Morgunblaðið - 19.02.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
7
HUGVEKJA
eftir séra
Guðmund Óskar Ólafsson
. Og einum fékk hann
fimm talentur, öðrum tvær og
hinum þriðja eina..."
Þær frásagnir sem fylgja
gjarnan þessum degi og flytj-
ast í kirkjum landsins eru um
verkamennina í víngarðinum
og á hinn bóginn sagan um tal-
enturnar. Það má eflaust segja
að hér sé fjallað um svipað
kennsluefni með tvennskonar
blæbrigðum, en hvoru tveggja
ætlað að bregða ljósi yfir
reikningshald manna varðandi
lífsferðina og í annan stað vik-
ið nokkuð að því hvers eðlis
bókhaldið hjá Guði muni vera.
Mig langar í þetta sinn til að
skoða ofurlítið frásögnina um
talenturnar, eða réttara sagt
hvað kemur upp í huga minn
eftir þá skoðun. Á sinn hátt
merkja talenturnar manneskj-
una sjálfa, það sem hún er og
hefur ráð á, manneskjuna, sem
ekki gengur fyrir afli, sem hún
sjálf fær aukið við né af tekið,
manneskjuna, sem „hvorki
getur beygt eða rétt litla fing-
ur, nema af því að Guð hefur
skapað á hann Iiðamót".
Danska skáldið Jakob Paludan
sagði eitt sinn: „Á hinum góðu
dögum, um miðbik ævi minn-
ar, getur manni fundist að
bera fyrir brjósti hugsjónir,
sem vægast sagt verður að
álita að boði fjöldann, sem
massa og moðhöfuð, sem eigi
að láta að stjórn, meðan ein-
ungis útvaldir syngja til yndis
og fyrirsagnar, þá er Guð
áreiðanlega á annarri skoðun.
Sá, sem sagði söguna um tal-
enturnar, hann gerði fyllilega
ráð fyrir því, að sérhver mann-
eskja ætti sinn tón og talentu,
sem bæri að annast og ávaxta.
Hvað eru líka háu tónarnir í
lífshörpunni, ef hina lægri
skortir? Við erum auðvitað
fæst okkar stórsöngvarar, en
það merkir áreiðanlega að
grafa talentuna sína, ef maður
reynir ekki að raula með, þó að
tónninn gæti eflaust verið
bæði tærari og hreinni. Eða er
það ekki víst að hversu sem
manneskjan telur sig smáa eða
vanburða og jafnvel sjúka, að
þá á hún samt engu að síður
ævinlega eitthvað það, sem
hún vildi ekki missa fyrir
nokkurn mun, eitthvað af
kröftum, vitneskju eða getu,
sem unnt er að nota. Ég vil
gjarnan í þessu sambandi
segja frá dreng nokkrum, sem
var svo illa fatlaður, að hann
varð að dveljast í hjólastól alla
hafi ráð á því að gera það
stórt, sem við köllum smátt.
En við munum söguna um
verkamennina í víngarðinum,
þá var húsbóndinn þar svo ein-
kennilegur að hann greiddi öll-
um jafnt hvort sem þeir unnu
skammt eða lengi og húsbónd-
inn sem seldi mönnum í hend-
ur talentur sínar hann mælti
sömu orðin við þá sem ávöxt-
uðu fimm og tvær talentur:
„Gott átt þú trúi þjónn, gakk
inn í fögnuð herra þíns“. Það
eitt að vera á lífi i þessari ver-
öld er gjöf, talenta, sem er
ævintýri lík og enginn útdeilir
sjálfum sér slíkt. Og sá sem
meðtekur þetta ævintýri, lit-
ríkt eins og það ætið er og
stundum myrkara en nokkur
mundi kjósa, sú manneskja
sem meðtekur það og ávaxtar
af því að hún veit hverjum skal
standa skil á ráðsmennskunni
og hvers hann væntir, hún veit
þrátt um allt að við erum ekki
massi og nafnlausar örveirur í
sköpunarverkinu heldur lif-
andi börn almáttugs Guðs,
sem hann ber umhyggju fyrir
og ætlast til, að við af veikum
burðum eða máttugum sýnum
sömu eigindir til þeirra, sem
eru okkur samferða.
