Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 Kleppjárnsreykir: Mikið hvassviðri í Borgarfírði enn verda skemmdir á íbúðarhúsinu að Sólbyrgi Kk ppjárnsreykjum, 9. febrúar. MIKIÐ HVASSVIÐKI gerði hér í nótt. Ekki urðu þó alvarlegar skemmdir hér um slóðir að undanskildu Sólbyrgi í Reykholtsdal. Eins og menn muna brann íbúðarhúsið að Sólbyrgi þann 27. nóvember 1983. Strax var hafist handa við byggingu nýs íbúðarhúss. Loftorka í Borgamesi tók að sér verkið og hefur það gengið vonum framar. Byrjað var að reisa það 1. febrúar og í gærkvöldi voru sperrurnar komnar upp. Þá hvessti að sunnan og suðvestan og féllu allar sperrurnar. Var búið að stífa þær eins og hægt var, en 7 af 17 sperrum brotnuðu þó efnið í þeim sé 2x8 tommur að þykkt. Voru smiðirnar svo undrandi að þeir ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum. Eitthvað af gleri fauk úr gróð- urhúsum hér, þó ekki til tjóns á uppskeru. Menn eru orðnir mjög þreyttir á færðinni. Það er yfirleitt ófært alla daga. Opnað er tvisvar í viku, en lokast alltaf strax aftur. Sæmundur sérleyfishafi hefur staðið sig vel, reynt að brjótast með góða bíla og bílstjóra í Reykholt við hinar verstu aðstæður. Stundum hafa far- þegar gist heima hjá honum, þegar allar leiðir lokast. Reykholtsdalshreppur keypti snjóblásara í janúar og hefur hann verið til mikils gagns. Þó líta menn björtum augum á framtíðina og um helgina ætla þeir að reyna að halda þorrablót að Logalandi, ef veður og færð leyfa. — Bernharð Athugiö: Stærö og gerö stiga fer eftir óskum kaupanda. Bjóöum ýmsar viðarteg- undir. Ráöleggingar fagmanna. GbSöJ Gásar sf., Ármúla 7, 105 Reykjavík, sími 30500. enna- vinir Sextán ára japönsk stúlka með áhuga á kvikmyndum og bréfa- skriftum: Tomoko Kanehiro, 1-1-58-1105 Viinahigashi, Minamiku, Hiroshima 734, Japan. Sautján ára vestur-þýzk stúlka, skrifar á þýzku eða ensku: Susanne Schube, Jágerstrasse 54, 4450 Lingen 1, West Germany. Japanskur piltur, 16 ára gamall, með stangveiðiáhuga: Goro Nakao, 15-32 Motomachi, Isuruga city, Fukui, 914 Japan. Sænskur piltur, 10 ára gamall, sem safnar frímerkjum, steinum og flöskum auk annarra áhuga- mála: Niklas Renberg, Ringen 10, S-93600 Boliden, Sverige. Sextán ára japönsk stúlka með áhuga á borðtennis: Keiko Okamoto, 804 Minato Shirotori-cho, Okawa-gun, Kagawa, 769-27 Japan. Frá V-Þýzkalandi skrifar 31 árs kona sem vill komast í bréfasam- band við íslendinga. Skrifar á ensku auk þýzku: Christa Feigl, Fissaubriick 2, 2420 Eutin, W.Germany. Átján ára finnskur piltur með áhuga á tónlist, íþróttum, ferða- lögum, dansi, kvikmyndum o.fl.: Jannc Heikkilá, 29180 Peránkylá, Luvia, Finland. Átján ára japönsk stúlka, með áhuga á tónlist, hjólreiðum, íþróttum, skrifa bréf og safna póstkortum: Mayumi Isozaki, 3-36-10 Hashido, Seya-ku Yokohama-shi, 246 Japan. Þrítug belgísk kona, kennari, óskar eftir pennavinum: Brunet Veronique, Koude Kevkenstraat 25, 8200 Brugge 2, Belgium. Tveir danskir piltar, vart nema 10-12 ára, þótt þeir geti ekki um aldur, vilja eignast íslenzka pennavini: John og Torben Hansen, Sigmundvænget 6, 5210 Odense NV, Danmark. Tvítug japönsk stúlka með áhuga á tónlist: Atsuko Takeuchi, 50 Kata-machi, Takasaki City, Gumma, 370 Japan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.