Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 85 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI , „ TIL FÖSTUDAGS ‘htwuJÆrf’an'iJK Tilgáta Landnámsmaðurinn var orðinn aldraður. Hann hafði numið land á íslandi. Ásatrúar var hann, eins og forfeður hans, fastheldinn við fornar venjur þeirra. Landnámsjörðin hafði tekið miklum stakkaskiptum. Mátti nú sjá bleika akra og slegin tún. Fénaðurinn gekk enn um sjálfala í hinum grösugu skógum og kjarr- svæðum landnámsins. Að vísu hafði skógur verið höggvinn og sömuleiðis kjarr og smærri trjá- gróður. Þá var efnt til kolagerðar eftir þörfum, en landeyðing var þó ekki áberandi. Gamli maðurinn átti sonu og voru þeir fulltíða menn. Gamli maðurinn vildi láta heygja sig að fornum sið. Gaf hann sonum sín- um fyrirmæli um staðinn. Það var á grösugri skógi vaxinni hæð, miðsvæðis í landnáminu. Er gamli maðurinn andaðist, urpu synir hans haug á hæðinni. Var vel vandað til haugsins, allur trjá- gróður hreinsaður af hæðinni svo haugbúi gæti auðveldlega séð yfir landnám sitt. Var þarna mikill jarðvegur og í honum mörg ösku- lög. Haugur þessi var vel gerður að þeirra tíðar hætti og mátti sjá hann langt að, enda enginn trjá- gróður eftir á hæðinni. Tíminn líður. Ef við mættum sjá landnámið svo sem einni öld síðar, myndi önnur sjón blasa við okkur, en þegar landnámsmaður- inn var heygður á hæðinni. Skóg- urinn og kjarrið sem áður setti svip sinn á hið grösuga landnám, hafði eyðst mjög, af manna völd- um, ágangs búfjár, veðurs og vinda. Ekki má gleyma sandfokinu og eyðingarmætti þess. Víða sást nú örfoka land, foksandur eyddi stöðugt jarðvegi, ekki síst þar sem skógi og gróðri hafði verið eytt. Og mörg öskulög voru í jarðvegi, líkt og á hæðinni þar sem fornmannin- um hafði verið orpinn haugur. Stöðugt var skógur höggvinn, smærri tré og kjarr. Þetta var ekki að nauðsynjalausu gert. Við þurfti til húsa, eldsneytis, áreftis og kolagerðar, svo nokkuð sé nefnt. Búpeningur nagaði litla sprota um leið og þeir gægðust upp úr jörðinni, svo trjágróðurinn endurnýjaði sig ekki. Grasrót varð laus í sér og eyddist víða, foksand- urinn eyddi svo jarðveginum. Hvað varð um haug fornmanns- ins? — Foksandurinn eyddi hon- um niður í grjót. Eftir stóð hæðin, að vísu lægri • og minni ummáls. Þetta virtist vera jökulruðningur, allslaus af jarðvegi, en mælt mál hlífir nafni fornmannsins svo vel, að jökul- ruðningurinn ber enn nafn hans. Tilgáta endar. Rök til sönnunar Margir munu þeir staðir hér á landi, sem líkt væri ástatt um og haug fornmannsins í tilgátunni. Margt er óljóst um fornsögu lands og þjóðar, en ef þessi tilgáta gæti hvatt menn til umfjöllunar þessa efnis, myndu eflaust finnast margar sannanir og enn fleiri lík- ur fyrir henni. Mig skorti bækur, ekki hef ég getað farið á söfn, en samt læt ég þetta frá mér fara og vona að les- endur taki viljann fyrir Verkið. Um og fyrir landnám mun hafa verið hlýviðraskeið hér á landi og það ber að hafa í huga. Með