Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 21 ar er orðið. Fólk er farið að sjóast í ferðalögum, ekki lengur hrætt við að vera eitt á báti að þvælast einhvers staðar í erlendri stór- borg, og vill ráða meira yfir tíma sínum. Þá trúi ég því og vona, að í framtíðinni gefi fólk sér lengri tíma á hverjum stað, og hætti að rembast við að spanna yfir eins stór svæði og mögulegt er, sem hefur verið ríkjandi tilhneiging hjá íslendingum erlendis. Þá á ég við, að vera kannski tíu daga í Róm og færa sig svo yfir til Napólí og vera þar í aðra tíu daga, i stað þess að þeytast um Ítalíu þvera og endilanga á þessum tuttugu dög- um, sem hefði þótt bráðnauðsyn- legt fyrir nokkrum árum. Síðan finnst mér alltaf dálítið sárt hvað Islendingar ferðast lítið um næstu nágrannalönd okkar, Bretland og Norðurlöndin. Það hafa flestir komið til Kaupmanna- hafnar og London, jafnvel oft og mörgum sinnum, en aldrei látið sér detta í hug að skoða aðra staði í þessum löndum." Hundsbitin í bransanum — Nú er ferðamannaþjónustan í eðli sínu „hraðskreið", og þar með undirorpin mistökum. Hef- urðu þurft að standa mikið í því að „redda í horn“ á 20 ára ferli þínum í bransanum? „Skemmtileg atvik eiga sér allt- af stað annað slagið, ekki síst vegna þess hve ferðamannaþjón- ustan er persónuleg. Og reyndar eru flest þessarra atvika of persónuleg til að eiga erindi í blaðaviðtal. En ég get nefnt þér tvö dæmi. Eitt sinn var hringt í mig klukkan eitt um nótt frá Glasgow, en um kvöldið höfðu far- ið þangað 150 manns á okkar veg- um með leiguflugi. Það kom í ljós að þessi 150 manna hópur stóð uppi úrræðalaus í anddyri tveggja hótela og vissi enginn sitt rjúk- andi ráð. Sem var kannski ekki nema von því enginn fararstjóri var með í ferðinni. Ég bað viðkom- andi hótel að hinkra aðeins á með- an ég kynnti mér hvernig í málinu lægi, því ég vissi það að tveir far- arstjórar áttu að fylgja hópnum. En ég var fljótur að komast að því að þeir höfðu hvergi farið! Svona mál verður ferðaskrif- stofa einfaldlega að leysa. í þessu tilfelli blessaðist allt vel þegar upp var staðið; ég fann aðila í hópnum sem gat séð um að koma öllum til hvílu og síðan voru farar- stjórarnir sendir út morguninn eftir. Öðru sinni fékk ég upphring- ingu frá Bergen, en þá var þar stödd fjölskylda sem hafði rétt misst af Smyrli og næsta ferð var eftir viku. Astæðan fyrir því að fólkið hafði verið þetta seint á ferðinni var sú, að skakkur brott- farartími var ritaður á farseðil- inn. Að sjálfsögðu var ekkert ann- að fyrir okkur að gera en að halda fólkinu uppi í Noregi þessa viku sem það þurfti að bíða, enda var sökin okkar. Svona hlutum tekur maður bara eins og hverju öðru hundsbiti." Ferðamálaráð svelt fjárhagslega Steinn hefur setið í Ferðamála- ráði síðan 1976 og sl. 3 ár í stjórn- arnefnd ráðsins. Ferðamálaráði hefur oft verið legið á hálsi fyrir hægfara og ómarkviss vinnu- brögð. Hvað hefur Steinn að segja um það. Er gagnrýnin réttlát? „Já, Ferðamálaráð hefur verið gagnrýnt mikið og ef til vill með réttu að einhverju marki. En aðal- skýringin á því að Ferðamálaráð hefur ekki gert meira en það þó hefur gert — en ég tel að því hafi orðið vel ágengt á ýmsum sviðum — er sú, að eyrnamerktur fjárhag- ur þessarar stofnunar hefur verið mjög skertur undanfarin ár. Sam- kvæmt lögum frá 1976 er kveðið á um það að Ferðamálaráð skuli hafa 10% af brúttósölu fríhafnar- innar í Keflavík, auk þess sem gert er ráð fyrir kostnaði vegna skrifstofuhalds á fjárlögum. í dag heitir það að fá 30% af skilafé fríhafnarinnar, sem er allt önnur og miklu lægri upphæð. Þá kemur þessi upphæð ári síðar og bindur allar framtíðar skipulagshug- myndir ráðsins. Það hefur ekki ennþá tekist að skýra út fyrir ráðamönnum, að til þess að skipuleggja ferðamál af einhverju viti þarf að hugsa mörg ár fram í timann, en ekki nokkra mánuði eins og nú er gert. Ef allt væri með felldu, ætti Ferðamála- ráð þegar að vera búið að skipu- leggja árið 1985, en í dag veit ráðið ekki hvað það hefur mikla peninga til umráða fyrir ferðamannatíma- bilið 1984.