Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 Á vísan að róa Texti: HBj. Ljósm.: RAX. Farið í skelróður með mb. Jóni Frey „Það fer ekki á milli mála að hörpudiskurinn hefur minnkað verulega hér í firðinum,“ sagði Finnur Jónsson, útgerðarmaður mb. Jóns Freys frá Stykkishólmi, í samtali við blm., er við fórum í stuttan skeltúr með Jóni Frey er verið var að prófa hreinsivél sem sett hafði verið í bátinn. „Hafrannsóknastofnunin lagði í fyrstu til að ekki yrði farið upp fyrir 5000 tonna afla hér í Breiðafirði, síðar var þetta hækkað upp í 8000 tonn og það talið hæfilegt, en undanfarin ár hafa verið veidd hérna 10—11 þúsund tonn á ári, en svæðið hefur að vísu verið stækkað. í fyrra var sagt að veiða mætti 11 þúsund tonn, aðeins þetta eina ár, en nú er búið að leyfa sama aflamagnið aftur. Þetta finnst okkur varhugavert svo ekki sé meira sagt. Við íslendingar erum búnir að brenna okkur á þessu með allar veiðar og ættum að reyna að koma í veg fyrir að það sama eigi sér stað með skelina. Við höldum því fram að þessar sífelldu hækkanir á kvótanum séu eingöngu gerðar til að koma nýjum aðilum inn í vinnsluna. Bræðurnir Eggert skipstjóri og Finnur útgerðarmaður um borð í Jóni Frey. Plógurinn hífður um borð, fullur af skel. þetta yrði allt á okkar kostnað þar sem útilokað er að auka kvótann. En hvað segja sjómennirnir um málið? „Þetta kæmi illa út fyrir Hólminn," sagði Eggert Jónsson, skipstjóri á Jóni Frey. „Nei, okkur líst engan veginn á það,“ sögðu Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson stýrimaður og Jóhann Ingi Hin- riksson háseti, báðir á Jóni Frey, er við króuðum þá af uppi í brú á heimleið úr róðrinum. „Við viljum að sjálfsögðu sitja að þessu áfram. Okkur líkar þetta vel. Þetta er mikil törn og ekkert stoppað fyrr en búið er að veiða dagsaflann. Þeir útnesmenn hafa ekkert gott af því að fá þetta, þeir hafa nóg með það sem þeir eru þegar með, enda styttra fyrir þá að sækja þorskinn, miklu styttra en fyrir okkur." Þessi róður var í styttra lagi hjá skipverjum á Jóni Frey. Farið var aftur í land eftir fjögur höl, enda aðeins verið að prófa hreinsivél sem sett hafði verið um borð. „Það er á vísan að róa,“ sagði Finnur. „Hún er alls staðar þar sem 20 faðma dýpi er í firðinum og alltaf hægt að ganga að henni þar. Þetta eru gjörþekkt svæði, misgjöful að vísu, sem búið er að veiða á í 10—15 ár. Þess vegna er auðvelt að skipuleggja veiðarnar og vinnsluna og er ein af fáum grein- um sjávarútvegs sem hægt er að koma við áætlunarbúskapi." Hjörleifur KrLstinn Hjörleifsson stýrimaður og Jóhann Ingi Hinriksson háseti. Síðan er skelinni hellt í kör á þilfar- inu og í þeim fer hún í land. Ég get nefnt sem dæmi að lengi vel var haft til viðmiðunar að taka mætti 250 tonn á ári á Flateyj- arsvæðinu. Þangað var ekki farið nema í verstu norðaustanveðrun- um. Brjánslækur hefur veitt allt sitt á þessu svæði, um það bil 1000 tonn, og er nú gjörsamlega búið að þurrka upp þetta svæði. Þar er engin smáskel lengur og bendir allt til að svæðið sé að deyja. Við höfum boðið ráðuneytinu og Haf- rannsóknastofnun það í mörg ár að lána þeim flotann til eins mik- illa rannsókna og þeir vilja. Svo einfalt er það, en þetta boð hefur enn ekki verið þegið. Manni virðist lítill vísindagrundvöllur vera fyrir ákvörðunum Hafrannsóknastofn- unarinnar þegar búið er að gefa út að 8000 tonn sé hámarkið og síðan er veitt meira í mörg ár. Nú er svo komið að sum svæðin eru orðin það léleg að þar er ekkert að hafa nema drullu og skeljabrot. Bát- arnir eru í því að taka sömu drull- una upp 10—20 sinnum." Um óskir frá Olafsvík og Grundarfirði um þátttöku í hörpu- disksveiðunum, sagði Finnur: „Við erum ekki að ræna þá einu eða neinu. Sjávaraflinn á land í Grundarfirði er til dæmis helm- ingi meiri á hvern íbúa en í Stykkishólmi. Okkur finnst óeðli- legt að þeir séu að sækjast eftir að hafa alla mánuði ársins góða hjá sér, en þess vegna segjast þeir í Grundarfirði vera að sækjast í þetta, á meðan flestum bátanna. hér er lagt 2 til 3 mánuði á ári, og ... og sturtað úr. Keðja fest í botninn á honum ... Hörpudiskurinn rennur niður í sfló og þaðan á færiband þar og í hreinsara þar sem mesta draslið skilst frá. Strákarnir handhreinsa það úr sem hreinsarinn tekur ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.