Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 Johnny Rotten úr Sex Pistols. Ahrif nýja breska poppsins á Bandaríkin — 2. hluti „David Bowie og Sex Pistols eru stærstu áhrifavaldarnir“ — segir Boy George um þróun breskrar tónlistar undangenginn ára- tug Ef hægt er aö tala um einhvern einn persónugerving þessarar nýju tónlistarstefnu er það hljómsveítin Culture Club og söngvari hennar, Boy George. Með hatt ó höfði, litað sítt hár, farðaö andlit og mikið mál- að fellur Boy George kannski alveg inn í þann ramma, sem átrúnaðar- goðin hafa jafnan verið í. Segja má með sanni, að hann só einskonar Liberace nýbylgjunnar. Skrautlegur stakkur hans, fyrst með mörgum táknum, þá með tölu- stöfum (sá búningur var hannaður í tilefni útkomu breiöskifunnar Colour by Numbers, sem út kom í haust, innsk. — SSv.) nær vel því and- rúmslofti, sem í tónlistinni felst því sjálf er hún skringileg blanda ýmissa tónlistarstefna. T.d. má nefna, að í einu ,hit“-laginu má heyra nákvæm- lega sama upphafsstefiö og í „hit„- lagi Stevie Wonder, „Up Tight“, frá árinu 1965. „Hnupl er eitt af uppáhaldsoröun- um mínum," segir Boy George hlæj- andi.-„Culture Club er að ég held skýrasta dæmiö um hnuplara í nú- tíma tónlist — við förum bara betur með stolin stef en flestir aðrir. í því liggur munurinn." Geysilegur munur Slíkur er munurinn á bandarískri og breskri popptónlist, aö nær óhugsandi er aö hljómsveit á borö við Culture Club sprytti upp í Banda- ríkjunum. Bandaríkin eru stór og markaðurinn afar dreiföur. Honum er að auki aö mestu leyti stjórnað af örfáum risastórum plötufyrirtækjum. Þaö, sem fólk hlustar á, er nær alfar- ið ákveöið af hundruðum útvarps- stöðva, sem nær allar fylgja sömu uppskriftinni. Þær fylgja í 95% tilvika fyrirfram ákveðnum lagalista („play- list“), sem settur er saman af var- færnum ráögjöfum, út í ystu æsar. England er á hinn bóginn nánast eins og markaöstorg og það útskýrir vissulega hvers vegna ungir banda- rískir popparar á borð við Chrissie Hynde í Pretenders og Stray Cats fluttu til Bretlands til þess aö koma undir sig fótunum. Allt frá því pönkið leið að mestu undir lok hefur fjöldi smárra plötufyrirtækja veriö tilbúinn til aö gefa út þá tónlist, sem mörg af stóru fyrirtækjunum hafa hafnaö af einni eða annarri ástæðu. Oftast er skýringin sú, að tónlistin er ekki talin eiga nægilega góða sölumöguleika. Þessi litlu fyrirtæki hafa lag á að halda upptökukostnaöi í lágmarki og feröalög innan Englands eru ódýr, þar sem innan við dags akstur er frá London til helstu stórborga landsins. Þaö er á allan hátt miklu ódýrara að hleypa hljómsveit af stokkunum á Bretlandseyjum en í Bandaríkjunum. Auk þess er miklu auöveldara aö vekja á sér athygli í Bretlandi. Þar slást a.m.k. fjögur útbreidd popp- blöð um aö skýra frá öllu því helsta er gerist og keppast aukinheldur við að „uppgötva" nýjar hljómsveitir. Nýjungagjarnt útvarp Þaö, sem e.t.v. skiptir þó mestu máli er aö í Englandi er ríkisrekiö útvarp, sem er ákaflega opið fyrir nýjungum. BBC 1, þar sem tveir kunnir plötusnúðar, John Peel og Kid Jensen, ráöa