Að hafa „talent“
maður sé húsbóndi yfir býsna
miklum efnum, síðan kemur að
því að úr fer að draga að mað-
ur situr uppi að lokum með þá
staðreynd, að maður býr bara í
ráðsmannsbústaðnum". Ég
veit ekki hvort skáldið sagði
þetta með andvarpi eða fagn-
aðartóni, en hitt má vera mikil
blinda að verða honum ekki
sammála fyrr eða síðar. Það er
blinda að sjá ekki, að við erum
engir stórsmiðir, ekkert okkar,
að við veitum okkur ekki sjálf
stundir né efni, sem þarf til
þess að ganga um og lifa. Hins
vegar er maður harla litlu nær
við að sjá sig í ráðsmannsbú-
staðnum, ef engin kennd er
vakin, sem segir til um fyrir
hvern ráðsmennskan er með
höndum höfð. Maðurinn sem
fékk einu talentuna gróf hana
niður og fékk enga ávöxtun af
því tiltæki, einhverra hluta
vegna var lífið honum ekki
þess virði að talentan gæti
blómstrað.
Við tölum gjarnan um það,
ef einhver skarar fram úr, að
viðkomandi hafi „talent",
svona tolla nú tökuorðin vel í
málinu. En þó að okkur þyki
nú veigur í að eiga og njóta
eiginleika, sem fjöldinn getur
greint sem „talent", þá er engu
að síður máltækið rétt sem
segir: það væri hljóður skógur,
ef að þar syngi aðeins sá fugl-
inn, sem fegursta hefði rödd-
ina. Hugsa sér, hversu tómlegt
væri og mikill þagnarskógur í
kringum okkur, ef aðeins þeir,
sem fegurstan hafa tóninn og
eiga snilligáfuna á einhverju
sviði, ef þeir einir létu frá sér
heyra, en hinir sætu með árar
í báti og þegðu, sem litla virt-
ust eiga talentuna. Og þó að
þeir menn séu margir til, er
tíð. Hann átti engu að síður
sina skólagöngu, lauk mennta-
skóla og tók öll sín próf með
ágætum og var hvers manns
hugljúfi og allra manna glað-
astur. Kunningjr hans ýmsir
áttu bágt með að skilja lífs-
færni hans og spurði eitt sinn
hve lengi hann hefði verið
svona á sig kominn líkamlega.
„Þetta er fæðingarlömun,"
svaraði pilturinn. „En hvernig
geturðu horfst í augu við þessi
örlög án biturleika og þung-
lyndis?" Og svarið var: „Það er
af því að þessi örlög snertu
aldrei hjarta rnitt." Það er
meiri gifta, en orða má, að
geta lifað lífi sínu án beiskju.
Talenturnar okkar eru hvorki
né verða ævinlega þær, sem
við helst vildum, hvorki að
magni né gæðum og kannski er
það gildasti þáttur þess, sem
sagan um talenturnar á að
færa okkur, að voga að lifa líf-
inu eins og það er, að láta ekki
biturleika þrengja að hjart-
anu, heldur reyna að eiga
„rödd í skóginum" þó að okkur
finnist hún stundum ekki eins
þýð og tær og hinir.
Ég veit að það er afar oft
erfitt, já nístandi erfitt, að
ávaxta sína smáu talentu, vita
sig í ráðsmannsbústað og hafa
fengið það sem sýnist svo
miklu minna en margir aðrir
hafa til varðveislu og kristin-
dómur hefur aldrei átt neitt
svar við því, hvers vegna einn
hefur öðrum veikari burði og
færra um svokölluð tækifæri.
