Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 23 sinni eigin skáldakynslóð. Glíman sem hann heyir í ljóðum sínum með það markmið fyrir augum, að öðlast eigin lífsskoðun, er í meira samræmi við lífsgildarökræðurn- ar, sem áttu sér stað á þriðja ára- tugnum, og sem fóru meðal nokkru eldri skáldakynslóðar. Ef Heinesen hefði ekki skrifað annað en þessar fjórar ljóðabæk- ur, mundi nafn hans ef til vill vera gleymt núna, því að það er óum- deilanlegt að gleymskuhegrinn, sem samkvæmt Eddukvæðunum svífur yfir öltunnum veislukvöld- anna, hefur verið óvæginn við öll þessi fyrrum dáðu ljóðskáld. Aftur á móti sveigði Heinesen inn á aðrar brautir en ljóðforms- ins, sem framvegis varð aðeins aukagrein í ritverkum hans. Skáldsagan „Blæsende Gry“ (Hvöss dagrenning), sem kom út 1934, sýndi að nú beindist áhugi hans að formi skáldsögunnar. Það var fyrir milligöngu Ottos Gelsteds, að fundum Heinesens og Hans Kirk bar saman, og í sam- einingu sveigðu þeir Heinesen pólitískt séð til róttækni eða vinstri stefnu. Því verður ekki á móti mælt, að skáldsagan „Fisk- erne“ eftir Kirk hefur haft úrslita- þýðingu fyrir Heinesen, en kemur ekki fram fyrr en með „Noatun". „Blæsende Gry“ er kollektíf skáldsaga („aðalpersónan" hópur, en ekki einstaklingur. G. Dan.), en frásagnaraðferðin er algerlega ólík þeirri aðferð sem beitt er í „Fiskerne". Það eru fremur aðrar tilraunir í þessari bókmennta- stefnu, svo sem tilraun Leck Fish- ers, sem hafa verið fyrirmynd Heinesens að frásagnaraðferðinni í þessu mjög svo lausformaða byrjendaverki, sem að öðru leyti er ópólitískt og skírskotar ekki til neinna sósíalskra kenninga. Það er hlutlaust, skýrslumótað, myndrænt. Ljóðsafnið „Den dunkle sol“ (1936) sýnir fráhvarf frá ljóðlist þriðja áratugsins að því leyti, að hið hefðbundna ljóð með reglulegu hljómfalli og rími er vikið um set, en óbundnu ljóðin orðin í meiri- hluta. Þar að auki sjást greinileg merki um heimsviðburði þeirra tíma (spönsku borgarastyrjöldina, nazismann). En með skáldsögunni „Noatun" (1938) fékk Heinesen loksins að ávinna sér þær fjölda- vinsældir, sem að líkindum hafa sannfært hann um, að heimkynni hans væri skáldlist í óbundnu máli. „Noatun" er kollektíf skáld- saga, sem hefur „Fiskerne“ að beinni fyrirmynd, en samanburð- ur þessara tveggja bóka leiðir greinilega í ljós veiku punktana í „Noatun" sem augljósastir eru í þeirri rækt, sem Heinesen leggur við smámunina, svo að bygging verksins verður brotakennd, og spillir það fyrir eða nánast útilok- ar dramatíska átakaspennu. Það látlausa og kyrrstæða getur haft sinn þokka, en er þó varasamt 1 skáldsögu. Einnig hér er hægt að fullyrða að til staðar er tiltakan- leg vöntun á sósíalskri hugmynda- fræði sem auðvitað er annað en sósíölsk samkennd, en hún er tvímælalaust sterk í bókinni. En upprisa sameignarstefnunnar til félagslega betri heims, verður veruleiki, sem að öllu leyti byggist á skilyrðum sem ríkjandi samfé- lag setur, og ekki er hægt að finna snefil af sjálfstæðri afstöðu gegn þessu fyrirkomulagi. Að lokum er það svo, að hið ríkjandi samfé- lagsform bjargar samyrkjunni út úr erfiðleikunum. Aftur á móti er hægt að sjá af „Sölku Völku“ og „Sjálfstæðu fólki“ Laxness, að þetta hlutlæga raunsæi getur ágætlega þolað gagnrýna afstöðu. Og þá erum við komin að hinni löngu þögn í skáldskapnum, sem ber upp á sama tíma (eða hérum- bil) og endurnýjað og styrkt sam- band Heinesens við verslunar- umsvif föður hans. En það er í rauninni hyggilegt í þessari at- rennu að láta sem ekkert sé og hoppa áreynslulaust yfir öll þessi ár og líta á „Den sorte Gryde" (1949) sem nefnilega er líka koll- ektíf skáldsaga, að þessu sinni nærri því af sömu gerð sem „Blæs- ende Gry“, og einkennist eins og tvær fyrrnefndar skáldsögur af samanröðun smáatriða og skorti á viðleitni til að fella þessi mörgu, brot og andstæður saman í' dramatíska heild. Myndrænt hlutbundið raunsæi er Heinesen ennþá hugleiknast. Skáldsagan