Morgunblaðið - 19.02.1984, Page 37

Morgunblaðið - 19.02.1984, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 37 3ET1 A DROTTINSJ^GI UMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Félag guðfræðinema Starf hins Alþjóðlega bænadags kvenna nær til fjölda kvenna í fjölmörgum kirkjudeildum. Dorothy Wagner er lengst til hægri á myndinni. Alþjóðlegur bæna- dagur kvenna 2. marz Alþjóðlegar kristnar kvennahreyf- ingar eru fjölmargar í heiminum. Þær, sem við þekkjum bezt hér á íslandi eru KFUK og Alþjóðlegur bænadagur kvenna. Eins og þessar tvær hreyfingar vinna saman og eru tengdar hver annarri hér er sömu sögu að segja um allar hinar kristnu kvennahreyfingar í heiminum; þær tengjast hver annarri í ýmsan máta og starfa saman, t.d. með bænadög- um og margvíslegri réttindabaráttu og sálusorgun. Alkirkjustarf kvenn- anna á íslandi Ég vona að þið skiljið ekki orð mín hér að ofan svo að KFUK standi öðrum fremur fyrir hinum alþjóðlega bænadegi kvenna hér. Dagurinn er nefnilega undirbúinn af konum úr mörgum kirkjudeild- um og trúfélögum hér og það sam- starf er bæði gleðilegt og athygl- isvert í alla staði. Og nú ætlum við að telja upp hverjir standa að deg- inum: Aðventkirkjan, Frikirkjan í Reykjavík, Hvítasunnusöfnuður- inn, Kaþólski söfnuðurinn, Þjóð- kirkjan, Elímsöfnuðurinn, Hjálp- ræðisherinn, KFUK, Kristniboðs- félag kvenna. Samkirkjustarf kvennanna byrjaði árið 1964 en á sér reyndar lengri sögu því sumir hópar voru farnir að starfa saman að hinum alþjóðlega bænadegi kvenna fyrr en það. Nú viljum við hvetja ykk- ur, konur og karla, sem hafið tæki- færi til að sækja samkomur á bænadeginum, sem verður föstu- daginn 2. marz, til að veita ykkur þá gleði. Samkomurnar eru sam- kirkjulegar þar sem því verður við komið, annars staðar eru þær haldnar á vegum þjóðkirkjusafn- aðanna eða kvennahópa, sem ekki ná til annarra vegna fjarlægða. HeimsstarfiÖ Miðstöð hreyfingarinnar er í New York. Þar starfar fram- kvæmdastjórinn, Dorothy Wagn- er, kona, sem nú er komin yfir sex- tugt og á að baki langt starf að kristnum baráttumálum. Með henni starfar nefnd kvenna frá ýmsum löndum, framkvæmda- nefnd, sem hittist reglulega. For- seti hennar er brezk kona, Marg- aret Williams, og býr í Edinborg. Það verður miklu persónulegra ef ég segi ykkur að ég hef hitt þessar konur og hrósa þeim mikið fyrir persónulega hlýju samfara mikl- um dugnaði þeirra. Hin persónu- legu samskipti eru nefnilega hér sem annars staðar svo ólýsanlega þýðingarmikil. Evrópuþing eru haldin annað hvert ár. Hið næsta verður í maí- lok i Svíþjóð. Og í bréfi sem barst Á alþjóðlegum bænadegi kvenna • játa konur um víða veröld trú sína á Jesúm Krist • tala saman um von sína og ótta, gleði og sorg, leiðir og þörf Á alþjóðlegum bænadegi kvenna • eru konur hvattar til að hugsa til heimsins alls en búa ekki við einangrun • að auðgast af trúarreynzlu kristins fólks í öðrufn lönd- um og af annarri menningararfleifð • að taka á sig byrðar annarra og biðja með þeim og fyrir þeim • að gera sér grein fyrir hæfileikum sínum og nota þá í þjónustu í þjóðfélaginu Á alþjóðlegum bænadegi kvenna • árétta konur að bæn og starf er óaðskiljanlegt og hafa hvort tveggja áhrif á heiminn langt umfram það, sem nokkurn getur grunað. í vikunni frá þeim Margaret og Dorothy segir, að heimsþing sé í vændum, verði haldið árið 1986 — og það er alveg á næstunni eins og við vitum. Bænadagurinn sjálfur Á hverjum bænadegi þykir mér það undursamleg tilhugsun að eft- ir því sem sólin vekur fleiri og fleiri konur til starfa á ferð sinni yfir himinhvelið stíga fleiri og fleiri bænir upp til Drottins. Og þegar þær, sem fyrst vöknuðu, hafa lokið degi sínum og leggjast til hvíldar, halda hópar systra þeirra bæninni áfram unz þeirra dagur endar. Alþjóðlegur bænadagur kvenna varð til af því að konur fundu þörfina til að biðja, þörfina til að starfa saman að málum Krists í marglitri veröldinni. Hann spratt upp úr bænastarfi landnáms- kvenna í Norður-Ameríku á 18. og 19. öld. Þær bjuggu við hörð kjör, gátu ekki skrifast á eða gripið í