Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 Alhvíta féð áfram í Reykhólasveit Konráð Konráðsson starfsmaður ÁTVK við Lindargötu: „Farðu, annars skýt ég á þig“ — sagði maðurinn, en ég hélt fyrst að hann væri bara að fíflast „ÉG VAK kominn alveg að hólf- inu, er að ná í lyklana í vasann og hafði lagt pokann með peningun- um í á jörðina á milli fóta mér. í sama mund kemur maður hlaup- andi úr vesturátt með eitthvað í höndunum, sem ég síðar komst að að var haglabyssa. Hann segir við mig: „Farðu í burtu. Farðu frá pok- anum". Ég hélt fyrst að maðurinn væri að fíflast og spurði eitthvað á þá leið, hvort hann væri eitthvað ruglaður. I>á sagði hann: „Farðu, annars skýt ég á þig“.“ 1‘annig lýsti Konráð Konráðsson, starfs- maður áfengisútsölunnar við Lind- argötu, aðdraganda þess, að hann var rændur í fyrrakvöld fyrir utan útibú Landsbanka íslands við Laugaveg 77, þar sem hann ætlaði að leggja inn 1.840 þúsund krónur, sem var afrakstur sölu dagsins í áfengisútsölunni við Lindargötu. Konráð ók frá Lindargötu ásamt starfsbróður sínum, Pálma Einarssyni, og lögðu þeir bílnum uppi á gangstéttinni á móts við næturhólf bankans. Konráð gekk að næturhólfinu og ræninginn kom að honum, eins og að framan greinir, en Pálmi sat í bifreiðinni á meðan. Kon- ráð sagði síðan: „Síðan skaut hann á bílinn. Skotin lentu í frambrettinu og dekkinu og síð- an eiginlega skil ég ekki hvað ég gerði. Ég tók pokann og hljóp af stað í burtu. Hann kemur á eftir mér, nær mér og slær til mín með byssunni. Ég bar höndina fyrir mig og þá hljóp skot úr byssunni. Ég datt þá og missti peningana, síðan man ég lítið hvað gerðist nema að ég forðaði mér á bak við eina súluna þarna. Pálmi sagði mér síðan að hann hefði hlaupið niður sundið vest- an við bankann." Veistu hvar síðara skotið hafnaði? „Líklega hefur það farið út í Ioftið. Ég athugaði skyggnið fyrir ofan á eftir en það virtist hafa farið út í loftið." — Hvernig kom maðurinn fyrir? „Hann virtist mjög stressaður, en hvernig svo sem ég reyndi væri mér ekki nokkur leið að lýsa honum á þessari stundu. Hann var þó ekki með neitt fyrir andlitinu." — Hvernig leið þér á meðan á þessu stóð? Konráð Konráðsson. Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson. „Ég get ekki lýst því. Fyrst hélt ég að maðurinn væri að fífl- ast, eins og ég spyr hann: „Ertu eitthvað ruglaður?“. Og ég held að ég hafi ekki einu sinni áttað mig á því við fyrra skotið að þetta var alvara, því þá hefði ég varla farið að taka peningana og hlaupa í burtu. Ég hlyti þá að hafa haft vit á því að koma mér í skjól ef ég hefði gert mér grein fyrir alvöru málsins." — En eftir á. Hvernig líður þér núna, þegar þú rifjar þetta upp? „Ég var ansi tæpur í gær- kvöldi og átti erfitt með að sofa í nótt. Ég viðurkenni að skjálftinn kemur aftur, þegar ég er að rifja þetta upp. En ekki hefði ég viljað skipta við leigubílstjórann, sem var með byssuhlaupið á hnakk- anum.“ Konráð sagði að starfsmenn áfengisverslunarinnar við Lind- argötu skiptust á um að fara með peningana í bankann eftir lokun. Við spurðum hann í lokin hvort hann gæti hugsað sér að annast bankainnlögnina í lok næsta starfsdags. Hann svaraði: „Nei, ætli það. Ég reyni að minnsta kosti að sleppa við það.