til- komu manna og búpenings eyddist fljótlega trjágróður í nágrenni landnámsbyggða. Síðar, þegar veðurfar kólnaði, gengu jöklar fram svo byggð ból hurfu undir. Þá má nefna eldfjöllin. Hraun rann og öskufall varð víða. Ég hefi, sem fyrr segir, engin tækifæri til gagnasöfnunar er stutt gætu tilgátu mína, en nefni samt nokkra staði í önundarfirði, sem vel gætu fallið í mynstur hennar. Önundur heitir allstór hnjúkur innarlega við Önundarfjörð og herma munnmæli að Önundur sá, er nam Önundarfjörð, hafi verið heygður þar. En hann vildi láta heygja sig þar sem útsýni væri gott yfir landnám hans. Valþjófur. Inn af botni Val- þjófsdals við Önundarfjörð eru hæðardrög. Þar lengst frá- sjó nefnist Miðdalur, lítil dalkvos að hálfu umkringd hömrum. Fyrir miðju er hæð og nefnist hún Val- þjófur. Munnmæli herma að Valþjófur sá, er nam Valþjófsdal, sé heygður þar. Þaðan sést vel yfir landnám hans. Skógar á Sauöanesi við Onundarfjörð Úr Vísitazíubók: „Anno 1790, dag 13. august, vísiteraði biskup- inn Hannes Finnsson kirkjuna að Kirkjubóli í Valþjófsdal. Hún á eptir Gísla biskups máldaga 1200 í jörðu, eitt hundrað í skógi á Sauðanesi og fjögur kúgildi." Gísli Jónsson var biskup í Skálholti á árunum 1558 til 1587. Máldagabók hans þykir merk heimild um kirkjueignir á þeim tíma. Hugsum okkur að máldag- inn sé frá 1584, varla er hann yngri, og er þá 400 ára gamall. Þá segir í Vísitazíu ó. Sveins- sonar árið 1855: „En skógur þessi er nú gjörsamlega eyddur." Tel ég, tvímælalaust að þarna hafi fyrrum verið nytjaskógur. íhuga mætti, hvort nesið hafi fyrrum hlotið nafn af sauðum, er þar gengu sjálfala í skógi. Skógur í Fjallshlíð Fyrir rúmum fjórum áratugum var lagður bílvegur um hlíðar Þorfinns. Það er mikið fjall, gegnt Flateyri. Vegurinn er á milli Fjarðardals og Valþjófsdals. Fundust þar í hlíðinni, Fjarðar- dalsmegin, viðarkol. Þetta hefi ég eftir áreiðanlegum heimildum, sömuleiðis að viðarkol hafi fundist víðar en þar sem vegurinn var lagður. Tæplega hefðu menn nú borið við til kola upp brattann. Augljóst má vera að þeir efndu til kola, þar sem nægur skógur var fyrir hendi. Þetta er einfaldlega sönnun þess, að þarna var einhverntíma skógur til kolagerðar; Skógarbrekkur nefnast brekkur í hlíð Breiðadals við Önundarfjörð. Ef rétt er, að landnámsmenn vildu láta heygja sig þar sem vel sást yfir landnám þeirra, vaknar spurningin um á hvaða stöðum, með góðu útsýni yfir landnám þeirra hafa fundist menjar um þá.“ Endurflytja erindi Ása í Bæ Guðmundur Heigason hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar að vita hvort Ríkisútvarpið getur endurtekið erindi sem Ási í Bæ flutti í útvarpinu í þættinum um daginn og veginn mánudaginn 6. febrúar. Starfsmenn sovéska sendiráðsins: ekki tímabært að fækka þeim? l>orsteinn Scmupdmon skrifar. til viðskipta- eða menninRar- blaðsins min.iast þess, að bla> Velvakandi. tengsla ríkjanna. Mér sýnist, aö hefur hvað eftir annað ber ■ ' < Vn»-ejíi hefur Sovétmenn