er að hluta til uppgjör milli ofsatrúaráhangenda og hinnar kristilegu lífsangistar og skorti á umburðarlyndi, og Heinesen er greinilega meiri afhjúpari í hinum einstöku atriðismyndum en áður, og hið sama á við um lýsingarnar á hinu sjúklega kynlífi, sem krist- indómurinn er látinn valda, en nokkurn skýran heimspekilegan eða pólitískan grundvöll getur maður ekki fundið hér fremur en í „Noatun", sem er töluvert ein- kennilegt með hliðsjón af efni skáldsögunnar. Þetta er ef til vill í samræmi við eindregna svartsýni bókarinnar, persónur eins og Oppermann og Símon bakari geta heldur ekki eflt mikið álit okkar á manneskjunni. í aðalatriðum virðist þessi langa þögn ekki vera nein þátta- skil á höfundarferli Heinesens. „Den sorte Gryde" kemur í beinu framhaldi af „Blæsende Gry“ og „Noatun" — það er sósíalrealism- inn í formi samfélagsskáldsögu, enda þótt Heinesen hafi nú náð því að skapa persónulegan frásagnarmáta, þar sem efniviður hans eru tveir ólíkir hópar, ef maður þorir að nota það orð um hina mörgu einstaklinga, sem um- kringja tvær aðalpersónur bókar- innar. En hvað er þá að segja um „De fortabte spillemænd" frá 1950? (Slag vindhörpunnar). Hér er vissulega um að ræða kollektífan róman frá sjónarmiði verktækni í skáldsögugerð, en nú hafa blandað sér í leikinn efnisþættir úr afglapaskáldsögunni, glæpareyf- aranum og goðsögninni, en grunn- urinn eða uppistaðan er staðfast- lega samfélagsskáldsagan, sem hefur eins og í „Den sorte Gryde" tvær fjandsamlegar einingar sem hópa, og atburðarásin er stríðið milli þeirra, milli hins góða og hins vonda, og í því bíður hið góða og hljómræna ósigur. En bölsýnin hefur þó ekki allra síðasta orðið, því að persónan Orpheus, sem vissulega er laustengd sögunni, gefur bendingu um, að hið góða rísi upp aftur eins og fuglinn Fön- ix. Og hið dularfulla er tengt Orpheusi, sem er nýtt og bendir fram á veginn, burt frá sósíalreal- ismanum. Bókin hefur þess vegna orðið mjög tilraunakennd, skoðuð sem skáldsaga og hefur ekki í heild heppnast fullkomlega, en það er með þessari bók, en ekki með „Den sorte Gryde" að endur- nýjunin hefst. Bókin „De fortabte spillemænd" stendur á vegamót- unum milli hinnar fullkomlega raunsæju skáldsögu og hinnar óhömdu og dulræðu frá- sagnaiistar, sem Heinesen átti eft- ir að hverfa til á næstu árum, frásagnalistar sem þegar á allt er litið er mest einkennandi fyrir síð- ari helming rithöfundarferilsins: Smásöguna. í þessu tilliti er „De fortabte spillemænd" ennþá í öll- um aðalatriðum íhaldssöm, en hún inniheldur hina mjög svo mikil- vægu eiginleika, sem gera síðari bækur Heinesens alveg persónu- legar og sérstæðar í dönskum bókmenntum. Strax í skáldsög- unni „Moder syvstjerne“ (1952) hefur þetta nýja inntak aukist sterklega, og bókin orkar á mann sem listaverk, heilsteypt og per- sónulegt. Hér er um að ræða dul- magnaða skáldsögu um bernsk- una, sem hann með sínum sér- staka hætti svo að segja endurrit- aði 1976 í „Tárnet ved verdens ende“ (Turninn á heimsenda). Þessar bækur sýna glöggt öll ein- kenni, sem eru sérstæð á síðari hluta rithöfundarferilsins: Jafn- væga blöndu af hversdagsraunsæi og furðusögu, fljótt á litið tvö and- stæð efni, en William Heinesen leitast stöðugt við — með skarpri undantekningu í skáldsögunni „Det gode háb“ — að mynda sam- lífi þessara tveggja frumþátta, og þegar honum heppnast það best, rís frásögn sem ókunnugir skynja sem sér-færeyskt fyrirbæri, en ætti ef til vill heldur að skilgreina sem séreinkenni Heinesens. Ég hef hér í huga smásögurnar „Gryl- en“, „Kniven“, „Mánen over Hor- ebsfjærg", „Doda“ og „Advent" — ásamt hinum tveimur fyrrgreindu skáldsögum. Það er ekki úr vegi í þessu sam- bandi að undirstrika, að Heinesen tekst best upp í formi stuttra skáldverka, ljóðinu og smásög- unni, sem sennilega er einnig ástæðan fyrir stöðugri fastheldni hans við smábútatækni í formi kollektifu skáldsagnanna, sem leysir hann undan erfiðum bygg- ingarvanda