“ ALLAK líkur eru nú á því að féð á tilraunastöðinni á Reykhólum verði ekki flutt þaðan, enda hafa heima- menn lagt mikla áherslu á að féð verði áfram í Reykhólasveit að sögn Bjarna Arasonar, formanns stjórnar RALA. „1>EIR SLEPPA í raun vel fyrir aust- an þar sem flóðin hafa verið. I>að hefði getað farið verr, því það er ekki mikið vatn í Hvítá, ekki nema V* af því sem er í stóru flóðunum," sagði Sigurjón Rist, vatnamælinga- maður í samtali við blm. Morgun- blaðsins. í grein sem ber nafnið Flóð og flóðahætta eftir Sigurjón og birt- ist í Eldur í Norðri, greinasafni til heiðurs Sigurði Þórarinssyni, segir Sigurjón að Hvítá og Ölfusá séu hættulegustu árnar á landinu hvað flóð snertir og mest hættan sé þar á stórfloðum. „Aðalhættan á flóðum skapast þegar mikið vatn er í ánum og í þeim myndast klakastífla. Janúar- mánuður nú var sá þriðji kaldasti í 100 ár og ísinn á ánni því orðinn mjög sterkur og samfelldur, en hættan eykst í samræmi við það hvað ísinn er þykkur og vatnið er mikið. Ennþá er feikilega mikil ís- hella eftir í Hvítá, uppi hjá Iðu. Þar hefur áin ennþá bara lyft ís- hellunni, en sprengt hana neðar og vegna þess hefur áin stíflast. Það hefur engin sólbráð verið og ísinn því sterkari fyrir vikið,“ sagði Sig- urjón. í grein Sigurjóns kemur fram að besta ráðið til að koma í veg fyrir verið til umræðu á fundi í stjórn RALA á fimmtudaginn. Þar hefði verið ákveðið að bíða með endan- lega ákvörðun í málinu á meðan verið er að kanna hvernig fram- haldsræktun stofnsins verði best fyrir komið í Reykhólasveit. flóð í Hvítá sé að veita henni austur í Þjórsá með því að gera skurð við Hestfjallið. Sigurjón sagði að tvennt tefði rennsli vatnsins niður Flóann nú miðað við það sem áður hefði ver- ið. Margir nýjir vegir væru komn- ir þarna og land hefði mikið verið grætt upp, til dæmis í Flóaveitun- um. Lækkunin á þorsk- og karfablokkum: Þýðir um Vz% tekjuminnkun „MÉR SÝNIST að lækkunin á karfa- og þorskblokkinni þýði um 1k% af tekjum frystingarinnar og talan sé á bilinu 35 til 40 milljónir króna í ár,“ sagði Rósmundur Guðnason, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, aðspurður um hvaða áhrif lækkun á verði þorsk- og karfablokka á Bandaríkja- markaði, sem Mbl. sagði frá hefði á útflutningstekjur okkar. Bjarni sagði að þetta mál hefði Vatnið í Hvítá aðeins lA af þvf sem er í stærstu fLóðum „Ef þú geri r ekki eins og ég segi, þá skj H ég af þér hausinn“ • • — sagði ræninginn við Orn Reyni Pétursson, leigubflstjóra Örn Reynir Pétursson leigubflstjóri skammt frá Nauthólsvík, þar sem ræninginn skipaði honum út úr bflnum. í baksýn er Loftleiðahótelið, en þangað fór Örn Reynir og tilkynnti atburðinn. Ljósmynd/Rax. „ÉG VAR fyrsti bfll á stöðinni við Hótel Sögu og klukkan var rúm- lega sjö, því ég var að hlusta á fréttirnar í útvarpinu. Þá kemur maðurinn gangandi úr gagnstæðri átt, eins og hann væri að koma frá Birkimelnum, hann gengur beint að bflnum og sest inn í hann, vinstra megin, fyrir aftan mig. Hann biður mig um að aka að Loftleiðum og skildi ég það svo, að hann vildi fara að Hótel Loftleið- um,“ sagði Örn Reynir Pétursson, leigubílstjóri í samtali við blm. Morgunblaðsins, en hann varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu í fyrrakvöld að vera ógnað með byssu og bfl hans var síðan stolið, en sá sem það gerði, er maður sem skömmu síðar framdi vopnað rán við Austurbæjarútibú Landsbank- ans. „Það var komið myrkur þegar maðurinn kom, en mér sýndist hann vera í ljósum mittisjakka, þykkum og líklega hefur hann verið með húfu á höfðinu. Hann var með innkaupapoka í höndun- um. Við lögðum af stað og eftir tiltölulega stuttan akstur sagði hann: „Eg er að flýta mér.