Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 87 verkalýðsfélanna. Þegar við vor- um þarna var Peron eiginlega notaður sem svipa, „Ef þið haldið ykkur ekki á mottunni þá fáið þið Peron yfir ykkur aftur," sögðu ráðamennirnir einfaldlega við fólkið, og það hlýddi." Ótryggt ástand — bylting „Það fór því miður svo löngu síðar að Peron náði aftur völdum í Argentínu og steypti efnahagslíf- inu þar í algjöra glötun á ný, eins og kunnugt er. Ein byltingin var gerð rétt eftir að við fórum úr landinu — við vorum reyndar rétt komin út úr argentínsku landhelg- inni þegar hún skall á. Að minnsta kosti ein byltingartilraun var gerð þann tíma sem við vorum í Arg- entínu og maður sá á ýmsu að ástandið var orðið ótryggt. Annars fór ég hálfpartin nauð- ugur frá Argentínu. Þannig stóð á að elsti sonur okkar, Logi, virtist ekki þola hitann þarna og leið eig- inlega bölvanlega allan tímann. Ég var búinn að fá tilboð um mjög skemmtilegt, vel launað starf og ætlaði að setjast að í landinu til leiðslunnar þurfti milljónir Bandaríkjadollara. Bandaríkja- menn voru tilbúnir að lána okkur þessa peninga en settu það skil- yrði að fá að kynna sér hugmynd- ina að því hvernig framleiða ætti mjölið og geyma það í hitabeltis- löndum. Ingólfur vildi ekki treysta þeim fyrir hugmyndinni og þannig strandaði málið um síðir. Ég var rúmlega ár að garfa í þessu máli eftir að ég kom heim og auðvitað alveg kauplaus allan tím- ann. Þar kom að peningarnir sem ég hafði þénað í Argentínu þrutu og þá varð ég að fara að hugsa um eigin skrokk og fjölskyldu mína. Þá fór ég í það að stofna fyrirtæk- ið Blossa sf. Oft hef ég óskað þess heitt og innilega að ég hefði ekki gefist upp þarna heldur reynt að svelta mig í svo sem eitt ár enn — þá hefði þessi fiskimjölsverk- smiðja okkar sennilega komist af stað og mörg þúsund manns væru á lífi núna sem hafa orðið hung- urvofunni að bráð. Ég ætlaði held- ur alls ekki að fara í þetta véla- drasl aftur, en það urðu nú örlög mín þrátt fyrir það.“ Hvað hefur fyrirtækið starfað lengi? „Það varð 20 ára núna í janúar- erum við komin út úr þessu. Það hefur t.d engan tilgang að hækka kaupið eins og á stendur — það myndi einungis leiða til gengis- fellinga og aftur gengisfellinga og sama vitleysan endurtæki sig sem undanfarin ár. Munurinn er bara sá að við höfum ekki efni á þessari vitleysu lengur, þegar undirstað- an, fiskveiðarnar, er að hruni komin. Við verðum líka að gera okkur ljóst að það eru hér fyrir hendi ákveðin stjórnmálaöfl, sem kynnu að vilja nota sér þá óreiðu og þrengingar sem yrðu ef efnahagur okkar færi verulega aflaga. Ég er hræddur um að þá liði ekki á löngu þar til þeir róttækustu færu að sýna sitt rétta andlit og hefja alls konar baktjaldamakk. Ég hef komið nokkuð víða, auk Suður- Ameríku ferðast um Rússland, og ég er handviss um að þær þjóðir sem fengið hafa einræði yfir sig, óska sér þess núna að þær hefðu hegðað sér öðruvísi meðan tími var til. Yfirleitt hafa öfgamenn hvarvetna notað sér upplausnar- ástand meðal þjóða til að ná völd- um og það er ekki laust sem fjand- inn heldur, því ekki er boðið upp á kosningar." Runólfur Sæmundsson fyrir framan Blossa-húsið í Armúla. Þinghúsið í Argentínu er í Buenos Aires, höfuðborg landsins, en borgin er fræg fyrir glæsilegar byggingar. frambúðar, en við vildum ekki verða aðskilin sem fjölskylda." Fóruð þið þá hingað til íslands aftur? „Nei, við fórum til Ítalíu og þar keypti ég mér nýjan Alfa Romeo bíl. Ég hafði sparað töluvert í Argentínu, ekki síst vegna þess að ég lagði allar mínar tekjur þar inn á dollarareikning og tapaði því engu á verðbólgunni. Frá Ítalíu ókum við til Kaupmannahafnar og reyndar þurftum við að aka fljót- lega til Ítalíu aftur. Var það í sam- bandi við fiskimjöl til manneldis en ég var að kanna sölumöguleika á því.