En hitt hefur aftur á móti
verið boðað frá fyrstu tíð af
þeim sem hafa kennt sig við
Jesúm Krist, að Guð láti sig
engu skipta þó að við köllum
sumt smáræði í fari og verkum
barnanna hans, því að hann
Að geta lifað beiskjulaust í
þessari torráðnu veröld þar
sem svo margt vitnar um mis-
skiptingu og ójafnan fjölda
sem fólki er úthlutað af talent-
um, það þýðir ekki að maður
eigi að grafa talentuna sína,
þ.e. lúta hverju og einu í þeirri
von að Guð rétti hlut allra á
hinum himnesku lendum,
heldur að ávaxta það sem
manni er gefið til þess að
breyta því til góðs sem breyta
má og láta ekki hjartað
krenkjast yfir því sem una
verður. Þetta er hægara sagt
en gert. Þetta lífsviðhorf er
ekki auðlært. En einn er sá,
sem styrkinn veitir: „En Krist-
ur er svarið við knýjandi
spumingum manns/Og komið
til mín er hið einfalda boðorð
hans“: (G.Dal). Hann ber í sér
og með sér það sem hver
manneskja þarf til að lifa og
starfa og ávaxta það sem
henni er gefið, já til að eiga
„rödd í skóginum", sem Guð
metur dýrmæta hvernig sem
hún hljómar fyrir hlustum
manna. Soren Kierkegárd:
„Hugsa sér, ef það kæmi
manneskja og segði við Drott-
in: „Mig langaði svo til að
framkvæma eitthvað til ávöxt-
unar með þetta pund sem ég
fékk útdeilt. Ég tók áhættu, já
líklega of mikla, því að ég hef
meira að segja glatað pundinu
minu.“ Hvort haldið þið að
hann hafi fengið skjótari
fyrirgefningu — hann, eða sá,
sem gróf það í jörðu?“
Erum við í nokkrum vafa
um svarið? Gildir ekki um
okkur öll það sem sagt var:
Vinnið á meðan dagur er,
mátturinn fullkomnast í veik-
leika, því að Drottinn er Herra
uppskerunnar.
ÐSTOÐ
VERÐBRÉFA-
IDSKIPTANNA
ENN BATNA KJÖR
SPARIFJÁREIGENDA
OG
VALMÖGULEIKAR
AUKAST:
1. Nýtt útboð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
1984-1. fl.
Vextir: 5,08% á ári.
Binditími 3 ár — Tveir gjalddagar á ári.
Hámarkslánstími 14 ár.
2. Gengistryggö spariskírteini ríkissjóðs m/v gengi SDR
1984-1.fl.
Vextir: 9% á ári.
Binditími 5 ár.
Hámarkslánstími 5 ár.
3. Eldri flokkar verðtryggðra spariskírteina og happ-
drættisláns ríkissjóös
Vextir: 5,3—5,5% á ári
Binditími og hámarkslánstími frá 25 dögum til allt að
5 árum.
4. Verðtryggö veðskuldabréf tryggð með lánskjaravísi-
tölu.
Vextir: 8,75—9,87% á ári.
1—2 gjalddagar á ári.
Hámarkslánstími 1 —10 ár.
SamanburOur á ávöxtun ofangremdra sparnaöarkosta: MaOalhaakkun á éri aiAuatu 4 ár Hakkun 1. jan '83 til 1. jan '84 Hakkun 1. okt '83 til 1. jan '84
1. Ný sparisk. 66,26% 82,17% 7,50%
2. SDR 68,81% 78,41% 3,92%
3. Eldrl sparisk. 66,92% 82,89% 7,61%
4. Verötr. veöskbr. 73,84% 90,47% 8,77%
Kynnið ykkur nýjustu ávöxtunarkjörin á markaðnum í
dag. Starfsfólk Verðbréfamarkaðar Fjárfestingarfélags-
ins er ávallt reiðubúið að aðstoða viö val á hagkvæm-
ustu fjárfestingu eftir óskum og þörfum hvers og eins.