“ Mér datt í hug að hann væri að missa af flugi, eða hann væri að fara til þess að taka á móti einhverj- um. Þegar við komum að gatna- mótum Njarðargötu og Hring- brautar, taldi ég mig verða fljót- ari með því að aka gamla Lauf- ásveginn og þaðan upp á Reykja- nesbraut. Þegar ég var kominn stuttan spöl niður eftir veginum að Loftleiðum, tók maðurinn mig hálstaki aftan frá og ég fann um leið að einhver hlutur kom f hnakkann á mér. Maðurinn seg- ir: „Ég er með haglabyssu og ef þú gerir ekki alveg eins og ég segi þér, þá skýt ég af þér haus- inn!“ Trúlega á því augnabliki sé ég útundan mér eitthvað sem líkist hlaupi á haglabyssu. Er hér var komið sögu virtist mað- urinn æsast um allan mun og ég fékk það á tilfinningunna að maðurinn væri hreinlega geð- veikur. Fram að þessu hafði ekki heyrst í honum alla leiðina, hann hafði setið grafkyrr," sagði Örn Reynir. „Maðurinn sagði mér að aka áfram og endurtók hann í sífellu að hann væri með haglabyssu og sagðist vera með fingurinn á gikknum. Ég sagði manninum að ég skyldi gera allt sem hann segði og það var þarna sem ég byrjaði að verða verulega skelk- aður. Ég reyndi að gera mér grein fyrir ástandinu og hvort ég hefði möguleika á að henda mér út úr bílnum. Jafnframt reyndi ég að stilla talstöðina þannig að hún kæmi beint inn á skiptiborð- ið á stöðinni og einnig hefðu þá allir leigubílstjórar heyrt hvað var að gerast. Én maðurinn skip- aði mér að slökkva á útvarpinu og talstöðinni. Ég var þarna kominn f beygjuna við Hótel Loftleiði og sagði hann mér að taka afleggjarann til vinstri, út í Nauthólsvík. Ég ók þangað og síðan út í afleggjarann fyrir neð- an skógræktarsvæðið í Öskju- hlíðinni. Þar skipaði hann mér að drepa á bílnum og rétta sér lyklana. Ég gerði það og sagði hann mér að fara út úr bílnum. ég vissi ekki hvað hann ætlaðist fyrir þarna, en bjóst við hinu versta, þorði varla að blikka augunum, hvað þá heldur annað, ég held að ég hafi aldrei orðið eins hræddur á ævi minni eins og þarna. Eg gat allt eins búist við því að hann skyti mig, eftir það sem á undan var gengið. Hann sagði mér að fara út úr bílnum, hann fylgdi mér eftir með byssunni, en ég hendist út, beygði mig og hljóp fram með bílnum og burtu, í átt að Öskju- hlíðinni. Ég hef trúlega aldrei áður hlaupið jafn hratt á ævinni og þarna. Maðurinn kom þá út úr bílnum og öskraði eitthvað á eftir mér, sem ég heyrði ekki hvað var. Þegar ég fyrst þorði að líta við var maðurinn að bakka bílnum upp á veg og síðan sá ég hann keyra til baka. Þegar bíll- inn var úr augsýn, hljóp ég af stað í átt að Hótel Loftleiðum, komst í beinu Hreyfilslínuna og sagði stöðinni hvað hafði gerst. Síðan kom lögreglan og ég sat með þeim um tfma og ókum við um bæinn í leit að bílnum,“ sagði Örn Reynir. „Maðurinn virkaði furðulega á mig þegar hann kom að bílnum við Sögu. Þegar hann kom labb- andi að bílnum virtist hárið illa hirt, enda getur hann hafa verið með hárkollu og einnig var myrkur, svo ég get ekki lýst hon- um nákvæmlega. Hann var með innkaupapoka með sér og get ég ekki ímyndað mér annað en að hann hafi geymt byssuna þar. En þetta er sérkennileg lífs- reynsla, ég hefði aldrei trúað því að svona lagað ætti eftir að koma fyrir mig,“ sagði Örn Reynir Pétursson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.