Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 65 sem hægt er að sameina akadem- iskan áhuga og áhuga almennings á svona verkum. Svo margir eru að einhverju leyti af íslenzkum ættum. Það var kennslan sem laðaði Harald að Eddurannsóknum í upphafi. — Ég ætlaði aldrei að fara að grufla í Eddunni. En þar sem mér var nauðugur einn kostur að kenna hana, þá varð ég að hafa áhuga á þeim fræðum. Annars verður kennslan steindauð, segir hann. Þannig mótast áhugamál manns af kennslunni. í vetur hefi ég aðallega verið að hugsa um Eddufræðin með sérstöku tilliti til áframhaldandi útgáfu vestra. Okkur langar til að gefa út fleira í tengslum við Edduna, segir hann. Og er þá að tala um Sæmundar- Eddu, þótt hin grípi þarna nokkuð inn í. — Það síðasta sem ég hefi verið að gera og langar til að koma frá mér eru athuganir á Völuspá. Einnig hefi ég verið að athuga hvernig goðsagnir berast og hvernig þær skjóta rótum. Vonast til að geta talað eitthvað um það áður en ég fer, þ.e. ef veður leyfir, bætir Haraldur við og kímir. En fyrirhugað er að hann flytji seinna í vetur tvo fyrirlestra hér, annan hjá Vísindafélagi íslend- inga og hinn við Háskóla íslands. Rannsóknir á vestur-íslenzku — Nú væri fróðlegt að frétta af rannsóknum, sem þú hefur verið að gera á íslenzkunni, Haraldur. — Það er alveg nauðsynlegt að gera frekari rannsóknir á vestur- íslenzkunni. Ég byrjaði á því fyrir mörgum árum og langar mjög til að halda því áfram nú. Ég reyndi að draga upp nokkuð heillega mynd af þessu í Scandinavian Studies um 1967 og það er eigin- lega eina víðtæka athugunin sem birzt hefur. Fyrsta stigið er að taka upp viðtöl við fólk á segul- band. Síðan þarf að skrifa upp af böndunum, þá að orðtaka það. Einnig þarf að athuga framburð- inn og hljóðrita. Þá má segja að hægt sé að draga upp heildarm- ynd. Mikið efni hefur verið tekið upp á bönd og nú ætlum við að gera það kerfisbundið. Ég hafði ágætan aðstoðarmann við þetta verk í hitteðfyrra. — Annars er mesta safnið um vestur-íslenzku þjóðsagnasafn í Stofnun Árna Magnússonar, bætir Haraldur við. Hallfreður Örn Ei- ríksson og Olga kona hans fóru víða um íslendingabyggðir og tóku geysimikið upp. Þau voru fyrst og fremst að safna íslenzkum þjóð- sögum. Þetta er ákaflega verð- mætt safn, sem mun örugglega draga að sér athygli fjölda fræði- manna í framtíðinni, þjóðsagna- fræðinga, málfræðinga o.fl. Það kemur fram í áframhald- andi spjalli um þetta efni að til er nokkurt orðasafn vestra, sem Haraldur sagði að þeir mundu leggja Orðabók Háskólans tii. Gott væri að hafa þau orð á skrá þar, þótt þau yrðu kannski ekki notuð í Orðabókina. íslenzkudeildin við Manitoba- háskóia hefur því ýmislegt á prjónunum. Haraldur segir að með auknum áhuga á kanadískri sögu og kanadískum bókmenntum fýsi menn þar vestra í æ ríkara mæli að vita hvað stendur í blöð- um fyrri tíma. — Vandamálið er að helstu blöð Vestur-íslend- inganna eru skrifuð á íslenzku, segir Haraldur. Enginn efi er á því að þau geta veitt upplýsingar, eins og til dæmis Framfari sem var fyrsta sveitablaðið sem gefið var út í Kanada. En til þess að það geti komið að gagni verður að þýða efnið. Við ákváðum því að láta þýða á ensku allan Framfara, sem út kom á árunum 1877 til 1881, greinar, fréttir og jafnvel auglýsingarnar. Þetta er ekki langt tímabil, en sagnfræðingar eru ákaflega forvitnir að vita hvað þar stendur. Þarna eru einu heim- ildirnar sem til eru um sveita- búskap á stóru svæði, því úti á landsbyggðinni skrifuðu ekki aðr- ir en íslendingar um þetta. Nú er langt komið með þýðinguna á Framfara. Ég fékk gegn um deild- ina hjá mér svolítið fé til að ljúka a.m.k. þriðjungi þessa verks og fs- lendingafélögin ætluðu að reyna að útvega það sem á vantar. Þýð- andi er dr. George Houses. Ef við höfum peninga og starfslið þá munum við líklega líka birta úrval úr almanaki Ólafs Þorgeirssonar, sem var mikilvirkur útgefandi og gaf út almanak frá 1896. Það kom út allar götur þangað til um 1950, þótt Ólafur væri að vísu sjálfur látinn þá. í þessu riti er geysimik- ið efni um vestur-íslenzka menn- ingu og ótal margt annað sem varðar kanadíska sögu og jafnvel bandaríska sögu. Sagnfræðingar í Kanada