símann til að uppörva hver aðra — en þær gátu beðið hver fyrir ann- arri. Um miðja 19. öld hafði myndzt vísir að bænahring, árið 1920 höfðu konur í Kanada og Bandaríkjunum sameinazt um bænadaginn og nú er hann hald- inn í yfir 70 löndum, meðal kvenna og karla — í mörgum kristnum kirkjudeildum. Hvatningin Það er rétt að við þýðum það, sem forsvarskonurnar hafa sjálfar sent frá sér eftir mikla umhugsun og sameiginlegt starf, sent út um heiminn til að útskýra og gera grein fyrir hreyfingunni og til að uppörva og verða til blessunar. Takið nú þetta sem persónuleg skilaboð frá þeim og þeim fjöl- mörgu konum, sem þær starfa fyrir. Við Ijúkum okkar línum með að skýra frá því að yfirskrift dagsins í ár er tiltekin af sænskum konum og dagskráin samin af þeim. Yfir- skriftin er: Kristur — hið lifandi vatn. Þær fjalla um hana í dagskrá sinni á þann hátt að vitna fyrst til þess, sem segir um lífs- vatnið í GT, síðan í NT, þá í sam- tíðinni og loks í framtíðinni. í biblíulesskrá vikunnar tökum við upp ritningarstaði úr dagskrá bænadagsins. Samtal við Möggu og Guð Heldur þótti mér Magga vinkona mín segja mér frétt- ir þegar ég heimsótti hana á þriðjudaginn. Ég er farin að vinna úti, sagði hún eins og ekkert væri eðlilegra. Jæja, sagði ég og vonaði að ég segði það líka eins og ekkert væri eðlilegra. Líklega tókst það því Magga hélt áfram. Það virðast allar konur geta unn- ið úti þótt krakkarnir séu enn í skóla, sagði hún. Og hún talaði um vinnuna úti og vinnuna heima og hvernig sér tækist svo ljómandi vel að láta þetta allt ganga svo ágætlega, hvernig sér tækist að laða hitt heimilisfólkið til að gera ýmislegt, sem það hefði aldrei gert fyrr og hvernig hún léti það ekki hvarfla að sér að vera með hugann heima þegar hún væri í vinnunni. Ég minntist alls þess, sem hún hafði sagt á umliðnum árum um okkur hinar, sem höfðum unnið úti þótt börnin væru lítil. Það voru oft þung- ir dómar, fannst mér, og óréttlátir. Drottinn, hvíslaði ég í hjarta mér, hjálpaðu mér til að segja ekkert af því, sem ég hugsa, það gæti kostað okkur vináttuna. Og þegar ég var aftur komin út á götu þakkaði ég Guði fyrir hjálp- ina. Aldrei, Guð, hef ég séð nokkra manneskju skipta svona um skoðun og fara að gera það, sem hún fordæmdi hjá öðrum og sagðist aldrei myndi gera sjálf. Þú veizt að mér er alltaf gleði að hjálpa þér, sagði Drottinn. En mér finnst ekki að þú þurfir að verða svona hissa þótt Magga skipti um skoðun. Þú hefur nú sjálf skipt rækilega um skoðun á ýmsu á árinu sem leið. Og Drottinn tók undir handlegg- inn á mér og leiddi mig í hálkunni meðan ég hugleiddi undrandi þessa nýju stað- hæfingu. Bililíulustur vikuna 1H.—-25. felirúar: Kristur - hið lifandi vatn Sunnudagur 19. febrúar: Jóh. 4,5—30 — Samverska konan við brunninn. Mánudagur 20. febrúar I. Mós. 24,10—14 — Vatn til daglegra nota og verk Guðs. Þriðjudagur 21. febrúan Jes. 44,3—4 — Gras milli vatna. Miðvikudagur 22. febrúar: Jóh. 7,37—38 - Lifandi vatn hjartans. Fimmtudagur 23. febrúar: Daviðssálmur 23,1—3 — Leiðir mig að vötnum ... Föstudagur 24. febrúar: Op. 7,14—17 — Eilíft líf. Laugardagur 25. febrúar: Jes. 55,1—3 — Vatn án endurgjalds. Far og sel eignir þinar 1. sunnudagur í níuviknaföstu Matt. 19,16—30 Starfsglaður, önnum kaf- inn og vel launaður málara- meistari hætti málarastörf- um og fór að vinna fyrir kristniboðsfélagið heima hjá sér, ferðast um og prédika. Vinir hans voru furðu lostnir og spurðu hvort þetta borgaði sig. Ég fæ miklu minni pen- inga, sagði málarameistar- inn, en ég fæ meiri gleði, svo mikla að ég finn að á hverj- um degi fæ ég dálítið af eilífu lífi. Og svo eignast ég eilíft líf um eilífð. Við skiljum það líklega öll að hann fann einlíft líf í starfsgleðinni og hlýðninni við Guð. En gat hann unnið sér inn fyrir eilífu lífi á himnum? Nei, hann var ekki að gera það. Hið eilífa líf hversdagsins og eilífðarinnar fæst aðeins ókeypis, án verka okkar, fyrir náð Guðs, fyrir dauða og upprisu Jesú Krists. En þau ein, sem taka á móti því, eignast það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.