Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 39
• Flugliðar, farmenn og erlend sendiráð geta flutt inn áfengt öl, eftir settum reglum þar um. Ekki er ástæða til að amast við hefð- bundnum hlunnindum einstakra atvinnustétta, sem orðin eru hluti af kjararamma þeirra. Þau skapa þó mismunandi þegnrétt í landinu, sem erfitt er að horfa fram hjá. • Leyfður er innflutningur öl- gerðarefna og gera verður ráð fyrir að margir færi sér þau í nyt til heimagerðs öls. • Bæði á öldurhúsum og heima við styrkir fólk óáfengt öl til neyzlu. • Ölbannið er, þegar alls er gætt, sýndarmennska aftan í framboði hvers konar sterkari áfeng- istegunda. Hinir, sem andæfa gegn ölinu, tína til tvö meginatriði: • Hið fyrra er að því fleiri teg- undir áfengis sem bjóðist, þeim mun meira verði drukkið. • Það síðara staðhæfir, að meðal- sterkt öl sé vegagerð yfir í sterkara áfengi, ekki sízt fyrir unglinga. Tillögur um hliðstæðan bjór að býðst nær hvarvetna heims um ból hafa af og til komið fram á Alþingi. Þingheimur hefur þó oftar en hitt skotið sér undan að taka afstöðu til þeirra tillagna og þær „sofnað“ á ýmsum stigum meðferðar. Það er eðlilegt að þing- menn hafi, eins og aðrir menn, mismunandi afstöðu til málsins. Hitt lýsir hvorki þreki né þori að forðast eins og heitan eldinn að sú afstaða megi kunn verða. Sú tillaga, sem nú er fram kom- in, fjallar einvörðungu um að vísa þessu gamla „feimnismáli" í dóm þjóðarinnar, samhliða almennum kosningum. Það verður því í lengstu lög að gera ráð fyrir þvi að þingmenn hafi uppburði í sér til þess að taka afstöðu til hennar. Þó líður hver vikan af annarri án þess að fyrir tillögunni sé mælt, að ekki sé talað um nefndarálit og það, sem þingmenn hugsa sjálf- sagt til með mismunandi hug- rekki, atkvæðagreiðsluna. Fyrsti flutningsmaður er að vísu vara- þingmaður, sem ekki situr á þingi þessa stundina, en meðflutn- ingsmenn eru þrír, skýrmæltir og skorinyrtir, svo vel á að vera fyrir framsögu séð, ef annað brestur ekki. Það er ekki oft sem málum er skotið undir dóm þjóðarinnar. Það mætti þó gera endrum og eins, ekki sízt þegar svo ber undir, að þingheimur þorir í hvoruga löpp- ina að stíga. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 39 Bílarnir sem við auglýstum um daginn, seldust upp í hvelli. En nú höfum við líka fengið verðlækkun á dýrari bílana. Til dæmis þennan. Hann er með stærri vél, vandaðri innréttingu, og meira í hann borið En verðið er það bezta ... aðeins ... 133.000 kr.... Þú færð 2 Skoda fyrir einn lítinn japanskan. Ef þú hefur misst af tækifærinu um daginn. Þá færðu annað núna . .. JÖFUR HF. Nvbvlaveai 2 - Kópavoqi - Sími 42600 Auglýsmgastofa Gunnars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.