Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 Hér er ekki hægt að skríða undir gaddavír Rætt viö Runólf Sæmundsson í Blossa Kg er fæddur hér í Rcykjavík fyrir 67 árum og faðir minn var fæddur hér líka. Afi bjó hér einnig þannig að ég er Rcykvíkingur í marga ætt- liði. Konan mín, Nanna, er dóttir Halldórs úrsmiðs Sig- urðssonar, þannig að hún er Reykvíkingur líka,“ sagði Runólfur Sæmundsson í Blossa þegar ég spurði hann að grónum íslenskum sið, hvaðan af landinu hann væri ættaður. Ætlunin er að spjalla við hann um fyrirtæk- ið Blossa sf., dvöl þeirra hjóna í Argentínu og ýmis- legt fleira. Hallærisár Það voru mikil hallærisár hér á íslandi þegar ég var í Verslunar- skólanum á árunum fyrir stríð, og satt að segja fannst mér allt svo aumt hér að ísland gæti naumast brauðfætt landsmenn almenni- lega,“ sagði Runólfur. „Þess vegna var ég eiginlega ákveðinn í að reyna fyrir mér annars staðar. Þá fór mjög orð af Argentínu og skrifaðist ég á við íslending sem var búsettur þar, Ingimund Guð- mundsson úr Hafnarfirði. Svo kom að því að ég ætlaði að láta þennan draum rætast og fara til Argentínu árið 1938. Ég hafði unnið við það á sumrin að vera leiðsögumaður laxveiðimanna sem hingað komu frá Englandi og átti marga góða kunningja í Ixindon. Ég átti ekki á öðru von en mér gengi vel að komast til Argentínu en þegar til London var komið varð annað upp á teningnum. Á þessum tíma var Hitler kominn á fulla ferð í Þýskalandi og þeir gyð- ingar sem sáu hvað verða vildi voru teknir að forða sér. Þannig varð fjöldi gyðinga landflótta og þeir vildu flestir umfram allt forða sér frá Evrópu. Argentínu- menn kærðu sig hins vegar ekki um að taka við öllu þessu fólki og voru búnir að setja miklar hömlur við vegabréfsáritunum til lands- ins. Ég greip þá til þess ráðs að fá nokkra áhrifamikla kunningja mína í London til að liðka til fyrir mér og fór einn þeirra, Mr. Hunt, með mér til sendiherra Argentínu. Sendiherrann treysti sér þó ekki til að'hjálpa mér úr því að útlend- ingaeftirlitið var komið í málið. Það kom til tals ég legði leið mína til Uruguay en þaðan átti ég svo að laumast yfir landamæri Arg- entínu. Þetta leist mér ekki á og sagðist heldur vilja bíða heima, því þeir töldu víst að ég fengi vegabréfsáritun innan sex mánaða eða svo.“ Gg fékkstu hana þá ekki? „Ég hefði sjálfsagt fengið hana ef ég hefði gengið frekar eftir því, en það var einmitt veturinn eftir að ég kom heim frá Englandi sem ég fór á áramótaball og hitti kon- una mína. Þá gaf maður þennan Siglt um U Plata-fljót. Gamli Hrúarfoss. Myndin var tekin er Runólfur fann hann á U Plata-fljóti. Argentínudraum upp á bátinn og einbeitti sér að því að vinna fyrir fjölskyldunni.“ Hvar starfaðir þú á þessum ár- um? „Ég hef stundum sagt það í gamni að þau væru fleiri fyrirtæk- in hér í Reykjavík sem ég hef starfað hjá en hin. Ég byrjaði hjá Geysi hf., síðan vann ég í Útvegs- bankanum en þaðan fór ég til Hitaveitunnar. Svo starfaði ég hjá Viðtækja- og bílaeinkasölu ríkis- ins um tíma. Eftir það var ég ráð- inn framkvæmdastjóri hjá Sveini Egilssyni og byggðum við þá m.a. stórhýsið við Hlemm. Árið 1949 fór ég svo til starfa hjá Agli Vil- hjálmssyni. Síðan stofnaði ég fyrirtækið Pólar hf. ásamt nokkr- um öðrum 1951. Pólarrafgeymar þóttu góðir en reksturinn gekk að því leyti illa að samkeppnin við innflutta raf- geyma varð okkur alla tíð nokkuð erfið. Fyrirtækið bar sig ekki meira en svo og varð þetta eilíft basl. Svo kom það upp 1953 að Dráttarvélar hf. urðu hauslausar og var ég fenginn til að taka við þeim. Þar var ég ansi lengi, eða allt þar til við fórum að huga að Argentínuferðinni 1960. Hvernig vildi það til að þið af- réðuð að flytjast til Argentínu? Til Argentínu „Satt að segja var ég farinn að örvænta dálítið á þessum árum, að ekkert nýtt væri framundan — mér fannst ég hálfpartinn vera dagaöur uppi hjá Dráttarvélum. Þetta vildi annars þannig til að hingað kom Argentínumaður, sem giftur var íslenskri konu, og dvaldi hann hér í nokkra daga. Ég var honum til trausts og halds meðan hann var hér og kvöldið áður en hann fór bauð hann mér í kveðju- gildi á Naustinu. Þessi maður rak stórt fyrirtæki í Argentínu og þegar leið á kvöldið, spyr hann mig hvort ég vilji ekki koma í vinnu hjá sér. Og það var ekki tvínónaö — ég tek ákvörðun á stundinni og slæ til, vendi mfnu kvæði í kross og ræð mig til þriggja ára hjá honum á góðum launum." Hvað sögðu kunningjar ykkar um þessa ráðabreytni? „Satt að segja fannst mörgum