Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 eistari unnhör nar Toots Thielemans væntanlegur til íslands „Nú leikur belgíski munnhörpuleikarinn Toots Thielemans nokk- ur lög ásamt félögum sínurn." Það er ekki óalgengt að heyra kynningar svipaðar þessari í morgunútvarpinu í hinu eina og sanna gufuradíói. Síðan flæða ljúfir munnhörputónar frá út- varpstækjum víðs vegar um landið. Toots Thielemans og tón- list hans hefur yljað mörgum í morgunsárið hér á Fróni, þó ekki hafi allir lagt sig eftir því hver blési svo þýtt í munn- hörpuna. Núna á miðvikudaginn 15. febrúar mun þessi sami Toots Thielemans láta svo lítið að koma fram í eigin per- sónu á tónleikum í Gamla Bíói. Mun Toots leika á einum tónleikum ásamt íslensku tríói, sem skipað er þeim Guð- mundi Ingólfssyni, sem leikur á píanó, Árna Scheving, sem leikur á bassa og Guðmundi Steingrímssyni, sem leikur á trommur. Hefjast tónleikarnir klukkan 21.00. Stríð og jazz Hingað til lands kemur Toots í boði Jazzvakningar, en það hefur lengi verið draumur margra að sjá og heyra þennan merka músík- mann. Jean Babtiste Thielemans fædd- ist 29. apríl 1922 í Brussel í Belgíu. Þriggja ára að aldri fór hann að reyna sig við harmónikkuna og gladdi gesti og gangandi á kaffi- húsi foreldra sinna með þessu fikti sínu. Þegar Toots var sestur á menntaskólabekk, 17 ára að aldri, greip hann í munnhörpu til að stytta sér stundirnar. Þremur ár- um síðar hafði hann kynnst tón- list belgíska gítaristans Django Reinhardt og reyndi allt hvað af tók að líkjast honum. Gítarinn var orðinn aðaláhugamál þessa unga manns. Síðari heimsstyrjöldin var í algleymingi og þrátt fyrir her- nám Þjóðverja tókst Toots og vin- um hans að komast yfir nokkrar bandarískar jazzplötur. Hann varð fyrir miklurn áhrifum frá mönnum eins og Duke Ellington og ekki hvað síst Charlie Parker. Þegar leið að lokum heimsstyrj- aldarinnar síðari var Toots byrj- aður að skemmta á klúbbum bandarískra hermanna í Evrópu. Á vængjum jazzins vestur um haf Fljótlega urðu menn þess varir að Toots Thielemans var einstak- ur tónlistarmaður. Hann lék á munnhörpu öðrum mönnum betur og tvinnaði saman laglegum gítar- leik og dillandi blístri. Þess háttar samspili áttumenn alls ekki að venjast og vakti Toots því óskipta athygli. Arið 1950 ferðaðist Toots með AIl Star-hljómsveit Benny Goodman um Evrópu í hópi stjarna á borð við Roy Eldridge, Zoot Sims og Eddie Shaughnessy. Ári seinna fluttist hann búferlum til Bandaríkjanna í því skyni að komast í nánari snertingu við jazzinn. Píanistinn George Shear- ing réð Toots í hljómsveit sína 1953 eftir að hafa misst fyrri gít- arista sinn í herinn. Með Shearing var Toots allt til ársins 1959 er hann stofnaði sína eigin hljóm- sveit. Um þessi ár hefur Toots Thielemans sagt: „Fyrir mig voru þessi ár eins konar lokapróf. Það má segja að ég hefi verið evrópsk- ur jazz-nemi þar sem ég lærði all- an minn jazz af plötum. Ég kunni allar nóturnar, en með George Shearing öðlaðist ég reynsluna." Tónskáldið og blúsettan Hagur Toots tók heldur betur að vænkast þegar fram yfir 1960 leið. Hann fór í reglulegar hljómleika- reisur til Evrópu og árið 1962 datt hann niður á gullæð. Þegar Toots var staddur í Svíþjóð þetta ár hljóðritaði hann frumsamið lag „Bluesette", þar sem hann leikur á gítar og blístrar samsíða gítar- hljómnum. Lagið varð vinsælt og nú hefur það verið hljóðritað í meira en 100 útgáfum. Þær tekjur sem Toots hefur af höfundar- launum fyrir þetta eina lag gera það að verkum að framtíð hans er fjárhagslega tryggð það sem eftir er. Engu að síður hefur Toots alls ekki sest i helgan stein. Nokkru síðar, eða 1965, hófst samstarf Toots og hins kunna upptökustjóra Quincy Jones. Qu- incy hafði verið falið að semja tónlist við kvikmynd og leitaði nú til Toots og munnhörpunnar hans. Samstarfið lukkaðist með mestu ágætum og hefur Toots sjaldan verið langt undan þegar Quincy hefur hljóðsett spennustef fyrir kvikmyndir síðustu 18 árin. Meðal frægra laga úr kvikmyndum sem Toots hefur leikið, má nefna „Mid- night Cowboy", „The Getaway", „Sugarland Express" og „Cinder- ella Liberty" auk þess sem stefið úr hinum vinsæla barnaþætti „Sesame Street" er blásið af Toots á krómatísku Hohner-munnhörp- Virtur meöal popp- ara sem jazzara Toots Thielemans hefur komið víða við á ferli sínum. Um tíma Munnhörpu- meistarinn Toots Thielemans. starfaði hann í Svíþjóð og gegndi þá m.a. þeim starfa að vera tón- listarlegur ráðunautur hjá sænska sjónvarpinu. Hann hefur fengist við jazzlög og popplög, kvik- myndatónlist og skemmtitónlist, auk þess að gera auglýsingastef sem fræg eru orðin. Hvar sem Toots kemur við skilur hann eftir sig djúp spor. Hann er vinur vina sinna, ljúfastur í hópi músíkanta og vel metinn, enda fer sérstak- lega gott orð af prúðmennsku hans og lítillæti. í hópi tónlist- armanna er Toots sagður vera besti munnhörpuleikari heims. Það er sama hvórt hann tryllir í gegnum erfiða tónskala bopópusa, eða kallar fram tárin í þýðustu ballöðum. Þar sem Toots snertir á tónunum með blæstri sínum verð- ur vart betur gert. Fáir, ef nokkur munnhörpuleikari, Ijær þessu litla hljóðfæri aðra eins „breidd“. Það er helst að Stevie Wonder komist Atvinnuhúsnæði 650—1.300 fm, 2. hæð í húsi við Vatnagaröa getur veriö til leigu frá haustdögum. Fagurt útsýni. Lysthafendur hafið samband við Vélar hf., símar 86120 og 86625. „EMPLOYER MARITIME“ fyrir árið 1984 er komin út. Skrá yfir ráðningaraðila í sjávarútvegi, skipaflutningi og öðru er að sjó lýtur. Bókin hefur að geyma upplýsingar um eigendur, um- boðsmenn og fyrirtæki um heim allan. Ensk útgáfa, myndskreytt. Verð Hfl. 70.- án póstburðargjalds. MAX INTERPUBLISHING P.O. Box, 332 NL-1250 AH Laren The Netherlands Tel: 35-83 02 45 Telex 73250. terkur og k J hagkvæmur auglýsingamióill! Litmyndir samdægurs Filman inn fyrir kl. 11. Myndirnar tilbúnar kl. 17. Sími 85811 LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF LAUGAVEGI 178 PO BOX 5211 125 REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.