ríkjum á kvöldin, flytur mikið af nýrri tónlist. Þeir Peel og Jensen ráða því alfariö sjálfir hvaö þeir spila. „Þaö er ekki til nein ákveöin upp- skrift og þaðan af síður ákveöinn listi, sem leikið er eftir," segir John Peel. „Mitt hlutverk er í raun ekki ósvipað hlutverki þess, sem hafði þann starfa hér fyrr á öldum að leita vatns. Ég geng bara um með stafinn minn og um leiö og hann tekur aö skjálfa fer ég að grennslast fyrir." Hljómsveitir, sem Peel hefur t.d. „uppgötvaö" eru m.a. Roxy Music og Sex Pistols. Þá varð Peel wM fyrstur til aö leika pönk í breska útvarpinu. Auk þess aö leggja ofurkapp á nýtt % efni eru alltaf af og til ungar sveitir i beinni útsendingu í þáttunum á kvöldin. Skiptir þá engu þótt þær sveitir hafi ekki gefiö út plötu, hvaö þá heldur aö þær hafi plötusamning upp á vasann. „Oft er það svo,“ segir Peel, „aö dagskráin er aö stórum hluta tónlist, sem aldrei hefur heyrst áöur í útvarpi. Þaö er gömul saga og ný, að Eng land hefur alla tíö boðiö upp á ákjós- anleg skilyröi fyrir unga rokkara á uppleið. I kjölfar fyrstu innrásar Bretanna í Bandaríkin, bar sem Bítlarnir voru í broddi fylkingar, virtist David Bowie rokkið v^.ra heimur án takmarka. Hver ný breiðskífa Bítlanna og Roll- ing Stones var uppfull af nýjum hlut- um og sveitirnar komu aödáendum sínum sífellt á óvart. í rokkinu virtist allt sameinast; tónlistarsnilli, kveosxapur, uppreisn og jafnvel sköpun ungmenningar um heim all- an. Gagnrýnandinn Langdon Winner skrifaði eitt sinn: „Þaö næsta sem heimurinn komst sameiningu allt frá Vínarráðstefnunni 1815 var vikan eftir aö plata Bítlanna „Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band“ kom út 1967." Bowie og Sex Pistols Ef stillt er upp myndum af Culture Club og Bítlunum hlið við hlið má strax sjá hve óralangt er í raun um- liðiö frá því „Sgt. Pepper's" kom út. Flestar breytinganna segir Boy George mega rekja til tveggja áhrifa- valda: David Bowie og Sex Pistols. Þegar að er gáð viröast þessir tveir pólar eiga lítiö sameiginlegt. Bowie hefur nú um nokkurt skeiö verið blönduö ímynd hins svala glæsimennis og snillings á leiksviöi, en Sex Pistols var hópur pönkara, sem í raun var algör andstæöa Bowies. Textar þeirra voru ruglingslegir og byltingarkenndir, framferði þeirra einkenndist af ofbeldistil hneigingu, en ekkert jafnaðist á viö kraftinn og orkustreymiö frá þessum strákum. Ofan á allt saman bættist svo Ijótleikinn, sem virtist nánast óaðskiljanlegur hluti pönksins. I pönkinu virtust allir einhuga um aö hafna al- fariö þeirri „útópísku leynd", sem alla tíö hefur hvílt yfir rokkinu frá því þaö ruddi sér leiö upp á yfirborðið í byrjun sjöunda áratugarins. Þaö skýrir e.t.v. að einhverju leyti hversu erfiölega eldri rokkkynslóðinni geng- ur aö taka nýju hljómsveitirnar í sátt. — SSv. (Hér meö lýkur öörum hluta kynningar Járnsíöunnar á „innrás14 breaka poppsins { Bandaríkin um þesaar mundir. Fyrati hlutinn birtiat sl. miö- vikudag. Þriöji og síöasti hluti þessar- ar úttektar birtiat á nnstu Járnsíöu.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.