“ Fiskimjöl til manneldis „Þegar heim kom var ég þegar að fást við áhugavert málefni sem reyndar er mikið til umræðu núna — sem sé að framleiða fiskimjöl til manneldis úr úrgangsfiski jafnt sem góðfiski. Ingólfur Espol- ín hafði fundið upp aðferð til hag- kvæmrar mjölvinnslu. Var málið komið svo langt áður en lauk, að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hafði gengist inná að kaupa af okkur alla framleiðsluna. Við höfðum I ráði að kaupa verksmiðj- una í Örfirisey en til þess og fram- lok og hefur gengið á ýmsu með reksturinn. Synir okkar Logi og Daði hafa starfað í því með mér frá upphafi, en yngsti sonur okkar Halldór er listfræðingur. Verð- bólgan og óreiðan í fjármálum þjóðarinnar undanfarin ár hefur gert rekstur fyrirtækja erfiðan svo vægt sé til orða tekið. Við ákváðum t.d. að reisa nýtt hús yfir fyrirtækið 1979 og þá hljóðaði kostnaðaráætlun upp á 30 milljón- ir — núna er kostnaðurinn orðinn margfaldur, þó aðeins hluti húss- ins hafi verið reistur. Satt að segja skil ég ekki hvernig við höf- um komist út úr þessu án þess að missa kjarkinn. Það hefur verið hrein martröð að reka fyrirtæki hér á íslandi undanfarin ár. Mesta furða að fjárhagur þjóðarinnar skuli hafi þolað þessa óstjórn svo lengi." Algjörlega undir sjálf- um okkur komið En hvað um framtíðina, ertu bjartsýnn á að úr rætist? „Það er algjörlega undir okkur sjálfum komið og hvort þjóðin hefur þroska til að bregðast við þeim vanda sem steðjar að. Það verður að stilla öllum kröfum í hóf í eitt til tvö ár og ef það tekst Okkur hættir til að líta á frelsið sem sjálfsagðan hlut „Og veistu hvað það þýðir ef ein- ræðisöfl ná völdum. Éinn daginn verða hvorki farþegaskip né flug- vélar í förum með ferðamenn og þá höfum við glatað frelsinu. Hér er ekki hægt að skríða undir gaddavír eins og í útlöndum, at- hugaðu það. Okkur hættir til að líta á frelsið sem við höfum sem sjálfsagðan hlut — en sá sem ver- ið hefur í einræðisríki gerir sér ljóst hversu dýrmætt frelsið er. Við bjóðum hættunni heim með því að láta skapast hér kreppu- ástand og atvinnuleysi. Nú þegar fiskast minna verða allir að sætta sig við að bera minna úr býtum. Áður en langt líður náum við okkur upp úr þessu. Þetta tekst og ég er sannfærður um að góðir tím- ar eru framundan þvi þegar fjár- hagur þjóðarinnar batnar stönd- um við með pálmann í höndunum. Við kunnum svo margt s.s. allt varðandi virkjanir, en höfum samt ekki nýtt nema brot af þeirri orku sem hér er að hafa. Við höfum þekkingu til að gera fisk að betri vöru en flestar fiskveiðiþjóðir, en hingað til höfum við ekki staðið nógu vel að þessum málum. Við höfum staðist amerískum og ann- arra þjóða kaupsýslumönnum snúning og stöndum nú t.d. fremstir með fisk á Bandaríkja- markaði. Við höfum líka náð fót- festu í Bretlandi og rekum okkar eigin fiskverksmiðju þar. Við gæt- um lagt undir okkur Evrópu með sama hætti og haft gnótt gjald- eyris ef rétt er staðið að hlutun- um. Allt sem við þurfum að gera er að nýta auðlindir okkar, nota bet- ur þá þekkingu sem til er í landinu og varast að eyða um efni fram eins og við höfum gert. Takist okkur þetta þurfum við síst allra að kvíða framtíðinni. Kjólar — Kjólar Vortískan er komin. Seljum ennfremur kjóla á lækkuðu veröi frá kr. 500,00. Dalakofinn Hafnarfirði. Trésmiðir — Húsbyggjendur Spónaplöturnar og krossviðinn, sem þið kaupið hjá okkur getið þið sagað niður í plötusöginni okkar og það er ókeypis þjónusta. Birkikrossviður Furukrossviður Grenikrossviður Spónaplötur í öllum þykktum og stærðum, rakavarðar og eldvarð- ar spónaplötur. BJORNINN I Skúlatúm 4. Sími 25 1 50. Reykjavík I - bó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.