Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 Kirkjuganga Ættum við að Ifta á það saman hvernig kirkjan er innanstokks? Kirkjan er gagnrýnd, oft lítilsvirt nema á tyllidögum, ofsótt út um víða veröld á meðan hópur manna rækir samfélagið, biður fyrir kirkj- unni og Guð blessar hana. Hver er hún þessi kirkja? Hún er söfnuður kristinna manna, þeirra, sem skírðir eru til trúar á Jesúm Krist. Það eru velflestir íslendingar. Við erum kirkjan. Kirkjan er ekki fullkomin I ljósi þessa er skiljanlegt að margt skuli fara miður í kirkj- unni, varla getur hún verið full- komnari en við sem myndum hana. Innan hennar logar stund- um allt í illdeilum enda er maður- inn herskár að eðlisfari. Með Guðs hjálp tekst okkur þó að halda friðinn og iðka bænagjörð og guðsdýrkun. En fólkið í samfé- laginu við hliðina á okkur biður öðruvísi en við, notar önnur orð eða syngur örðuvísi söngva fer fljótt að gæta ótta, vanþóknunar eða afbrýðisemi hjá okkur. Mikið er maðurinn alltaf sjálf- um sér líkur. Hann hefur verið hamingjusamur og komið sér vel fyrir, en umburðarlyndið er ekki upp á marga fiska á stundum. En er hún skemmtileg? Sem betur fer er kirkjan annað og meira en bara við. Guð er nefnilega grundvöllur hennar og forsenda. Hann er lausnarorðið, eina vonin til þess að vor dýra móðir, kristin kirkjan, fái staðizt. Við ætlum núna að fjalla um kirkjugöngur, t.d. um venjulega sunnudagsmessu, sem fólk kemur til. Við vitum að hverju við göng- um, presturinn verður þarna, meðhjálparinn, organistinn, kór- inn og allt fólkið. Kannski verður einhver skírður, kannski sunginn skemmtilegur sálmur, ætli þetta verði ekki líkt og venjulega? Finnst þér gaman að fara í kirkju? Á kannski ekkert að vera að tala um skemmtun og þjónustu í sömu setningunni? Guð er nú hátíðlegur. Guð mætir alltaf Við töldum hann ekki upp þarna áðan þegar við töluðum um hver yrði í messunni. Hann er það sem messan snýst um. Hann er í kirkju sinni hvern sunnudag og endranær. Nú er venjulega sunnudags- messan okkar orðið sérstök. Hver sunnudagur er hátið því að Guð sjálfur er í kirkjunni. Við fáum að taka þátt í aldagamalli hefð lýðs Guðs, nema staðar á hvíldardegi og íhuga orð hans. Við fáum að hlusta á Guðs orð. Ennfremur syngjum við um hann og heyrum prédikun prestsins, samda til að vekja hug okkar. Reynum að gera okkur í hugar- lund hvað þarna er á seyði. Sá, sem skapaði jörðina, seli, bald- ursbrár og gull, sá sem skapaði okkur, þekkir okkur og elskar okkur, er hjá okkur. Öll eigum við erindi í kirkju Sunnudaurinn er dagur Drott- ins. Á þeim degi gefst okkur kost- ur á að hvíla okkur, tala í róleg- heitum við fjölskyldu og vini og þá líka við Guð. Af umhyggju sinni vildi Guð að við hvíldum okkur þennan dag, þar er undur- samleg ráðstöfun. Margt er hægt að gera til hátíð- arbrigða á einum sunnudegi, kirkjuganga er bara hluti af því, en óneitanlega getur hún verið mikilvægur hluti. öll fjölskyldan fer saman til kirkju, foreldrarnir, litlu börnin, kannski er einhver I fjölskyldunni að fara að fermast eða nýfermdur. Öll eigum við jafnt erindi. Eftir því sem við för- um oftar kynnumst við fleirum, lærum fleiri sálma og kunnum betur að taka þátt í öllu því sem gerist í guðþjónustunni. Helgir dagar og virkir Svo er líka til sunnudagaskóli eða kirkjuskóli handa litlu börn- unum. Þangað getur verið gagn- legt og gaman að koma fyrir stóru systkinin og foreldrana líka. Við eigum Guð öll saman, réttara sagt á hann okkur öll. Þessi vitneskja helgar ekki bara sunnudaginn. Hver einasti dagur verður að deginum, sem Drottinn hefur gjört, fögnum, verum glöð á honum. — Sálm 118. 