Rsetu látið sér nænja óeðlileR umsvif sovéska s- Vísa vikunnar Ljósmæðrafélagiö: Þeir sýna víða svik og tál, sendum hóp til baka. Þetta er bara þrifamál og það er af nógu að taka. ■ Viö auglýsum nýtt símanúmer: 687210 — (2 línur) I Lögg. endurskoöendur: Stefán Bergsson, Sigurður B. Arnþórsson. Endurskoðunarskrifstofa Bergs Tómassonar Sf., Síðumúla 33, Reykjavík. „ Símar: 687210 og 31210. SPA RIFJÁ REIGENDUR Ný leið til ávöxtunar! GENGISTRYGGÐ SPARI- SKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS. Veitum allar upplýsingar um hinn nýja ávöxtunarmöguleika. Sölugengi verðbréfa 13. febrúar 1984 SPARISKÍRTEINIRÍKISSJÓÐS: sölugengi midað vii 5,3% verti umfram vertlr. pr. 100 kr. 1. FLOKKUR 2. FLOKKUR Útg. Sölugengi pr. 100kr. 5,3% vextirgildatil Sölugengi pr. 100kr. 5,3% vextirgildatil 1970 1971 1972 15.286 13.730 15.09.1985 25.01.1986 11.371 15.09 1986 1973 8.646 15.09.1987 8.179 25.01 1988 1974 5.430 15.09.1988 - - 1975 4.034’1 10.01.1985 3.0092' 25.01.1985 1976 2.808 10.03 1984 2.26131 25.01 1985 1977 2.047 25.03.1984 1.713 10.09. 1984 1978 1 388 25.03.1984 1.094 10.09 1984 1979 939 25.02 1984 711 15.09.1984 1980 602 15.04.1985 466 25.10. 1985 1981 399 25.01.1986 295 15.10 1986 1982 277 01.03.1985 205 01.10 1985 1983 158 01.03.1986 102 01.11.1986 1) lnnlausnarveröSedlabankans5.febrúar 1984 17.415,64 2) Innlausnarverð Seðlabankans 10. janúar 1984 4.002,39 3) lnnlausnarverðSeðlabankans25. janúar 1984 3.021,25 4) Innlausnarverð Seðlabankans 25. janúar 1984 2.273,74 Ávöxtun eldri Spariskírteina Ríkissjóðs hækka úr 5 í 5,3% krónur 1800 1600 rpíí 1200 r 3 2 4 6 8 10 12 a Eldri Spariskírteini Ríkissjóðs gefa nú 5,3% vexti umfram verðtryggingu sem þýðir að þú tvöfaldar höfuðstól þinn á rúmlega 13 árum. VEÐSKULDABREF VERÐTRYGGÐ ÓVERÐTRYGGÐ Með 2 gjalddögum á ári Láns- tími ár: Sölu- gengi Vextir Avöxtun umfram verðtr. Söluqerx 3! Soluqerv 3!' 18% ársvextir 20% ársvextir HLV" 18% ársvextir 20% ársvextir HLV" 1 95,54 21/2 9 94 95 96 91 92 93 2 92,76 21/2 9 83 85 86 79 81 82 3 91,71 31/2 9 73 75 76 68 70 71 4 89,62 31/2 9 65 68 69 60 63 64 5 88,41 4 9 59 62 63 54 56 57 6 86,67 4 91/4 7 84,26 4 91/4 Athugið að sölugengi veðskuldabréfa er háð 8 82,64 4 91/2 gjalddögum þeirra og er sérstaklega reiknað út 9 81,10 4 91/2 fyrir hvert bréf sem tekið er í umboðssölu. 10 78,13 4 10 1) Hæstu leyfilegu vextir. Með 1 gjalddaga á ári Kaupþing hf. reiknar gengi verðbréfa daglega KAUPÞING HF Husi Verzlunarinnar, 3. hæð simi 86988 A ekki að skila myndunum? 4192-7828 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Fyrir rúmlega ári auglýsti Ljósmæðrafélagið eft- ir myndum af gömlum ljósmæðr- um. Ég sendi mynd af frænku minni sem var ljósmóðir og ég hef ekki séð myndina síðan. Mig langar til að spyrja Ljós- mæðrafélagið hvort það hafi ekki hugsað sér að skila þessum mynd- um til baka. Ég hef reynt að hringja en það svarar aldrei neinn símanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.