Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 Skáldskapur Williams Heinesens - eftir Erik Sönderholm Nýlega kom út hjá Bröndum-forlagi í Kaupmannahöfn úrval úr fjórum fyrstu ljóðabókum skáldsins WiIIiam Heinesens, sem er vel þekktur hér á landi af mörgum skáldsögum sem þýddar hafa verið og gefnar út á íslenzku. Dr. Erik Sönderholm, áður forstöðumaður Norræna hússins, nú bókmenntakennari við Háskólann í Kaupmannahöfn, ritar eftirmála við ljóðaúrval Heinesens, „Vinter — Dröm“ og fjallar eftirmálinn um allan ritferil Heinesens. Sá sem rennir augum yfir rit- verkaskrá Williams Heinesens hlýtur að taka eftir hinu greini- lega hléi, sem verður á bók- menntasköpun hans milli skáld- sögunnar „Noatun" (1938) og „Den sorte Gryde (1949), hléi, sem er svo langt, að vel gæti verið að það markaði þýðingarmikil skil á rit- ferli, sem virðist samkvæmt tíma- röð falla greinilega i tvö skarplega aðgreind skeið. Þetta viðhorf er svo auðfengið og ódýrt, að sann- gjarnt má telja að rannsaka hvort þetta sé í rauninni staðreynd eða ekki. Árið 1916 yfirgaf William Heinesen, sem þá var 16 ára gam- all, (f. 15. janúar 1900), Færeyjar, til þess • að afla sér verslunar- menntunar í Kaupmannaskólan- um í Kaupmannahöfn. I einni af síðari endurminningaskáldsögum hans „Tárnet ved verdens ende“ (1976) eru auðgreindar hinar and- stæðu kenndir innra með honum áður en hann fer að heiman, þegar hann á að velja á milli tryggrar og veruleikabundinnar tilveru góð- borgarans og hljómlistar og and- borgaralegra lífshátta, sem í skáldsögunni eru pærsónur, sem faðir hans stimplar með fyrirlitn- ingu sem „landeyður". í bókinni kemur það fram, að strax á gelgju- skeiðinu tók hann „landeyðurnar" fram yfir góðborgarana, og þetta kann að hafa stuðlað að því, að mjög bráðlega gaf hann verslun- arnámið upp á bátinn og reyndi að finna sér annað starf, þar sem hann gæti svalað hinni miklu þrá til ritstarfa, og fann það starf um skamma hríð í blaðamennskunni, sem hann lærði í Ringsted. En þrátt fyrir allt var það ekki þetta form ritstarfa, sem heillaði hann, og strax árið 1919 leitaði hann sér nýrrar leiðar og kom fram á rit- völlinn sem ljóðskáld í tímaritinu „Verden og vi“ (nr. 18, 2. maí). Varla hefði hinn ungi Heinesen getað valið sér nokkurt jafn þrautnotað form á þeirri tíð, því að ljóðsnillingarnir voru jafn margir og flugurnar í septem- bermánuði, svo notuð séu ummæli Holbergs. Á árum fyrri heims- styrjaldarinnar átti sér stað í landinu eitthvað f ætt við ljóð- ræna sprengingu, eða öllu heldur var sem jörðin opnaðist fyrir goshver, sem allan þriðja áratug- inn var virkur án afláts og spúði ljóðum yfir lesendurna, sem í reyndinni keyptu þennan stríða straum ljóðasafna í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr, og þau undur gerðust, að fjöldi ljóðasafna var gefinn út aftur og aftur. Það var Seedorf, sem fyrst kom út 1916, og árið eftir kom Emil Bönnelykke, árið 1918 kom Fredrik Nygaard, og loks gekk Tom Kristensen fram á sviðið 1920, og við þessi þekktu nöfn getur maður án erfiðismuna bætt tuttugu höfundum, sem í þá daga unnu sér orðstír sem ljóð- skáld. Nú eru aðeins fáir sem þekkja þau. Svo sem alkunnugt er hefur maður sér til hægri vika og nokkuð af handahófi notað ein- kennisorð svo sem ekspressjónisti, fútúristi og dadaisti um þessi dönsku skáld, vörumerki sem benda til miðevrópskrar samtíð- arljóðlistar