Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 77 Lífeðlisfræði Örnólfs Fyrsta íslenzka kennslubókin KOMIN er út Lífeðlisfræði eftir Örnólf Thorlacius og er ætluð sem kennslubók handa framhaldsskól- um. Bókin er 330 bls. aö stærð, með skýringaruppdráttum, heimildaskrá og atriöisorðaskrá, svo auðvelt er að fletta upp í henni. Hún er útgefin hjá Iðunni og prentuð í Odda hf. í formála segir höfundur: „Líf- eðlisfræðin fjallar um lífsstörfin, um virkni líkamans, hvernig sam- an starfa frumur hans, vefir og líffæri. Fræðiheiti greinarinnar, fysiologia, kemur fyrst fyrir um 600 f. Kr. í grískum ritum og merkir þá nánast náttúruvísindi eða náttúruheimspeki, fræðilega könnun á eðli náttúrlegra hluta, jafnt í lífvana náttúru sem líf- heiminum. í lok miðalda var hug- takið látið tákna vísindin um störf heilbrigðs mannslíkama og á 19. öld innlimaði lífeðlisfræðin loks lífsstörf allra lifandi vera, örvera og plantna jafnt sem dýra og manna. Lífeðlisfræði tengir líf- fræði við læknisfræði, landbúnað- arfræði og hagnýt fræði. Hún á erindi til flestra, stundum sem undirbúningur að lífsstarfi, en eigi síður sem þáttur í almennri menntun. Þetta mun vera fyrsta bókin skrifuð á íslensku gagngert sem kennslubók í lífeðlisfræði." Herflug- menn á lyfjagjöf BRESKIK herflugmenn, sem þátt tóku í Falklandseyjastríð- inu, voru látnir taka inn lyf til að þeir gætu sofið fyrir orrustu og til að koma í veg fyrir, að þeir örmögnuðust af álaginu. Var frá þessu skýrt í London í dag. Rúmlega 200 flugmenn voru látnir taka lyf, sem lyfjastofn- un flughersins hafði gert, til að gera þeim kleift að vinna við það óhemju álag, sem stríðinu fylgdi. Flugmennirnir þurftu að vera til taks allan sólar- hringinn og máttu alltaf eiga von á því að þurfa að fljúga til Ascension-eyjar, þar sem voru bækistöðvar breska flughers- ins. Þangað var 28 stunda flug frá Falklandseyjum. Lyfið auð- veldaði þeim að sofna hvar og hvenær sem var. Lyfið er kallað temazepam, skylt valíum, og ekki gefið neinum manni lengur en í tvær vikur i senn. Aðstæður í Falk- landseyjastríðinu voru óhemju erfiðar fyrir bresku flugmenn- ina, sem þurftu að fljúga miklu lengri vegalengdir en þeir arg- entínsku. Flugmenn á Herc- ules-flutningavélum flugu t.d. yfirleitt í 150 stundir á 24 dög- um í stað 80 endranær. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. % Hverfisgötu 33 — Sími 20560 Pósthólf 377 Authorized IBM Dealer - IBM Personal Computer f INNLENT JHií)V01WÍÓIflíítí> Askriftarsíminn er 83033 AIIKLIG4RDUR MARKAÐUR VIÐ SUND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.