vita af þessu riti, en ekki hvað stendur í því. Menn hafa ver- ið að grafa upp ýmislegt í íslenzku blöðunum og koma þá og biðja mann vinsamlega að þýða fyrir sig. En þessu er ekki hægt að anna. Því er betra að reyna að velja eitthvað af því sem maður telur hafa gildi, þýða það og gefa út. Hvort sem verður af útgáfu eða ekki, þá er aðalatriðið að hafa nokkur eintök í ljósriti á söfnum þannig að menn hafi greiðan að- gang að því. — Þið hafið íslenzkt safn við Manitoba-háskóla, er það ekki rétt? — Jú, við höfum stórt íslenzk safn þar. Næststærsta íslenzka bókasafnið í Norður-Ameríku. ís- lenzka bókasafnið við Cornell- háskóla er stærra enda efnin næg þegar byrjað var að safna til þess. I okkar safni eru um 30 þúsund bindi. Við erum þar með flest dagblöðin og allt það helzta sem út kemur af bókmenntum á ís- landi. Landsbókasafnið velur úr fyrir okkur. Stefnan er sú að reyna að hafa nokkurn veginn allt þarna, enda veit maður aldrei hvað fólk vill skoða. Við spyrjum Harald Bessason 'þeirrar sígildu spurningar, hvort hann ætli að orlofsári loknu að halda áfram störfum við Mani- toba-háskóla og hvort hann sé nokkuð farinn að hugsa til heim- ferðar. — Ég verð þar áfram. Maður er búinn að vera þar svo lengi, svarar hann. En ég verð samt með annan fótinn hér heima. Ef ég hefi efni á, ætla ég að fá mér frí og komast helzt norður í Skagafjörð. Eins og er finnst mér guðdómlegt að þurfa ekkert að hugsa um að kenna. Ekki þó svo að skilja að mér hafi nokkurn tíma leiðzt kennsla. Þvert á móti. En það er stórhættulegt að vera of lengi lokaður inni á háskólalóð með allan hugann við kennslu. Haraldur kveðst mjög ánægður með dvölina á Islandi, þótt á hon- um mætti heyra fyrr í þessu við- tali að honum þætti nóg um vetr- arveðrið. — Auðvitað kom ég ekki með skíðin mín með mér, segir hann kíminn. Líklega eru þau raunar enn í gamla norðurhúsinu í Kýrbolti í Skagafirði, þar sem mitt fólk bjó til skamms tíma. Þó var mér sagt að faðir minn, sem var mikill hestamaður, hefði verið farinn að nota skíðin sem hóffjal- ir. í Kanada er mikið gengið á skíðum, en þar er alltof kalt til þess að ég geri það. Frostið getur farið niður í 30 stig, jafnvel kemur fyrir að það fari í 40 stig. Þetta getur verið hættulegur kuldi að því leyti að maður finnur hann ekki af því að þar er alla jafna logn. Ef maður hittir fólk, sem farið er að hvítna á nefinu, þá er rétt að benda því á það. En þetta kemur ekki að sök, því fólk dúðar sig vel til útiveru. Sjálfum finnst mér svo mikil fyrirhöfn að fara úr bg í að ég nota mest bílinn til að fara milli húsa. Þarna kemur snjór venjulega allt í einu og helst svo út veturinn, svo að ég man ekki eftir mikilli ófærð á götun- um. Winnipeg sleppur við öll gern- ingaveður, sem fara annaðhvort fyrir sunnan okkur eða vestan. Við erum eiginlega komin út fyrir ramma viðtalsins um við- fangsefni Haralds Bessasonar prófessors í orlofi á íslandi og fell- um talið. - E.Pá. Stórkostleg bylting í gólfefnum! Ferstorp, 7mm þykk gólf boró, semhægteraó leggja beint á gamla gólf ió! Nýju Perstorp gólfborðin eru satt að segja ótrúleg Þau eru aðeins 7 mm á þykkt og þau má leggja ofan á gamla gólfið - dúk, teppi, parket eða steinsteypu. Það er mjög einfalt að leggja Perstorp gólfborðin og 7 mm þykktin gerir vandamál þröskulda og hurða að engu. Perstorp gólfborðin eru líka vel varin gegn smáslysum heimilis- lifsins eins og skóáburði, naglalakki, kaffi, te, kóki og logandi vindlingum. Þú færð Perstorp aðeins hjá okkur. Kalmar SKEIFUNNI 8.SIMI 82011 „SKRAMBI GÓÐ" og ekki dýr... DEUTZ dráttarvél kostar nú frá kr: 375.000.00 til 576.000.00 (án söluskatts) Athugið við eigum dráttarvélar til afhendingar nú þegar. Veltið þessu fyrir ykkur og veljið hina vönduðu DEUTZ dráttarvél, verðið er virkilega hagstætt. Gerið heyvinnuvélapantanir sem fyrst. Skoðið TROMPIÐ OKKAR! DEUTZ—INTRAC Verð kr: 615.000.00 (án söluskatts). gjj) H AMAR HF véladeild Hafið samband við sölumenn okkar, en athugið, nú erum við ^ að Borgartúni 26 V Sendum ef óskað er íslenskan upplýsingabækling Og verðlista. Borgartúni 26, Reykjavík.Sími 91-22123. Pósthólf 1444.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.