Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 19 16767 Opið sunnudag 2—4 Vesturbær Ca. 50 fm 2ja herb. ibúö í kjall- ara. Bein sala. Hverfisgata Rúmgóö einstaklingsíbúö ásamt íbúöarherbergi í kjallara. Bein sala. Ránargata Ca. 70 fm 3ja herb. íbúö á 2. hæö. Bein sala. Hringbraut Rúmgóö 3ja herb. íbúö á efri hæö í tvíbýli. Bein sala. Barónsstígur Rúmgóö 3ja herb. falleg ris- íbúö. Bein sala. Langholtsvegur Rúmgóö 4ra—5 herb. íbúð á 1. hæö i þríbýli. Bein sala eöa skipti á góöri 3ja herb. ibúö í sama hverfi. Ásvallagata Ca. 90 fm 4ra herb. ibúö á 1. hæö í þríbýli ásamt tveim íbúð- arherb. í kjallara og geymslu. Bein sala. Mosfellssveit Raöhús á tveimur hæöum við Byggöarholt. Nönnugata Litiö einbýlishús ca. 65 fm aö grunnfleti. Hæð og ris. Bein sala. Fossvogur — Raöhús Ca. 195 fm á 2 hæðum í góöu standi með bilskúr. Bein sala. Einar Sigurðsson hrl. Laugavegi 66, sími 16767, kvöld- og helgarsími 77182 esió reglulega af öllum fjöldanum! Athugasemd Morgunblaðinu barst í gær eftir- farandi athugasemd frá Eiði Guðna- syni, formanni þingflokks Alþýðu- flokksins: „Frásögn Morgunblaðsins í gær af því sem blaðið kýs að kalla „djúpstæðan ágreining" innan Al- þýðuflokksins vegna ráðningar bankastjóra að Búnaðarbanka Is- lands er úr lausu lofti gripin og full af ósannindum og missögnum. I fyrsta lagi var það auðvitað á valdi Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks að ráða því hver yrði ráðinn bankastjóri. Þessir tveir flokkar starfa saman í ríkisstjórn, og hefðu getað ráðið þessari stöðu- veitingu, ef þeir hefðu viljað. í öðru lagi er það rangt að Jón Baldvin Hannibalsson hafi óskað eftir sérstökum þingflokksfundi vegna þessa máls. Hvorki hann né nokkur annar þingmaður bar fram ósk um slíkan fund við mig eða annan úr stjórn þingflokksins. í þriðja lagi liggur ekki fyrir að meirihluti þingflokks Alþýðu- flokksins hafi verið fylgjandi ráðningu Lárusar Jónssonar. Það kom aldrei fram á þeim fundum þingflokksins þar sem þessi mál voru reifuð. í fjórða lagi barst þingflokki Al- þýðuflokksins aldrei neitt það til- boð sem Morgunblaðið kallar „samvinnu almennt í bankamál- um“, og því kom aldrei til þess að afstaða væri tekin til slíks á fundi. Þetta eru helstu rangfærslunar sem fram koma í frásögn Morgun- blaðsins og snerta raunar alla meginþætti frásagnarinnar. Vandséð er hvaða tilgangi slík skrif þjóna. Helst dettur mér þó í hug að þeim sé ætlað að leiða at- hyglina frá því sem nú er mörgum Sjálfstæðismönnum umhugsunar- efni, en það er hvort það voru ekki í rauninni afskipti fremstu for- ystusveitar Sjálfstæðisflokksins af málinu, sem leiddu til þeirrar niðurstöðu sem endanlega varð. Að lokum þetta: Ef til eru þeir menn, sem gera því skóna eins og Morgunblaðið segir að samstarf flokka byggist á því hverjir fái að verða bankastjórar, en ekki hug- myndum um að skapa hér betra og réttlátara þjóðfélag, þá er illa komið.“ Aths. ritstj. Morgunblaðið hafði haldgóðar heimildir fyrir þessari frétt frá aðilum, sem það hefur getað treyst. Ef eitthvað fer á milli mála er eins líklegt að ástæðan sé sam- gönguleysi innan Alþýðuflokksins eða samskiptavandræði annarra flokka við hann. Kvikmyndahátíð Listahátíðar „ENDANLEGAR tölur um aðsókn og afkomu Kvikmyndahátíðar 1984 liggja ekki fyrir, en lausleg áætlun bendir til þess að heildaraðsókn hafi verið á sextánda þúsund manns og að hátíðin muni standa undir sér,“ sagði Guðbrandur Gíslason, fram- kvæmdastjóri Listahátíðar, í samtali við blm. Mbl. í gær. I Mbl. sl. föstudag birtist frétt um Kvikmyndahátiðina, þar sem haft var m.a. eftir Guðbrandi að um sextán þúsund manns hafi sótt hátíðina. Þá tölu fékk Mbl. ekki hjá Guðbrandi, heldur starfs- manni skrifstofu Listaháíðar á fimmtudag og biður Mbl. Guð- brand afsökunar á því, sú tala skuli hafa verið felld inn í samtal við hann, eins og hún væri frá honum komin. Sú fullyrðing í föstudagsfrétt- inni að hátíðin væri hallalaus byggðist á því, að á þriðjudag sagði Guðbrandur í samtali við blm. Mbl. að færi aðsóknin yfir 15.000 manns yrði hátíðin líklega hallalaus og dró blaðamaður þá ályktun af upplýsingum skrifstof- unnar um 16 þúsund manna að- sókn, að svo yrði. Sqppkz computer Stórkostieg verðlækkim! Nú geta allir fengið sér alvöru tölvu Nú hafa verið felldir niöur tollar og söluskattur af tölvubúnaöi. Þetta gerir íslendingum kleift aö tölvuvæöast í samræmi viö kröfur nútímans. Nú átt þú næsta leik! Nú getum viö boöiö þér vinsælustu alvöru einkatölvu í heimi, Apple / / e, en hún hefur nú selst í 1.500.000 eintökum. Meira en 20.000 forrit eru fáanleg á Apple / / e. en þaö er mun meira en nokkur önnur tölva getur státaö af. Mörg íslensk forrit eru fáanleg á vélina, t.d. fjárhagsbókhald, viöskiptamannabókhald, lagerbókhald, launabókhald, tollvörugeymsluforrit, veröútreikn- ingar o.fl. Mundu þaö, aö án forrita er tölva eins og bensínlaus bíll. Á Apple / / e er staölaö íslenskt lyklaborö, og hentar hún því einkar vel til ritvinnslu. Notendaminni vélarinnar er 64K, en þaö er stækkanlegt í 128K og ætti þaö aö vera nægilegt fyrir flesta. Apple tölvur eru notaöar hjá skólum, bönkum, opinberum stofnunum, einkafyrirtækjum, skipafélögum, flugfélögum, verk- fræöistofum, læknastofum, rannsóknarstofum, lögfræöistof- um, endurskoöendum, vélsmiöjum, fataframleiöendum, ráö- gjafarfyrirtækjum, verktökum, útgáfufyrirtækjum, prentsmiöj- um og þannig mætti lengi telja. Fjölmargir einstaklingar nota Apple, svo sem kennarar, rithöfundar, vísindamenn, forritarar, rafeindavirkjar, radioamatörar, stjórnendur fyrirtækja og stofn- ana, læknar, verkfræöingar, þýðendur og blaöamenn, og eru þá aðeins tekin örfá dæmi. Tilboð: Kr. 63.990,-, nú aðeins kr. 49.990,- Útborgun kr. 10.000,- og eftirstöðvar á 10 mánuðum! Skipholti 19, sími 29800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.