd- inni, og það fyrsta sem við tókum upp, svo að það voru allir þessir byrjunarörðugleikar og við þurft- um að byrja aftur og aftur. Til þess að kóróna allt saman þá tókst mér ekki að sökkva almennilega. Ýmist skaut sitjandanum upp eða fótunum. Loks varð að setja ofan á mig farg. Og skrambans krabb- arnir bitu mig í tærnar. Það skemmtilega við krabba er það, að maður veit að þeir bíta sig fasta við mann. Þeir eru ekki eins og mauraflokkur. Ég kinkaði kolli, og hún hélt áfram. — Þegar við vorum að vinna að The African Queen fór ég eitt sinn inn í kofa til að hvíla mig og þá komst heill mauraflokkur inn án þess að ég sæi. Þeir skriðu upp eftir veggnum, inn um glugg- ar brellur, en ég vissi bara ekki hvern fjárann ég var að gera. Þeg- ar menn áttuðu sig á mér þá var ég rekin. Og þegar ég varð stjarna vissi ég ekki, hvernig maður átti að vera stjarna. Ef maður á að vera stjarna þarf maður að vera nákvæmur og gæta þess að ekkert fari úr böndunum. Það var ekki fyrr en ég lék Coco að ég fann að áhorfendur voru orðnir vinir mín- ir. Maður verður að finna það. Maður verður að heyra þá segja: Þú ert indæl. Okkur geðjast vel að þér. Fram áð þessu hafði ég talið þá fjandmenn mína. Ég hafði haldið að þeir biðu eftir því að ég dytti og hálsbrotnaði eða gerði a.m.k. einhverja reginskyssu. — Ég held að ástæðan fyrir því að fólki þykir vænt um mig núna, sé sú, að það haldi að ég hafi lifað skemmtilegu lífi. A.m.k. halda margar konur það. Þær halda að ég hafi verið frjáls og ég hafi upp- lifað allt. En ég hef ekki upplifað allt. Þær átta sig bara ekki á því. Þær eiga sumar fimm börn, en ég á ekki eitt einasta. Þegar öllu er á botninn hvolft hef ég bara alls ekki lifað lífinu eins og kona. Ég hef lifað lífinu eins og karlmaður. Ég hef lifað lífinu eins og eigingjarn karlmað- ur, segir hún og augun skjóta gneistum. — Ég hef verið svín, og nú ætti ég að gjalda fyrir það. En samt sem áður finnst mér ég ekki verða að gjalda fyrir neitt. Það er nú svona skrýtið. Ég spurði hvort hún væri ekki einmana svona einstaka sinnum. Hún spurði þá á móti: — Hvernig í fjandanum get ég verið ein- mana? Ég fer að hátta kl. hálfníu og sofna eins og skot. Ég sagði, að mér fyndist svarið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.