“ — En ef við horfum framhjá fjármálunum, hvað ætti Ferða- málaráð að leggja mesta áherslu á í nájnni framtíð, að þínu mati? „Á næstunni ætti ráðið að leggja töluverða áherslu á að bæta aðstöðu ferðamanna hér innan- lands. Og þar á ég við smávægileg atriði, eins og til dæmis bætta klósettaðstöðu þar sem ferðamenn koma í land úr skemmtiferðaskip- um, aukin tjaldsvæði I Reykjavík og þar fram eftir götunum. Það þarf að samræma störf allra þeirra ólíku aðila sem starfa að þessum málum, en það hefur skort töluvert á slíka samræmingu hingað til. Ég get nefnt einfalt dæmi eins og það, að ef ferðamað- ur fer með Ákraborginni upp á Akranes er enginn rútubíll til að skila honum til baka. f þessu til- felli hafa flutningsaðilar ekki stillt saman strengi sína. Og síðast en ekki síst þarf að beita sér miklu meira fyrir söfnun upplýsinga um þá ferðamenn sem hingað koma; hvað þeir eru að gera hér, hvaðan þeir koma, hvað þeir dvelja lengi og svo framvegis. Við vitum ýmislegt um þessa hluti af brjóstvitinu einu saman, eins og til að mynda það, að gistirými á Akureyri er í lágmarki og að það eru flöskuhálsar á gistingu á fleiri stöðum á landinu, en það vantar allar faglegar upplýsingar til að byggja á áætlanir mörg ár fram í tímann.“ Formaður FÍF frá 1975 Steinn hefur verið formaður Fé- lags íslenskra ferðaskrifstofa frá árinu 1975, eða frá þeim tíma að félagið var endurreist eftir að hafa verið óstarfhæft um fimm ára skeið, m.a. vegna ósættis út af umsókn Úrvals um inngöngu í fé- lagið. „Já, þegar Úrval sótti um inn- göngu í FÍF árið 1970 var því hafnað af meirihluta félags- manna, nema með því skilyrði að fulltrúi Úrvals tæki aldrei sæti í stjórn félagsins, né yrði fulltrúi þess í Ferðamálaráði! Þetta varð til þess að félagið splundraðist og starfsemin lá að mestu leyti niðri fram til 1975, en þá sættust menn og allar stærstu ferðaskrifstofur landsins gengu undir einn hatt. Og það fyndna við þetta er, að all- ar götur síðan hefur fulltrúi Úr- vals bæði verið formaður félagsins og fulltrúi þess í Ferðamálaráði! Annars verður það að segjast eins og er að FÍF hefur ekki verið þess megnugt að framkvæma allt það sem því ber að gera. Það staf- ar af því, eins og allir vita, að inn- an vébanda ferðaskrifstofumanna eru ábúðarfullir menn sem hafa viljað fara sínar eigin léiðir. Þannig hefur starfsemi félagsins meira verið bundin við það að ná fram sameiginlegum hagsmunum gagnvart opinberum og óopinber- um aðilum, frekar en það, sem einnig var tilgangur FÍF, að reyna að hafa hemil á þeirri gegndar- lausu samkeppni og baráttu sem ávallt hefur leikið um rekstur ferðaskrifstofa á fslandi." — Þú ert þó ekki á móti sam- keppni? „Nei, ekki heiðarlegri sam- keppni, þar sem menn keppast um að auka þjónustuna að gæðum og magni. En ég er á móti taumlaus- um undirboðum og auglýsinga- skrumi og það var nú einu sinni tilgangur félagsins að hamla gegn slíku.