Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 POSTSENDUM UM ALLT LAND LAUGAVEGI 12 SÍMI 14160. Embætti borgarfógeta: Gjaldþrota- beiðnir þrefait fleiri í ár MIKIL aukning hefur orðið á gjald- þrotabeidnum til embættis borgar- fógetans í Reykjavík það sem af er árinu miðað við sama tíma í fyrra. Þrefalt ileiri beiðnir hafa borist í janúar og það sem af er febrúar, miðað við sama tíma í fyrra. Til og með 8. febrúar höfðu borist að með- altali 1,74 beiðnir á dag, en voru 0,61 að meðaltali á sama tíma í fyrra. „Ef þessar tölur eru reiknaðar upp í margrómaðan ársgrundvöll, þá hefðu átt að verða samkvæmt þessu meðaltali 223 gjaldþrota- beiðnir í fyrra, en 635 beiðnir í ár. Hins vegar kom fjörkippur seinni hluta síðastliðins árs og beiðnir urðu alls 267. Auðvitað ber að taka þessum tölum með fyrirvara, þar sem svo skammt er liðið á árið,“ sagði Markús Sigurbjörnsson, fulltrúi yfirborgarfógeta, í sam- tali við Mbl. Á síðastliðnu ári voru 72% gjaldþrotabeiðna vegna einstakl- inga, en 28% vegna félaga og ein- staklinga með atvinnurekstur. Það sem af er árinu eru hins vegar 59% félög eða einstaklingar með atvinnurekstur en 41% einstakl- ingar. Þá er breyting á aðilum, sem fara fram á gjaldþrot. f fyrra voru sex af hverjum 10 beiðnum frá gjaldheimtu, tollstjóra og inn- heimtumönnum ríkissjóðs úti á landi, en lögmenn og bankar voru gjaldþrotabeiðendur í fjórum af hverjum tíu tilvikum. Þetta hefur alveg snúist við. Nú eru bankar og lögmenn gjaldþrotabeiðendur í sex af hverjum tíu tilvikum, en innheimtumenn ríkissjóðs í fjór- um af hverjum tíu tilvikum. „Þetta hefur komið nokkuð á óvart, því einhvern veginn fannst manni það liggja í loftinu að aukningin væri hjá „manninum á götunni" ef svo má að orði komast. Að það væru einstaklingar sem væru á vonarvöl, en ekki fyrir- tæki, eins og virðist vera. En auð- vitað ber að taka þessum tölum með fyrirvara og þetta gæti verið tilviljun. Ljóst er að mikil aukning hefur orðið á gjaldþrotabeiðnum," sagði Markús Sigurbjörnsson, fulltrúi yfirborgarfótgeta. Enn bjóðum við úrvals JEPPA — Tilboð óskast Tilboö óskast í Bronco 11, árgerö 1984 — og Bronco XLT, árgerö 1982. Bifreiðirnar veröa á útboöi þriðjudaginn 14. febrú- ar nk. í bifreiðasal Sölu Varnarliöseigna, Grensásvegi 9, kl. 12—15. Bifreiöirnar veröa ennfremur til sýnis mánudaginn 13. febrúar á sama Staö. Sala Varnarliöseigna. RÁÐGJAFAR- OG FRÆÐSLUÞJÓNUSTA VESTURGÖTU 10 -101 REYKJAVlK - SÍMI 25770 Námskeið í fjölskyldumeðferð Ráögjafar- og fræösluþjónustan TENGSL sf., gengst fyrir sex mánaöa námskeiði í fjölskyldu- meðferö fyrir starfsfólk í heilbrigöis- og félagsmála- þjónustu. Námskeiöiö hefst í mars nk. Námskeiöið veitir grundvallarþekkingu á starfsað- feröum í fjölskylduvinnu og þjálfun í að beita þeim. Markmiðiö er aö veita haldgóöa þekkingu og skilning á gerö og eðli fjölskyldukerfa, samskipta- mynstri og sérkennum þeirra. Áhersla er lögö á að veita litlum hópi valins starfsfólks samfellda þjálf- un og trausta undirstööu til aö greina fjölskyldu- vanda og stunda sérhæfðara nám í fjölskyldumeð- ferð. Leiðbeinendur á námskeiöinu veröa Sigrún Júlí- usdóttir, (stjórnandi), Hulda Guðmundsdóttir og Páll Eiríksson. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 25770 mánu- daga til föstudaga kl. 17—19 og laugardaga kl. 10—12. Umsækjendur sendi umsóknir meö upp- lýsingum um náms- og starfsferil fyrir 25. febrúar nk. til: TENGSL sf., Vesturgötu 10, 101 Reykjavík. o o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.