að ég væri ekki með réttu ráði og við værum að flana út í algera vitleysu. Elsti sonur okkar, Logi, var þá kominn undir tvítugt, Daði fimmtán ára en Halldór ekki nema tíu ára. Það þótti heldur bí- ræfið af mér að flana svona með fjölskylduna til ókunnugs lands enda voru svona löng ferðalög ekki farin að tíðkast hér eða höfðu gert að ráði eftir að vesturferðum lauk. Nú, svo lögðum við af stað um áramót 1960/61. Við fórum frá Englandi á nýbyggðu 20 þúsund tonna farþegaskipi sem jafnframt var kjötbátur, en það var geysilegt magn af kjöti sem flutt var frá Argentínu til Englands með þess- um skipum. Þessar fleytur fluttu um 12 þús. tonn I ferð en voru jafnframt farþegaskip og tóku svona 450 farþega. Þetta var mikil Runólfur og Nanna ó veitingahúsi í Buenos Aires. Kvöldió sem þessi mynd var tekin báðu þau Mjémsveitlna í staðnum að spila íslenskt lag, og lék hljómsveitin þá Dóminó eftir Skúla Halldórsson. Það var auðvitað töluverð raun að vera í jakkafötum í svona mikl- um hita — svitinn lak auðvitað af manni og leið manni heldur illa þar sem ekki var loftkæling, en þetta varð maður að láta sig hafa heitasta tímann. Ég man að það var sagt þarna að Bretar væru auðþekktir, því að þeir sæjust jafnt sólskinsmegin á gangstétt- unum sem í forsælu. Vinnuveitandi minn átti skemmtisnekkju og sigldum við mikið á henni um La Plata-fljótið. Það voru skemmtilegar siglingar en ekki óraði mig fyrir því hversu fljótið er geysistórt. Út frá sjálfri ánni er „frumskógur" af skurðum og er afar skemmtilegt að sigla um þá, því alltaf sér maður nýtt og nýtt umhverfi." Gamli Brúar- foss fundinn „Eitt ævintýrið sem við lentum í þarna var þegar við fundum gamla Brúarfoss. Hann hafði ver- ið seldur út til Argentínu skömmu áður en við fórum en svo létu kaupendurnir hann hverfa og ætl- uðu að sleppa við að borga fyrir hann. Hafði Eggert Briem hjá Eimskip beðið mig að svipast um eftir skipinu en mér hafði ekki tekist að hafa af þvi neinar áreið- anlegar spurnir. Síðan gerðist það óvænt, þegar við vorum að keyra fram með fljótinu í borginni Ros- ario, um 360 km upp frá Buenos Aires, að við komum auga á skipið. Við fórum um borð og var það ekki sjón að sjá — þar var allt í ótrú- legri niðurníðslu og áhöfn heldur óhrjáleg. En hvað um það — eftir að okkur hafði tekist að finna skipið var hægt að krefja þá um greiðslu og fékkst hún seint og um síðir, eða 20 árum síðar að fullu.“ f hverju fólst starf þitt þarna? „Það voru nú helst ýmis skrif- stofustörf og að rölta með vöru- víxla í bankana og sýna banka- stjórunum fram á að fyrirtækið sem ég starfaði hjá væri traust og óhætt að kaupa af þvi víxla. Stundum gekk þetta hjá mér en stundum ekki, og varð alltaf erfið- ara eftir því sem leið á dvölina í Argentínu. Vextirnir fóru alltaf hækkandi og óreiðan í fjármálum þjóðarinnar varð sífellt meiri. Þegar ég kom voru vextir og afföll 18 prósent en voru kominn yfir 40 prósent þegar við fórum, sem þá þótti skelfilegt. Samt var mikill uppgangur í Argentínu á þessum árum og fólk- ið almennt bjartsýnt á framtiðina. Peron haföi hrakist frá völdum 1955 og var i útlegð, en hann hafði herínn með sér og einnig hluta sigling og víða komið við: fyrst í Vigo á Spáni og síðan í Lissabon, þá í Las Palmas og svo í Bahía, eða öðru nafni San Salvador. Þá var komið til hinnar fögru borgar Río de Janeiro og þaðan farið til Santos. Við fengum góð tækifæri til að fara í skoðunarferðir í Bras- ilíu á meðan skipið var að losa og fórum þá m.a. til borgarinnar Sao Paulo. — í Suður-Ámeríku sá maður fjölbreyttari byggingastíl en víðast annars staðar og oft furðar maður sig á hversu langt þeir hafa náð á þessu sviði.“ Fólk nam staðar og góndi á mann „Við komum til Buenos Aires á heitasta tímanum því borgin er sunnanmegin við miðjarðarlínuna þannig að desember og janúar eru heitustu mánuðirnir þar.“ Hvernig gekk ykkur að semja ykkur að lífsháttum fólksins þarna? „Það gekk furðu vel en auðvitað var sumt sem kom okkur ein- kennilega fyrir sjónir. T.d. það, að þarna voru flestir í jakkafötum og með bindi, þrátt fyrir það að hit- inn væri um 30 stig og rakinn eftir því. Þarna er ætlast til að maður sé svona klæddur — annars er lit- ið fremur niður á mann og maður ekki virtur viðlits. Ég álpaðist upp í borgina Sao Paulo í stuttbuxum er við vorum þar i skoðunarferð. Fólk nam staðar og góndi á mig svo að ég sá mér ekki annað fært en fara inn í búð og kaupa mér síðar buxur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.