hinnar hefðbundnu skáldsögu. Nánari athugun á tækninni í sagnfræðilegri bréfa- og dagbókarskáldsögunni „Det gode háb“ leiðir í ljós, að uppistað- an er enn sem fyrr hin kollektífa skáldsaga, sem einnig ríkir í „Tárnet ved verdens ende“. En hér er óneitanlega um að ræða ákaf- lega persónulegt afbrigði af þessu frásagnarformi. Þetta byggist ef til vill á því, að þrjár skáldsögur þessa tímabils: „Moder syv- stjerne", „Det gode háb“ og „Tárnet ved verdens ende“ fjalla fyrst og fremst um Heinesen sjálf- an, tvær þeirra um barnæskuna, en í „Det gode háb“ er listamaður- inn Heinesen túlkaður í persón- unni Peder Börresen. Allar þessar bækur, bæði smásögur og skáld- sögur, og sérstaklega „Det gode háb“ gegna sósíölsku hlutverki, eða kannski ætti maður að taka vægar til orða: Þær innihalda sósíalskan áhuga, þar sem Heine- sen líkt og Laxness boðar öngvar sósíalskar kenningar í skáldverk- um sínum. Viðhorf hans er já- kvætt gagnvart þeim persónum sem tilheyra veröld „landeyðunn- ar“ („dosmerens verden"). Og þar með hefur hann að nokkru gefið í skyn, að textinn sé hvorki í fyrsta né öðru lagi byggður á jákvæðum hugmyndafræðilegum grunni póli- tísks eðlis, ja, í raun og veru á maður auk þess erfitt með að finna trúarlegt sjónarmið í þess- um prósaverkum. Þess háttar er auðveldara að finna í endurprent- unum þeirra æskuljóða sem hér birtast, og sveima óróleg umhverf- is þessi vafamál. En samkvæmt, meðal annars, hinum háðsku sneiðum til falskenninga ofsatrú- arfólksins, og af hinum dreifðu jákvæðu ummælum (til dæmis í tveimur ljóðasöfnum þessa tíma- bils: „Hymne og harmsang" (1961) og „Panorama með regnbue" (1972) er þó hægt að fullyrða, að Heinesen er dæmigerður and- kirkjusinni og líklega trúleysingi, að minnsta kosti eindregið and- vígur því að vísa á tilgang lífsins og árangur handan við dauðann. Líf okkar á sér stað hér og nú á forsendum náttúrulögmálanna. Afstaðan er ómenguð mannúð, og út frá því getur maður dregið fjöldamargar ályktanir af ólíkum toga, meðal annars pólitiskum toga (hernaðarandúð) og af list- rænum toga (hann er andvígur l’art pour l’art og nútímalegum tilraunastefnum, svo sem fárán- leikanum — absurdismanum). Af- staðan til manneskjunnar er hvarvetna mótuð af samúð með þeim sem á einn eða annan hátt eru undirokaðir, en huggunin sem hann miðlar þeim er ekki trúar- legs eðlis, ekki heldur pólitísk, heldur er hún hljómræn, mannleg list sem hrærir hjörtun og gjarna getur afhjúpað hina stirðnuðu borgaralegu hræsni, hið stein- runna siðgæði, skort á umburðar- lyndi og öðru slíku sem blómstrar svo ríkulega einmitt í allt of vand- aðri snyrtimennsku, sem öngvu að síður hefur sína verulega frá- hrindandi ranghverfu. Skilin á höfundarferlinum eru svo sem ekki skörp, en þau eru til staðar og eru auðgreindust í „De fortabte spillemænd". Það er hið dulræða ívaf, sem verður kenni- merkið á bókum Heinesens, ham- ingjusamleg blanda af raunsæi, furðusögu, draumi og hugmynda- flugi, sem ber rithöfundinn út fyrir hindranirnar í þröngum heimi fyrstu skáldsagna hans. Með sérkennilegum og persónu- legum hætti heppnast honum að gera persónur sínar alþjóðlegar. Guðmundur Daníelsson sneri á íslensku rffZtíÍal3“n Konur... til hamingju með daginn! Vdrumarkaöurinn hf. Meira fyrir minna | ÁRMÚLA 1a EÐISTORG111| 5©l"t(9V vO<"l<sV vO<"KsV ^Ol'HsV V<®l"><sV V®H(sV PARKET Nýtt Nýtt Einu sinni enn er Tarkett-parket í far- arbroddi í parket-framleiðslu. • Á markaðinn er nú komið parket meö nýrri lakkáferð, sem er þrisvar sinnum endingarbetri en venjulegt lakk. • Veitir helmingi betri endingu gegn risp- um en venjulegt lakk. • Gefur skýrari og fallegri áferð. • Betra í öllu viðhaldi. • Komiö og kynniö ykkur þessa nýju og glæsilegu framleiðslu frá Tarkett. • Alger bylting á íslenska parket-markað- inum. Harðviðarval hf., Skemmuvegi 40, Kópavogi, sími 74111. ^S)t¥Sy* «N©«(3P> ‘Nf®'*K§P*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.