“ — Þú nefnir auglýsingaskrum, sérstaklega. Er mikið um það að ferðaskrifstofur ýki í auglýsingum sínum. „Það verður að segjast eins og er að á seinni árum hefur það færst æ meira í vöxt að orðalag auglýsinga í blöðum og bækling- um fari út fyrir þann ramma sem mannlegt brjóstvit segir okkur að mögulegt sé. Svo mikil er dýrðin sem til boða stendur. En þótt ég segi þetta svona afdráttarlaust, má ekki skilja mig svo að ég sé að ráðast á kollega mína. Þetta er einfaldlega skoðun mín, og ég hef margoft lýst henni yfir, bæði við þá og aðra. Kvörtunarnefnd sett á laggirnar — f þessu sambandi vaknar spurningin um rétt neytandans. Ef ferðaskrifstofa býður gull og græna skóga en ferðamaðurinn fær síðan ekki annað en ryðgað járn og visin tré, hvar stendur hann þá? Á hann rétt á bótum? Og hvert á hann að leita réttar síns? „Það er mér töluvert ánægjuefni að geta sagt það að FÍF hefur beitt sér fyrir að koma á laggirnar kvörtunarnefnd í samvinnu við Neytendasamtökin og í þann mund sem ég skildi við um ára- mótin átti það mál ekki langt í land. Þessi nefnd verður nokkurs konar úrskurðaraðili þegar kvart- anir berast frá óánægðum ferða- mönnum og eins getur fólk snúið sér beint til nefndarinnar og borið upp erindi sitt. f nefndinni eiga sæti fulltrúi FÍF, fulltrúi Neyt- endasamtakanna og einn odda- maður frá opinberum aðila. Annars hefur það verið svo í raunveruleikanum, að ef ferða- skrifstofa veit upp á sig sakirnar hefur ekki staðið á henni að bæta fyrir mistök sín. En hins vegar koma alltaf upp ýmis vafamál, þar sem ekki liggur ljóst fyrir hvorum megin sökin liggur, og í þeim til- fellum er nauðsynlegt að hafa óháðan aðila til að taka af skarið varðandi ágreininginn." Nýtt líf í nýju landi Jæja Steinn, nú fer að vera tímabært að binda endi á þetta viðtal. En í lokin, ein persónuleg spurning. Hvernig leggst það í þig að brjóta allar brýr að baki þér og byrja nýtt líf í nýju landi? „Þetta er mikil breyting, það er alveg Ijóst. í fyrsta lagi er ég fjöl- skyldumaður með konu og þrjú börn á aldrinum 10, 17 og 19 ára. Fjölskyldan verður áfram á ís- landi fram yfir vorpróf, þannig að eðlilegt fjölskyldulíf hefst ekki aftur hjá okkur fyrr en í sumar. Nú, fjölskyldan verður auðvitað að slíta sig frá ýmsu hér heima, ætt- ingjum og vinum, starfi og tóm- stundaiðju, og það er töluvert átak. Hvað mig varðar persónulega hefur veturinn verið gífurlega annasamur og ég hef því ekki haft mikinn tíma til að velta því fyrir mér hvernig ég komi til með að taka þessari breytingu. En ég er hvergi banginn, ég hef áður söðlað um í lífinu og ávallt verið það heppinn að geta skapað mér nægi- leg viðfangsefni á þeim vettvangi sem ég hef valið mér. Ég get svo ekki annað en þakkað öllum þeim mörgu aðilum, sem ég hef haft viðskipti við, samstarfs- mönnum, viðskiptavinum og öðrum viðskiptaaðilum, fyrir ánægjuleg samskipti á liðnum ár- um. Og ég vona bara að fólk haldi ekki að ég sé farinn í eilífðar út- legð, það er erfitt aö segja til um það á þessari stundu hversu lengi ég verð í burtu, en eitt er víst, rætur mínar eru á íslandi og þar verða þær svo lengi sem ég lifi.“ GPA Til sölu flugvélin TF-EGG PIPER APACHE ’62. Nýmáluð, ný ársskoðun. Mótorar 1850/1800 tímar eftir. Upplýsingar í síma 12909 og 43453. ÁVÖXTUNSfW VERÐBRÉFAMARKAÐUR Ungur nemur gamall temur Kynnid ykkur nýjustu ávöxtunarleiðina: Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs ^ Gengi 20.02/84 Ár R. Sg./100 kr. Ár Fl. Sg./100 kr. 1971 1 15.274 1977 2 1.716 1972 1 13.826 1978 1 1.395 1972 2 11.287 1978 2 1.096 1973 1 8.526 1979 1 947 1973 2 8.127 1979 2 711 1974 1 5.318 1980 1 616 1975 1 4.169 1980 2 466 1975 2 3.098 1981 1 398 1976 1 2.829 1981 2 293 1976 2 2.331 1982 1 279 1977 1 2.057 1982 2 206 1983 1 158 /—Óverðtryggð ™ - Verðtryggð \ veðskuldabréf veðskuldabréf Ár 20% 21% Söhig. 1 86,3 87,0 Ár 2 afb/ári. 2 80,3 81,3 i 95,2 6 81,6 3 74,9 76,1 2 91,9 7 78,8 4 70,2 71,5 3 89,4 8 76,1 5 66,0 67,4 4 86,4 9 73,4 62,2 63,7 5 84,5 10 70,8 J óskum eftir spariskírteinum ríkissjóðs til sölu. Verðtryggð veðskuldabréf óskast í sölu. Óverðtryggð veðskuldabréf óskast í sölu. * Avöxtun ávaxtar fé þitt betur ÁVÖXTUN 8f HfJ LAUGAVEGUR 97 - SÍMI 28815 OPIÐ FRÁ10 - 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.