Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 Blý úr benzíni og málningu kem- ur fram sem blýmengun í kræklingi FJÖLRIT Hafrannsókna- stofnunar nr. 10 er komið út og fjallar um þungmálma í kræklingi við suðvesturland. Þar gerir Jón Ólafsson, haf- fræðingur, grein fyrir rann- sókn sem fram hefur farið sem liður umhverfisrann- sókna vegna Járnblendiverk- smiðjunnar í Hvalfirði og hófst á útmánuðum 1978. Birtist þarna niðurstaða rannsóknanna. Helstu niðurstöður eru: 1) Kræklingur reyndist vel sem viðmiðunartegund til mats á mengun, þegar beitt er tölfræðiaðferðum til að meta eðlilegt magn í misstórum kræklingi og til að greina frá þau sýni sem falla utan eðlilegra marka. 2) Á rannsóknarsvæðinu sem náði frá Álftafirði á Snæfellsnesi að norðan til Herdísarvíkur að sunnan kom fram blýmengun í kræklingi við Reykjavík og grennd. Helstu ástæður þessa eru blý í bensíni og málningu. Ennfremur kom fram kvikasilfurmengun í nokkrum sýnum frá sömu slóðum og má líklegt telja að hún stafi einkum af kvikasilfri í ýmsu skolpi frá þéttbýli. Hár kvikasilfur- styrkur, sem fram kom í kræklingi frá Miðsandi í Hvalfirði, kann að hafa stafað af lífrænum leifum frá hvalstöðinni þar í grennd. 3) Styrkur þungmálma var lítill í kræklingi, sem komið var fyrir á duflum í Hvalfirði og var þar frá júlí 1978 til október 1979. Engra marktækra breytinga varð vart sem tengja mætti rekstri Járnblendiverk- smiðjunnar. 4) Styrkur þungmálma var mjög lágur í kræklingi sem settist á lirfustigi á dufl í Hvalfirði og óx þar. Ber þetta vitni lágum styrk þungmálma í sjó og svifi. NÚ SAUMUM VIÐ SAMAN LOFT OG VEGGI medtre-x OILJUM Þeir sem hafa kynnt sér klæðningar innanhúss, þekkja vel þiljur með nót og lausri fjöður. Þessi hugmynd hefur nú verið einfölduð, þannig að þiljurnar eru með áfastri fjöður, auk nótar að sjálfsögðu. Uppsetning verður því bæði fljótleg og þægileg.Þú límir o g neglir með smáum saum og sníður af endum þar sem við á, - einfaldara getur það varla verið. ■ Auk þess er verðið stærsti vinningur húsbyggjenda. Þessar þiljur eru framleiddar tilbúnar undir málningu. Stærðir: Veggplötur 38x253 cm 58x253 cm — M — Loftplötur 58x120 cm 28x120cm 28x250 cm HEILDSALA - SMASALA TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR Iðavöllum 6 Keflavík SlMI: 92-3320 Bridge Arnór Ragnarsson Bridgedeild Rang- æingafélagsins Eftir fimm umferðir í sveita- keppninni er staða efstu sveita þessi: Eftir fimm umferðir í sveita- keppninni er staða efstu sveita þessi: Hjartar Elíassonar 77 Sigurleifs Guðjónssonar 59 Gunnars Helgasonar 58 Péturs Einarssonar 58 Alls taka 8 sveitir þátt í keppninni. Næsta umferð verður spiluð í Domus Medica á mið- vikudaginn kl. 19.30. Bridgefélag Breiðholts Átta umferðum er lokið í aðal- sveitakeppni félagsins og er staða efstu sveita þessi: Gunnars Traustasonar 128 Heimis Tryggvasonar 109 Rafns Kristjánssonar 107 Antons Gunnarssonar 101 Baldurs Bjartmarssonar 98 Næstu tvær umferðir verða spilaðar á þriðjudaginn í Gerðu- bergi kl. 19.30 stundvíslega. Bridgefélag Reykjavíkur Tveimur umferðum af 6 eða 14 lotum af 43 er lokið í baro- meterkeppninni og er staða efstu para þessi: Sigurður Sverrisson — Valur Sigurðsson 263 Ásgeir Ásbjörnsson — Guðbrandur Sigurbergsson212 'Guðmundur Pétursson — Sigtryggur Sigurðsson 205 Gylfi Baldursson — Sigurður Þorsteinsson 182 Aðalsteinn Jörgensen — Runólfur Pálsson 158 Júlíus Snorrason — Sigurður Sigurjónsson 134 Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 115 Bragi Erlendsson — Ríkharður Steinbergsson 95 Stefán Guðjohnsen — Þórir Sigurðsson 94 Valgarð Blöndal — Þórir Sigursteinsson 94 Meðalskor 0. Næstu lotur verða spilaðar á miðvikudaginn í Domus Medica og hefst keppnin kl. 19.30 stundvíslega. Bridgedeild Breiðfirðinga 24 umferðum af 41 er lokið í barómeterkeppninni og er staða efstu para þessi: Jón G. Jónsson — Magnús Oddsson 319 Eggert Benónýsson — Sigurður Ámundsson 167 Halldór Helgason 156 Magnús Björnsson — Benedikt Björnsson 154 Halldór Jóhannesson — Ingvi Guðjónsson 142 Baldur Ásgeirsson — Magnús Halldórsson 141 Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigvaldi Þorsteinsson 135 Birgir Sigurðsson — Oskar Karlsson 131 Erla Eyjólfsdóttir — Gunnar Þorkelsson 121 Gylfi Baldursson — Sigurður B. Þorsteinsson 119 Næstu umferðir verða spilað- ar á fimmtudaginn kemur kl. 19.30 stundvíslega í Hreyfilshús- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.