Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 45 Úr Davíðshúsi, en þar annaðist leiðsögn Kristján safnvörður. My Fair Lady, þó verkið hafi verið sýnt yfir fjörutíu sinnum. Til að lýsa sýningunni á My Fair Lady sem þingflokkurinn sat, má nota eitt orð: Frábær, a.m.k. að mati undirritaðrar, og um und- irtektir er nóg að segja frá því, að það var að tilhlutan eins leikar- ans, sem sagði „nóg“ að hætt var að klappa. Þá var búið að hleypa tjaldinu upp og niður ótal sinnum. Menntamálaráðherra bauð upp á kaffi, gos og freyðivín fyrir leik- húsfólkið í lok sýningar og þing- flokkurinn upp á snittur, sem ein- hver sagði að þeir þingmenn sem ekki mættu sætu við að smyrja. Ragnhildur bauð fólk velkomið og þakkaði frábæra sýningu. Signý Pálsdóttir leikhússtjóri þakkaði viðurgjörning og fagnaði komu heils þingflokks, sem hún sagði ánægjulegt nýmæli fyrir menn- ingarlífið á Akureyri. Fulltrúi leikara tók og til máls og sagðist aldrei hafa haft heilan þingflokk fyrir framan sig á sýningu, svona í einu lagi. „Vissulega vorum við meðvituð um það og svolítið nerv- us þess vegna,“ sagði hann, „en við fundum strax að salurinn var góð- ur,“ bætti hann við. Nokkrir þingmanna tóku síðan til máls og sögðu brandara af sjálfum sér og öðrum við góðar undirtektir. Iðnaðarráðherra upp- lýsti m.a. að hluta af lærdómi sín- um við MA hefði hann numið und- ir sviðinu hjá Leikfélagi Akureyr- ar. Þingmenn og makar þeirra vöknuðu fyrir allar aldir á sunnu- deginum, enda á dagskrá að heim- sækja Davíðshús. Að lokinni heimsókninni þangað fór hópur- inn til kirkju, en að loknum há- degisverði í Smiðjunni var flogið suður í tveimur flugvélum. Þess má geta í lokin, að í við- ræðum undirritaðrar við þing- menn kom fram, að þetta hefði verið mjög fræðandi og skemmti- leg heimsókn og voru menn á því að endurtaka þyrfti framtakið víð- ar um land. F.P. Helga Alfreðsdóttir og Eiríkur Stefánsson skemmtu þingmönnum og gestum þeirra með söng í kvöldverðarboði þingflokksins. Undirleik annaðist Áskell Jónsson. Frá hádegisverðarboði bæjarráðs Akureyrar. hann hygðist gangast fyrir stofn- un iðnaðarstofnunar á Akureyri, skipasmíðaiðnaður var til umfjöll- unar, upplýst var að iðnrekstr- arsjóður skuli lagður niður og ein- um þingmanni heimilað að gang- ast fyrir þingflokkasamstöðu um flutning tillögu varðandi samstarf okkar við nágrannafiskveiðiþjóðir. Að sögn formanns þingflokksins, Ólafs G. Einarssonar, var síðast haldinn formlegur þingflokks- fundur úti á landi fyrir tíu eða ellefu árum, einn vinnufundur var aftur á móti haldinn á Hellu fyrir tveimur til þremur árum, svo heita má að þarna hafi verið um nýmæli að ræða. Gengið úr kirkju á sunnudagsmorgni. Af félagaöflun í Heim- dall í Verzló Að loknum þingflokksfundinum var haldið í Sjallann þar sem bæj- arráð Akureyrar beið þingmanna og bauð til herlegrar máltíðar. í óformlegum viðræðum í borðhald- inu kom m.a. fram, að formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, og bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins á Akureyri, Sigríður Stefánsdóttir, voru á sama tíma í Verzlunarskóla íslands. Hafði þá verið mjótt á munum, hvort þeirra aflaði fleiri nýrra félaga í Heim- dall, félag ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, í þeim til- gangi að koma Magnúsi Gunn- arssyni núverandi framkvæmda- stjóra VSf, sem einnig var í Verzló, að sem formanni Heim- dallar. Formaður þingflokksins þakk- aði hádegisverðarboðið. Rakti hann um leið nokkrar sögur, sem borist höfðu að eyrum nýkominna um afreksverk minnihlutans sem hélt uppi dagskránni á föstudegin- um og mætti m.a. á árshátíðinni. Að loknum hádegisverðinum fluttu menn sig niður á neðri hæð Sjallans en þar hófst almennur Hluti þingflokksins ásamt mökum fyrir framan Hótel KEA. Talið frá vinstri: Arni Johnsen, Halldóra Filippusdóttir, Þór Vilhjálmsson, Ragnhildur Helgadóttir, Eyjólfur Konráð Jónsson, Geir Hallgrímsson, Erna Finnsdóttir, Friðrik Sophusson, Þorsteinn Pálsson, Ólafur G. Einarsson, Ragna Bjarnadóttir, Matthías Á. Mathiesen, Sigrún Þ. Mathie- sen, Guðbjörg Benediktsdóttir, Sigríður Sveinsdóttir, Pétur Sigurðsson, Helga Sigfúsdóttir, Pálmi Jónsson, Valdimar Indriðason, Salome Þorkelsdóttir, lngibjörg Ólafsdóttir, Gréta Kristjánsdóttir, Sverrir Hermannsson og Jóel Jóels- son. opinn stjórnmálafundur kl. 14.30. Formaður Sjálfstæðisflokksins flutti framsöguræðu, en sfðan voru leyfðar fyrirspurnir og sátu ráðherrar og þingmenn kjördæm- isins, þeir Lárus Jónsson og Hall- dór Blöndal, fyrir svörum. Fund- argestir voru um tvö hundruð talsins og fékk ræða formanns góðar undirtektir. Fundarstjóri var Gunnar Ragnars bæjar- fulltrúi. Nokkrar fyrirspurnir voru fram bornar og þeim svarað, en nokkuð þóttu fundarmenn hæv- erskir í spurningum — eða óframfærnir — kannski af því hversu pallborðið var þéttsetið. Þingflokkurinn bauð velunnur- um sínum á Akureyri og í ná- grenni til kvöldverðar kl. 18 í fé- lagsheimili Karlakórs Akureyrar. Þar var m.a. til skemmtunar söng- ur þeirra Eiríks Stefánssonar og Helgu Alfreðsdóttur, en þau sungu nokkur íslenzk lög við und- irleik Áskels Jónssonar. Gunnar Ragnars bæjarfulltrúi sagði nokkra velvalda brandara þannig að veizlugestir veltust um af hlátri. ólafur G. Einarsson þakk- aði frábærar móttökur sem þing- flokkurinn hafði hlotið og þakkaði sérstaklega þingmanninum Árna Johnsen, sem hugmyndina átti að ferð þessari, og annaðist hann undirbúning hennar. Aldrei haft heilan þingflokk fyrir framan sig Ekki verður svo til Akureyrar komið á þessum vetri — og kannski var það að hluta til ástæðan fyrir þessari ferð — að Leikfélag Akureyrar og sýningin My Fair Lady sé ekki sótt heim. Hótelin á Akureyri eru fullskipuð helgi eftir helgi og færri komast að en vilja. Heilu fyrirtækin á höf- uðborgarsvæðinu taka sig upp og halda árshátíðir á Akureyri með tilheyrandi leikhúsferð og óþarfi að geta þess að ætíð er uppselt á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.