24. AÐ FARA I' KIRKJU Viðtöl við tvo einstaklinga Við fórum á stúfana og ræddum við tvo einstaklinga um kirkjugöngu. Fyrst náð- um við tali af Jóhönnu Guð- rúnu Guðjónsd., 24 ára sjúkra- liða: Það er ekki mjög langt síðan ég fór að hafa ánægju af því að sækja guðsþjónust- ur. Hér áður fyrr fannst mér þær ekki höfða til mín og það þjónaði því litlum tilgangi að sækja þær. En afstaða mín breyttist er ég byrjaði að skilja athöfnina betur. Það var m.a. vegna tilkomu messuskrárinnar sem leiddi til þess að maður fylgdist betur með og vissi hvernig maður átti að sitja og hvenær standa o.s.frv. Einnig jókst áhugi minn á sálmunum, en margir þeirra eru frábærir, sérstaklega innihaldið. Mér finnst gott að fara í kirkju núna. Það er gott að koma þar inn, slappa af og eiga stund með Guði. Það væri gaman ef hægt væri að auka hina almennu Biblíu- fræðslu í söfnuðunum sem væri þá á öðrum tíma en guðsþjónusturnar. Einnig töluðum við við Egil Hallgrímsson, 28 ára guðfræði- nema: Það að fara í messu er mér ákaflega dýrmætt. Þegar ég var barn söng móðir mín í kirkjukór og ég fór alltaf með henni í messu. Þótt ég gerði mér ekki grein fyrir því þá, þá voru þessar ferðir í kirkj- una sérstakar stundir. Á unglingsárunum fór ég sjald- an í kirkju. En seinna þegar ég fór í kirkju aftur gerði ég mér grein fyrir hvað ég var að fara mikils á mis og ég var að öðlast eitthvað aftur sem ég hafði átt sem barn þegar kirkjuferðirnar á sunnudög- um voru reglulegur þáttur í lífi mínu. Samfélagið við Guð getur maður átt hvar sem er og hvenær sem er en í messunni er þetta samfélag mjög sér- stakt því að þár eru ailir saman komnir í þeim tilgangi að eiga samfélag við Guð og hver með öðrum, í húsi Guðs sem er helgað honum. Þegar ég fer í messu þá finn ég allt- af jafn sterkt hvað þessi þáttur í lífi mínu sem krist- ins manns er ómissandi. í söngnum, bænunum, predik- uninni og öðru sem þar fer fram finn ég návist andans. I messuforminu sem hefur þróast í gegnum aldirnar finn ég að ég á fjársjóð sem ekki er eingöngu eign okkar sem erum svo heppin að til- heyra kirkjunni nú heldur sameign allra kristinna manna á öllum öldum. Það að koma í hús Guðs og eiga þar heilaga stund gefur mér næringu fyrir hið dag- lega líf og það hjálpar mér til að muna það að lífið er gjöf Guðs sem okkur ber að fara vel með. Messan minnir okkur kristna menn á það hvað okkur er mikið gefið og það hvað við höfum mikið að gefa öðrum. í dag er bænadagur að vetri. Biðjum í kirkju og biðjum heima. BIBLÍU- LESTUR vikuna 12.—18. febrúar Sunnudagur 12. febr. Jós. 1:9 Ver þú hughraustur og ör- uggur. Mánudagur 13. febr. II. Kor. 12:7—10 Mátturinn full- komnast í veikleikanum. Þriðjudagur 14. febr. Jak. 1:5—8 Biðjum í trú. Miðvikudagur 15. febr. I. Mós. 22:1—19 Guð reynir Abra- ham. Fimmludagur 16. febr. I. Mós. 32:22—32 Jakobsglfman. Föstudagur 17. febr. V. Mós. 26:5—lOa Trúarjátning. Ijmgardagur 18. febr. Dan. 7:13—14 Mannssonurinn — Jesús Kristur. 6. sunnudagur eftir þrettánda Mattheus 8:23—27 Matteus 8:23—27. Sennilega koma frásagnir guðspjallanna af undrum þeim og stórmerkjum sem Jesús gerði um sína jarðvistardaga mörgum kunnuglegar fyrir sjónir en aðrar — líkast til vegna þess að þar eru rofin þau lögmál sem við þekkjum úr náttúrunni, og þar gerast öllu stórfenglegri hlutir en við eig- um að venjast dags daglega. í þeim flokki er sagan af því þegar Jesús kyrrir vind og sjó, eftir að lærisveinar hans höfðu vakið hann, og beðið hann bjarga þeim úr þeim lífsháska sem þeir sáu sér búinn ella. Og lái þeim hver sem vill! En hverju svarar Jesús? — „Hví eruð þér hræddir, þér trúlitl- ir?“ — Svo mörg voru þau orð, og með þeim gefur Jesús til kynna, að með sig innanborðs sé þeim óhætt á siglingu sinni; þeir þurfi ekkert að óttast. Æviskeið mannsins hefur stundum verið líkt við siglingu á báti, og hver kannast ekki við tal um „lífsins ólgusjó?" Og þessi bátur okkar, lífsfleyið, getur stundum verið hætt kom- inn þegar stórviðri lífsins geisa, og brotsjóir ríða yfir. Þá læðist oft að kvíðinn sem lærisvein- arnir báru sér í brjósti forðum, þegar þeir vöktu Frelsarann til bjargar. En hvað gerum við í slíkum aðstæðum? Erum við þá svo lánsöm að geta leitað til Jesú? Eða er hann ekki með í okkar för? Jesús Kristur er hverjum þeim sem á hann trúir og til hans leitar örugg kjölfesta og styrkur í nauðum. Sá sem á þá trú hefur Frelsarann Jesúm Krist um borð í lífsfleyi sínu. Hann þarf hvorki að óttast bylji né brotsjói með slíku föruneyti. Guð gefi okkur öllum að njóta þeirrar auðnu sem fæst fyrir Iifandi trú á Frelsara okkar Jesúm Krist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.