SÖLUGENGIVERÐBRÉFA
20. febrúar 1984
Sparískírteini og happdrættislán ríkissjóðs
Ar-flokkur Sölugengi Avöxtun-1 Dagafjöldi
pr. kr. 100 arkrafa til innl.d.
1970-2 17.415,64 Innlv. i Seðlab. 5.02.84
1971-1 14.823,68 5,30% 1 ár 205 d.
1972-1 13.526,61 5,30% 1 ár 335 d.
1972-2 11.027,09 5,30% 2 ár 205 d.
1973-1 8.385,02 5,30% 3 ár 205 d.
1973-2 8.057,10 5,30% 3 ár 335 d.
1974-1 5.265,44 5,30% 4 ár 205 d.
1975-1 4.002,39 Innlv. i Seölab 10.01.84
1975-2 3.021,25 Innlv. í Seölab. 25.01.84
1976-1 2.877,97 Innlv. i Seölab. 10.03.84
1976-2 2.273,74 Innlv. í Seölab. 25.01.84
1977-1 2.065,14 5.30% 35 d.
1977-2 1.708,21 5,30% 200 d.
1978-1 1.400,22 5,30% 35 d.
1978-2 1.091,29 5,30% 200 d.
1979-1 951,45 Innlv. i Seölab. 25.02.84
1979-2 709,14 5,30% 205 d.
1980-1 600,16 5,30% 1 ár 55 d.
1980-2 463,48 5,30% 1 ár 245 d.
1981-1 396,68 5,30% 1 ár 335 d.
1981-2 294,10 5,30% 2 ár 235 d.
1982-1 277,68 5,30% 1 ár 11 d.
1982-2 205,74 5,30% 1 ár 221 d.
1983-1 158,61 5,30% 2 ár 11 d.
1974-D 5.215,69 5,50% 30 d.
1974-E 3.544,11 5,50% 281 d
1974-F 3.544,11 5,50% 281 d.
1975-G 2.325,03 5.50% 1 ár 281 d.
1976-H 2.153,00 5,50% 2 ár 40 d.
1976-1 1.679,45 5,50% 2 ár 280 d.
1977-J 1.515,46 5,50% 3 ár 41 d.
1981-1. fl. 317,12 5,50% 2 ár 71 d.
Veðskuldabréf — verðtryggð
Sölugengi m.v.
2 afb. á ári
1 ár 95.69
2 ár 92.30
3 ár 91,66
4 ár 89.36
5 ár 88.22
6 ár 86,17
7 ár 84.15
8 ár 82.18
9 ár 80.24
10 ár 78.37
11 ár 76,51
12 ár 74,75
13 ár 73,00
14 ár 71.33
15 ár 69,72
16 ár 68.12
17 ár 66,61
18 ár 65,12
19 ár 63,71
20 ár 62.31
Nafnvextir
(HLV)
?Vi%
2'*%
3W%
3V4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
Veðskuldabréf óverðtryggð
Avöxtun
umtram
**ötr.
8,75%
8,88%
9,00%
9,12%
9,25%
9,37%
9,50%
9,62%
9,75%
9,87%
10,00%
10,12%
10,25%
10,37%
10,49%
10,62%
10,74%
10,87%
10,99%
11,12%
Söiugm/v 1 afb. á ári 14% 16% 18% 20% (Hlv) 21%
1 ár 87 88 90 91 92i2
2 ár 74 76 78 80 811
3 ár 63 65 67 69 70q
4 ár 55 57 59 62 63j
5 ár 49 51 54 56 57 f
Hlutabréf
Hlutabréf Eimskips hf. óskast
í umboðssölu.
Daglegur gengisútreikningur
Verðbréfamarkaður
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavík
lönaóarbankahúsinu Sími 28566