sem hugsanlegrar fyrirmyndar. En þessar nafngiftir eru, séðar af evrópskum sjónar- hóli, tæplega nothæfar fyrir þessi dönsku skáld, augljóst er þó, að hinn nýi ljóðstíll var, að nokkru marki í það minnsta, undir áhrif- um af lífsdýrkun, krafti, hátíðar- veislu, tilfinningavímu, viljastyrk og hneigð til víns, ásta, hraða og hreyfingar. Að ljóðforminu til eru þeir See- dorf og Tom Kristensen hefð- bundnir, með djúpar rætur í sí- gildri lyrik, aðrir aftur á móti, til að mynda Bönnelykke, undir áhrifum yngri ljóðskálda, svo sem Jóhannesar V. Jensens, jafnvel þó að einnig hann væri veikur fyrir gjallandi taktföstu hljómfalli. Að þessari skrautlegu flugeldaskot- hríð skáldanna varð Heinesen áhorfandi við komu sína til Kaup- mannahafnar. Nokkru eftir komu sína þangað komst hann í sam- band við hina dönsku háborg menningarinnar fyrir milligöngu Ottos Gelsteds, sem var lítið eitt eldri en hin skáldin, en gaf út fyrstu ljóðabók sína 1920, sem skáld er Heinesen þvf jafnaldra Gelsted, en öngvu að síður veru- lega frábrugðinn þessum skáld- bróður. Sjálfur kom Heinesen með fyrstu bók sína árið síðar en Gelsted, ljóðasafnið „Arktiske El- egier" (1921) (Harmljóð norðurs- ins), og fylgdi þeim eftir með ljóðasafninu „Höbjergning ved Havet" (1924) (Heyhirðing við hafið), „Sange mod Vaardybet" (1924) (Sungið út í vorgeiminn) og „Stjernene vaagner" (1930) (Stjörnurnar kvikna), — þær fjór- ar bækur sem kynntar eru í þessu úrvali. Eigi maður á grundvelli þessara kvæðasafna að skilgreina Heine- sen innan hóps danskra skáld- bræðra hans, þá staldrar maður við nokkur formsatriði: Heinesen er í þessum fjórum ljóðasöfnum eindreginn fylgismaður hins hefð- bundna ljóðaforms, sem krefst reglubundinnar hrynjandi og ríms. Við þetta bætist ákaft dá- læti á stuðlasetningu, sem senni- legt er að hann hafi með hliðsjón af íslenskri ljóðahefð álitið sér- vestnorrænt fyrirbæri, sem að vissu marki gæti vísað til sérlegs uppruna hans. öll þessi einkenni hverfa smátt og smátt, og eru nærri horfin í tveimur síðustu ljóðabókum hans. í efnisvali virð- ist hann á margan hátt standa næst Poul P.M. Pedersen (1898) og er þetta greinilegast í harmljóði Heinesens um dauðann og óttann við dauðann. Varla er þó um að ræða nokkur bein áhrif, heldur um skammvinnan tilfinningaskyld- leika. Á þessum árum stóðu þessi tvö skáld (sem hafa þroskast til andstæðra átta) tvímælalaust lengst úti á jaðrinum, fjarri skáld- um miðdepilsins, sem ortu um veisluglaum og gleði og leituðust með því við að nálgast lífsfyllingu. Ef Heinesen hefur átt sér danskar fyrirmyndir, virðast þær helst hafa verið skáld síðasta áratugs 19. aldar (þó ekki Sophus Claus- sen), ekki heldur Johannes V. Jen- sen eða Thöger Larsen, sem hann átti eftir að nálgast að lífsskoðun. Ljóðin sýna greinilega að trúin og þar með reikningsskil við krist- indóminn höfðu gagnger áhrif á Heinesen, og þess vegna er það vel skiljanlegt, að Ijóð Viggos Stuck- enbergs skyldu geta orðið eðlileg viðmiðun fyrir hann. Að öðru leyti er freistandi að fullyrða, að sami áhrifavaldurinn bak við tíðar- andabundinn skáldskap þessara manna sé einkennandi fyrir ís- lendingana, sem á þessum tíma skrifuðu á dönsku (Gunnar Gunn- arsson, Guðmund Kamban og fleiri). Með þvf að gerast ljóðskáld fylgdi Heinesen tískubundnum aldaranda, en hann tengdist ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.