Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 12
Strax daginn eftir aö kjarn- orkunni hefur veríö útrýmt í 1. sal Bíóhallarinnar, mun annar vágestur banka þar upp á og krefjast inngöngu. Cujo heitir sá og eftir viöbrögöum áhorf- enda og gagnrýnenda á erlendri grund að dæma, er Cujo ógn- vænlegasta ókindin síðan „Ókindin" lét sjá sig á yfirborð- inu. • Stephen King Cujo er byggö á samnefndri skáldsögu konungs skelfisagn- anna, Stephen Kings. Stefán er fyrrverandi kennari en fyrir um þaö bil tíu árum venti hann kvæöi sínu í kross og fór aö semja undarlegar sögur. Þær eru allar þekktar en frægastar eru Carrie, The Shining, The Dead Zone, Firestarter, Cujo og Christine. Skáldsögur Stephens hafa selst í 40 milljónum eintaka og allar hafa komist í efsta sæti metsölulista. Stephen hefur ekki alltaf veriö ánægður meö myndirnar sem gerðar hafa veriö eftir bókum hans. Hann var sáttur viö „Carrie'1, sem Brian De Palma geröi, hann var ósáttur viö „The Shining", sem meistari Stanley Kubrick geröi meö Jack Nichol- son í aöalhlutverki, en sáttastur er hann viö Cujo. Hann segir: „Cujo er stórgóö. Hún er fyrsta myndin sem nær Sýndur í Ðíóhöllinni öllum þáttum bókarinnar. Cujo er mynd sem þú aöeins sérö ef þig langar aö sjá virkilega spenn- andi mynd. Þaö er ekki mjög mikið blóö í myndinni, enda skapast spennan af öörum mik- ilvægari þáttum." • Hundur í vígahug Söguþráðurinn er hvorki lang- ur né flókinn, en viö skulum rótt líta á hann: Hjónin Donna og Vic Trenton (sem Dee Wallace og Daniel Hugh-Kelly leika) búa í Maine á Nýja-Englandi ásamt ungum syni, Tad (sem hinn sex ára Danny Pintauro leikur). Þangaö hafa þau nýlega flutt til aö forö- ast ógnir stórborganna. Hjóna- bandið hangir á bláþræöi. Skammt frá þeim búa hjón sem eiga hundraö kílóa sánkti Bernhard-hund. Hann heitir ein- faldlega Cujo. Dag einn er Cujo, ósköp elskulegur hundur, að elta enn elskulegri kanínu. Hún sleppur inn í holu sína, Cujo greyiö kemst ekki inn. Hann festir hausinn í holunni, sem er inn- gangur aö helli. Þar fyrir innan er griðastaöur fyrir leöurblökur. Geltiö í Cujo hræðir næstum úr leöurblökunum líftóruna. Þær reyna að komast út, en Cujo er fyrir. Nú eru góö ráð dýr. Ein leðurblakan bítur Cujo í trýniö; spýtir í hann eitri. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 Morguninn eftir, þegar Brett litli, sonur eigenda Cujo, ætlar aö gefa hundinum aö óta, blasir viö honum óvenjuleg sýn; augu Cujo eru eldrauð, trýniö er rifið og froða lekur út úr munnvikun- um. Þó Brett litli hafi ekki hundsvit á hundaæði, þá veit hann að eitthvað er að. Cujo gengur laus og íbúar bæjarins fá aö kenna á því. • Dee Wallace Meðal leikenda í Cujo eru tvelr þekktir, en aöeins annar þeirra hérlendis, Dee Wallace. Dee Wallace er tiltölulega nýtt nafn í kvikmyndunum, þótt hún hafi veriö viöriöin kvikmyndir undanfarin tíu ár. Þaö slá ekki allir í gegn á einni nóttu eins og dansarinn/hopparinn Travolta. Dee Wallace haföi leikiö í tveimur meiriháttar myndum og einni lítt þekktri þegar henni bauöst aö leika móðurina f Cujo. Hún lék óhamingjusama konu í karlmannsleit í hinni frægu grínmynd Blake Edwards 10. Þar á eftir lék hún i fyndnu hryll- ingsmyndinni The Howling, sem Lewis Teague geröi (hann leik- stýrir Cujo). En hennar stærsta og veiga- mesta hlutverk var í vinsælustu kvikmynd allra tíma, ET (The Extra Terrestrial) eftir Steven Spielberg. Dee lék móöurina, sem sænskir siöapostular töldu aö ekki væri hægt aö bjóöa sænskum börnum. Þeir bönnuöu myndina innan 11 ára. Dee Wallace lagði af staö til Hollywood fyrir tíu árum og meö ET og Cujo í farangrinum er ekki annað aö sjá en aö hún eigi langa dvöl í vændum. HJÓ Úr heimi kvikmyndanna H „Raging Bull“ — bráðlega sýnd í Tónabíói Nýi meistarinn ... en aðdáendurnir vita ekki að hann hefur Ifka verið þjófur, nauðgari og drápari. hans leiddi á endanum til al- gjörrar niðurlægingar og loks fangelsisvistar. Það var ekki fyrr en í fangelsinu sem hann stóð andspænis sjálfum sér og skapi sínu í fyrsta skipti á ævinni. En Jake var ekki sigraður og eftir að hafa skemmt um nokk- urn tíma í klúbbum og tekið að sér að leika í kvikmyndum, skrifaði hann sjálfsævisögu, „Raging Bull“. Bókin er meira en lýsing á litríkum einstaklingi, hún fjallar um keppnismanninn, hvers vegna hann keppir, hvers vegna hann vinnur og hvers vegna hann tapar. Og á sinn hátt er hún lýsing á spillingu amer- íska draumsins. Eftir þessari bók er myndin gerð eins og áður sagði. 56 ára að aldri þjónaði La Motta sem tæknilegur ráðunautur kvik- myndarinnar og kenndi De Niro að keppa eins og hann og tala Jake La Motta (De Niro) og konan hans unga, Vickie (Cathy Moriaty). eins og hann. En De Niro gerði meira en að vinna í marga mán- uði með La Motta og þjálfa sig í hnefaleikum. Hann þyngdi sig um 25 kíló á tveimur mánuðum til þess að leika kappann á efri árum. Það er svo sem ekkert nýtt fyrir De Niro að lifa sig þannig inn í hlutverk sem hann leikur. Sem dæmi má nefna að í einni af hans fyrstu myndum, þegar hann lék eiturlyfjasjúkl- ing á móti Shelley Winters árið 1969 í „Bloody Mama“, léttist hann um 20 kíló að sögn Wint- ers, „fékk ör á andlitið og klóraði í þau og varð á endanum svo veiklulegur að fólk var farið að hafa þungar áhyggjur af hon- um.“ „Það sem ég reyni að gera,“ segir De Niro þegar hann er spurður að því af hverju hann leggur svo mikið á sig fyrir hlut- verkin, „er að skapa eins skýra og sannverðuga mynd af persón- unum og ég mögulega get. Fólk vill ímynda sér hluti og kvik- myndirnar bjóða uppá ímyndan- ir. Ég vil hafa hlutina eins raun- verulega og hægt er.“ — ai í vígahug er hinn ódi Cujo ekki árennilegur. Móöir og barn (Dee Wallace og Danny Pintavro) eftir að Cujo hefur ráöist á þau. „Herrar mínir og frúr ... Marc- el ('erdan getur ekki haldið áfram í tíundu lotu ... Sigurvegarinn nýi og heimsmeistarinn í milliþunga- vikt — nautið frá Bronx, Jake La Motta.“ Þetta var í Madison Square Garden í New York árið 1948 og La Motta var hylltur sem hetja. Rúmlega 30 árutn seinna var gerð kvikmynd um ævi hans, sem hlaut nafnið „Raging Bull“ eftir sjálfsævisögu hnefaleikakappans. Leikstjórinn, Martin Scorsese, gerði myndina og fékk náinn vin og samstarfsmann, Robert De Niro, til að leika aðalhlutverkið. Myndin verður sýnd á næstunni í Tónabíói en hún er farin að eldast nokkuð, gerð árið 1981. „Raging Bull“ eða Keppnis- nautið, er eflaust réttnefni á Jake La Motta. Hann ólst upp í fátækt í Bronx-hverfinu í New York, sonur italskra innflytj- enda. La Motta lærði fljótt það tvennt, sem fátækir strákar í Bronx þurftu að kunna, að stela og berjast. Og honum lærðist það einnig fljótt að eina leiðin til að komast sæmilega af var að vera sterkari en náunginn. La Motta fór mikið einförum og treysti engum. Hann barðist í gegnum lífið í bókstaflegri merkingu, barði konuna sína, vini sína og eiginlega hvern þann sem vogaði sér að æsa upp illa stillt skap hans. Og innan hringsins var La Motta sigurvegarinn. Hann De Niro 25 kflóum þyngri. Hann ferðaðist um Norður-Italíu eftir að hafa tekið sér frí í tvo mánuði frá upptökum á „Raging Bull“ og safnaði skipulega á sig fitu. græddi á tá og fingri, milljónir dollara þann rúma áratug, sem hann var í hnefaleikunum. Pen- ingunum sóaði hann látlaust i hús, bíla, konur sem hann aldrei elskaði og vini sem hann gat raunverulega aldrei treyst. Og þegar hann missti titilinn og hætti hnefaleikunum hneig stjarna hans fljótt og ör hnignun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.