Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 Á FÖRNUM VEGI Bílstjórar þaulsetnir við spilaborðið Læknar og lögfræöingar hafa löngum státað af því aö vera fjölmennir í hópi bridgespilara. Þeir halda því fram aö þaö sé engin tilviljun: í daglegum störf- um lækna og lögfræðinga þroskist einmitt þeir eiginleikar sem mestu máli skipta viö græna borðið. Þá eiga þeir viö vísindalega ögun og nákvæmni annars vegar, og skilning á mannlegu eðli hins vegar. Rök- festu og mannþekkingu. Það kann aö vera eitthvaö til í þessu. En það breytir ekki þeirri staöreynd aö langfjöl- mennasta stéttin í hópi bridge- spilara á íslandi eru bílstjórar. Þeir eru svo fyrirferöarmiklir í íþróttinni aö um árabil hafa þeir starfrækt eigið félag og komið saman reglulega i Hreyfilshús- inu við Grensásveg á mánu- dagskvöldum yfir veturinn. Þetta er Bridgefélag Hreyfils, BSR og Bæjarleiða. sem nýlega fór fram, voru 17 sveitir, eöa aöeins þremur fleiri. Sjálfsagt er einföld skýring á þessum mikla bridgeáhuga bíl- stjóra. Þeir hittast oft á dag á stööinni á meðan beðið er eftir túr, og taka þá gjarnan í spil eða tefla eina skák til aö drepa tímann. Guömundur Kr. Sigurðsson hefurstjórnað keppnum hjá bíl- stjórunum nokkur síðustu ár, en Guðmundur Kr. er einstakt und- ur í bridgesögu landsins. Hann stjórnaöi sinni fyrstu keppni áriö 1945 hjá Bridgefélagi Reykjavík- ur og hefur ekki látiö af þeirri iöju síöan. Það eru ekki mörg ár síðan Guömundur var meira og minna bundinn öll kvöld og helgar viö aö sjá til þess aö allt gengi snurðulaust fyrir sig í bridgekeppnum hvar sem var á landinu. Hann er nú heldur far- inn aö draga sig í hlé, en stjórn- ar þó nokkrum félögum ennþá l l Hlaut Skoda-bifreið íþróttafélagiö Leiknir stóö fyrir bingói í Sigtúni sl. sunnudag og bauö í aöalvinning Skoda- bifreiö frá bílaumboöinu Jöfri. Myndin er tekin viö afhendingu bifreiöarinnar í sýningarsal Jöf- urs á Nýbýlavegi. Sá heppni er Höröur Jónsson, lengst til vinstri á myndinni, en hann tekur á móti lyklunum úr höndum Ólafs Kristinssonar, formanns Leiknis. Viö hliö Ómars er Guðmundur Guðmundsson hjá Leikni og loks Haraldur Sigurösson, sölustjóri. í vinning Guðmundur Guðmundsson sagöi að heildarverömæti vinn- inga heföi veriö tæplega 200 þúsund krónur og heföi félagið komiö út úr bingóinu með 32 þúsund króna gróöa. Morgunblaöið/KEE Guðmundur Kr. Sigurösson keppnisstjóri, með skjöldinn sem Sunnlendingar gáfu hon- um í þakklætisskyni fyrir keppnisstjórnina. Um þessar mundir stendur yfir sveitakeppni hjá félaginu og taka þátt í henni hvorki meira né minna en 14 sveitir, eða á milli 60 og 70 spilarar. Þetta er gífur- legur fjöldi, þegar þaö er haft í huga að í undankeppni Reykja- víkurmótsins í sveitakeppni, Frá viðureign tveggja efstu sveitanna hjá bílstjórunum. Frá vinstri: Anton Guðjónsson, Jón Sigtryggsson, Arnar Guð- mundsson og Skafti Björns- son. — því eins og hann segir sjálfur: „Ég neita ekki ef til mín er leit- að.“ Og þá skiptir ekki máli þótt Guðmundur þurfi aö setja undir sig betri fótinn og fara út á landsbyggöina. Þaö er ekki lengra síðan en um síðustu helgi aö hann stjórnaöi móti úti á landi, Suðurlandsmótinu, sem haldiö var á Flúðum meö þátt- töku 14 sveita. Aldrei hefur hann teKiö krónu fyrir keppnisstjórn úti á landi, og hefur bæöi á þann hátt og ýmsan annan, unniö mikiö sjálf- boöastarf í þágu bridge- íþróttarinnar á íslandi. En þótt Guömundur sé ekki alltaf fáan- legur til að taka viö greiðslu fyrir erfitt starf, þá þykir honum vænt um þegar starf hans er metiö að veröleikum, eins og Sunnlendingar geröu um síð- ustu helgi með því að færa hon- um sérstakan minningarskjöld í þakklætisskyni. Þessir ungu Akureyringar eru að hvíla lúin bein yfir spilum ( setustofu Skíöastaða eftir daglangt basl á skíðum í brekkum Hlíðafjalls fyrir ofan Akureyrarbæ. Á skíöum frá 5 ára aldri Akureyringarnir hafa margra ára reynslu aö baki í skíðaíþróttinni þótt ungir séu, en þaö er algengt að krakkar á Akureyri eignist sín fyrstu skíöi í kringum fimm ára aldur, eöa á sama tíma og reykvískir strákar fá sinn fyrsta bolta til að sparka í. Þannig mótar um- hverfiö áhugamálin, en þaö tekur ekki nema örskots- stund að keyra upp í Hlíö- arfjall neðan úr bæ. Þetta eru keppnismenn hinir mestu, ýmist meö Þór eöa KA, en æfingar stunda allir sameiginlega á vegum Skíðaráðs Akureyrar. Drengirnir heita, frá vinstri talið, Kári Ellertsson, Valdi- mar Valdimarsson, Jón Haröarson, Kristinn Helgi Svanbergsson, Gunnar Reynisson og Bjarni Frey- steinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.